Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 11
ÞAÐ vildi fornleifafræð-inni til happs að Þór-arinn Leifsson, bónd-inn á Keldudal íHegranesi í Skagafirði,
er atorkusamur. Hann hefur
byggt upp fjölda húsa á jörð
sinni, og er hann gróf fyrir hús-
grunni sumarið 2002 fékk hann
mannabein í skófluna. Hann lét
fornleifafræðinga frá Hólarann-
sókn vita og nú hefur kirkjugarð-
urinn í Keldudal litið dagsins ljós
á ný, um 1000 árum eftir að síð-
ast voru teknar þar grafir. Engar
ritaðar heimildir voru til um
kirkjugarð á þessum stað, og
þykir fundurinn einstakur fyrir
margra hluta sakir. Keldudalur
stendur skammt frá fornum þing-
stað Skagfirðinga, Hegranes-
þingi, og hefur kirkjugarðurinn
því verið nærri miðstöð héraðsins
áður fyrr.
Ekki lét bóndinn þar við sitja í
fornleifafundinum, því hann fann
einnig kuml úr heiðni fyrr í sum-
ar við efnistöku ofan í landi sínu.
Fundur kumlsins eykur enn á
gildi staðarins, og sýnir að þar
hafa menn verið jarðsettir jafnt í
heiðni sem kristni.
Kuml með beinum
fjögurra manna
Kumlateigurinn sem Þórarinn
Leifsson bóndi fann nú í júní
2003 er um 500 metra norður af
bænum, rétt við landamerki jarð-
arinnar, líkt og tíðkaðist í heiðni.
Kumlin voru grafin upp og rann-
sökuð, og komu þar í ljós jarð-
neskar leifar fjögurra einstak-
linga, en ekkert þeirra var
óraskað. Þau lágu ofarlega í
jörðu, og sást ekkert af landslagi
að kuml lægi undir. Auk manna-
beina fundust bein úr dýrum, til
dæmis hesta, hunda eða katta. Af
gripum sem fundust má nefna
heillegan klæðaprjón með fagur-
lega útskornu dýrshöfði og
skreyttar glerperlur.
Vangaveltur hafa verið uppi
um hvort kumlateigar hafi verið
notaðir áfram eftir kristnitöku. Í
Keldudal var raunin ekki sú.
Kumlið er á sömu jörð og kirkju-
garðurinn, en ekki á sama stað.
Grafir frá elstu tíð
kristni á Íslandi
Guðný Zoëga, fornleifafræðing-
ur frá Byggðasafni Skagafjarðar,
leiddi blaðamann um forna
kirkjugarðinn, sem var þakinn
gjósku úr Heklugosinu 1104.
„Gjóskan er mikilvæg í aldurs-
greiningu fornminjanna, og stað-
festir hún að þessi kirkjugarður
er frá elstu tíð kristni á Íslandi,“
útskýrir Guðný. Sömuleiðis verða
bein úr garðinum aldursgreind
með C14 kolefnisgreiningu sem
upplýst getur nákvæman aldur
þeirra.
Engar heimildir eru til um
kirkjugarðinn. „Í elstu heimildum
er þessa kirkjugarðs hvergi get-
ið. Hann hlýtur því að vera mjög
gamall, svo gamall að tilvist hans
hafi jafnvel verið fallin í
gleymsku þegar Keldudals er
fyrst getið í rituðum heimildum,
á 13. öld. Sömuleiðis var rusla-
haugur yfir austurhluta garðsins,
sem bendir til þess að hann hafi
fallið snemma í gleymsku. Við
fundum einnig rusl í sumum
grafanna.“
Fundur garðsins er mikill
fengur fyrir fornleifarannsóknir
á Íslandi. „Það er mikil heppni að
þessi garður skyldi finnast, og
þar að auki hafa bein varðveist
mjög vel í jörðinni hér. Til dæmis
má sjá jarðneskar leifar barna,
en þau varðveitast jafnan verr en
fullorðinna. Hér gefst því einstakt
tækifæri til að rannsaka grafir
ungbarna og barna betur.
Sömuleiðis hefur hringlaga
veggur umhverfis kirkjugarðinn
varðveist mjög vel, og sýnir form
miðaldakirkjugarða. Talið er að
bænhús hafi staðið í miðju garðs-
ins, en einungis hafa fundist leifar
af stoðarholum hússins, og nokkuð
af viði.
Gröfunum er raðað samkvæmt
miðaldavenju, að sögn Guðnýjar.
„Grafir karlmanna eru sunnan og
austan við mögulegt bænhús, en
konur og börn voru jarðsett í
norður- og vesturhluta garðsins.
Við höfum leitt líkur að því að
þegar þessi kirkjugarður var af-
lagður hafi beinin verið flutt í ann-
an garð hér í sveitinni. Samkvæmt
Kirkjuþætti Grágásar átti að flytja
beinin ef kirkjugarður var aflagð-
ur líkt og hér. Alls höfum við fund-
ið 52 grafir hér í garðinum, en að-
eins fimm heilar grafir, sem ekki
hafa verið snertar í fyrndinni.“
Annar kirkjugarður af sambæri-
legri stærð hefur fundist hér á
landi, á Þórarinsstöðum í Seyð-
isfirði. Þar voru um sextíu grafir
og leifar bænhúss í miðju garðs-
ins, líkt og í Keldudal. „Hins vegar
voru beinin mun verr farin þar
eystra en hér. Jarðvegurinn var
það súr þar eystra að beinin varð-
veittust ekki vel, en hér hefur allt
varðveist ótrúlega vel,“ útskýrir
Guðný.
Nokkrir munir hafa komið í ljós
við uppgröftinn, svo sem snældu-
snúður og brýni. Einnig hefur
fundist mikið af dýrabeinum. Í
kistunum fundust engir munir sem
lagðir höfðu verið með þeim jarð-
settu, en hins vegar fundust lík-
kistunaglar og viðarbútar úr kist-
unni.
Eldra hús kemur í ljós
Í fyrstu var talið, að einungis
væri að finna kirkjugarð á svæð-
inu, en síðar fór annað að koma í
ljós. „Þegar komið var niður fyrir
jarðlag kirkjugarðsins fór að koma
í ljós eldri bygging, jafnvel úr
heiðni. Við höfum ekki getið okkur
til hvers konar hús þetta var, en
útveggir þess sjást nú orðið
greinilega. Við höfum fundið mikið
af dýrabeinum og slíku í grunni
hússins, sem bendir til þess að hér
hafi verið mannabústaður í fyrnd-
inni,“ segir Guðný.
Af fundi enn eldra húss undir
kirkjugarðinum má ráða, að svæð-
ið hefur mikla sögu að geyma.
Enn um sinn má því búast við að
finna megi minjar í Keldudal.
Forn helgistaður undir gjóskunni
Öllum að óvörum fannst
kuml og kirkjugarður frá
árdaga kristni á Íslandi í
landi Keldudals í Hegra-
nesi í Skagafirði. Fornleifa-
fræðingar frá Hólarann-
sókn hafa verið við störf í
Keldudal í tvö sumur og
fundið mjög heillegan
kirkjugarð, og nú nýlega
kom enn eldra hús í ljós
undir garðinum.
Guðný Zoëga, fornleifafræðingur frá Byggðasafni Skagfirðinga, og Þórarinn
Leifsson, bóndi í Keldudal.
Morgunblaðið/Kristinn
Keldudalskirkjugarður. Við hægri hlið grafarinnar sem enn geymir bein má fyrst sjá örlitla gröf ungbarns og gröf barns sem bein hafa nú verið fjarlægð úr.
fundist hefur að Hólum – að und-
anskildu Skálholti, hinum biskups-
stólnum.
Miðsvæðis á miðöldum
Staðsetning Hóla í Hjaltadal hef-
ur verið mörgum umhugsunarefni.
Ragnheiður segir, að samhliða
sjálfum fornleifauppgreftrinum sé
unnið að ýmiss konar rannsóknum
varðandi miðaldasamfélagið að
Hólum og í nágrenni þeirra. „Nú á
dögum eru Hólar í Hjaltadal ekki í
alfaraleið, en fyrr á öldum voru
þeir í þjóðbraut. Með rannsóknum
á fornum þjóðleiðum má sjá, að
hér lá leið frá Kolkuósi og síðan
um fimm leiðir að velja yfir að
Gásum í Eyjafirði. Þessir staðir
voru báðir afskaplega mikilvægar
miðstöðvar í miðaldasamfélaginu,
og Hólar eru hér mitt á milli.“
Að sögn Ragnheiðar eru víkinga-
minjar á svæðinu einnig mjög
áhugaverðar, og sé þær sérstak-
lega að finna að Hofi, næsta bæ við
Hóla. „Þar bjó mikill og ættstór
höfðingi, Hjalti Þórðarson, sem
Hjaltadalur er nefndur eftir. Ég
tel afkomendur hans hafa haft
áhrif á að Hólar voru valdir sem
biskupsstóll. Þar er risastór veislu-
skáli, sem talið er að hafi verið
byggður fyrir erfi Hjalta, en að
sögn Landnámu voru þar 1.200
manns viðstaddir. Sömuleiðis er
þar stór haugur, kirkjugarður, hof
og goðalág. Þegar hafa verið gerð-
ar yfirborðskannanir á svæðinu, en
bíða varð með nánari rannsóknir
vegna fundar kirkjugarðsins í
Keldudal. Rannsókn að Hofi er því
enn í bígerð.
Margar minjar um elstu tíð
kristni á Íslandi finnast á svæðinu.
Hér neðar í dalnum eru leifar
kirkjunnar að Neðra-Ási, en hún
er ein elsta kirkja á Íslandi, frá um
985. Fundur kirkjugarðsins í
Keldudal sýnir einnig glögglega
ítök kristni hér á svæðinu fyrir um
1000 árum. Forvitnilegt verður að
skoða hvort menn hafi verið fjótir
að tileinka sér hinn nýja sið á þess-
um slóðum.“
Nýjasta tækni notuð við mælingar
Ragnheiður segir mikinn feng
vera að nýju mælitæki sem notað
er í rannsókninni. „Við fengum
styrk til kaupa á svonefndri alstöð
til mælinga, og fengum einnig nýtt
uppgraftartölvuforrit frá Þjóð-
minjasafninu í Stokkhólmi sem
færir inn allar upplýsingar á auga-
bragði. Þetta forrit hefur aðeins
einu sinni áður verið notað utan
Svíþjóðar, þá við stórt verkefni við
Kaupangur. Tækið skráir hnit og
staðsetningu og forritið býr til
teikningar og kort í kjölfarið.
Við uppgröftinn er safnað sýnum
af ýmsu tagi, sem eru rannsökuð
ofan í kjölinn. Þar má nefna jarð-
veg, plöntusýni og skordýrasýni.
Allar upplýsingar sem að gagni
koma eru settar í gagnagrunn sem
varpar um leið skýrara ljósi á
rannsóknina og gefur vísbendingar
um lífið á staðnum. Þar er ösku-
haugurinn mikill fjársjóður, því
þar er að finna mjög fjölbreyttan
úrgang frá miðaldaheimilinu.“
Mjög góð aðstaða er fyrir sérfræð-
inga við rannsóknir í húsnæði á
Hólastað, og segir Ragnheiður það
auðvelda mjög alla vinnu, og sam-
starf fræðimannanna auki mjög ár-
angur starfsins.
Ráðgert er að Hólarannsókn
ljúki árið 2007, og er enn mikið
starf óunnið, og geymir jörðin enn
eflaust margan fjársjóðinn. Ragn-
heiður segir rannsóknir að Hólum
og í Kolkuósi munu halda áfram,
en sömuleiðis verði ráðist í rann-
sóknir að Hofi og reynt að varpa
ljósi á þær minjar sem þar felast.
jóði
TENGLAR
.....................................................
http://holar.is/~fornleifar/
ÞÓRARINN Leifsson, bóndi í
Keldudal, segir málin hafa
þróast á annan veg en hann
gat gert sér í hugarlund þegar
hann gróf fyrir húsgrunni sum-
arið 2002. „Þegar ég var að
grafa húsgrunninn kom manna-
bein í gröfuna hjá mér. Hér var
ósköp venjulegt tún áður, en nú
hefur komið í ljós að það hafði
að geyma aldagamla sögu sem
enginn vissi af,“ segir Þórarinn.
Síðan þá hefur hann fundið
kuml og smiðju í túninu hjá sér.
„Ég má vart stinga niður skólfu,
þá finn ég fornleifar,“ segir
hann. Hann bendir á að í forn-
öld hafi verið róstusamt á
svæðinu, og því ekki við öðru
að búast en að mannvistarleifar
finnist.
Gestir Þórarins og aðrir ábú-
endur hafa ekki fundið fyrir
neinu á sveimi vegna uppgraft-
arins. „Við trúum því að eftir
mörg hundruð ár í gröfinni séu
allir orðnir sáttir við Guð og
menn, og hrelli ekki ábúendur
með draugagangi,“ útskýrir
Þórarinn.
Þórarinn leggur áherslu á að
beinin sem fundist hafa í garð-
inum verði varðveitt í héraðinu.
„Þetta voru Norðlendingar, og
þurfa ekki að þola flutninga eft-
ir þúsund ár,“ bætir hann við.
Má vart stinga
niður skóflu