Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 41 SVANHILDUR Hólm Valsdóttir er fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna en hún hefur um nokkurt skeið verið í hópi stjórn- enda Kastljóssins hjá Ríkis- sjónvarpinu. Hún er nýkomin til landsins eftir stutt sumarfrí til Spán- ar þar sem hún rétt slapp áður en hitabylgjan reið yfir af fullum þunga. Hvað ertu með í vösunum? GSM-símann, kaffipeninga, klink, fullt af hárteygjum og -spennum, sexkant, nafnspjald frá þjónustu- stjóra Peugeot og einhverra hluta vegna eina Jellybaun. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Hvorugt, eru ekki til einhverjar vélar í svona lagað? Ef þú værir ekki fréttamaður, hvað myndirðu þá helst vilja vera? Útvarpsmaður, það er svo frábær- lega skemmtilegt. Hefurðu tárast í bíói? Já, kemur fyrir, meira að segja yfir teiknimyndum. Tel mig annars vera með mjög mikilvæga töffaraímynd, sem verður að viðhalda hvað sem tautar og raular, svo ég passa mig að sitja yfir öllum kreditlistanum á eftir, til að labba ekki rauðeygð út. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ef ég man rétt voru það tónleikar með tiltölulega óþekktum óperu- söngvara sem vann við að laga bíla á Akureyri milli þess sem hann þandi raddböndin. Hann heitir Krist- ján Jóhannsson, ég var sex ára og lauk tónleikunum á því að færa hon- um blóm og fékk koss að launum. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Leikarar pirra mig ekkert sér- staklega. Bara vond leikverk og leiðinlegar myndir. Hver er þinn helsti veikleiki? Tjah. Hvar á ég að byrja? Leti, ís, frestunarárátta og bókafíkn er með- al þess sem kemur upp í hugann, ekkert endilega í þessari röð. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Segjast ekki allir vera ákveðnir? (Þetta eru fimm orð.) Bítlarnir eða Stones? Ertu að grínast? Ég er fædd 1974! Ég hreinlega neita að beygja mig undir ofríki ’68-kyn- slóðarinnar með þessum hætti. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Sveitaprakkarar eftir Indriða G. Þorsteinsson. Er að lesa hana fyrir son minn, og hef lesið hana um það bil milljón sinnum. Varlega áætlað. Hvaða lag kveikir blossann? At the River, með Groove Armada. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Home, með Simply Red. Hún er al- gjörlega frábær. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég er svolítill ormur, en ekki mjög hrekkjótt. Sennilega muna þeir sem hafa orðið fyrir prakkarastrikum mínum mun betur eftir þeim en ég, enda held ég alltaf að ég geri aldrei neitt af mér. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Sojamjólkurskánarpoki með sætri baunafyllingu. Algjörlega viðbjóðslegt, en leit mjög vel út, eins og annað sem ég borðaði á mjög sérstöku veitingahúsi í Kyoto fyrir nokkrum árum. Þar þjónuðu til borðs konur, sem fengið höfðu þjálfun sem geishur, en sú starfsgrein er deyjandi í Japan, og matur- inn sem á borð var borinn var allur matreiddur eftir ströngustu reglum búdda- trúarmanna; engar dýra- afurðir. Allt voða fallegt, örugglega fallegasti matur sem ég hef borð- að, en svakalega vont. Segir manni sennilega að útlitið er alls ekki allt. Fékk koss hjá Kristjáni SOS SPURT & SVARAÐ Svanhildur Hólm Valsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Á HRÓARSKELDU þarf að ota sín- um tota nokkuð duglega í viðtalamál- um, því margir blaðamenn eru um hituna og tónlistarmenn oft ekkert of fúsir að veita færi á sér. Vilja heldur njóta hátíðarinnar með gestum eins og framast er unnt. Næstu vikur, með u.þ.b. vikumillibili, verða birt nokkur af þeim viðtölum sem náðist að landa á undangenginni hátíð með alls kyns brögðum. Þetta byrjunar- viðtal náðist reyndar – ólíkt hinum – fyrir helbera hundaheppni er blaða- maður rambaði á sjálfan Damon Albarn þar sem hann sat makinda- lega upp við tréskúr inni á svæði Danska útvarpsins. Tveir niður- greiddir bjórar og snápafrekja olli því að ákveðið var að vinda sér að kapp- anum og kynna sig. Og taka skýrt fram að maður kæmi nú frá Íslandi. Það hlyti nú að koma þessu í höfn. Það var líka og, Albarn tók ljúfmann- lega í fimm mínútna spjall eða svo. Snæfellsjökull Hljómsveit Albarn, Blur, hefur verið ein þekktasta og virtasta sveit Breta í hartnær tíu ár. Hennar nýjasta verk, Think Tank, er um margt tímamóta- plata á ferli sveitarinnar því hún er sú fyrsta án Graham Coxon gítarista sem hætti í fússi fyrir nokkrum mán- uðum. Enn einu sinni stendur Blur því á tímamótum. Fyrst brutu þeir sig frá „indie/dans“-bylgjunni í upp- hafi tíunda áratugarins og hrundu af stað bretapoppinu, sögðu svo skilið við það og umföðmuðu bandaríska strauma fjórum árum síðar eða svo. Og enn aftur, með Think Tank, er ný Blur risin upp. Á Hróarskeldu léku þeir lög af téðri plötu og tókust tónleikarnir von- um framar. Sveitin plumar sig greini- lega vel Coxon-laus, merkilegt nokk. Harðir gítarar hafa nú vikið fyrir tilraunakenndari, hryn- heitari tónum og svo virðist sem allt sé opið – enn og aft- ur. „Maður verður að styðja landann,“ segir Damon með glettnislegum tón, þegar um- boðsmenn reyna að rífa hann frá þessum uppáþrengjandi blaðamanni. „Ég ætla að gefa Morgunblaðinu stutt viðtal,“ segir hann rólega en ákveðið. Ég læt því vaða: Enn einu sinni breytingar hjá Blur? „Jú, það er rétt. Enn eina ferðina. En svona gerist þetta bara.“ Og ertu ánægður með útkomuna? „Mjög svo. En það er langt síðan þetta var klárað – mig langar að gera eitthvað allt annað núna.“ Þú ert búinn að vera mjög virkur undanfarið; gert tónlist með Gorillaz og svo var það Mali Music-verkefnið. Eru það mismunandi verkefni eins og þessi sem keyra þig áfram? „Algerlega. Nú er ég líka búinn að stofna útgáfu og ætla að gefa út nýju plötuna hans Einars (Arnar). Ég er mjög ánægður með hana. Einar var með frábæra tónleika í London um daginn.“ Damon tekur allt í einu orðið af blaðamanni. „Jæja, nú er ég fluttur til Íslands get ég sagt þér. Ég á hús í einu af út- hverfunum. Ég er búinn að fá nóg af 101 (hlær). Ég er með frá- bært útsýni og Snæfellsjök- ullinn blasir við. Hvað er fullkomnara en það, ha? Á sumarnóttu að horfa til jök- ulsins.“ Finnst þér mikið stress í Reykjavík? „Já. Það eru allir í að minnsta kosti tveimur vinnum!“ En af hverju þessi mikli áhugi á Ís- landi? „Æ, það er búið að spyrja mig að þessu hundrað sinnum …“ En ekki af mér … „Jæja, það er víst rétt hjá þér … ætli þetta sé ekki bara sá stað- ur sem straumurinn bar mig til … þangað sem draumarnir fóru með mig.“ Aðstoðarmenn Damons eru nú farnir að nikka til hans og greinilegt að viðveru minnar er ekki óskað leng- ur. Enda var ég að stelast. Damon fer því sína leið, með sixpensarann á höfðinu, en kveður mig áður með virktum. Og hver veit? Kannski hitti ég hann á hverfisleigunni minni í haust. Hróarskelduviðtalið: 1. hluti Damon Albarn Hér hefst flokkur viðtala sem tekin voru á Hróarskeldu þetta árið af Arnari Eggerti Thoroddsen. Í opnunarviðtalinu ræðir hann við Íslandsvininn Damon Albarn, sem hann rambaði á fyrir tilviljun. Morgunblaðið/Móheiður Geirlaugsdóttir Damon Albarn er eiginlega orðinn „Ísl-Englendingur“. arnart@mbl.is www.roskilde-festival.dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.