Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið málþing um rekstur sjúkrahúsa Almenn ánægja í starfi MÁLÞING umrekstur og starfs-mannamál sjúkrahúsa, Sjúkrahús í breytilegu umhverfi, verð- ur haldið fimmtudaginn 14. ágúst í hringsal Barna- spítalans. Sigrún Gunn- arsdóttir hefur umsjón með skipulagi málþingsins ásamt Hrafni Óla Sigurðs- syni. Hver er hugmyndin með málþinginu? „Málþinginu er ætlað að efla umræðuna um rekstur og framtíðarsýn sjúkra- húsa á Íslandi með sér- stöku tilliti til Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hér á landi hafa orðið miklar breytingar á rekstri sjúkrahúsa, ör tækniþróun og aðrar breytingar gera rekst- urinn síbreytilegan bæði hér og erlendis. Því höfum við fengið til okkar gesti bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum sem munu ræða þá þróun sem orðið hefur á þjón- ustu við sjúklingana og öðrum þáttum sjúkrahúsrekstrar. Sjúkrahús eru t.d. oft kennslu- sjúkrahús og þar fara fram rann- sóknir. Stór spítali eins og Land- spítali – háskólasjúkrahús gegnir einnig mikilvægu hlutverki í hinni almennu heilbrigðisþjónustu. All- ar þær breytingar sem verða á rekstri sjúkrahúsanna með aukn- um kröfum, menntun og tækni- framförum verða ræddar auk þess sem starfsmannaþátturinn verður tekinn fyrir. Þá verður kynnt það sem kallað hefur verið Magnet-sjúkrahús. Sú hugmynd hefur verið í þróun í 20 ár í Banda- ríkjunum og á rætur að rekja til þess tíma þegar mikill skortur var á hjúkrunarfræðingum. Sjúkra- húsin hófu þá að leita leiða til þess að draga til sín hjúkrunarfræð- inga og áttuðu sig smám saman á því hvað það var sem gerði sjúkrahús aðlaðandi vinnustað þar sem jafnframt var veitt góð þjónusta. Magnet er í raun við- urkenning sem sjúkrahús hljóta fyrir góða stjórnun, gott starfs- mannahald og betri þjónustu við sjúklinga.“ Hvað verður á dagskránni? „Við fáum til okkar fjóra er- lenda fyrirlesara, þar af tvo frá London School of Hygiene & Tropical Medicine. Fyrstur flytur erindi prófessor Martin Mckee sem stýrt hefur rannsóknum og birt fjölda rita um rekstur sjúkra- húsa, nú síðast áhugaverða bók, Hospitals in a changing Europe, þar sem hann ræðir um þróun sjúkrahúsa og þær breytingar á rekstri þeirra sem nú eru efst á baugi. Andrew Woodhead, for- stjóri Royal National Orthopedic Hospital, mun tala út frá reynslu sinni sem þátttakandi í þeim breytingum sem gerðar hafa ver- ið á bresku heilbrigðisþjónust- unni, en þar eins og hér hefur ver- ið unnið að hagræðingu og samruna sjúkrahúsa. Anne Marie Rafferty, sem stýrt hefur rannsóknum um Magnet-sjúkrahús á Bretlandi í samvinnu við alþjóðlegt rann- sóknarteymi og þá sem stýra slíkum rannsóknum í Bandaríkjunum, mun fjalla um gildi samstarfs heilbrigðisstétta fyrir gæði þjónustunnar og kynna nýjar niðurstöður rannsókna frá Englandi. Loks mun Christine Mueller frá ANNC, bandarísku samtökunum sem veita sjúkra- húsum Magnet-viðurkenninguna, fjalla um hvað einkenni þau sjúkrahús. Að þessum erindum loknum munu nokkrir starfsmenn spítalans kynna hugmyndir sínar varðandi framtíð og hlutverk Landspítalans – háskólasjúkra- húss. Kynntar verða þrjár nýjar kannanir sem gerðar voru á starfsumhverfi hjúkrunarfræð- inga, ljósmæðra og lækna auk könnunar sem Landlæknisemb- ættið gerði nýlega. Ari Edwald frá Samtökum atvinnulífsins kem- ur með innlegg í þessa umræðu varðandi t.d. þau áhrif sem út- gjöld til heilbrigðismála hafa á al- menn efnahagsmál þjóðarinnar.“ Hvert er einkenni Magnet? „Sterkir leiðtogar, sem nota að- ferðir styðjandi stjórnunar, eru einkenni Magnet-sjúkrahúsa auk þess sem þar eru starfsmannamál í góðu horfi og gæði þjónustunnar áberandi meiri. Þetta hafa rann- sóknir sýnt bæði í Bandaríkjun- um og Englandi. Sjúkrahús í Bandaríkjunum hljóta viðurkenn- inguna tímabundið og þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi gæði þjónustunnar, starfsmanna- mála og stjórnunar.“ Leiða kannanir í ljós starfs- ánægju? „Könnun sem ég útbjó síðast- liðið haust til að kanna ánægju hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sjúkrahússins í starfi, svo og ánægju með stjórnun og gæði þjónustu, leiddi í ljós að starfsfólk Landspítala – háskólasjúkrahúss er almennt ánægt í starfi. Á sama tíma láta þátttakendur þó í ljós að margt mætti betur fara varðandi almennt skipulag og stjórnunarhætti á sjúkrahúsinu. Sam- kvæmt niðurstöðunum mátu hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður gæði þjónustunnar lakari en fram kemur í samanburðarlöndunum. Vera má að skýringin sé sú að ís- lenskir starfsmenn, sem almennt eru mjög vel menntaðir, geri meiri kröfur til gæða þjónustunn- ar en aðrar þjóðir. Könnunin er byggð á Magnet-mælitækinu og hluti af alþjóðlegri könnun.“ Skráning á málþingið fer fram á www.landspitali.is. Sigrún Gunnarsdóttir  Sigrún Gunnarsdóttir fæddist 16. maí 1960. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1986 og MS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Ís- lands árið 2000. Sigrún stundar nám til doktorsprófs við London School of Hygiene & Tropical Medicine á sviði lýð- heilsu- og starfsmannamála. Hún starfar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Sigrún er gift Agnari H. Johnson verkfræðingi og eiga þau þrjú börn, Hannes, Kristin og Sigrúnu. Rekstur sjúkrahúsa síbreytilegur Haltu honum bara inni, forever, þetta var enginn vandi, herra fangelsismálastjóri. KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga var stofnað 6. ágúst árið 1933 og hefur því verið starfrækt í sjötíu ár. Félagið hefur alla tíð rekið um- fangsmikla atvinnustarfsemi á Fá- skrúðsfirði. Má þar nefna verslun, sláturhús og sölu landbúnaðarvara, fiskvinnslu, útgerð, fiskmjölsverk- smiðju, vélaverkstæði, rafmagns- verkstæði og trésmíðaverkstæði. Þá hefur félagið haft umboð fyrir Olíufélagið hf. frá stofnun þess árið 1946 og fyrir Samvinnutryggingar GT fyrr á árum. Þá rak félagið um árabil Gistihúsið Valhöll, þar sem einnig var veitingarekstur. Frá 1. janúar 2002 hefur Kaup- félag Fáskrúðsfirðinga verið rekið sem eignarhaldsfélag og er aðal- eign þess 83,89% hlutafjár í Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði, en til þess félags voru rekstrarein- ingar kaupfélagsins fluttar. Hagnaður félagsins á fyrri árs- helmingi 2003 var 40 milljónir króna og eigið fé 838 milljónir, sem er 92% af niðurstöðu efnahags- reiknings. Um síðustu áramót voru fé- lagsmenn í Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga 191 talsins. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga starfrækt í sjötíu ár Ljósmynd/Ágúst Ólafsson Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er sjötíu ára um þessar mundir. Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. FORSVARSMENN bresku Wait- rose-matvöruverslanakeðjunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum af því að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hefja hvalveiðar að nýju í vísindaskyni. Waitrose verslanirnar selja umtals- vert magn af ferskum sjávarafurð- um frá Íslandi á hverju ári. Að svo búnu er þó ekki viðbúið að þær hætti að kaupa íslenskan fisk eða aðhafist nokkuð. „Við skiljum nauðsyn þess að afl- að sé nánari vitneskju um áhrif stórra hvalastofna á aðra fiski- stofna. Við munum því fylgjast af áhuga með vísindaniðurstöðum rannsóknarinnar,“ segir í tilkynn- ingu frá Waitrose. Að sögn Keiths Brown, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsfyrir- tækisins Sealord Caistor Limited á Bretlandseyjum sem kaupir ferskan fisk frá íslenskum sjávarútvegsfyr- irtækjum og selur til Waitrose, er ekki ástæða til að óttast að Waitrose hætti að selja íslenskan fisk. Öðru máli gegndi ef Íslendingar stunduðu hvalveiðar í ábataskyni. Hann segir að yfirmenn frá Waitrose hafi verið staddir hjá sér þegar fréttir bárust af því að Íslendingar hygðust veiða 38 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Áhyggjur þeirra séu skiljanleg- ar enda stilli flestar verslanir upp með mjög áberandi hætti ferskmeti sem flutt sé með flugi og selt er í verslunum. Til að mynda sé ekki óalgengt að sjá íslenskar merkingar á fiski í mörgum verslunum. Kaupa fisk frá Íslandi fyrir 10–11 milljónir punda Sealord Caistor Limited kaupir fisk fyrir um 20 milljónir punda á ári. Um 60–65% af fiskfangi er flutt inn frá Íslandi og er verðmæti þess 10–11 milljónir punda. Alls eru 148 Waitrose matvöruverslanir starfs- ræktar á Bretlandseyjum, flestar á Suður-Englandi, í Lundúnum og ná- grenni. Um er að ræða hágæða- verslanir sem leggja mikið upp úr sölu á ferskum fiski og kjöti auka vína. „Við teljum að ráðherrann og sjávarlíffræðingarnir séu að gera það sem þeir þurfa að gera af aug- ljósri ástæðu, til að átta sig á áhrif- unum,“ segir Keith um rannsóknir Íslendinga á hvölum. Hann segist hafa fulla trú á stjórnvöldum og að- gerðum þeirra og að fróðlegt verði að sjá niðurstöðurnar. Hann segir að lítið hafi borið á fréttum af fyr- irhuguðum veiðum Íslendinga í breskum fjölmiðlum. Waitrose hafi ekki haft samband við sig síðan mál- ið kom upp og að sér vitandi hafi fólk ekki sniðgengið íslenskar vörur eða kvartað undan því að þær væru á boðstólum. Bresk verslanakeðja selur ferskan fisk frá Íslandi Fylgst með veiðum á hrefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.