Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 13 FYRIRTÆKJA- OG VIÐSKIPTASVIÐ Starfsmenn fyrirtækja- og viðskiptasviðs Laufáss búa yfir þekkingu og reynslu af rekstri stórra og smárra fyrirtækja hér heima og erlendis. Við veitum faglega og góða þjónustu við mat á rekstri fyrirtækja og veitum alhliða ráðgjöf við sölu og kaup. Aðstoðum við öflun fjármögnunar við kaup eða rekstrarleigu með kauprétti og almenna ráðgjöf við rekstur fyrirtækja. Upplýsingar veita: Gunnar Gunnarsson, viðskiptafræðingur, í síma 533 1111/893 9740 eða Elías Guðmundsson, ráðgjafi, í síma 533 1111/820 3435. laufás sóltúni 25 105 reykjavík þjónusta og öryggi í 30 ár laufas@laufas.is www.laufas.is sími 533 1111 fax 533 1115 Íris Hall löggiltur fasteignsali vöktu mikla athygli og nú er svo komið að Hjallastefnan er orðin vel þekkt,“ segir hún. „Hingað koma margir og sumir langt að til að kynna sér starfsemina og nú eru 13 leikskólar hér á landi, sem byggja á Hjallastefnunni og sá 14. er á leið- inni. Á hinum Norðurlöndunum finnast líka Hjallastefnuskólar. Í Gävle í Svíþjóð eru leikskólar, sem eru reknir með Hjallastefnuna að leiðarljósi en þar ákvað sveitarfé- lagið að taka sig á í jafnréttismálum og sendi hingað starfsfólk í kynn- isferð og þjálfun. Svíum hefur þótt þetta svo merkilegt framtak að jafnréttisráðherra þeirra benti Hillary Clinton á leikskólana í Gävle sem dæmi um nauðsyn þess að byrja snemma á jafnrétti. Leik- skólarnir í Gävle urðu einnig fyrir valinu þegar velja átti fulltrúa á Norræna ráðstefnu, sem haldin var um skólastarf og lýðræði, sem dæmi um það merkasta sem verið væri að gera í jafnréttismálum í Svíþjóð. Og nú eru stallsystur mína í Gävle að kenna þeim í Gautaborg heyrði ég frá sænskum blaðamönn- um sem voru hér á ferð að kynna sér Hjalla. Leikskólar í Skien í Noregi og víðar hafa tekið upp Hjallastefnuna að hluta eða í heild og þar hefur hún einnig verið verðlaunuð en fyrsti skólinn sem ég frétti um var í Dan- mörku. Ég neita því ekki að mér var brugðið að hitta skyndilega fólk á ráðstefnu úti í hinum stóra heimi sem notaði Hjallastefnuna og lagði hana að jöfnu við þekkta ítalska uppeldisstefnu kennda við Reggio Emilio. Það var mögnuð upplifun. Einhversstaðar las ég líka að Hjalli væri umtalaðasti leikskóli Evrópu!! Ég sel það ekki dýrar en ég keypti.“ Hvert einstakt barn En hvað felst í Hjallastefnu? „Það eru fjölmörg atriði sem ein- kenna Hjallastefnuna og væri of langt mál að rekja það hér. Nokkur atriði eru þó mjög áberandi og má þar nefna kynjaskipta skólastarfið okkar, einfalt og áreitalítið um- hverfi með auðum veggjum og mild- um litum, fábreytt leikefni í stað hefðbundinna leikfanga, óvenjulega dagskrá, valkerfi og hópakerfi og svo auðvitað agann og hegðunar- kennsluna sem er óvenjuleg og byggir meðal annars á hjallískri já- kvæðni, gleði og kærleika. Allt þetta og meira til felst í Hjallastefn- unni en fyrst og fremst snýst þetta þó alltaf um börn – eða nánar til- tekið hvert einstakt barn. Hvernig við getum sem best þjónað hverju einasta barni sem okkur er trúað fyrir. Sem betur fer er fjölbreyti- leiki í svona stórum hópi barna og við reynum eftir bestu getu að koma til móts við þarfir allar barna og einnig foreldranna og höfum gengið nokkuð langt til þess,“ segir hún um leið og hún ítrekar að öll börn séu velkomin. Á Hjallastefnu- skólunum hafa verið og eru börn með hreyfihömlun, einhverf börn, börn með Downs-heilkenni og börn með helftarlömun. Sum þessara barna þurfa stöðuga umönnun allan sólarhringinn og eins og ráða má af ummælum foreldranna virðast eng- in vandamál óleysanleg, sem upp koma innan skólans. Leyst er úr hverjum vanda með bros á vör og tekist á við hvert tilfelli og þjálfarar kallaðir til ef með þarf. Mín leið til að gera vel „Hjallastefnan er uppeldisaðferð sem hentar vel þeim sem ekki falla að hefðbundnu kerfi og byggir á því sem ég hef séð virka best á börn án tillits til þess hvort þau falla innan „normal“ ramma eða ekki,“ segir Margrét Pála. „Þetta eru uppeldis- aðferðir sem byggja á íslenskri leik- skólahefð sem ég hef svo þróað og útfært. Í stuttu máli má segja að Hjallastefnan sé mín leið til að gera eins vel og ég get í mínu starfi.“ Kynin eru aðskilin í sitt hvorum kjarnanum og hafa skólarnir fengið orð fyrir að ráða við baldna pilta, sem ekki falla að kerfinu. „Reynsl- an hefur kennt okkur það sama og allar rannsóknir benda til, leikir stráka og stelpna eru ólíkir og komin Morgunblaðið/Golli SJÁ NÆSTU SÍÐU „Ég tók henni með opnum huga, án gagnrýni og ályktaði sem svo að þetta hlyti að virka,“ segir Karl. „Sama átti við um leikföngin en hér eru engin leikföng. Þegar búið var að skýra út af hverju þá fannst manni það eðlilegt. Það gekk svo langt að helsta leikfang stelpunnar um tíma voru vídeóspólur sem hún staflaði upp eins og kubb- unum á leikskólanum.“ „Meginhugsunin er að ekki er hægt að leika sér „vitlaust“ með þennan efnivið sem er í boði,“ segir Sigríður. „Þau búa sér til eigin leiki. Hér eru blöð og pennar fyrir alla, aldrei of mik- ið eða lítið, svo er kubbakrókur og sullukrókur, allt leikföng sem auðga hugmyndaflugið.“ Rétt er að taka fram að kynin eru ekki aðskilin allan daginn. Þau koma saman og syngja og eru saman að leik úti. Það er fokið „Foreldrar eru alltaf velkomnir að fylgjast með og taka þátt í uppeldinu,“ segir Karl. „Við höfum lært ýmislegt af leikskólanum eins og til dæmis aðr- ar boðleiðir. Það sem áður virtist flókið í uppeldinu verður það ekki lengur.“ „Sem dæmi má nefna að bjóða barninu tvo kosti að velja um, ann- aðhvort vatn eða mjólk, annaðhvort sullu- eða kubbakrók og ef þau biðja um eitthvað sem ekki er til þá er svar- ið: „Það er fokið,“ og þau taka því þegjandi og hljóðalaust,“ segir Sigríð- ur. „Það má því segja að við foreldr- arnir lærum líka heilmikið í skólanum. Fyrir nú utan það að við finnum strax að leikskólinn er ekki stofnun eða geymsla heldur heimili barnanna. Fóstrurnar taka á móti þeim þegar þau koma og kveðja þegar þau fara. Þetta verður eins og ein stór fjöl- skylda, sem nær út fyrir skólatíma og löngu eftir að þau eru hætt í skólanum þá standa krakkarnir saman.“ Karl Klein og Elfa Rut Klein. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.