Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 17
Samhliða þessu virðist sú hugsjón
herstöðvarandstæðinga að tengja
saman femínisma og herstöðvar-
andspyrnu hafa horfið.
Femínistar fóru í kjölfarið að
einbeita sér að störfum á sviði frið-
armála sem að sjálfsögðu voru
gjöful og mikilvæg. Sú þróun ýtti
þó undir þá hugmynd að konur
væru frábrugðnar karlmönnum.
Þær væru friðsamari því þær væru
mæður og hefðu varðveitt líf en
ekki tekið það.
Konur hófu upp úr þessu að ein-
beita sér meira að eðlishvötinni og
voru Menningar- og friðarsamtök
íslenskra kvenna athafnasöm við að
starfa út frá henni á þann hátt að
hún ætti meira skylt við hugmynd-
ina um hlutverk kvenna sem varð-
veitendur heldur en baráttusinna.
Framhald ástandsins
Á sama tíma, á árunum 1951 til
1953, varð kynferði kvenna fyrir-
ferðarmikið í umræðu herstöðvar-
andstæðinga, bæði í röðum sós-
íalista og innan Þjóðvarnar-
flokksins. Mikil skelfing greip um
sig um áframhald ástandsins og
ástandskonan varð mjög áberandi.
Óttast var að íslenskar konur yrðu
dregnar á tálar af amerískum her-
mönnum sem myndu bjóða þeim
munaðar- og eiturlyf svo þeir gætu
tekið þær með sér á herstöðina og
komið fram vilja sínum. Eftir það
sparkað þeim út og þær stæðu uppi
sem óléttir áfengissjúklingar sem
ekki myndu eignast hreinræktuð
íslensk börn og yrðu hræðilegar
mæður eða að þær myndu jafnvel
flytja frá Íslandi fyrir fullt og allt.
Í rannsóknum Vals Ingimundar-
sonar bendir hann á að á árunum
1953–1954 hafi slík ógn ekki getað
stafað lengur af hermönnunum því
þá hafi verið komnar strangar tak-
markanir á því hvert þeir gátu far-
ið. En goðsögnin um ógnina og
ástandið lifði þó enn og stjórnaði
umræðunni á fimmta áratugnum.
Þessu má líkja við deilu um land,
Bandaríkjamenn eiga ekki að vera
á okkar landi og eiga ekki „að vera
á“ okkar konum. Ekki dró úr þess-
ari gagnrýni fyrr en í lok sjötta
áratugarins.
Erfiðar mótsagnir
Reyna átti að koma hernum á
brott árið 1956, þegar vinstri stjórn
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks var mynduð.
Þjóðvarnarflokkurinn hafði með
andstöðu sinni gegn hernum ekki
aðeins hreyft við hinum flokkunum,
heldur vakið upp hræðslu tengda
kynferði kvenna, þjóðernisstefnu
og frelsi landsins. Að lokum féll
stjórnin frá áformum sínum en það
er önnur saga.
Katherine kemst að þeirri nið-
urstöðu að herstöðvarandstæðing-
ar hafi margir hverjir verið frjáls-
lyndir sósíalistar sem höfðu
hugmyndir um jafnrétti kynjanna.
Hugmyndir sem einblíndu ekki
endilega á þjóðernisstefnu þó svo
að þeir hafi rekist á hana í her-
stöðvarandstöðunni. Það skapaði
mótsagnir sem ógerlegt var að
leysa úr, annars vegar á milli þjóð-
ernisstefnu og jafnaðarstefnu og
hins vegar á milli hinna hefð-
bundnu kynhlutverka og þjóðern-
isstefnu sem margir þeirra trúðu á.
Katherine segir gott dæmi um
slíka mótsögn, sem hún telur að
erfitt að leysa úr, lúta að tungumál-
inu.
„Svo lengi sem konur bera fyrst
og fremst ábyrgð á umönnun barna
eru þær nauðsynlegur stuðningur
við hlutverk hins hefðbundna varð-
veitanda. Konur eru fyrstar til að
kenna barninu sínu íslensku. Varð-
veislan mun alltaf koma í hlut
kvenna því þær fæða börnin og
hugsa um þau og því var oft erfitt
fyrir konur að taka að sér forystu-
hlutverk í herstöðvarandstöðu. Ég
tel að slík andspyrna sé klárlega
þjóðernisleg barátta, án þess að ég
dæmi nokkuð hvort það sé gott eða
slæmt, það er bara einfaldlega
þannig.“
Breyting félagslegra gilda
Á fyrstu árum kalda stríðsins
var gerð heiðarleg tilraun til að yf-
irstíga þessar mótsagnir og tvinna
saman herstöðvarandstöðu og fem-
ínisma. Náði sú tilraun hátindi sín-
um árið 1949 en eftirköst óeirðanna
við inngönguna í NATO það ár og
sú breyting sem varð á félagsleg-
um gildum í hinum vestræna heimi
urðu til þess að skera á þá taug á
sjötta áratugnum. Herstöðvarand-
staða og femínismi skildust að og
herstöðvarandstæðingar fóru að
styðja meira hin hefðbundnu gildi
kynjanna.
Baráttan gegn herstöðinni á ár-
unum 1945–1956 einkenndist af
þjóðernisstefnu og að Ísland yrði
sjálfstætt. Á sjöunda og áttunda
áratugnum urðu andspyrna gegn
kjarnavopnum og friðarhreyfingar
mikilvægari.
Hafðir þú heyrt talað um ástand-
ið þegar þú varst í Bandaríkjun-
um?
„Nei, ég get ekki sagt það en ég
hafði hins vegar lesið aðeins um
það. Síðan er gaman að segja frá
því að bæði ég og amerísk vinkona
mín byrjuðum að vera með íslensk-
um mönnum. Þá hló fólk og sagði
að þarna væri komin andstæða við
ástandið.
Það varð ekki bara „ástand“ hér
á Íslandi heldur líka sérstaklega í
Ástralíu og Englandi þar sem sam-
band þarlendra kvenna við svarta
hermenn var litið hornauga. Unnur
B. Karlsdóttir minnist á þetta í
meistararitgerð sinni, Mannkyn-
bætur, þar sem hún talar um
hvernig litið sé á konur sem nátt-
úrulegar uppsprettur, bæði hér á
landi og eins í öðrum löndum.
Hugsunin var: „Þeir koma hér og
taka það sem er okkar og það sem
eru okkar eru konurnar.“
Eins og ég bendi á í niður-
stöðunum ættum við ekki að vera
of örugg og ánægð með okkur í dag
því enn heyrir maður fólk nefna
Fjallkonuna sem tákn íslensku
þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér allt
í lagi, en það fær mann líka til að
hugsa um tilvist konunnar á Íslandi
í dag og hvert hlutverk kvenna er.
Að vera mæður og tilheyra
heimilinu? Hversu mikilvægt er
það borgararétti þeirra? Ert þú
sönn íslensk kona ef þú eignast
ekki börn? Þetta eru vandasamar
spurningar og við verðum að vera
vakandi fyrir því hversu mikið
þjóðernisstefna heldur áfram að
styðja hefðbundin kynhlutverk án
þess að við tökum eftir því, jafnvel
þó staða kvenna og réttindi séu
mun meiri á okkar tímum.
Ég held að sósíalistar hafi jafn-
vel ekki gert sér grein fyrir þessu á
sínum tíma. Þeir töldu sig vera
femínista að því leyti að þeir
studdu réttindi kvenna en þegar
þeir fóru að tala um þjóðernis-
stefnu töluðu þeir um konur og
heimilið í sömu andrá. Við megum
ekki taka því sem sjálfsögðum hlut
að við séum femínistar og styðjum
réttindi kvenna.“
Hvað kom þér helst á óvart í nið-
urstöðum rannsóknarinnar?
„Það var helst hve afdrifaríkar
breytingar urðu á ekki lengra tíma-
bili eða frá árinu 1945 til ársins
1956. Þá kom mér á óvart að vinstri
öflin hefðu reynt að hefjast handa
við að sameina þjóðernisstefnu og
femínisma en síðar virðist hafa ver-
ið snúið baki við þeirri áætlun.“
mariaolafs@mbl.is
Ný og öflug vara-
enn meiri árangur
Thermo complete
Frábær árangur í
þyngdarstjórnun
Herbalife hágæðanæring
Hafðu samband,
Sandra, s. 845 6950
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666
og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
* Innif.: Flug, flugvallaskattar, gisting,
akstur og íslensk fararstjórn.
á mann m.v. 2 í íbú› á Golden Bay í 7 nætur.
Aukavika 17.000 kr.
59.970 kr.*
Hausttilbo›:
m.v. 2 í herbergi á Porto Platanias í 7 nætur.
Hálft fæ›i innifali›.
Aukavika 29.900 kr.
65.970 kr.*
Hausttilbo›:
m.v. 2 í stúdíói á Paraiso, Brisa Sol og Ondamar.
Aukavika 18.000 kr.
49.455 kr.*
Hausttilbo›:
á mann m.v. 2 í stúdíói í 7 nætur á Royal Beach.
Aukavika 17.700 kr.
58.630 kr.*
Hausttilbo›:
Benidorm/Albir
PortúgalKrít Tyrkland
Íslendingar eiga ógleymanlegar
stundir á sælueyjunni Krít.
8., 15., 22. og 29. sept.
Vinsælasti áfangasta›ur
Úrvals-Úts‡nar frá upphafi.
9., 16., 23., og 30. sept.
og 7., og 14. okt.
Perla Mi›jar›arhafsins - heillandi
áfangasta›ur.
4. og 18. september.
Fjörugt strandlíf og ví›frægt næturlíf. 3., 10., 17. og 24. sept.
Mallorca
m.v. 2 í íbú› á Portobello e›a Club Ilayda
í 10 nætur.
72.650 kr.*
Ver› frá:
45.930 kr.*Hausttilbo›:
Austræn og sei›andi sólarströnd.
25. sept. í 13 nætur
8. október í 10 nætur
m.v. 2 í stúdíói í 7 nætur á La Colina. Aukavika 11.600 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
18
93
08
/2
00
3
Allra
sí›ust
u sæt
in
Uppselt
Örfá sæti