Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 23 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í ágúst og september á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Tryggðu þér síðustu sætin meðan enn er laust. Munið Mastercard ferðaávísunina Sértilboð í sólina í ágúst og september frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm- 27. ág./3. sept. Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Albir Garden. Almennt verð kr. 41.960. Gildir einnig í september. Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Prag - 18. ágúst - vika Verð frá kr. 39.950 Flugsæti með sköttum. 18.-24. ágúst Almennt verð kr. 41.950. Verona - 20. ágúst Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 20. ágúst. Almennt verð kr. 20.950. Mallorka - 18./25. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Costa del Sol - 27. ág./3. sept. Rimini - 26. ágúst/9. sept. Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Aðeins 100 sæti á sértilboði Styrkir úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýj- ungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og tauga- sjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknunum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ít- arlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar: „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að til- kynna um úthlutun í lok nóvember nk. NANNA Hovmand er stödd hér á landi þessa dagana, þar sem hún er að æfa í óperunni Krýning Poppeu eftir Monteverdi, sem Sumaróperan frum- sýnir í Borgarleikhúsinu næstkom- andi föstudagskvöld. Nanna, sem er lýrískur sópran, kemur víða við í sönglistinni og hefur, meðal annars, verið með tónleikadagskrá þar sem hún flytur íslensk sönglög – enda þótt hún hafi ekki kunnað stakt orð í ís- lensku þegar hún lærði þau. En hvað kom til að hún fór að æfa íslensk lög? „Þegar ég var í söngnámi kynntist ég Íslendingum sem urðu góðir vinir mínir. Ég kom hingað til lands og kynntist klassískum íslenskum söng- lögum sem ég hreifst mjög af. Ég var að syngja norræna efnis- skrá og langaði til þess að bæta íslensk- um lögum við. Mér fannst ekki nóg að koma hingað eins og hver annar ferðamað- ur, vegna þess að ég gerði mér fljótt grein fyrir því að hér er til mikið af sönglögum og mig langaði til þess að kafa ofan í þann brunn.“ Þegar blaðamaður hittir Nönnu, heilsar hún á íslensku og ekki að heyra annað en hún tali málið. „Nei, nei, ég get ekki sagt að ég tali íslensku,“ segir hún, „en ég sá að ég yrði að læra eitthvað í íslensku til þess að geta bætt sönglögum ykkar við dagskrána mína. Íslenskan er mjög áhugavert tungumál og mér finnst ég læra mjög mikið um mitt eigið mál á því að læra íslensku vegna þess að þau eru svo skyld – en um leið er ís- lenskan mjög erfið.“ Hvaða lög ertu að syngja? „Ég syng sönglög frá Kaldalóns til Jórunnar Viðar, eftir Jón Ásgeirsson og Karl Ó. Runólfsson og er núna að skoða verk Karólínu Ei- ríksdóttur.“ Eru einhver sérstök einkenni sem þú sérð á ís- lensku sönglögunum? „Þetta er allt tiltölulega ný tónlist. Þegar ég fór að skoða hana komst ég að því að þau hafa sterk sér- kenni og eru mjög auð- þekkjanleg. Til að byrja með var það treginn í þeim sem sló mig, en síð- an hef ég séð að það er líka oft mikil kæti í lög- unum. Þessi tregi er reyndar einkenni á allri norrænni tónlist, en hún er meiri í íslensku sönglögunum. Það er í henni einhver melankólískur tónn. Ég hef lesið nokkur íslensk skáldverk, meðal annars eftir Halldór Laxness, og þá fór ég að skilja and- rúmsloftið í tónlistinni betur – og eilít- ið íslensku sálina.“ Nanna hefur aðeins sungið söng- lagadagskrána sína í Danmörku til þessa en í október verður hún með tónleika í Salnum í Kópavogi, ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Hún dvelur þó hér við æfingar og sýningar út ágúst því sýningar á Krýningu Poppeu verða sex talsins og lýkur 31. ágúst. Tregatónn í íslensk- um sönglögum Nanna Hovmand Danska söngkonan Nanna Hovmand hefur vakið athygli fyrir að flytja verk eftir íslensk tónskáld á efnisskrá tónleika sem hún hefur haldið í Danmörku og hyggst flytja á Íslandi í haust. BYGGÐASAFNIÐ Hvoll á Dalvík hefur látið gera eftirlíkingar af hring úr eigu Jóhanns Péturssonar Svarfdælings og verða hringarnir til sölu í safninu framvegis. Jó- hann var sem kunnugt er stærstur allra Íslendinga fyrr og síðar, 234 cm á hæð, og útlimamikill eftir því. Gefur hringurinn nokkuð góða hugmynd um stærð hans. Hringurinn er framleiddur af plaststeypufyrirtækinu Assi ehf. á Dalvík en steypumótin eru fram- leidd á Indlandi. Íris Ólöf Sig- urjónsdóttir er forstöðumaður byggðasafnsins. Hún segist hafa leitað vítt um land eftir fyrirtæki til að steypa hringana fyrir sig en fann það að lokum nánast í næsta húsi á Dalvík þar sem feðgarnir Valdimar Snorrason og Daði Valdimarsson reka litla plastgerð, Assa ehf., sem framleiðir m.a. kertappa fyrir Sæplast á Dalvík. Hringarnir fást gull- og silfurlit- aðir og í fleiri litum og á þeim er fangamark Jóhanns, JP. Daði Valdimarsson, Valdimar Snorrason og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir með afsteypur hringanna. Eftirlíking af hring Jóhanns Svarfdælings Kaffi Kúltúr kl. 21 Jazzkvartettinn Talcum leikur. Sveitina skipa Eyj- ólfur Þorleifsson, saxófón, Þor- grímur Jónsson, kontrabassa, Þor- valdur Þór Þorvaldsson, trommur, auk sérstaks heiðursgests frá Dan- mörku, Laust Jörgensens, sem spil- ar á píanó. Efnisskráin saman- stendur af standördum auk frum- samins efnis. Í DAG AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.