Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 28
FRÉTTIR
28 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í s. 896 5221.
Fallegt 288,5 fm endaraðhús á tveimur
hæðum ásamt kjallara. Innb. bílskúr.
Mögul. að vera með 3ja herb. séríb. í
kjallara (allt klárt með það). Á aðalhæð
eru glæsilegar stofur, eldhús, búr og
snyrting. Á efri hæðinni eru 4 rúmgóð
svefnherbergi og baðherbergi. Parket.
Laust fljótl. Ásett verð 25,5 m. Eigendur
verða með opið hús í dag kl. 14-17, allir
velkomnir. Hérna færðu tveggja íbúða
hús á frábæru verði.
Helgubraut 33 - Kópavogi - Opið hús
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Vegna skipulagsbreytinga eigum
við eftirfarandi til ráðstöfunar í
þessu glæsilega húsi.
2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur
í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni
yfir Laugardalinn.
Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma
skrifstofureksturs.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt
sérhæft fasteignarfélag.
Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Suðurlandsbraut - til leigu
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
OPIÐ HÚS - HRINGBRAUT 83
- LAUS STRAX
Nýtt á skrá. Mikið endurnýjuð 3ja
herbergja, 77 fm íbúð á 1. hæð í
þríbýli. Stórt svefnherbergi og
rúmgóðar samliggjandi stofur
(hægt að nýta sem herbergi) Parket
slípað, rafmagnstafla endurn. og
ídregið rafmagn. Þrefalt gler.
Baðherbergi endurnýjað, flísalagt í
hólf og gólf. Áhv. 6,1 millj. húsbr.
Verð 11,9 millj.
Þorbjörn Atli sýnir eignina í dag, sunnudag,
frá kl. 14.00 - 16.00
Möðrufell 13 - 3. hæð t.h.
Opið hús í dag á milli kl. 13 og 16
Erum með í einkasölu fallega og
bjarta u.þ.b. 78 fm íbúð á 3. hæð í
mikið endurnýjuðu fjölbýli. Parket
og vestursvalir. Hús og sameign í
góðu standi m.a. nýir gluggar,
viðgert hús og málað. Frábært
útsýni yfir Elliðaá og til fjalla.
Íbúðin verður sýnd í dag á milli
13-16. (Eiríkur og Ásta á bjöllu)
V. 9,7 m. 3362
VIÐ SÓLEYJARGÖTU
Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
er 128 fm efri sérhæð til sölu. Um er
að ræða glæsilega sérhæð sem skiptist
í stóra forstofu, stofur, eldhús, tvö stór
herbergi, þvottahús og baðherbergi. Í
kjallara er sérgeymsla. Tvennar svalir
og frábært útsýni. Hér er um einstaka
eign að ræða í einu virðulegasta hverfi
borgarinnar. Parket er á hluta íbúðar -
innréttingar eru upprunalegar.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu.
Gsm: 897 0634
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
STARENGI 24.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Glæsileg 86 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérgarði
á vinsælum stað í Grafarvoginum. Eldhús með fallegri innréttingu og
vönduðum tækjum. Sér þvottahús í íbúð með flísum á gólfi. Eikarparket
og flísar á gólfum. Þetta er mjög góð íbúð með vönduðum innréttingum
og gólfefnum í fjölskylduvænu umhverfi. Verð 13,2 millj.
Haukur og Svandís taka vel á móti væntanlegum kaup-
endum í dag frá kl. 14-16.
ÍSLENSKU menntasamökin, ÍMS,
veittu á föstudagskvöldið verðlaun
fyrir framúrskarandi árangur í
menntamálum. Verðlaunaafhend-
ingin fór fram í kvöldverði í boði
Verslunarráðs Íslands á Hótel Sögu
og var dr. Howard Gardner, upp-
hafsmaður kenningarinnar um fjöl-
greind, heiðursgestur.
Einstaklingum, skólum og stofn-
unum voru veitt verðlaun en hægt
var að tilefna þá sem skarað hafa
fram úr á sviði menntamála og bár-
ust alls um fimmtíu tilnefningar.
Þriggja manna nefnd fór svo yfir til-
nefningarnar og valdi úr sjö einstak-
linga, fimm skóla og þrjár stofnanir.
Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur,
forstöðumanns Sjávarútvegsstofn-
unar Háskóla Íslands, var tilgangur
þess að veita þessar viðurkenningar
að ÍMS vildi verðlauna það sem vel
er gert og hvetja þá sem vinna að
menntamálum til dáða. Eftirtaldir
hlutu verðlaun:
Guðrún Halldórsdóttir, forstöðu-
maður Námsflokka Reykjavíkur,
Herdís Egilsdóttir, fyrrverandi
kennari við Skóla Ísaks Jónssonar,
Magnús Gunnarsson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur B.
Ólafsson, fyrrverandi tónlistarkenn-
ari, Steinunn Guðnadóttir, kennari
og borgarfulltrúi í Hafnarfirði, Unn-
ur Halldórsdóttir hjá Heimili og
skóla, landssamtökum foreldra, og
Valdimar Helgason, kennari í nátt-
úrufræði við Ölduselsskóla.
Þá fengu verðlaun Fjölsmiðjan,
vinnustaður fyrir fólk á aldrinum 16–
24 ára sem gengur illa að fóta sig á
vinnumarkaði eða í skóla, Heimili og
skóli, landssamtök foreldra, leikskól-
arnir Síðusel, Krógaból og Sunnuból
á Akureyri fyrir þróunarverkefnið
Lífsleikni í leikskóla, Hrafnagilsskóli
fyrir vinnu með siðfræðimenntun í
skólastarfi, Smáraskóli fyrir sér-
stakt og skapandi starf á ýmsum
sviðum og Rauði kross Íslands fyrir
kennsluefni sitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaunahafar fyrir framúrskarandi árangur í menntamálum saman komnir á Hótel Sögu á föstudagskvöldið.
ÍMS veita verðlaun
SPILASTOKKUR með myndum af
ýmsum þekktum andlitum er kom-
inn í dreifingu en hann mun vera
andsvar við Íraksspilunum svo-
nefndu sem voru með myndum af
eftirlýstum Írökum. Að því er fram
kemur í spilastokkunum er tilgangur
þeirra að benda á hina raunverulegu
stríðsglæpamenn, þ.e. leiðtoga hins
vestræna heims. „Í raun og veru
voru spilastokkarnir [Íraksspilin]
aðeins fjölmiðlafár til þess að beina
athygli okkar, eina ferðina enn, frá
hörmungum stríðsins.“
Á vefsíðunni sem vísað er til í
spilastokkunum, www.warprofit-
eers.com, kemur fram að hver sort
tákni ákveðinn hóp fólks sem hafði
gróðasjónarmið að leiðarljósi við
stuðning við stríðið í Írak. Í spila-
stokknum er einn jóker sem er
merktur fíflið (the jerk) en George
W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
hlýtur þann titil.
Að sögn Magna R. Magnússonar,
eiganda verslunarinnar Hjá Magna,
hafa borist margar fyrirspurnir um
spilin en hann hefur enn ekki orðið
sér úti um þau.
Morgunblaðið/Sverrir
Spilastokkurinn sem er með myndum af ýmsum þekktum andlitum.
Spilastokkur
gegn stríðs-
rekstri