Morgunblaðið - 10.08.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 10.08.2003, Síða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is Sumarkvöld við orgelið 10. ágúst kl. 20: Johannes Skudlik. Leikur m.a. verk eftir Bach og Liszt. 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! ÉG BÝST við að hitta þá fyrir í myrkrakompu þar sem lyktin af tóbaksreyk og kaffi fyllir vitin og rykfallnir skjalastaflar teygja sig frá gólfi upp í loft. Ég held til móts við hálfgerðar goðsagnaverur sem margir kannast við en fáir vita hverjir eru. Sumir halda að þeir séu 12 ára hrekkjalómar í Breiðholtinu, aðrir að þeir séu allir Auður Haralds. Enn aðrir halda að þeir séu fréttastofa Ríkissjón- varpsins sem dundar sér við að búa til grínfréttir í tómstundum. Raunin er önnur, og mæta mér piltar á þrítugsaldri í nokkuð björtum og hreinlegum vistarver- um á ótilgreindum stað í Vest- urbænum. Þótt ég hafi fundið þá vilja þeir áfram njóta nafn- og andlitsleynd- ar. Þeir verða því titlaðir þeim skáldanöfnum sem þeir hafa valið sér sjálfir og notað við skriftir á vefnum góða: Kaktuz, Númi Fannsker, Enter, Myglar, Spesi og Herbert. Spesi og Herbert eru fjarver- andi, en hinir fjórir sáu sér fært að mæta. Veður er gott og við tyllum okkur á grasbala og ræðum um fréttavefinn fyndna sem er að hefja sitt þriðja starfsár. Það er ekki að sjá á þeim að þeir séu jafn fyndnir og raun ber vitni. Í upphafi var einkabrandarinn Þeir segja mér frá því hvernig vefurinn varð fyrst til. Númi Fannsker verður fyrir svörum: „Þetta byrjaði bara sem, ja, eitt- hvað okkar á milli. Við vorum að senda á milli okkar fréttir á prívatsíðu. Svo, einhvern veginn, komst fólk í þetta.“ Myglar bætir við: „Baggalútur byrjaði sem útgáfufélag í [ónafngreindum] menntaskóla. Fé- lagið gaf þar út nokkur rit, en þetta fór ekki almennilega af stað fyrr en við komumst á internetið.“ Vefsíðan fær þúsundir heim- sókna á viku. Þegar sérstaklega stendur á hefur hæst farið í 20 þúsund gesti þegar Baggalúts- menn fylgdu fordæmi Íslenskrar erfðagreiningar og opnuðu ætt- fræðigagnagrunn, þó eilítið óvenjulegan. Það var samt helst af slysni að úr varð að aðstandendur síðunnar láta rétts nafns hvergi getið: Kaktuz: „Við vorum auðvitað svolítið spéhræddir í byrjun.“ „Þetta var bara óvart,“ segir Enter. „Þetta hefur náttúrulega bara undið upp á sig, en ef einhver spyr hverjir við erum höfum við ekkert verið að leyna því, nema kannski ef það er Mogginn sem spyr.“ Myglar bætir við: „Og það myndi líklega eyðileggja andann yfir síðunni núna ef það væru allt í einu komnar myndir af okkur.“ Umhugað um íslenskuna Vefsíða Baggalúts er ekki rekin af græðgi, enda sáralitlar tekjur að fá af rekstri sem þessum og heyrir raunar til undantekninga að sjá auglýsingar á vefnum, aðrar en þær sem höfundar hennar hafa sjálfir búið til í gríni. Af nafnleysi höfundanna má ráða að markmiðið er ekki heldur frægð. Aðspurðir segja þeir einkunnarorð vefsíðunn- ar „Lifi sannleikurinn“. Þeir segja annars að sér sé sérstaklega um- hugað um menningarleg gildi: Enter: „Okkur er sérstaklega annt um íslenska tungu og sögu.“ Númi: „Okkur fannst líka gott mál að menn sem kynnu að skrifa tjáðu sig á netinu.“ Enter: „Já, það er voðalega leið- inlegt þegar skriffærir menn eru bara að skrifa eina og eina jóla- bók.“ Ritstörfin vinna Baggalúts- mennirnir sex oft hver í sínu horni. Þeir eru yfirleitt í sambandi hver við annan um netið en rit- stjórnarfundir eru fáir og óform- legir og enda oft í botninum á glasi. Vandamál með bréfsefni Alþingis Starfsemi vefjarins hefur gengið nokkuð áfallalítið fyrir sig. Rit- stjórn hafa borist stöku kvartanir. „Það var kannski óþarfi hjá okkur að vera að nota mikið bréfsefni Al- þingis,“ segir Enter. „Og kannski skannaðar undirskriftir alþingis- manna.“ Það hefur einmitt verið vani að á Baggalút birtast þeirra fabúleruðu útgáfur af bréfaskrift- um milli málsmetandi manna í þjóðfélaginu og birtu þeir, til dæmis, nýlega eina allskondna út- gáfu af bréfi Davíðs Oddssonar til Georgs W. Bush. Eins eiga þeir til að teygja höf- undarréttarlög til hins ýtrasta en greinum þeirra fylgja oft myndir sem fengnar eru að láni héðan og þaðan. „Við erum með ljósmynd- ara á öllum vefsíðum,“ segir Mygl- ar glettinn. Nýr og endurbættur Baggalútur Vefsíðan hefur legið niðri mest- an part sumars og endurbætur staðið yfir. Baggalútur var opn- aður formlega á föstudag og er efni síðunnar sem fyrr að mestu myndskreyttir og sýrulegnir fréttapistlar. Að auki eru að vanda pistlar og þrífara-liðurinn þar sem tvífara-hugmyndin er færð skrefi lengra. Til viðbótar er nú komin kross- gáta og liðurinn Api vikunnar þar sem tekinn verður fyrir einhver sem hefur skarað afturúr þá vik- una, eins og Númi Fannsker orðar það sjálfur. Loks er von á að gestir síðunnar fái að taka gagnvirkari þátt í gerð hennar og standa vonir til að fljót- lega verði jafnvel kleift að senda efni inn á síðuna gegnum farsíma. Hitt mun ekki breytast, og það er nafnleynd þeirra sem að síðunni standa. Og þó, það er ekki laust við að á félagana fjóra renni tvær grímur þegar blaðamaður segir að ef þeir væru frægir gætu þeir kannski komist framfyrir í röð- unum á skemmtistöðunum: „Nú, er það hægt?“ Viðtal við aðstandendur einnar vinsælustu grínsíðu landsins Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur Baggalúts gæta nafnleyndar: Myglar, Kaktuz, Númi Fannsker og Enter. Spesa og Herbert vantar. Á bak við Baggalút Mikil dulúð hvílir yfir einni vinsælustu vefsíðu landsins, Baggalutur.is. Á annað ár hafa nafnlausir aðstandendur síð- unnar birt gamanfréttir af súrustu sort við vaxandi vinsældir. Ásgeir Ingvarsson fór á stjá og fann pilta sem kannski verður minnst sem Fjölnismanna okkar tíma. asgeiri@mbl.is HAUSKÚPAN og krosslögðu leggirnir er táknið í gunnfána sumarmynda ársins 2003. Öllum að óvörum er allt útlit fyrir að það verði sjóræningjamynd af öllu kraðakinu sem mestrar aðsóknar nýtur á heitustu mánuðum ársins. Slíkar myndir hafa kolfallið hver um aðra þvera, þá sjaldan einhver hefur lagt út í að búa til slíka firru. Það sem gerir gæfumuninn hér er einkum hressileg frammistaða leikar- anna, gamansöm atburðarás þar sem allt er látið flakka og nýtt og ævin- týralegt umhverfi, nauðsynlega ferskt í allri tölvubrellu- grámóskunni (sem er reyndar fyrir hendi hér en notuð á nýstárlegan og snjallan hátt). Sjóræningjar Karíbahafsins kemur úr Bruckheimerverksmiðj- unni, hann veit hvað pöpullinn vill og við fáum eins konar rússíbana- reið um hálfgleymdan heim sjó- ræningjasagnanna með öllum kryddefnunum: Rómantískum hetjum, blámönnum, aðalsmeyjum og svörkum, hortugum vonbiðlum, ósvífnum sjóraufurum, eyðieyjum, földum fjársjóðum, drykkjusöngv- um, afturgöngum, bölvun og bless- un, kaðlasveiflum, skylmingum, Aztekagulli, Tortuga … Að hætti hússins er samsetning- urinn keyrður áfram af ofurkrafti með aðstoð líflegrar kvikmynda- töku, hraðra klippinga, listilegra brellna og vel gerðra átakaatriða. Ekki veitir af því myndin er hálf- tíma of löng og maður finnur fyrir því, þrátt fyrir allt, þegar líða tek- ur á darraðardansinn. Efnisþráðurinn er margsnúinn og litríkur en myndin, sem gerist á safírbláu Karíbahafinu, segir í stuttu máli af Will Turner (Or- lando Bloom), ungum járnsmið (og syni sjóræningjaskipstjóra) sem gengur til liðs við Jack Sparrow (Johnny Depp), fyrrverandi kapt- ein á Svörtu perlunni, ræningja- skútu sem nú siglir undir stjórn Barbarossa (Geoffrey Rush) og áhafnar hans. Sjóræningjaskips- höfnin er öll í raun afturgöngur sem á hvílir bölvun og rænir Barbarossa landstjóradótturinni Elísabetu (Keira Knightley) í þeirri von að hún lúri á meðulum sem bjargi þeim undan álögunum. Þeir Turner og Sparrow hyggjast bjarga stúlkunni úr greipum drauganna. Sem fyrr segir standa leikararn- ir sig firna vel og finna allir rétta tóninn í gríninu – aðrir en Bloom, sem sker sig úr, stífur og daufur. Depp fer á kostum í bráðfyndnum undirleik og Rush er fyndinn og ábúðarmikill sem Barbarossa. Sá sem kemur mest á óvart er breska leikkonan Knightley (Bend it Like Beckham) sem lifir sig inn í æv- intýrið í hlutverki hefðarmeyjar sem reynist kvenskörungur hinn mesti þegar á reynir. Aukaleik- ararnir skila sínu yfirhöfuð vel og manngerðirnar hárréttar. Útkom- an líflegasta og óvæntasta skemmtun sumarsins. Undir fullum seglum KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri SJÓRÆNINGJAR KARÍBAHAFSINS / PIRATES OF THE CARIBBEAN: CURSE OF THE BLACK PEARL  Leikstjóri: Gore Verbinski. Handrit: Ted Elliott og Terry Rossio. Kvikmyndatöku- stjóri: Dariusz Wolski. Tónlist: Klaus Bad- elt. Aðalleikarar: Johnny Depp (Jack Sparrow), Geoffrey Rush (Barbossa), Orlando Bloom (Will Turner), Keira Knightley (Elizabeth Swann), Jack Dav- enport (Norrington) og Jonathan Pryce (Governor Weatherby Swann). 135 mín- útur. Walt Disney Pictures. Bandaríkin 2003. Sæbjörn Valdimarsson Sjóræningjar Karíbahafsins er al- vöru sjóræningjamynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.