Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KATHERINE ConnorMartin lauk MA-prófi ísagnfræði frá HáskólaÍslands nú í vor. Próf-ritgerðin, sem hlaut ágætiseinkunn, ber heitið „Nation- alism, Internationalism and Gend- er in the Icelandic Anti-Base Movement“ (Þjóðernishyggja, al- þjóðahyggja og kynhlutverk í hreyfingu herstöðvarandstæðinga). Í henni leitast Katherine við að út- skýra þau áhrif sem þjóð- ernisstefna hafði á hin hefðbundnu kynhlutverk í tengslum við her- stöðvarandstöðu á Íslandi á fimmta og sjötta áratugnum. Katherine rekur sögu herstöðvarandspyrn- unnar á árunum frá 1945 til 1956 og leitast við að útskýra þær kyn- ímyndir sem þá voru uppi og hvernig þær voru notaðar bæði til að styðja herstöðvarandstöðuna og koma óorði á andstæðinga hennar. Leiðbeinandi Katherine var Valur Ingimundarson dósent í sagnfræði við HÍ. Katherine Connor Martin er fædd í Middlebury í Vermont í Nýja-Englandi árið 1978. Hún út- skrifaðist frá Yale-háskóla í New Haven í Connecticut með BA-próf í sagnfræði árið 2000 en þaðan lá leið hennar til Íslands. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að koma til Íslands? „Ég kynntist Íslendingasögunum í háskóla þar sem miðaldasaga var mitt aðalfag. Kennararnir minntust oft á þær, en Njálu kynntist ég best enda las ég hana oftar en einu sinni. Ég heillaðist af sögunum og ákvað að sækja um Fulbright-styrk til að læra íslensku því mig langaði til að geta lesið þær á frummálinu. Ég fékk styrkinn og hóf nám í ís- lensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands haustið 2000.“ Hvernig valdir þú viðfangsefni ritgerðarinnar? „Meðan ég dvaldi hér kviknaði áhugi minn á Íslandssögu tuttug- ustu aldarinnar. Þær hröðu breyt- ingar sem hér urðu á þeim tíma, þegar Íslendingar má segja fluttu úr torfkofunum, fannst mér ótrú- legar og mig langaði til að kynna mér þær betur. Þar sem ég var ekki reiðubúin til að fara heim um vorið ákvað ég að dvelja um kyrrt og skrifa mastersritgerð tengda hinu nýja áhugamáli mínu. Næstu mánuði kynnti ég mér nánar Ís- landssögu tuttugustu aldarinnar til að ákveða viðfangsefni mitt. Ég hafði þegar áhuga á andstöðunni við áætlun Bandaríkjamanna um að koma hér upp herstöð. Þegar ég fór að afla mér upplýsinga sá ég hvernig hugmyndir um mismun- andi hlutverk kynjanna virðast fléttast inn í þjóðernisstefnuna, sem aftur er hluti af herstöðvar- andstöðunni með beinum hætti. Ég ákvað að tengja þetta saman og þar með var viðfangsefnið fundið. “ Hvernig aflaðir þú þér heimilda? „Ég las mikið af útgefnu efni herstöðvarandstæðinga, má þar nefna Melkorku og Frjálsa þjóð auk stærri dagblaða og þá sérstak- lega Þjóðviljann, málgagn sósíal- ista. Námskeið Sigríðar Matthías- dóttur við HÍ, Einstaklingar, kyngervi og þjóðerni, þar sem ég lærði um íslenskar femínistahreyf- ingar og hvernig þær tengdust ís- lenskri þjóðernishyggju hjálpaði mér líka mikið.“ Hvað er þjóðernisstefna? Inngangur ritgerðarinnar grein- ir frá þeim sögulega bakgrunni sem liggur að baki meginefni henn- ar. Þar ræðir Katherine meðal ann- ars þær kenningar sem settar hafa verið fram um þjóðir og þjóðern- isstefnu. Meðal erlendra fræði- manna sem slíkt hafa gert má nefna Anthony D. Smith, Ernest Gellner og Eric J. Hobsbawm. Þá greinir hún einnig frá því hvernig þessar kenningar hafa verið settar fram á Íslandi og hefur í því skyni sér til hliðsjónar bók Guðmundar Hálfdanarsonar, Íslenska þjóðveld- ið. Uppruni og endimörk. Þá ræðir Katherine ólíkar kenn- ingar um tengsl þjóðernisstefnu og kynferðis og hvernig þjóðernis- stefna um allan heim hefur til- hneigingu til að leggja áherslu á hefðbundin kynhlutverk. Karlar eru meira áberandi á sviði stjórn- mála og viðskipta en konur á sviði heimilisins. Konum er falin sú ábyrgð að viðhalda þjóðinni, ala börn, kenna þeim móðurmálið, elda íslenskan mat og ganga í hefð- bundnum klæðnaði. Á meðan geta karlarnir verið sýnilegir úti í þjóð- félaginu, verið nær framtíðinni og fært hana þjóðinni. Katherine ræðir sögulegan bak- grunn slíkra viðhorfa á Íslandi og þá umræðu sem hér skapaðist á millistríðsárunum, þegar rætt var hvernig Ísland myndi takast á við nútímaviðhorf og konur urðu mið- punktur þeirrar umræðu. Menn spurðu sig hvort það væri góðs viti eða ekki að konur væru farnar að farða sig og ganga í hinum svokall- aða „danska búningi“. Ekki ís- lenska þjóðbúningnum heldur vest- rænum fötum. Auk þess nefnir Katherine dæmi um kynímyndir karla og kvenna á Íslandi með áherslu á kynímyndir kvenna. Holdtekjur Íslands Í öðrum kafla ritgerðarinnar stillir Katherine upp tveimur ólík- um ímyndum íslensku konunnar hlið við hlið og kemur ósjaldan að þeim í ritgerðinni. Annars vegar er það Fjallkonan, sem Inga Dóra Björnsdóttir hefur meðal annarra skrifað um og þá ekki aðeins sem táknið sjálft heldur einnig hvernig líta megi á íslenskar konur sem fjallkonur, hreinar holdtekjur Ís- lands og hollar þjóð sinni. Á móti kemur ástandskonan, hin neikvæða ímynd sem þykir lítillækka þjóðina. Þessi neikvæða ímynd konunnar skapaðist með seinna stríðinu og ástandinu. „Þessar tvær ímyndir eru mik- ilvægar stoðir ritgerðarinnar þar sem ég trúi því að þær hafi haft mikilvæg áhrif á umræðu fólks um þá ógn sem myndi stafa af amer- ískri herstöð og inngöngu í Atl- antshafsbandalagið (NATO), í raun á öll sjónarmið sem vörðuðu varn- ar- og öryggisstefnu Íslands í kalda stríðinu.“ Katherine nefnir einnig dæmi um slíkar ímyndir karlmannsins. Jákvæða ímyndin er sú sem Sigríð- ur Magnúsdóttir hefur nefnt „gull- aldarmanninn“, t.d. Ingólfur Arn- arsson og Einar Þveræingur sem oft er nefndur í ritum herstöðv- arandstæðinga og litið var á sem mikla hetju. Hann var sá sem sagði að Grímsey yrði aldrei gefin norska kónginum, hún yrði að haldast ís- lensk. Á móti kemur landráðamað- urinn eða svikarinn, t.d. Gissur Jarl og allir stjórnmálamenn þessa tíma sem studdu nánara samband við Bandaríkin. „Konum var hins vegar ekki ætl- að slíkt hetjuhlutverk, þær voru helgaðar heimilunum. Það má segja að þjóðernisstefnan hafi haft tilhneigingu til að skapa andfem- ínískt andrúmsloft,“ segir Kather- ine. „Hins vegar,“ heldur hún áfram, „líkt og ég bendi á í lok annars kafla, lögðu íslenskar konur sig all- ar fram við að láta þjóðernisstefnu og femínisma fara hönd í hönd á fyrri árum kalda stríðsins, frá ár- unum 1945 til 1946 til ársins 1949. Þær voru sífellt að reyna að skil- greina sig sem borgara en ekki sem þessar ímyndir“. Katherine segir fullveldi Íslands árið 1944 hafa hvatt frjálslyndar konur til að knýja á um sjálfstæði sitt í hinu nýja, frjálsa landi. Í um- ræðunni um Keflavíkursamninginn árið 1946, hafi þær bent á að líkt og Ísland væri ekki að fullu frjálst fyrr en það losnaði algerlega undan viðveru erlends hers væru konur ekki heldur að fullu frjálsar. Þær höfðu jú fengið full borgararéttindi og stóðu lagalega jafnfætis karl- mönnum en í raun var það svo að þær fengu ekki sama kaup fyrir sömu störf og höfðu ekki sömu möguleika á að láta til sín taka í stjórnmálum. Þær urðu því að berjast fyrir bæði fullveldi Íslands og kvenna sem sýnir að þær reyndu að líta á herstöðvarand- stöðuna og femínisma sem tengd málefni. Katherine telur umræðuna um inngöngu í NATO og þau sögulegu mótmæli sem henni fylgdu árið 1949, hafa að miklu leyti snúist um herstöðina, þó svo að engar áætl- anir lægju fyrir um hana á þessum tíma, enda kom Bandaríkjaher ekki hingað aftur fyrr en árið 1951. Fólk óttaðist ekki aðeins að glata full- veldi landsins með inngöngu í NATO heldur einnig að hún yrði til þess að hér yrði komið á fót er- lendri, væntanlega bandarískri, herstöð. Það sem virðist hafa gerst samhliða þessum umræðum er að skyndilega varð til ný kvenímynd sem jafngilti ímynd „gullaldar- mannsins“. Þá ímynd kýs Kather- ine að kalla „Kvenskörung“. Hér kom fram á sjónarsviðið kona sem hafði sig í frammi og barðist fyrir frelsi Íslands. Það skaltu muna, vesæll maður Á samkomu frjálslyndra kvenna úr röðum sósíalista, skömmu fyrir óeirðirnar 1949, hélt Jóhannes úr Kötlum ræðu þar sem hann hvatti konurnar til að taka sér til fyr- irmyndar einn mesta kvenskörung Íslands, Auði Vésteinsdóttur. Auði var boðið fé fyrir að svíkja eig- inmann sinn sem hún þáði en síðan henti hún fénu til baka í manninn og sló hann í andlitið um leið og hún lét hin frægu orð falla: „Og það skaltu muna, vesæll maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig“. Jóhannes bjó til úr þessu þá sam- líkingu að íslenskar konur ættu að taka við fé frá Bandaríkjamönnum en fleygja því svo til baka í þá og slá þá utan undir til að verja frelsi Íslands. Hér er síðan vert að minnast á atburð sem átti sér stað við inn- gönguna í NATO. Eftir óeirðirnar á Austurvelli hafði ung stúlka farið niður að tjörn til að væta vasaklút- inn sinn svo hún gæti skolað tára- gasið úr augunum. Þá sér hún hvar Stefán Jóhann Stefánsson for- sætisráðherra yfirgefur Alþingi. Hún gerði sér þá lítið fyrir, gekk að honum og sló hann í framan með blautum vasaklútnum. Þetta varð fréttafyrirsögn í Þjóðviljanum, stúlkan var hin nýja Auður Vé- steinsdóttir og hér var komið dæmi um kvenhetju. Það er næstum því hjákátlegt hve málgögn sósíalista gerðu mikið úr þessu og túlkuðu þetta sem sögulegan atburð; að hún hefði reitt til höggs fyrir allar íslenskar konur. Í Morgunblaðinu var hún hins vegar auðmýkt og Morgunblaðið notaði síðan tæki- færið til að gagnrýna konur sem voru áberandi í herstöðvarandstöð- unni. Konur eins og Katrínu Thor- oddsen, sem var eina þingkonan á þessum tíma, en hún var fulltrúi Sósíalistaflokksins, og Sigríði Ei- ríksdóttur og Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur sem voru mjög áberandi í Þjóðvarnarfélaginu. Þær voru gagnrýndar fyrir að koma fram op- inberlega og berjast á móti her- stöðinni. Þjóðrækni og staða kynjanna Katherine heldur því fram, sem er veigamikill þáttur ritgerðarinn- ar, að litið hafi verið að nokkru leyti á deilurnar um inngöngu í NATO sem þrætu um kynjahlut- verk. Hér hafi verið tekist á um þjóðrækni Íslendinga og stöðu karla og kvenna í samfélaginu. Þessi atriði urðu mikilvæg í orða- gjálfri um hernaðarstefnu Íslands á þessum tíma. Tveimur árum síð- ar, þegar varnarsamningurinn við Bandaríkin var undirritaður, kom skyndilega upp aftur það viðhorf að konunni væri ætlað hlutverk hús- móðurinnar. Afturför varð á rétt- indum kvenna alls staðar í heim- inum seint á fimmta áratugnum og snemma á þeim sjötta. Á þessum tíma var ímynd amerísku húsmóð- urinnar áberandi í fjölmiðlum. Konan fékk nýtt útlit og var nú aft- ur komin með mjótt mitti, klædd víðu pilsi og í háhæluðum skóm. Fjallkonan og ástandið Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Þjóðviljinn Keflavíkurganga árið 1964. Göngumenn æja við Engidal hjá Hafnarfirði með íslenska fánann og mótmælaspjöld. Katherine Connor Martin Ætíð hafa verið til ákveðnar hugmyndir um ólíkar kynímyndir og kynhlutverk. Í meistararitgerð sinni gengur Katherine Connor Martin út frá þeirri kenningu sinni að deilan um inngöngu Ís- lands í Atlantshafsbandalagið og viðveru erlends hers á landinu hafi í raun verið þræta um slík kyn- hlutverk. María Ólafsdóttir ræddi við Katherine Connor Martin um „gullaldarmenn“ og kvenskör- unga, herstöðvarandstöðu og þjóðernisstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.