Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fornleifarannsóknir á Hól-um og í Skagafirði eruum margt einstakar ogvarpa ljósi á sögu bisk-upsstólsins og sveitarinn- ar allrar. Rannsakað er á þremur stöðum, á biskupsstólnum Hólum í Hjaltadal, við Kolkuós, fyrrum höfn Hólabiskupa, og í Keldudal á Hegranesi í Skagafirði. Stjórnandi rannsóknarinnar er Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, og eru um 30 manns í vinnu við uppgröft og ýmiss konar rannsókn- ir. Að verkefninu standa þrjár meginstofnanir, Þjóðminjasafn Ís- lands, Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Auk þeirra kemur fjöldi annarra stofnana og styrkjenda að rannsókninni, til dæmis Kristnihá- tíðarsjóður og Fornleifasjóður. Hólarannsóknin, líkt og verkefn- ið er nefnt, er ein umfangsmesta fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi, og er nú í fyrsta sinn leitað fornleifa á Hólum, og samtímis við Kolkuós og í Keldu- dal. Mikil umsvif voru í aldaraðir að Hólum, og því von á miklum minjum og upplýsingum um forna lifnaðarhætti. Rannsóknin er þver- fagleg og nýtir krafta fræðimanna af ýmsum sviðum. Með þeim hætti verður hægt að varpa skýrara ljósi á líf Íslendinga á fyrri öldum, og samfélagið í Hjaltadal rannsakað ofan í kjölinn. Biskupsstóllinn að Hólum átti allan dalinn og alls um 350 jarðir. Af þeim sökum hefur líf manna á svæðinu verið tengt sam- an í gegnum Hólastað. Fetað í fótspor landnámsmanna Við ósa árinnar Kolku, við mynni Hjaltadals, höfðu Hólabiskupar sína heimahöfn. Höfnin á sér langa sögu, og kemur við sögu í Land- námabók, þar sem meðal annars er sagt frá skipi hlöðnu kvikfé sem kom þar í höfn. Í hópnum var með- al annars hryssan Fluga, sem Flugumýri í Skagafirði er nefnd eftir. Sömuleiðis er minnst á land- námsmanninn Öndótt sem tók land á ósum Kolku, sem þá var nefnd Kolbeinsá. Rannsóknir fara nú fram á ysta barði Kolkuóss, en þar ganga sjór og kindur nærri þeim leifum sem enn standa. Að sögn Ragnheiðar Traustadóttur er þar um neyðar- rannsókn að ræða, til þess að bjarga því sem bjargað verður yst við sjóinn, en um 40 cm af landi losna burt árlega. „Hér er um þriggja ára verkefni að ræða, og hófumst við handa á þessu svæði sem óðum er að hrynja út í sjó. Við mælum svæðið og teiknum upp, og næsta skref er að rannsaka sjáv- arbotninn hér út með,“ útskýrir hún. Elínarhólmi stendur utan við Kolkuós, og liggur sandrif neðan- sjávar milli lands og hólmans. Það verður mælt og kortlagt næsta sumar, og í kjölfarið rannsakað hvort finna megi leifar þeirra sem gengu á land forðum tíð. „Þá mun koma í ljós hvernig höfnin lá á vík- ingatíð og á miðöldum. Bæði höf- um við heimildir úr Landnámu, og einnig sögur frá tíð kaþólskra bisk- upa. Til dæmis er sagt að Jón Ara- son biskup hafi reist hér kirkju, en á þeim tíma komu hingað þýskir kaupmenn. Stuttu eftir siðaskipti fluttist verslunin síðan að Hofsósi.“ Á túninu upp frá ósnum er búist við að finna mikið af minjum. „Við teljum að aðstaðan við höfnina hafi færst smám saman innar í land. Það sem er hér fremst á tanganum er frá fyrstu öldum byggðar í land- inu, en innar á túninu búumst við við að finna athafnasvæði miðalda,“ segir Ragnheiður. Hún segir að komið hafi í ljós eldstæði á tang- anum, sem geti verið smiðja frá fornöld. Einnig hefur fundist inn- flutt tinna, bökunarhella úr flögu- bergi, nokkrir naglar og nokkuð af dýrabeinum. Meðal þeirra eru at- hyglisverð hvalbein, sem bera þess merki að hafa verið tálguð og unn- in til notkunar sem verkfæri eða skraut. „Við eigum enn mörgum spurningum ósvarað hvað varðar minjar hér á svæðinu. Við höfum söguna hér allt í kringum okkur, og með okkur fylgjast bæði selir og hvalir hér í firðinum,“ bætir hún við. Stórt samfélag að Hólum Rannsókn fornleifa að Hólum í Hjaltadal er nú fram haldið, annað árið í röð. Uppgröftur hófst form- lega með „múrskeiðarstungu“ menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, hinn 1. júlí árið 2002. Mikil rannsóknavinna hafði farið fram áður en hafist var handa við uppgröft, og er grafið suðvestan við Hóladómkirkju. Ýmislegt merkilegt hefur komið í ljós við uppgröftinn, meðal annars stærðar heimili, feiknastór öskuhaugur og prentsmiðja frá 18. öld. „Við höfum komið niður á hús allt frá fyrri hluta 12. aldar, elsta tíma biskupsstólsins,“ útskýrir Ragnheiður. Þar er um að ræða eldstæði, sem fannst neðst í ösku- haugnum, og enn á eftir að rann- saka nánar. „Svo er fjöldi húsa frá 15. til 18. öld kominn í ljós. Þessi fundur hjálpar okkur mjög við að setja sögu staðarins í samhengi og rannsaka þróun búsetunnar.“ Búið að Hólum var risastórt, og nefnir Ragnheiður sem dæmi að um alda- mótin 1500 hafi búið átt um 25 tonn af smjöri og haft um 120 naut. „Við teljum að hér hafi búið um 200 manns þegar mest var, í um 60 húsum, að undanskildum útihús- unum. Það má sannarlega tala um miðaldaþorpið að Hólum. Það er mjög stórt á íslenskan mælikvarða, og stærri en margur hefur gert sér í hugarlund hingað til.“ Prentsmiðjan sem fundist hefur er talin frá 17. öld. Enn er eftir að grafa dýpra í jarðveginn og sjá hvort enn eldri smiðja leynist und- ir, en það yrði líklega prentsmiðja Guðbrands biskups. Í horni prent- smiðjunnar var stór kakelofn til upphitunar, og hefur fundist fjöldi flísabrota úr ytra byrði hans. Á þeim má sjá að ofninn hefur verið innfluttur frá Frakklandi, því nafn dómkirkjubæjarins Chartres er skráður í eina flísina. Sömuleiðis hefur gólfið verið flísalagt í prent- smiðjunni, en það er mjög sjald- gæft í uppgreftri húsa á Íslandi. Á gólfinu hefur fundist fjöldi prent- stafa úr smiðjunni. Húsin bera þess merki að mikið hefur verið í þau lagt. Líkt og áður sagði var gólf flísalagt, en einnig lagt viði í öðrum vistarverum. Sjá má víða tréþröskulda standa í tóft- unum. Engar fornminjar hér á landi komast til jafns við það sem Jörðin geymir fjársj Uppgröftur fornra bæjarhúsa að Hólum í Hjaltadal hefur staðið yfir í sumar, annað árið í röð. Rannsóknin varpar nýju ljósi á sögu staðarins. Sömuleiðis er unnið að rannsóknum við Kolkuós, forna höfn Hólastaðar, en þar er óplægður akur forn- minja að því er talið er. Bjarni Benedikt Björnsson kynnti sér umfang rann- sóknanna. Fornleifafræðingar að störfum yst við Kolkuós. Rist er þvert í rofabarðið til að kanna jarðlög og muni sem þar kunna að leynast. Morgunblaðið/Kristinn Uppgraftarsvæðið á Hólum í Hjaltadal. Fremst á myndinni er gólf prentsmiðjunnar frá 18. öld. Sjá má ummerki kyndiofns á rauðleitu gólfinu. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur við þversnið jarðlaga við Kolkuós. SÉRFRÆÐINGAR frá danska Þjóðminjasafninu, Jørgen Dencker og Flemming Rieck, hafa slegist í hóp vísindamanna sem vinnur við rannsóknir á Kolkuósi. Þeir eru mjög fram- arlega á sviði neðansjávarrann- sókna, en rannsóknin á Kolkuósi verður að mörgu leyti undir sjáv- armáli, vegna malarrifs sem ligg- ur milli lands og Elínarhólma í nokkurri fjarlægð frá landi. Jørgen Dencker segir svæðið mjög áhugavert, en rannsóknir enn á frumstigi. „Við erum nú að undirbúa neðansjávarrannsókn- ina sem verður á næsta ári. Rifið milli lands og hólmans er enn órannsakað, en það gegnir lyk- ilhlutverki í náttúrulegu höfninni sem hér var. Áætlað er að sjáv- arborðið hafi verið allt að þrem- ur metrum lægra í fornöld en það er nú, og þá var rifið á þurru. Í hólmanum er einnig gott skipa- lægi.“ Hann segir enn óljóst hvað megi finnast neðansjávar. „Fyrst er að kortleggja sjávarbotninn nákvæmlega. Af þeim upplýs- ingum sem þar fást má ráða ým- islegt varðandi mögulega stað- setningu fornleifa, sem síðar verður leitað. Gera má ráð fyrir að hlutir hafi tapast í sjóinn þeg- ar verið var að afferma stór skip. Sömuleiðis getur verið að hér hafi sokkið skip á öldum áður.“ Spurður segir Dencker að varðveisluskilyrði minja neð- ansjávar hér við land séu betri en til dæmis í Danmörku vegna þess hve sjórinn sé kaldur árið um kring. Það auki á líkur á heil- legum minjum neðansjávar. Skyggnst undir sjávarmál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.