Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. ágúst 1973: „Um langt skeið hafa farið fram umræður um sameiningu íslenzku flugfélaganna. Þær hafa þó ekki borið árangur fyrr en nú á síðustu mánuðum. Samkeppni við erlend flug- félög á flugleiðum íslenzku fé- laganna hefur farið mjög harðnandi á undanförnum ár- um, og hefur það leitt til þess, að menn hafa loks sannfærzt um nauðsyn þess, að íslenzku félögin hefðu nána samvinnu og jafnvel að þau sameinuðust að fullu og öllu. Samkeppnin milli íslenzku félaganna hefur stundum ver- ið fráleit, ekki sízt á flugleiðum til Norðurlanda, þar sem bæði félögin hafa stundum flogið á sama tíma með sárafáa far- þega og nægjanlegt hefði ver- ið að senda eina vél í stað tveggja. Gera forráðamenn flugfélaganna ráð fyrir, að hundruð milljóna sparist vegna sameiningar félaganna, bæði vegna betri nýtingar, en eins vegna sparnaðar við rekstur flugafgreiðslna, eld- húsa og annarrar þjónustu.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 7. ágúst 1983: „Landsmeðaltal af lög- og samningsbundnum rekstr- arútgjöldum sveitarfélaga er talið um 80% af tekjum þeirra, samkvæmt fjárhagsáætlunum líðandi árs. Þetta þýðir að sveitarfélög geta ekki varið nema 20% tekna til fram- kvæmda og eignabreytinga, en afborganir af eldri lánum falla undir eignabreytingar. Það er mjög algengt, segir framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, að fjármagns- og lánakostnaður sveitarfélaga sé um 15% af rekstrartekjum ársins, en dæmi eru um töluvert hærra hlutfall, jafnvel upp í 30%. Undir slíkum kringumstæðum er framkvæmdagetan nánast engin, nema sveitarfélag sé hnýtt enn frekar í skulda- fjötra. Mörg sveitarfélög eiga og stofnanir, sem bera langan skuldahala stofnfjárkostnaðar og rekstrarhalla, vegna þess að þjónusta þeirra hefur verið háð verðlagshömlum, tengd- um vísitöluleik stjórnvalda.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 8. ágúst 1993: „Nú kreppir mjög að og hag- ur fólks hefur versnað mjög. Á sama tíma er ljóst, að skuldir heimila hafa vaxið og vextir af þeim skuldum mjög háir. Viðleitni stjórnvalda til þess að tryggja vaxtalækkun hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Við þessar að- stæður og í ljósi þess, hve skattheimtan er orðin mikil, verður ekki lengra gengið í þeim efnum. Ríkisstjórnin hlýtur að ganga til verks við fjárlagagerð fyrir næsta ár með því hugarfari að frekari skattlagning sé ekki fram- kvæmanleg. Verði gengið lengra en orðið er í skatt- lagningu má búast við að sú skoðun ryðji sér til rúms hjá almenningi, að skattakerfið sé svo óréttlátt, að skattsvik séu réttlætanleg en það hug- arfar ríkti fyrir skattaum- bætur viðreisnarstjórnar- innar fyrri.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „VIÐ HÖFUM ÞAÐ MJÖG GOTT“ FYRIR FRAMTÍÐINA Sumarskóli nýbúa er rekinn afFræðslumiðstöð Reykjavíkur,Íþrótta- og tómstundaráði og Námsflokkum Reykjavíkur og hefur verið starfræktur í ellefu ár. Skóla- starfið stendur í þrjár vikur í júlí og í sumar voru 94 nemendur frá 25 löndum og flestum heimsálfum í skólanum. Meðal þeirra voru 19 börn frá Víetnam og 14 frá Kína, en í hópnum voru einnig börn frá Íslandi, sem hafa búið lengi er- lendis og kunna lítið í íslensku. Starfið í sumarskólanum miðast við börn sem eru mislangt komin. Börn, sem eru nýlega flutt til landsins, og börn frá framandi tungumálasvæðum hafa forgang. Hjá Námsflokkum Reykjavíkur fer einnig fram fullorðinsfræðsla og þegar hún er talin með er fjöldi nemenda í sumarskóla á sjötta hundrað. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri hjá Námsflokkum Reykjavíkur, sem tengst hefur sumarskólanum frá upp- hafi, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag, að hún liti svo á að kosturinn við sumarskólann væri meðal annars sá að þar væru börn frá öðrum löndum í öndvegi, en í öðrum skólum væru þau óhjákvæmilega minnihlutahópur, þótt kærkominn væri. Hlutskipti útlendings í nýju landi er ekki ólíkt hlutskipti íþróttamanns, sem keppir á útivelli. Andstæðingurinn gjörþekkir allar aðstæður, áhorfendur eru á hans bandi og hann fær því ákveð- ið forskot í veganesti. Sama á við um að- komumanninn, sem ekki á jafn auðvelt með að tjá sig og þekkir ekki hið nýja umhverfi. Markmiðið með því starfi, sem unnið er í sumarskólanum, er að draga úr áhrifum útivallarins ef svo mætti að orði komast. Börn eiga auð- velt með að tileinka sér mál, en það tek- ur þó tíma og það getur skipt miklu máli að vankunnátta í tungumáli verði þeim ekki til trafala þegar komið er í nýjan skóla. Hvernig tekst til við upphaf skólagöngu getur haft úrslitaáhrif á framhaldið. Víða í Evrópu hafa komið upp vandamál vegna innflytjenda. Oft tengjast þau vandamál því að samfélög innflytjenda einangrast. Hér á landi hefur verið bent á að í því geti legið hættur hversu fá börn nýbúa halda áfram námi eftir grunnskóla. Með starfi sumarskólans er unnið gegn þeirri þró- un og lagt inn fyrir framtíðina. Borgarfjörður eystri telst sennilegaekki í alfaraleið og þar er víst hvorki von á stóriðju né ráðstefnuhöll- um. Þar virðist hins vegar vel haldið á spöðunum og segir Kristjana Björns- dóttir, oddviti Borgfirðinga, í Morg- unblaðinu á föstudag, að sitt sveitar- félag sé það eina á Austurlandi, sem sé réttum megin við strikið. Reyndar er mikill kraftur í mál- flutningi oddvitans og einkennist hann af bjartsýni. Hvar sem drepið er niður í viðtalinu við Kristjönu kemur fram að Borgarfjörður eystri stendur vel að vígi – hvort sem það er í holræsa- málum, húsnæðismálum eða atvinnu- málum. Hún segir að Borgfirðingar geti vænst þess að áhrifa Kárahnjúka- virkjunar muni einnig gæta hjá þeim, meðal annars vegna þess að þjónusta á Egilsstöðum muni aukast. Kristjana segir að mikið hafi verið gert til að efla ferðamannaþjónustu á staðnum og ítrekar mikilvægi línubátaútgerðar fyrir afkomu íbúanna. Þegar sameiningu sveitarfélaga ber á góma tekur Kristjana ekki undir: „Við eigum fyrir okkar útgjöldum. Á meðan aðrir safna skuldum erum við ekkert áfjáð í að sameinast.“ Sá andi, sem ríkir á Borgarfirði eystra, endurspeglast í eftirfarandi orðum oddvitans: „Við erum búin að sjá það að þeir hafa það ekkert betra, sem alltaf eru að gráta yfir því hvað þeir eigi bágt, við höfum það mjög gott hérna.“ Það er ánægjulegt að heyra talað með þessum hætti og mætti óska að viðhorf af þessu tagi væru smitandi. H IROSHIMA er ólík öllum öðrum borgum. Það verð- ur reyndar ekki ljóst um leið og komið er inn í borgina, en kemur fljót- lega fram. 6. ágúst árið 1945 vörpuðu Bandaríkja- menn kjarnorkusprengju á Hiroshima og fjórum dögum síðar vörpuðu þeir annarri sprengju á Nagasaki. Nú er talað um að fennt hafi yfir hinn hrikalega atburð fyrir 58 árum í Nagasaki og ný kynslóð láti sér fátt um finnast. Hið sama kann að eiga við um ungt fólk í Hiroshima, en aðkomumanni finnst hins vegar eins og engin undankomuleið sé undan minnningunni um kjarnorkusprengjuna. Borgar- búar nota orðið „leiftrið“ þegar þeir tala um sprengjuna. Það er líkt og „leiftrið“ hafi gefið Hiroshima tilgang og hlutverk og það finnst. Á leið í friðarsafnið í Hiroshima kemur í ljós að bíl- stjórinn er frá borginni og var lítill strákur þegar sprengjan sprakk. Það varð honum til lífs að hann var lasinn þennan dag og lá því heima og naut að- hlynningar ömmu sinnar. Móðir hans hafði hins vegar ekki viljað missa dag úr vinnu og þess vegna farið þennan mánudagsmorgun inn í borg- ina þar sem hún vann hjá símanum. Klukkan 8.15 sprakk sprengjan. Allt var á tjái og tundri eftir sprenginguna, en drengurinn braust undan braki úr húsgögnum og fór ásamt ömmu sinni að leita móður sinnar, en pabbi hans var í japanska hern- um og hafði verið sendur til Kína að berjast. Sú hrikalega sjón, sem blasti hvarvetna við, greypt- ist inn í minni drengsins. Enn heyrir hann raddir, sem hann heyrði undan rústum og braki og köll- uðu á hjálp. Enn finnst honum að hann hefði átt að hjálpa, þótt hann hafi aðeins verið barn að aldri og ekki haft nokkra burði til þess. Móðir hans vann í byggingu skammt frá miðju sprenging- arinnar. Þegar þau nálguðust hittu þau starfs- félaga hennar og spurðu hvort til hennar hefði sést. Svarið var að hún hefði verið á stigagang- inum í byggingunni síðast þegar sást til hennar. Af byggingunni var hins vegar ekkert eftir nema rústirnar einar. Drengurinn leitaði með ömmu sinni þar sem þau töldu að stigagangurinn hefði verið, en engin leið var að vita með vissu hvort þau voru á réttum stað. Þau fundu leifar af úri og geymdu án þess þó að vita fyrir víst hvort um rétt úr hefði verið að ræða. Að halda minn- ingunni vakandi Bílstjórinn segist aldr- ei velta því fyrir sér að flytja burt frá Hir- oshima þótt daglega veki það eitt sársaukafullar minningar að fara um borgina. Hann segir að harmleikurinn þegar kjarnorkusprengjan var látin falla á Hiroshima megi ekki gleymast og það sé hlutverk borgarinn- ar að halda minningunni vakandi. Mann setur hljóðan í safninu, sem reist var til minningar um kjarnorkuárásina. Þarna eru úr, sem hættu að ganga þegar sprengjan sprakk. Í glerkassa eru tröppur og í einni tröppunni er blettur, sem minnir á skugga – það eina sem er eftir af manni, sem þar sat í sprengingunni. Sprengjan var svo öflug að mynstrið af fötum fólks brenndist í skinn þess. Talið er að um 350 þúsund manns hafi verið í Hiroshima þegar sprengjan sprakk. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í sprengingunni, en borgaryfirvöld í Hiroshima telja að í árslok 1945 hafi tala látinna verið komin upp í um 140 þúsund. Á hverju ári er tala látinna endurskoðuð og í ár var 5050 nöfnum bætt við lista fórnarlambanna. Talið er að sam- anlagt hafi 231.920 manns látist samstundis og af geislun síðan. Talið er að 75.000 manns hafi látist af völdum sprengingarinnar í Nagasaki. Í safninu má einnig sjá hvernig yfirvöld í Hir- oshima hafa beitt sér gegn kjarnorkuvopnum. Þar eru fest á vegg hundruð bréfa, sem borg- arstjórar Hiroshima hafa skrifað til að mótmæla kjarnorkutilraunum ríkja heims. Fyrsta bréfið skrifaði Setsuo Yamada borgarstjóri Hiroshima Charles de Gaulle, forseta Frakklands, til að mót- mæla tilraun Frakka yfir Mururoa-kóralrifinu ár- ið 1968. Síðan hafa borgarstjórar Hiroshima sent leiðtoga viðkomandi ríkis bréf í hvert sinn, sem gerð hefur verið kjarnorkutilraun. Enn er kjarnorkuárásarinnar á Japan minnst með kertafleytingum víða um heim og er Ísland þar engin undantekning. Núverandi borgarstjóri Hiroshima, Tadatoshi Akiba, veittist gegn kjarn- orkustefnu Bandaríkjanna þegar sprengingar- innar í Hiroshima var minnst á miðvikudag. „Sáttmálinn gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, helsta alþjóðasamkomulagið um að vinna að út- rýmingu kjarnorkuvopna, er við það að bresta,“ sagði hann í ávarpi. „Helsta ástæðan er kjarn- orkustefna Bandaríkjamanna, sem með því að lýsa yfir því opinberlega að kjarnorkuárás að fyrrabragði í forvarnarskyni komi til greina og að hvetja til þess að hefja að nýju rannsóknir á litlum kjarnorkuvopnum og svokölluðum „not- hæfum kjarnorkuvopnum“ virðast tilbiðja kjarn- orkuvopn eins og guð.“ Akiba skoraði á George W. Bush Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Il, leið- toga Norður-Kóreu, að heimsækja Hiroshima og „standa frammi fyrir raunveruleika kjarnorku- stríðs“. Vísindamennirnir, sem unnu að því að smíða fyrstu kjarnorkusprengjurnar, fylltust flestir óhug yfir því, sem þeir höfðu gert – því afli, sem þeir höfðu leyst úr læðingi. Talað var um að með kjarnorkuvopninu væri hafinn nýr kafli í mann- kynsögunni því að aldrei fyrr hefði maðurinn búið yfir mætti til að tortíma sjálfum sér. Hvað sem ógn kjarnorkusprengjunnar leið hafði mikið kapphlaup verið hafið. Í kalda stríðinu kepptu Bandaríkin og Sovétríkin um að smíða kjarnorku- vopn og fleiri ríki bættust í hópinn þótt í minna mæli væri. Talað var um ógnarjafnvægi, sem markaðist af því að hvorugur þyrði að láta til skarar skríða vegna vissunnar um gagnkvæma gereyðingu. Meðan á kalda stríðinu stóð gengu samningaviðræður risaveldanna út á að koma böndum á kapphlaupið og í kringum kjarnorku- vopnin spunnust flókin fræði, sem fæstir kunnu skil á. Það þurfti hins vegar engin æðri vísindi til að skilja óttann við kjarnorkuvopnin og hafi ein- hver efast um hættuna varð Kúbudeilan til þess að taka burt allan vafa. Þótt risaveldin gerðu með sér samninga um afvopnun var langt í frá að kjarnorkuváin hyrfi. Þegar kalda stríðinu lauk var eins og kjarnorkuváin hyrfi af sjónarsviðinu. Helst var rætt um hættuna af því að kjarnorku- vopn Rússa féllu í rangar hendur og vandann, sem Rússar ættu við að etja vegna þess að þeir hefðu ekki efni á að gera hættulaus þau vopn, sem samið væri um að taka úr umferð. Japanar ræða kjarnorku- vígbúnað Kjarnorkuvopnaum- ræðan hefur hins veg- ar heldur betur tekið við sér. Nú hefur meira að segja kvikn- að umræða um það í Japan að Japanar þurfi að koma sér upp kjarn- orkuvopnum, en fyrir nokkrum árum hefði slíkt þótt óhugsandi þar í landi og þarf aðeins að nefna Hiroshima og Nagasaki til að útskýra það. Ástæðan fyrir þessari umræðu er kjarnorku- vopnavæðing Norður-Kóreu. „Fólk er greinilega að opna augun fyrir hugmyndinni,“ sagði Shingo Nishimura þingmaður á japanska þinginu í sam- tali við fréttastofuna AP í vikunni. „Það finnur að eitthvað er að í Japan.“ Nishimura þurfti að segja af sér sem aðstoðarvarnarmálaráðherra árið 1999 fyrir að impra á þeim möguleika að Japanar ættu að íhuga að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Nú er hann í stjórnarandstöðu og er fenginn til að út- lista skoðanir sínar á þessu máli í sjónvarpsþátt- um. Yasuo Fukuda og Shintaro Abe eru áberandi í þingliði stjórnarliða og þeir hafa báðir haldið því fram að Japanar eigi rétt á að eiga kjarnorku- vopn. „Japanar verða nú að byrja að lýsa yfir því að þeir gætu látið af verða að smíða kjarnorkuvopn,“ hefur AP eftir Tadae Takubo, sem er prófessor við Kyorin-háskóla. „Það er líkt á komið fyrir þjóð, sem afsalar sér réttinum til kjarnorku- vopna, og hnefaleikara, sem fer í hringinn og lofar að slá ekki sveifluhögg.“ Áður hefðu þessar raddir verið taldar til ómarktækra öfga í Japan, en nú hefur það breyst. Þó er ljóst að búast mætti við mikilli andstöðu í Japan ef ákveðið yrði í alvöru að væðast kjarn- orkuvopnum. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, lýsti yfir því í Hiroshima 6. ágúst að Japanar stæðu við þá stefnu að banna að fram- leiða, eiga og flytja kjarnorkuvopn. „Afstaða lands okkar mun ekki breytast,“ sagði hann. „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að koma á framfæri kröfunni um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna og vinna um leið að því að losa heiminn við kjarnorkuvopn.“ Nýtt kjarn- orkuvopnakapp- hlaup? Menn velta hins vegar fyrir sér hvort þessi afstaða gæti breyst ef Norður-Kóreumenn halda ótrauðir áfram kjarnorkuáætlun sinni. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur bent á að kjarnorkuvopnabrölt Norður- Kóreu gæti orðið kveikjan að vopnakapphlaupi í Asíu: „Og þá gætu aðrir, til dæmis Japanar, neyðst til að velta fyrir sér hvort þeir þurfi ekki að fjalla um kjarnorkuspurninguna að nýju.“ Norður-Kóreumenn lýstu yfir því í janúar að þeir hefðu ákveðið að draga sig út úr sáttmál- anum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.