Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss, Oceanus 59 og Christa Kerstin koma í dag. Baldvin Þorsteinsson fer í dag. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Fimmtudaginn 14. ágúst verður farið í Þórsmerkurferð, Básar á Goðalandi. Farið héð- an kl. 8, stoppað verður í Eden og við Selja- landsfoss, þaðan ekið inn í Bása á Goðalandi, þar borðað nesti og kvöldverður á Hesta- kránni. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Dansleik- urinn í kvöld fellur nið- ur. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli í Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur opnað eftir sumarfrí á morgun, mánudaginn 11. ágúst, kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf. Þriðjudaginn 12. ágúst verður opnað að afloknu sumarleyfi, fjölbreytt sumardag- skrá framundan, m.a. ferðalög. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum: Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyð- isfirði, s. 472 -1173; Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471 -2230; Nesbær ehf., Eg- ilsbraut 5, 740 Nes- kaupstað, s. 477 -1115; Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474 -1177; Að- alheiður Ingimund- ardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223; María Óskars- dóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475- 1273; Sigríður Magn- úsdóttir, Heiðmörk 11, Stöðvarfirði, s. 475- 8854. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju, s. 520-1300, og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höfuð- borgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentinu sem gefið verður tíu ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er sunnudagur 10. ágúst, 222. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gef- ur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. (Jak. 1, 5.)     Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir fjallar um þjóð- félagsvandamálið offitu á Tíkinni en það er nú mik- ið til umræðu víða um heim.     Hún segir m.a.: „Tengslþróaðri þjóða og of- fitu eru mjög sterk eins og gefur að skilja. Um 8% einstaklinga í heiminum (300 milljón manna) þjást af offitu en ef einungis eru skoðuð þróuð mark- aðssvæði þá stekkur talan upp í 20%. Fleiri og fleiri eiga meira af peningum en þeir þurfa til að lifa af og bílar og atvinnuhættir gera okkur kleift að hreyfa okkur næstum ekkert allan daginn. Tölv- ur, skyndibitamatur, bíla- lúgur, bílar, heimabíó og gosdrykkir. Árið 1955 var skammtur af frönskum 75 grömm en er í dag 220 grömm! Orsakir offitu- aukningar eru samfélags- legar og varða okkur sem þjóðfélagsþegna eins og einstaklinga og í þeim þjóðfélögum þar sem vandinn er mestur eru breytingar farnar að sjást.     Sumar skólaskrifstofurí Bandaríkjunum hafa brugðið á það ráð að end- urnýja ekki samninga við gosdrykkjaframleiðendur vegna áhættu um kærur frá foreldrum þrátt fyrir að samningarnir séu mik- ilvægur þáttur í tekju- öflun skólanna. Aðrar skólaskrifstofur, eins og t.d. í Seattle, hafa ákveðið að endurnýja samningana en krefjast þess jafnframt að þriðjungur af hillu- plássi sjálfsala sé notaður fyrir djús og vatn … Kona ein kærði McDonalds vegna offituvandamáls dóttur hennar – en án ár- angurs. McDonalds tapaði þó máli í fyrra vegna þess að þeir kynntu hvergi að frönsku kartöflurnar þeirra innihéldu kjötfitu. McDonalds selur nú auk hefðbundins matseðils salat, ávexti og léttari samlokur. Áhættan við að lenda í kostnaðarsömum málshöfðunum vegna of- fitu og reynsla af máls- höfðunum gegn tóbaks- framleiðendum er að ýta við stóru framleiðend- unum og jafnvel ríkis- stjórnum. Þeir skynja að vandamálið er það stórt að fyrirtækin verða að breyta framleiðslu sinni.     Vandamálið hverfur þóekki þótt framleið- endur minnki matar- skammtana. Dettur ein- hverjum í hug að kenna McDonalds um að bux- urnar passi ekki lengur? Er einstaklingnum í al- vöru ekki treystandi til að hugsa um að halda sér í formi og hugsa um eigin velferð? Sjáum við kannski fram á tíma þar sem ríkisstjórnin grípur í taumana með því að skattleggja feitan mat? Verður kannski feitari matur merktur með við- vörunarmiðum sem segja: „Feitur matur getur drepið“ eða „Stöðug neysla fitu skaðar líkam- ann“? STAKSTEINAR Er offita þjóðfélags- vandamál? Víkverji skrifar... FYRIR nokkru sagði Víkverji dags-ins frá óvenjulegri aðferð við að halda geitungum í skefjum í garði sín- um. Hann plantaði nokkrum kóngulóm nálægt bækistöðvum geit- unganna og þær veiddu geitungana síðan í vef sinn. Víkverji heyrði aðra sögu um kóngulær og geitunga og sé hún sönn gæti hún kollvarpað þessari nýju að- ferð við geitungadráp. En sagan er þannig að kona nokkur hafði um nokkurt skeið haft ama af gríðar- miklum kóngulóarvef og eiganda hans við sumarbústað hennar. Nokkrum sinnum höfðu þau hjón fjarlægt vefinn, en jafnharðan var kóngulóin búin að spinna nýjan vef, og sýnu betri. Svo bar við einn daginn þegar konan var að fylgjast með kóngulónni og vefnum að hún sá hvar geitungur var að sveima í kringum vefinn. Kóngulóin sat í einu horni vefjarins og hefur væntanlega hugsað sér gott til glóðarinnar varðandi há- degismat. En geitungur þessi var ekki alveg skyni skroppinn. Hann flögraði í kringum vefinn og snerti hann annað slagið með afturendanum svo vefurinn dúaði vel. Kom þá kóngulóin digra hlaupandi og ætlaði að ná í geitunginn, sem hún hefur gert ráð fyrir að lægi bjargarlaus í vefnum. En henni varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar hún var komin í vefinn miðjan kom geitungurinn fljúgandi og gerði atlögu að kóngu- lónni. Hann sneri sér við og stakk hana í búkinn með broddinum. Svo flaug hann kippkorn í burtu og gerði aðra atlögu. Alls urðu atlögurnar þrjár og hætti geitungurinn ekki fyrr en kóngulóin var dauð. Þá flaug hann sína leið. Svona er nú lífið úti í nátt- úrunni, lögmálið er að drepa eða verða drepinn. x x x VÍKVERJA dagsins er ekkert umkóngulær. Það virðist hins vegar ekki gagnkvæmt því kóngulærnar eru mjög hrifnar af Víkverja og húsi hans, því hundruðum saman sitja þessi kvikindi á húsinu við iðju sína. Nokkrar stórar og grófgerðar kóngulær hafa t.d. spunnið vefi við eldhúsglugga Víkverja og það er ógeðslegt að horfa upp á þessar hlussur kjamsa á hálfdauðum flugum í hvert skipti sem litið er upp frá mat- arborðinu. x x x ANNARS hækkuðu kóngulærnokkuð í áliti hjá Víkverja um daginn. Þannig bar til einn góðviðr- ismorguninn þegar Víkverji fór út í bílinn sinn á leið til vinnu, að fremur lítil kónguló var búin að spinna vef sem hún hafði fest á annan hliðar- speglinn á bíl Víkverja. Víkverji var lagður af stað á bílnum þegar hann tók eftir kóngulónni þar sem hún hékk dauðskelfd í vefnum. Þá ákvað hann að gera tilraun og sjá hvað kóngulóarvefur þyldi mikinn hraða áður en hann slitnaði. Inni í húsagöt- unum gerðist ekkert annað en að kóngulóin hnipraði sig saman í horn- inu á vefnum, sem hristist ógurlega í vindinum. Þegar komið var út á aðal- brautina var gefið meira í og um það bil sem löglegum hámarkshraða var náð slitnað einn þráður í vefnum, þannig að hann krumpaðist saman til hliðanna. Enn hékk kóngulóin þó í honum. Segir nú ekki af frekari hraðamælingum, en þegar niður á Morgunblað var komið, eftir u.þ.b. 10 mínútna akstur, var vefurinn orðinn götóttur, en hélt þó enn og kóngulóin var sprelllifandi. Víkverji gat ekki annað en dáðst að seiglunni í kóngu- lónni – og vefnum – og það hefði verið níðingsverk að drepa ræfilinn eftir að hafa lifað af þessa svaðilför. Víkverji sendi því betri helminginn út úr bíln- um, sem losaði bæði vef og lóu var- lega af speglinum, og sleppti henni í rósarunna við Morgunblaðshúsið. Vonandi lifir hún þar enn og dafnar sem aldrei fyrr. Fari svo að Morg- unblaðshúsið hverfi inn í kóngulóar- vefi á næstu árum, þá skyldi aldrei vera að þar væru að verki afkom- endur ofurkóngulóarinnar litlu sem Víkverji sleppti einn góðviðrisdag í júlílok. Morgunblaðið/Ásdís Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berjamó... Óréttlæti Hafn- arfjarðarbæjar DAG EINN fyrir skömmu ákvað ég, líkt og marga aðra daga, að fara með hundinn minn upp að Hvaleyrarvatni í Hafnar- firði til að viðra hann. Ég hef gert þetta í um það bil 2 ár og það hefur aldrei verið skilti þarna sem segir til um hvort að hundar megi vera þarna eða ekki. Þetta er nokkra mínútna akstur frá bæn- um að malarvegi með vatni og fallegri náttúru og ekkert skilti sem bann- ar lausagöngu hunda, reiknaði ég með að ég væri í fullum rétti. Þegar ég var í mínum mestu makindum að viðra hundinn og ónáða ekki sálu þá kemur eftirlits- maður og rekur mig í burtu af svæðinu, því ég var með hund. Ég spurði hann af hverju það væru þá ekki skilti sem sýndu að lausaganga hunda væri bönnuð þar og hann svar- aði því að hann einfald- lega vissi það ekki og hann væri sammála mér að það þyrfti að setja upp skilti. Það sem reitir mig virkilega til reiði er að ég hef búið í Hafnarfirði nánast alla mína ævi og ég hef eins og ég sagði hér áður farið með hund- inn minn á nánast hverj- um degi upp að Hvaleyr- arvatni án nokkurra vandkvæða. Meðan ég var þarna sá ég að minnsta kosti tvo aðra hundaeig- endur í kringum vatnið. Ég hef séð í það minnsta 100 mismunandi hunda- eigendur í kringum vatnið og suma hef ég séð oftar en einu sinni. Ég mundi skilja það ef það væri bannað að vera með hunda við vatnið á varp- tímum en mér finnst þetta rosalega leiðinlegt. Kvörtun mín fellst í því að Hafnarfjarðarbær býð- ur hundaeigendum ekki upp á nein svæði til að vera með hundana sína á og við erum reknir af þeim fáu svæðum sem við teljum okkur mega vera á. Margir hundaeigendur hittast á svæði sem er kallað Bali og er innan bæjarmarkanna svo ég býst við að það sé líka bannað. Það kæmi mér ekki á óvart ef hunda- klúbbar hittist oft við Hvaleyrarvatn þar sem það eru ekki til nein al- mennileg svæði til að vera með þá á. Ég er rosalega reiður og ég mun ekki gefa núverandi bæjar- stjórn mitt atkvæði í næstu kosningum, einnig mun ég flytja úr bænum næst þegar ég flyt. Það er augljós stað- reynd að ef bærinn mundi búa til svæði fyrir hunda- eigendur, myndi það vera mjög lélegt því í dag er bókstaflega allsstaðar bannað að vera með hunda. Mér finnst ansi hart að þurfa að keyra langar leiðir, t.d. inn á Geirsnef, til að viðra hundinn minn „löglega“. Við mannfólkið hrifsum öll svæði af dýrunum og gefum ekkert til baka. Kristinn Örn Sigurðsson. Þakkir fyrir veitta aðstoð SUNNUDAGINN 3.ágúst sl. lenti ég, ásamt vinkon- um mínum, í smá óhappi á Lágheiðinni. Sem betur fer var herramaður á sömu leið og við og var hann snöggur að bjarga okkur aftur upp á veginn. Mig langaði bara að senda þessum Herra- manni mínar allra bestu þakkir fyrir hjálpina. Kveðja, Dagný Ásta. Dýrahald Hundur í óskilum BLENDINGSHUNDUR hefur dvalist á bæ í Eyja- firði undanfarna viku. Sá sem saknar hundsins síns er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 892 4740 eða 895 0264. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 mikil snjókoma, 8 skar, 9 dútla, 10 tala, 11 fruma, 13 krossinn, 15 niðs, 18 kringumstæður, 21 ílát, 22 vana, 23 minnist á, 24 óhugnanlegt. LÓÐRÉTT : 2 mjög ánægð, 3 hafna, 4 fuglar, 5 kjafturinn, 6 birkikjarr, 7 afkvæmi, 12 aðstoð, 14 bergmála, 15 þvinga, 16 reiður, 17 geil, 18 kuldastraum, 19 viðfelldin, 20 horað. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 öflum, 4 þings, 7 erfið, 8 álman, 9 afl, 11 dama, 13 erta, 14 gerpi, 15 bing, 17 rúmt, 20 ósa, 22 liðin, 23 lofið, 24 rúmið, 25 tíðka. Lóðrétt: 1 örend, 2 lófum, 3 mæða, 4 þjál, 5 nemur, 6 sunna, 10 forks, 12 agg, 13 eir, 15 bælir, 16 níðum, 18 úlfúð, 19 tuðra, 20 ónáð, 21 allt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.