Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Heitur dagur á skrifstofunni. Loftið blautt og þungt. Smá-vaxinn maður svitnar undan jakkafötunum. En andinnlyftist við að komast á Strikið. Eða það ímyndar maðursér. Gosbrunnurinn kastar af sér vatni og bunan stendurupp í loftið. Það myndast hringur um trumbuslagarana.
Og skyndilega kviknar líf í jakkafötunum. Maðurinn baðar út öllum
öngum, hoppar, öskrar, dansar í takt við trumbusláttinn. Hann kastar
jakkanum, bindið lifnar, fólk staldrar við og dansar með – í huganum.
Mannlífið er heillandi; saga Íslands vörðuð götunöfnum stórborg-
arinnar. Innan gömlu borgarveggjanna réðust örlög margra Íslend-
inga; þeir létust á sjúkrabeði, drukknuðu í síkjum, töpuðu glímu við
Elli kerlingu, sukku á flöskubotninn. Margir lifa þó með þjóðinni enn í
dag. Í Larsbjörnsstræti, sem gárungarnir kölluðu hlandrennuna,
hvarflar hugurinn til Fjölnismanna, Jónasi skrikar fótur í stiganum við
Pétursstræti, Jóhann Sigurjónsson hreiðrar um sig með penna og
blokk í Litla apótekinu.
Stórborgarlífið kveikir listina, myndir með öllum litum mannlífsins.
Við Royal Skin fást íslenskar kaffimyndir. Brennt og
malað fólk eins og á börunum. Tónar píanóleikarans á
myndinni berast úr harmóníku nær Gamlatorgi. En
skyldi listin enn kvikna á sömu stöðum og forðum?
Á Hvítum, Hviids Vinstue, virðist andleysið algjört.
Fjórir barþjónar flækjast hver fyrir öðrum. Einn með
tunguna úti og býr til mynd úr hnetum og rúsínum.
Kúnnarnir engir nema á ævagömlum myndum og teikningum. Jónas
Hallgrímsson, Jóhann Sigurjónsson, Sverrir Kristjánsson og Árni
Pálsson hanga þarna alla daga, en láta sér nægja drykkina í mynd Ör-
lygs. Það má panta sér stóran bjór á barnum með góðri samvisku, því
þar fæst aðeins ein stærð. Og Íslendingar eru algengir gestir.
– Eru Íslendingar ekki helstu kúnnarnir?
– Það ræðum við einhvern tíma síðar, svarar barþjónninn og hellir í
glösin. Svo spyr hann forvitinn:
– Hafið þið fundið myndina?
Og mynd Örlygs er stolt staðarins eins og ártalið, 1723.
Á horninu gegnt Hvítum við Litlu Kóngsinsgötu er staðurinn Steph-
an á Porta, sem áður nefndist Mjóni. Þar lágu frammi erlend blöð og
tímarit, sem drógu að stúdenta og menntamenn. Jón forseti kvartaði
yfir „þurradrambi“ og „þykkju“ Gríms Thomsens. Og Gísli Brynjólfs-
son hafði sína meiningu á H.C. Andersen „skálda“, sem hann sagði
vanta bæði „hugsunarafl og sálardýpt“.
– Það lokaði klukkan hálftólf, segir einasta barstúlkan á staðnum.
Annað má segja um Skinnbrókina, Skindbuksen, við Litlu Kóngs-
insgötu. Ný steypa hefur lekið í gólfið og svipir af gömlum kúnnum
greypst inn í veggina. Það er líf í Skinnbuxunum. Stað sem hélt upp á
260 ára afmælið árið 1988. Tenór á grænni treyju syngur O Sole Mio
og undir spilar stórkarlalegur píanóleikari í svartri blússu og sveittum
leðurbuxum með rautt doppótt bindi. Krullurnar í hárinu eru nótur
sem hafa sloppið og halda sér þar dauðahaldi.
– Það eru 37 ár síðan mamma vann hérna, segir kona sem kemur
hingað á hverju ári. Þá var ég tólf ára og fékk kökur á barnum. Hingað
komu margir listamenn og mamma keypti eina og eina mynd, svo hún
eignaðist nokkurt safn. Hvað finnst þér um þessa mynd? segir hún og
bendir á stóra mynd, sem situr á stól við útidyrnar.
– Myndina af konunni?
– Þetta er ekki kona, – þetta er trúður, svarar konan önug og snýr
sér annað.
Það kemur upp úr dúrnum að tenórinn málaði myndina. Hann kynn-
ir sig sem „Pavarotti Danmerkur“. Og hefur sungið fyrir drottninguna,
þótt hann hafi aldrei sungið í óperuhúsi. Nú syngur hann á litla píanó-
barnum í hliðargötu við óperuna. Við barinn heldur roskinn maður þétt
um glasið, Jørgen „gamli“ Hansen, sem forðum var Evrópumeistari í
hnefaleikum.
– Hefurðu einhvern tíma slegist við Íslendinga?
– Nei, en mér skilst þeir séu hraustir, svarar hann og horfir rann-
sakandi á blaðamann.
– Já, Íslendingar eru hraustir, svarar blaðamaður drjúgur, en flýtir
sér svo að segja, svona til að forða misskilningi: Bara ekki ég.
Við Nýhöfn liggja fallegir bátar við festar og bera sumir með sér að
eigendurnir séu duglegri að skrapa og mála en sigla. Unga fólkið er í
tilhugalífi. Það raðar sér meðfram bryggjukantinum eins og á dansi-
böllunum í gamla daga. Dreyminn maður spilar á sög og syngur: „Jeg
elsker dig“. Einhvern tíma var hann Íslendingur og lék með stuðla og
höfuðstafi. Og eldar listarinnar loga glatt í stórborginni.
Listamenn í
stórborginni
SKISSA
Pétur Blöndal
fór á Íslend-
ingaslóðir
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
TRJÁGRÓÐUR virkar sem milli-
stykki milli andrúmslofts og jarð-
vegs, þannig að tré beina kolefnum
úr andrúmsloftinu niður í jarðveg-
inn. Þetta er grundvallaratriði þeg-
ar litið er til hlutverks skógræktar
til bindingar kolefnasambanda að
mati Paul Jarvis, prófessors í jarð-
vísinda-, vistfræði- og skógræktar-
deild Edinborgarháskóla, en hann
flutti erindi á ráðstefnu um áhrif
skógræktar á kolefnisbindingu og
líffræðilegan fjölbreytileika, sem
haldin var sl. föstudag.
Á ráðstefnunni fluttu innlendir
og erlendir vísindamenn erindi og
kynntu ýmsar niðurstöður. Ráð-
stefnan var í boði Skógræktar rík-
isins, NorFA og landbúnaðarráðu-
neytisins í tengslum við norrænt
doktorsnemanámskeið um skóg-
vistfræði sem fram fer hér á landi
7.–14. ágúst.
Jarvis fjallaði í erindi sínu um
rannsóknir á bindingu kolefna og
tækni í skógrækt. Hann sagði lyk-
ilspurningu hvort mögulegt væri
að beita kolefnisbindingu með
skógrækt á næstu fimmtíu árum
svo vel væri. Hann benti á að barr-
skógar hafa gríðarlega mikla kol-
efnissöfnunargetu og miðlar greni
til dæmis kolefnum mjög vel niður
í mold. „Tré hafa tvær meginleiðir
til að færa kolefni niður í jarðveg-
inn. Annars vegar falla lauf og
greinar til jarðar, rotna og verða
að jarðvegi og hins vegar eru út-
rætur trjáa alltaf að deyja og end-
urnýjast, sem er eðlilegur hluti
virkni trjágróðurs og fer eftir
breytilegu rakastigi jarðvegsins.
Þannig skila trén kolefnunum nið-
ur í jarðveginn í gegnum ræturn-
ar.“
Jarvis nálgaðist einnig skógrækt
með formerkjum kolefnislegra
reikningsskila. Þannig spurði hann
hvort notkun stórvirkra vinnuvéla
við skógrækt og nýtingu nytja-
skóga gæti valdið meiri skaða en
skógurinn ætti að bæta. Hann lýsti
einnig helstu punktum sem líta
bæri til í meðferð skóga þegar há-
marka þyrfti kolefnisbindingu.
Hann sagði einnig afar mikilvægt
að hindra útgufun metans og köfn-
unarefnisoxíðs, því þau efni hefðu
margfalt meiri gróðurhúsaáhrif í
för með sér en koldíoxíð. „Það er
einnig óumflýjanlegt að setja skóg-
ana í efnahagslegt samhengi, því
það eru takmörk fyrir því hvað við
getum gert ef efnahagslegar for-
sendur skortir,“ sagði Jarvis og
lagði ríka áherslu á að í öllum mál-
efnum skógræktar væri litið til
bæði umhverfislegrar og efnahags-
legrar hagkvæmni.
Útvíkkun kolefnis-
hringrásarinnar
Iðnaðarvistfræði er ný grein inn-
an vistfræðinnar og sagði Tom
Gower, prófessor í skógarvistfræði
og skógarstjórnun við Madisonhá-
skóla í Wisconsin, afar nauðsynlegt
að líta til fleiri hliða en einungis líf-
fræðilegrar hringrásar kolefna.
Iðnaðarvistfræðin tekur fyrir svo-
nefnda iðnaðarhringrás, þ.e.a.s.
hvað verður um kolefnin þegar tré
eru felld og nýtt í pappír eða aðra
vinnslu.
Gower vísaði í rannsókn sem
gerð var á stærsta tímaritsútgef-
anda Bandaríkjanna þar sem kol-
efninu var fylgt eftir og útblást-
ursbúskapur útgáfuferlisins rak-
inn. Þar spilar flutningur timburs-
ins í pappírsmyllur og þaðan í
prentsmiðjur stórt hlutverk. Rann-
sóknin var gríðarlega umfangsmik-
il og tók til alls ferlisins, frá skóg-
arhöggi til endurvinnslu tíma-
ritanna og þeirrar orku sem notuð
var við prentunina.
Áhrif áburðar og vatnsveitu
Sune Linder, prófessor í fram-
leiðsluvistfræði við Sænska land-
búnaðarvísindaháskólann í Uppsöl-
um, skýrði frá niðurstöðum
samanburðarrannsókna í skóg-
rækt, þar sem prófað var að
stjórna bæði næringu og vatns-
magni. Sagði hann niðurstöðurnar
afar forvitnilegar, þar sem með
réttri beitingu næringar væri
mögulegt að fjórfalda vöxt trjáa,
hvort sem um er að ræða köld eða
heit svæði. Hægt væri að ná mjög
góðum árangri á jaðarsvæðum þar
sem áður hefði ekki verið talið
mögulegt að rækta með réttri beit-
ingu vatnsveitu og áburðar. „Vandi
skógræktarfólks á jaðarsvæðum
felst ekki í kulda eða veðurfari,
heldur í næringarinnihaldi jarð-
vegs. Þetta er allt hægt að leysa
með réttri beitingu áburðar.“
Linder tók undir orð Paul Jarvis
varðandi hlutverk trjáa sem milli-
stykkja. „Mín kynslóð skógarvist-
fræðinga var afar upptekin af lauf-
þykkninu og trjátoppunum og
hlutverki ljóstillífunar, en með
reynslunni erum við farin að stinga
nefinu frekar ofan í moldina, því
þar fer hin raunverulega binding
kolefna fram.“
Eldfjallajarðvegur
kjörinn til kolefnabindingar
Íslenskir fræðimenn tóku fyrir
íslensk skógræktar- og land-
græðslumálefni og meðal annars
kom fram að þrátt fyrir að næstum
helmingur jarðvegs Íslands væri
fokinn út á haf væri íslenskur eld-
fjallajarðvegur kjörinn til binding-
ar kolefna vegna eiginleika sinna.
Einnig kom fram að lúpína getur
minnkað kolefnisinnihald frjósams
jarðvegs, þar sem hún ryður frá
sér öðrum tegundum og opnar fyr-
ir losun kolefnis úr jarðvegi. Á
melum bindur hún hins vegar kol-
efni ágætlega, þar sem lítil gróð-
urþekja er þar fyrir.
Erlendir og innlendir vísindamenn ræddu um áhrif skóg-
ræktar á kolefnisbindingu og líffræðilegan fjölbreytileika
Trjágróður beinir kol-
efnum niður í jarðveg
Morgunblaðið/Þorkell
Prófessorarnir Tom Gower, Sune Linder og Paul Jarvis hlustuðu á nið-
urstöður íslenskra rannsókna á jarðvegi og skógræktarmálum.
ÓLAFUR K. Nielsen, fuglafræð-
ingur við Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, gagnrýndi í erindi sínu
óskipulagða skógrækt og eyðilegg-
ingu lífsvæða. Ólafur sagði nauð-
synlegt að vanda skipulagningu
skóræktar til að lágmarka röskun
hjá stofnum fugla sem lifa á opnum
svæðum. Hann tók dæmi um offar í
skógrækt þegar aðfluttar tegundir
voru, á miðri 20. öldinni, gróð-
ursettar á mikilvægum menningar-
og náttúruminjasvæðum eins og
Þingvöllum, Dimmuborgum og Ás-
byrgi.
Ólafur sagði einnig frá niður-
stöðum ICEWOODS verkefnisins
þar sem athuguð var tegundafjöl-
breytni og lífmassi fuglalífs þegar
heiðalendi var breytt í skóga. Þar
kom meðal annars fram að lífmassi
jókst í skógum og einnig fjöldi
para, en fjöldi tegunda þurfti frá að
hverfa, þar á meðal lóa, spói, stelk-
ur og óðinshani. Einnig fækkaði
rjúpu til muna þar sem skógar yxu
upp, en hún gæti þrifist í litlum
mæli meðfram skógsvæðum.
Hann sagði þó að aðrar tegundir
kæmu óðum í staðinn, tegundir sem
væru kærari skóglendi. Þar á með-
al voru auðnutittlingur, músarrind-
ill og glókollur, en glókollur er ný
tegund hér á landi. Einnig væru lík-
ur á að fleiri nýjar tegundir kæmu
til landsins ef skógar stækkuðu.
Ólafur sagðist ekki vera á móti end-
urnýjun skóga, en varaði við notk-
un innfluttra tegunda og hugs-
unarleysis í skógrækt.
Kapp er best
með forsjá
VILLA hefur fundist í landakorti
Landakortaútgáfu Máls og menn-
ingar af Snæfellsnesi. Vinstra megin
á kortinu eru gefnar upp rangar
breiddargráður, en þær eru réttar á
hægri rönd þess. Kortið er gefið út
árið 2000 og hefur ekki verið endur-
útgefið enn. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins lenti kajakræðari í
vandræðum vegna rangra upplýs-
inga og tók stefnu á haf út. Það kom
þó ekki að sök þar sem ávallt sást til
lands.
Að sögn Arnar Sigurðssonar hjá
landakortaútgáfu Máls og menning-
ar stendur til að gefa kortið út að
nýju, en ekki hefur orðið af því enn.
Hins vegar séu réttar upplýsingar
gefnar í kortabók útgáfunnar, sem
gefin er út árlega.
„Við höfðum fengið ábendingu um
þessa villu fyrir þó nokkru síðan og
hörmum að villan hafi komið upp.
Ákveðið var að ekki yrði gefin út
leiðrétting vegna villunnar að athug-
uðu máli,“ sagði Örn í samtali við
Morgunblaðið.
Röng breiddargráða gefin