Morgunblaðið - 10.08.2003, Side 22

Morgunblaðið - 10.08.2003, Side 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ VÍ verður ekki neitað að tískan er ákveðið tjáningarform. Sá klæða- burður og stíll, sem manneskja til- einkar sér, getur gefið ýmsar vís- bendingar um hana, samanber máltækið „fötin skapa manninn“. En maðurinn skapar líka fötin og það sem þau standa fyrir. Þegar Marlon Brando klæddist hvítum stuttermabol í kvikmyndinni A Streetcar Named Desire frá 1951 var það óþekkt að karl- menn klæddust slíkum bol á almannafæri. Brando í hlutverki Stanleys Kowalskis í þess- ari mynd, sem er gerð eftir þekktu leikriti Tennessees Williams, var hinsvegar ófeiminn við að koma fram í rifnum og svitastorknum bol. Myndin naut mikilla vin- sælda og breytti viðhorfi fólks til hvíta stutt- ermabolsins, sem áður þótti einungis vera undirfatnaður. Stuttu síðar lék Brando í annarri mynd, The Wild One, íklæddur hvítum stuttermabol, gallabuxum og leðurjakka. Vegna Brandos varð hvíti stuttermabolurinn að karlmann- legum klæðnaði og jafnframt búningi upp- reisnargjarnrar æsku á sjötta áratugnum. Hvíti stuttermabolurinn var orðinn að við- urkenndum klæðnaði á almannafæri. Á áratugnum sem fylgdi á eftir, þegar blómabörnin voru upp á sitt besta, þótti al- vanalegt að ganga um í stuttermabol. Þá fór að tíðkast að fólk gengi í bolum með áletrunum á, gjarnan pólitískum slagorðum. Þessi tíska naut þó ekki almannahylli fyrr en um tveimur áratugum síðar fyrir tilstilli bresks hönnuðar, Katherine Hamnett. „Stór orð á enn stærri bolum eru aðalmálið í sumar,“ lýsti breska blaðið Smash Hits yfir árið 1984. Hamnett kom bylgjunni af stað en hún samein- aði krafta tískunnar og hins skrifaða orðs. Slagorð hennar voru pólitísk á borð við „Ban Pollution“, „Heroin Free Zone“ og „Woldwide Nuclear Ban Now“, þar sem Hamnett lýsir andstöðu sinni við eiturlyf, mengun og kjarn- orkuvopn. Fræg er orðin mynd af Hamnett þar sem hún er að taka í höndina á þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, í ögrandi bol með áletruninni „58% Don’t Want Pershing“. Ekki sýna allir slagorðabolir jafnsamfélags- lega meðvitund og þeir sem Hamnett hannaði. Eftirapanirnar urðu margar og notfærðu plötufyrirtæki, stuttermabolaframleiðendur og fataverslanir sér þessa tísku út í ystu æstar. Hamnett gerði bol sem á stóð „Choose Life“ en í kjölfarið fylgdi önnur yfirlýsing frá plötufyr- irtæki: „Choose Wham!“. Á sama tíma naut hljómsveitin Frankie Goes to Hollywood vin- sælda fyrir lagið „Relax“ og um leið varð vin- sælt hjá þeim, sem meðvitaðir voru um tískuna, að vera í bolum sem á stóð „Frankie Says Relax“. Síðan þá hafa slagorðabolir af öllumstærðum og gerðum notið vinsælda.Bolurinn getur í raun virkað eins og veggfóður þar sem öll hjartans málefni fá leið út í heiminn. Stuttermabolir eru jafnframt í ódýrari kantinum og á færi allra að eignast þá. Með nýrri tækni er jafnvel hægt að búa til eigið slagorð með því að strauja heimagerða mynd á keyptan stuttermabol, sauma áletrun á bol eða jafnvel skrifa hana með fatatússi. Ekki eru allir stuttermabolir ódýrir því fleiri hönnuðir hafa tekið áróðurs- og slagorðabolina upp á sína arma. Breski hönnuðurinn John Galliano gerði bol með áletruninni „Who’s Afraid of John Galliano?“ og Stella McCartney, hönnuður og dóttir Pauls, gerði annan með glitrandi áletrun: „Rock Royalty“. Liv Tyler, dóttir Stevens úr rokksveitinni þekktu, Aerosmith, er ein þeirra sem sáust í slíkum bol. Hún er væntanlega ein af fáum sem áletrunin á við um í raun því hún er borin í heim rokkaðals- ins. Aðrir klæðast honum með von um að fá á sig glæstan blæ rokklífsins auk þess að fá ánægju útúr því að vita að þekktur hönnuður ber ábyrgð á flíkinni. Verslunin GK í Reykjavík hefur selt boli með íslenska skjaldarmerkinu á, sem nutu nokkurra vin- sælda. Nú hafa bæst í hópinn bolir, sem á stendur „Breiðholt“. Ekki er víst hvort allir sem klæðast bolunum eru sérstakir þjóðern- issinnar í sér eða stoltir Breiðhyltingar. Þarna kemur eitthvað annað til, sem flokkast undir margfræga duttlunga tískunnar. Spurningin um hvort að slagorðið á bolnum hafi persónulega merkingu fyrir þann sem honum klæðist kemur því oft upp. Ljóst er að ákveðið málefni getur verið í tísku. „Truth, Compassion, Tolerance“ stóð með rauðum stöfum á mörgum gulum bolum á meðan á heimsókn Kínaforseta, Jiangs Zemins, stóð í fyrrasumar. Margir hafa án efa klæðst bol- unum til að styðja málstað Falun Gong en ein- hverjir gætu hafa klæðst þeim til að gefa þá ímynd að viðkomandi sé opinn í hugsun og lýð- ræðissinni. Þessir bolir sáust ennfremur í gluggum tískuverslana, sem og á starfsfólki á börum í Reykjavík. Eftir að heimsókninni lauk og annað var tekið við skiptu hinir sömu um föt og voru komnir í annars konar boli enda er tískan fljót að breytast og mikilvægt að vera í núinu, eða helst á undan samferðafólki sínu. Andlit Che Guevara hefur einnig selt ófáastuttermabolina en ekki er víst að þeirsem skarta honum á bringunni þekki alla sögu hans. Ímynd hans býr hins vegar yfir þeim gildum, sem ungmenni vilja láta tengja sig við, á borð við byltingu og uppreisn. Eftir 11. september 2001 hafa pólitísk slag- orð orðið algengari á stuttermabolum en á ár- unum fyrir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin. Friðarslagorð á borð við „Peace on Earth“ og „Give Peace a Chance“ prýddu boli hjá feðgum einum í Bandaríkjunum, sem fóru í mótmæla- göngu í vetur í bandarískri verslunarmiðstöð. Öryggisverðir báðu þá vinsamlegast að fara úr bolunum, þetta væri einkalóð og eigendurnir vildu ekkert með þá hafa. Sonurinn hlýddi þeim en faðirinn, sem er lögfræðingur, neitaði og var kærður fyrir vikið. FDNY, slökkvilið New York-borgar, fékkeinnig nýja merkingu eftir hryðju-verkaárásirnar. Þá var borgarstjóri borgarinnar, Rudy Giuliani, iðulega merktur slökkviliðinu á einhvern hátt þegar hann ávarpaði almenning. Bolir frá slökkviliðinu seldust vel og stóðu bolirnir ekki lengur aðeins fyrir skammstöfunina FDNY heldur líka fyrir áræði, reiði, sorg, styrk og samstöðu. Á sýningu á D&G-fatalínu Dolce og Gabbana í Mílanó á tískunni fyrir næsta haust og vetur komu sýningarstúlkurnar fram í bolum sem á stóð „Pace“, eða friður. Þetta er eitt dæmi um hvernig hönnuðir hafa tileinkað sér slag- orðatískuna. Góð skilaboð en öruggt er að sá friður kostar skildinginn. Gay Pride-ganga var farin í Reykjavík um helgina og voru af því tilefni seldir bolir til minningar um daginn og stuðnings samkyn- hneigðum. Vonandi er að sem flestir er klæðast bolnum styðji málefnið; þótt bolirnir séu fínir þarf meira að koma til. Slagorð tískunnar HÖNNUÐURINN Katherine Hamnett hitti forsætisráð- herra sinn klædd bol með ögrandi yfirlýsingu. AF LISTUM Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur SÉRSTAKUR bolur var hannaður fyrir Gay Pride-gönguna í Reykja- vík. FRIÐARBOÐSKAPUR frá ítölsku hönnuðunum Dolce og Gabbana á sýn- ingarpöllum Mílanó. ÞAÐ stendur ekkert á bolnum hjá Brando en hann hafði samt mikil áhrif. ingarun@mbl.is SUMARTÓNLEIKAR í Listasafni Sigurjóns eru nú haldnir í fimmtánda sinn og segir Hlíf Sigurjónsdóttir, sem er í forsvari fyrir tónleikana, að í ár hafi aðstandendur þeirra langað til þess að breyta út frá þeirri hefð að hafa tón- leikana með viku millibili á þriðjudögum. En hvað kom til að Listasafn Sigurjóns stofn- aði til árlegra sumartónleika? „Tilgangur sumartón- leikanna var frá upphafi að nýta til fullnustu þá aðstöðu sem er hér í safninu. Ég ólst upp á þessum stað og á allar mínar minningar héðan. Það var hér sem ég horfði á föður minn vinna. En safnið er fyrst og fremst menningarsetur. Við systkinin fórum öll í tónlist og pabbi átti sér uppáhaldsverk, þannig að það hefur alltaf verið tónlist í húsinu. Tónlist og myndlist eru al- þjóðlegar listgreinar og það er mikilvægt fyrir listamenn að vera í tengslum við það sem er að gerast annars staðar í heim- inum. Eins og sagt er: Heimskur er sá er heima situr. En fólk á ekki alltaf heiman- gengt og þess vegna er nauð- synlegt að fá erlenda lista- menn hingað til þess að frjóvga farveginn. Þess vegna fáum við á hverju ári góða gesti til liðs við okkur á sumartón- leikana. Í litlu þjóðfélagi, eins og okkar, á tónleikahald það til að verða dálítið einsleitt og það er svo mikilvægt að hitta tón- listarmenn frá öðrum menn- ingarstöðum, þótt ekki sé nema til þess að endurskoða eigin stefnu. Mér finnst menn- ingin vera það sem getur bjargað vestrænu samfélagi. Í menningunni felst mannauður, en vegna þess að hann er á staðnum er oft horft framhjá því hversu mikilvægur hann er. En mér finnst alltaf gaman að taka á móti gestum eins og þeim sem leika með mér á sumartónleikunum núna. Þeir eru að sjá allt í fyrsta skipti og það er svo yndislegt að upplifa þennan stað aftur í fyrsta sinn með þeim. Þegar ég var yngri hugsaði ég oft með öfund til pabba fyrir það að geta sótt sér innblástur í umhverfið. Tónlistarmenn verða hins vegar að sækja inn- blástur hver í annan. Tónlistin er list augnabliksins sem er að líða. En það hefur aldrei verið eins mikið framboð af tónlist og í dag; alls konar tónlist, og stundum óttast ég að fólk gleymi hreinlega hvernig það er að fara á tónleika.“ Náið samband milli flytjenda og áheyrenda Píanótríó í Es-dúr og Píanó- kvintett í A-dúr (Silunga- kvintettinn) eru á efnisskránni í dag, sunnudaginn 10. ágúst, klukkan 17.30. Á öðrum tón- leikum sumartónleikanna, þriðjudaginn 12. ágúst, klukk- an 20.30, verða svo leikin verk eftir Jónas Tómasson, Shost- akovich, Paul Shoenfeld og Benjamin Britten. Gestir á tónleikunum eru pí- anóleikarinn Adrienne Kim og sellóleikarinn Robert La Rue. Hvernig hentar salurinn til tónleikahalds? „Mér hefur orðið ljósara með árunum að þessi salur er einstakur til tónlistarflutnings. Hér er ekki bara tónlist, held- ur er salurinn fullur af lista- verkum. Hann er fremur lítill svo það myndast náið samband milli flytjenda og áheyrenda. Safnið er sjálfseignarstofnun sem móðir mín gaf Íslending- um til þess að almenningur gæti upplifað verk listamanns- ins og þeir sem koma á tón- leika hér fá mikið bæði fyrir augu og eyru. Auk þess sem er að sjá hér innanhúss er um- hverfi safnsins óviðjafnanlegt. Það er einstök stemmning fólgin í því að koma út í kvöld- kyrrðina eftir tónleika, standa nánast í fjöruborðinu og horfa á sólarlagið. Það gerist oft að hingað á safnið koma útlendingar sem verða agndofa yfir verkum þeim sem hér er að finna en við söknum þess að Íslendingar skuli ekki koma líka og verða agndofa.“ Nú leikið þið Schubert-efn- isskrá á sunnudaginn. Hvers vegna bara Schubert? „Tónlist hans er kammer- músík sem passar við þennan sal. Við leikum til dæmis Sil- ungakvintettinn sem mér finnst alltaf tengjast þessum stað, vegna þess að pabbi veiddi lax og silung í net hérna við húsið. Sjálf held ég mjög mikið upp á þessa tónlist og ekki er ónýtt að til þess að leika Silungakvintettinn höf- um við fengið til liðs við okkur Guðrúnu Þórarinsdóttur víólu- leikara og Þóri Jóhannsson bassaleikara. Silungakvintett- inn var líka tímamótaverk því þar var í fyrsta sinn samið fyr- ir hljóðfæraskipanina píanó og fjögur strokhljóðfæri – og kontrabassinn gegnir mikil- vægu hlutverki. Þetta er eitt vinsælasta kammerverk Schu- berts með syngjandi laglínum og léttleika.“ Hljóðfæraleikarar eru miðlarar „Við ákváðum að hafa efnis- skrána á þriðjudaginn mjög fjölbreytta. Á henni vildum við hafa íslensk og amerísk tón- skáld, en svo var ýmsilegt fleira sem okkur langaði til þess að leika og enduðum á því að bregða upp sýnishorni af tónskáldum fjögurra menning- arsamfélaga, Jónas Tómasson, Dmitri Shostakovich, Paul Shoenfeld og Benjamin Britt- en. Sem hljóðfæraleikarar er- um við alltaf miðlarar; við er- um aldrei höfundar en það, hvernig við miðlum tónlistinni, getur skipt sköpum fyrir það hvernig fólk kynnist höfund- unum.“ Hvar komstu í kynni við tónlistarmennina frá Banda- ríkjunum sem leika með þér? „Ég hélt aftur í framhalds- nám til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum, hjá fiðluleik- ara sem hafði svör við öllum mínum spurningum. Ég var í tímum hjá honum í þrjú ár og kynntist þá auðvitað fjölmörg- um öðrum tónlistarmönnum. Og, eins og gerist, tekur maður ástfóstri við suma vegna þess að þeir hugsa eins. Það gerðist í okkar tilfelli.“ Schubert og fjórir menningarheimar Á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar leikur Hlíf Sigurjónsdóttir verk eftir Schubert, Jónas Tóm- asson, Shostakovich, Shoenfeld og Britten, ásamt sellóleikaranum Robert La Rue og píanóleikaranum Adrienne Kim. Hlíf sagði Súsönnu Svavarsdóttur frá tilurð tónleikanna og starfsemi safnsins. Morgunblaðið/Þorkell Robert La Rue, Adrienne Kim, Þórir Jóhannsson, Hlíf Sig- urjónsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.