Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is ÞEIR skjóta víða upp kollinum, ferðamennirnir, eins og sést á þess- ari mynd, þar sem ferðamaður horfir til hafs á Borgarfirði eystri á dögunum. Ytri tindur Dyrfjalla gnæfir upp undir skýjaþykknið, sem hefur verið nokkuð þaulsætið á þessum slóðum undanfarið. Haft er fyrir satt að Borgfirðingar og Héraðsmenn deili gjarnan um hvorir búi bakdyramegin og hvorir framan við Dyrfjöllin eins og sagt er, en það mun hafa úrslitaþýðingu hvað varðar gáfnafar og almennt atgervi manna, að kunnugra sögn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ferðamenn skjóta upp kollinum Borgarfjörður eystri. Morgunblaðið. FRANZ Fischler, æðsti maður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í fiskveiði- og landbúnaðar- málum, heldur erindi um sjávarút- vegsstefnu ESB og opnar með formlegum hætti miðstöð Evrópu- upplýsinga við Háskólann í Reykja- vík í húsakynnum háskólans kl. 16 í dag. Heimsókn Fishlers er fyrsta heimsókn fulltrúa framkvæmda- stjórnar ESB hingað í sex ár. Einar Páll Tamimi, forstöðumað- ur Evrópuréttarstofnunar HR, segir heimsókn Fischlers mikinn hvalreka fyrir Íslendinga. „Ekki síst vegna þess að miklar breytingar hafa verið gerðar og reyndar frekari breyting- ar boðaðar á sjávarútvegsstefnu sambandsins,“ segir hann og gerir ráð fyrir íslenskum „vinkli“ í erindi Fischlers um sjávarútvegsstefnu ESB. Að loknu erindinu svarar Fischler spurningum áheyrenda. „Miðað við að í nýlegri Gallup-könnun taldi um helmingur þjóðarinnar sjávarútveg- inn helsta ljónið í veginum fyrir Evr- ópusambandsaðild á spurningunum væntanlega eftir að rigna yfir Fischl- er,“ segir Einar Páll. Miðstöð Evrópuupplýsinga við Háskólann í Reykjavík þjónar ekki aðeins nemendum við þann háskóla heldur nemendum allra skóla, fræði- mönnum, stjórnmálamönnum, starfsmönnum stjórnsýslunnar, fólki úr atvinnulífinu og almenningi. Franz Fischler á Íslandi  Evrópuumræðan/18 VEGAGERÐIN er langt komin í undirbúningi framkvæmda á nýjum vegarkafla um Svínahraun milli Litlu kaffistofunnar og Hveradala- brekku. Um er að ræða 2,7 km lang- an kafla sem mun stytta Suðurlands- veg milli Reykjavíkur og Hvera- gerðis um einn kílómetra. Mun verkið að öllum líkindum verða boðið út í næsta mánuði en búist er við að það geti kostað 150–200 milljónir króna. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að hér sé um gamla hugmynd að ræða sem allt stefni í að verði nú að veruleika. Auk styttingar á Suð- urlandsvegi sé markmiðið að draga úr þeirri slysahættu sem hefur verið í allkrappri beygju við Þrengsla- vegamótin í Svínahrauni. Búist er við að verklok verði haustið 2004. Þarf ekki að fara í umhverfismat Að sögn Jónasar hefur Skipulags- stofnun komist að þeirri niðurstöðu að vegarkaflinn þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Einnig samrýmist hann aðalskipulagi sveit- arfélagsins Ölfuss. Framkvæmdin hefur einnig verið kynnt helstu um- sagnaraðilum. Hún hefur það m.a. í för með sér að upp Draugahlíðar- brekkuna fyrir ofan Litlu kaffistof- una verður bætt við akrein til aust- urs, Þrengslavegamótin færast nær þessari brekku og frá þeim stað að Hveradalabrekku verða þrjár ak- reinar, þar af tvær í átt til Reykja- víkur. Í Hveradalabrekkunni skipt- ast akreinarnar á ný og tvær verða til austurs.                                    Nýr vegur lagður um hluta Svínahrauns Styttir Suð- urlandsveg um einn kílómetra HÓPUR á vegum Íslensku menntasamtakanna hefur starfað í sumar við að skipuleggja nýjar kennsluaðferðir í stærðfræðikennslu fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og stendur til að bjóða skólum að nota kennsluefnið í vetur. Hin- ar nýju aðferðir felast í því að kennsluefnið verður í formi stuttra bæklinga sem taka ákveðna þætti stærðfræðinnar fyrir í stað þess að hafa allt efnið í einni bók eins og verið hefur. Yfirferð í náminu er líka með öðrum hætti, nemendur fara ekki allir yfir námsefnið á sama hraða heldur fer hver nemandi yfir efnið á þeim hraða sem honum hentar og klárar jafnmarga bæklinga og hann ræður við. Þannig fara slakari nemendur yfir færri bæklinga en betri nem- endur yfir fleiri auk þess sem þeir fá erfiðari dæmi sem hugsuð eru til þess að ögra þeim og koma í veg fyrir að þeim leiðist. Hlutverk kenn- arans breytist nokkuð fyrir vikið, í stað hinnar nemendum en þær eru í samræmi við hugmynd- ir dr. Howards Gardners,“ segir Ingvar en Gardner er upphafsmaður kenninga um fjöl- greind og ólík greindarsvið. Tilhögun prófa breytt Ingvar segir prófatilhögun samkvæmt hinni nýju aðferð vera með nokkuð öðrum hætti en tíðkast hefur, prófað er bæði fyrir og eftir yf- irferð námsefnisins og einkunnir sundurliðaðar þannig að í stað þess að fá eina einkunn fyrir stærðfræði fá nemendur nokkrar einkunnir, t.d fyrir tölfræði, rúmfræði og algebru. Ingvar seg- ir að nemendur geti þannig séð á hvaða sviðum þeir þurfa að bæta sig. Bæklingarnir eru unnir upp úr því námsefni sem námsskráin kveður á um að kenna eigi í grunnskólum, þannig að breytingin felst eink- um í nýjum aðferðum en ekki nýju námsefni. klassísku yfirferðar yfir námið aðstoðar kenn- arinn hvern og einn nemanda og hjálpar honum að gera námsáætlanir. Dr. Sunita Gandhi, framkvæmdastjóri Ís- lensku menntasamtakanna, leiðir hópinn en tíu manns vinna að verkefninu og lögð var áhersla á að fá ungt fólk til að koma að verkinu. Hópurinn samanstendur af stærðfræði-, verkfræði- og eðlisfræðinemendum og nemendum í kennslu- fræði á aldrinum 20–27 ára. Ingvar Sigurjónsson, stærðfræðinemi við Há- skóla Íslands, er einn þeirra sem vinna að gerð kennsluefnisins fyrir grunnskólana. Hann segir að lögð sé áhersla á að kennsluefnið nái til nem- enda. „Í bæklingunum verður lögð áhersla á að setja námsefnið fram bæði í texta og með mynd- rænum hætti. Í leiðbeiningum fyrir kennara er að finna hugmyndir um fleiri leiðir sem kenn- arinn getur notað við að útskýra námsefnið fyrir Undirbúa nýjar kennslu- aðferðir í stærðfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.