Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIRNA Lind verður fjögurra ára í haust og hefur verið á leikskólanum Ásum í tvö ár eða allt frá stofnun. Hún er hreyfihömluð og fær styrkt- arþjálfun og teygjur í skólanum auk annarrar þjálfunar utan skólans. For- eldrar Birnu, þau Nína Sif Gilsfjörð og Björn Hansson, segja að aldrei hafi staðið annað til en að hún færi í venjulegan leikskóla þrátt fyrir fötl- unina þegar hún næði aldri. „Þetta er hennar hverfisskóli,“ segir Nína. „Við eigum tvö börn og þau eru bæði í skólanum en þegar við sóttum um fyrir Birnu þá vissum við ekki hvað Hjallastefna var eða hvernig skólinn yrði rekinn.“ „Við höfðum aðeins heyrt af Mar- gréti Pálu en lítið um stefnuna,“ segir Björn. „Það sem við heyrðum var bæði jákvætt og neikvætt og að- allega frá fólki sem þekkti ekkert til.“ „Svo voru aðrir sem höfðu verið með börnin sín á Hjalla og voru mjög ánægðir,“ segir Nína. „Þegar við svo höfðum kynnt okkur Hjallastefnuna og lesið um hana sáum við að hún er um margt skynsamleg.“ Fellur vel inn í hópinn „Í upphafi var val um hvort for- eldrar vildu hafa börnin í kynskiptum kjarna og við sóttum um kynskiptan kjarna fyrir Birnu,“ segir Björn. „Við gerðum það vegna þess að við töldum það henta henni betur,“ segir Nína. „Hún var ekki farin að ganga og jafnvægisskynið var ekki nógu gott og það er mun rólegra í stelpukjarnanum. Það er tvennt ólíkt að koma inn í stelpukjarna og strákakjarna og mikill munur á. Birnu gengur mjög vel hérna og fell- ur vel inn í hópinn. Hleypur um og leikur sér þrátt fyrir spelkuna og fylgir krökkunum. Henni hefur ekki verið hlíft og allir koma fram við hana eins og hún sé eðlilegt barn, sem hún reyndar er. Reyndar finnst mér kennararnir og börnin ekki líta á hana sem fatlaðan einstakling. Hún er bara hún og þannig á það að vera.“ Fá leikföng Þau viðurkenna að í byrjun hafi þeim komi á óvart hvað lítið var af leikföngum í skólanum og allir vegg- ir hvítir. „En þetta þroskar börnin,“ segir Björn. „Engin áreiti, allt er búið til. Verslað með ósýnilegar vörur og ef þau fá teppi og kodda þá er kom- inn dýragarður.“ „Það er svo mikið gert fyrir þau og stöðugt verið að efla ímyndunar- aflið,“ segir Nína. „Ég held að þau sakni ekki leikfanganna sem þau eiga reyndar nóg af heima. Eins er það með afmælin. Hér er ekki keppni um hver kemur með flott- ustu kökuna eða mesta snakkið og sælgætið. Sá sem á afmæli fær að taka þátt í að baka köku, sem boðið er uppá í kjarnanum. Svo eru þau tolleruð og ýmislegt annað gert fyrir þau á afmælisdaginn. Þetta er mjög þægilegt fyrir foreldrana því það hafa ekki allir efni á að koma til dæmis með íspinna fyrir alla.“ „Og svo baka þau fyrir foreldra- fundina og það finnst þeim mjög spennandi,“ segir Björn. „Það er ábyggilega ekki algengt og líka það að hér ríkir jafnræði,“ segir Nína. „Allir fá það sama og enginn er útundan. Ef boðið er heim í afmæli þá er öllum boðið en ekki nokkrum úr kjarnanum.“ Ekkert þras Þau segja að Birna sé mjög ánægð með skólann sinn og liggi á að koma sér af stað á morgnana. „Hennar bestu vinkonur eru í skól- anum og stundum liggur svo mikið á að hún gleymir að kveðja. Reyndar á það sama við um yngri bróður hennar sem er líka í skólanum,“ seg- ir Nína. „Svo er annað sem við erum ánægð með og það er skólabúning- urinn. Jogging-flísbuxur, jakki og bolur merkt þeim með nafni. Það er svo mikill munur að klæða börnin á morgnana. Ekkert þras um í hvað þau eigi að fara og þetta er ódýr og góður fatnaður. Þetta er eins og að vera saman í liði.“ Nína og Björn eru sammála um að það sé reynsla að fara með barn- ið sitt á leikskóla. „Þau fara að þroskast frá manni og læra að standa á eigin fótum,“ segir Nína. Gott starfsfók „Það sem okkur finnst skipta miklu máli er að starfsfólkið er mjög hæft og vinalegt,“ segir Björn. „Það er gott að koma með börnin á morgnana og eins að sækja þau á kvöldin. Það eru allir svo ánægðir og glaðir og maður fær alltaf hlýjar móttökur. Hér er ekkert arg og garg. Ég skil ekki hvernig leikskólakenn- arinn fer að þessu en strákurinn sit- ur alveg kyrr við matborðið með hendur í skauti og bíður eftir matn- um. Þegar hann var minni vildi hann helst vera uppi á borðinu og út um allt þegar hann var að borða. Núna gengur hann frá eftir sig og hengir upp fötin.“ Björn Hansson með Björn Gabríel og Birna Lind í fangi Nínu Sifjar Gilsfjörð. Læra að standa á eigin fótum strákar vilja fá að ærslast með há- vaða og látum en stúlkur vilja oft meiri frið í sínum leikjum. Svo kjósa þau sér líka oftast leikfélaga af sama kyni og þann vilja ber að virða rétt eins og saumaklúbbana og Kiwanisklúbbana hjá okkur full- orðnum,“ segir Margrét Pála. „Stelpur og strákar þroska líka ólíka hæfni á ólíkum aldri og við verðum að gefa báðum kynjunum tækifæri til að vera á eigin forsend- um.“ Uppbótarvinna er mikilvægt hugtak í Hjallastefnunni því ekki á einungis að leyfa kynjunum að vera í friði á sínum forsendum, heldur er markmiðið líka að hamla gegn ein- hæfum kynhlutverkum. Í uppbótar- vinnunni felst að veita stúlkum sér- staka þjálfun á þeim sviðum sem þær hafa ekki fengið neina hvatn- ingu á sökum kynferðis. „Yfirleitt teljum við að það sé einstaklings- bundin hæfni sem þær hafa verið sviknar um,“ segir Margrét Pála. „Stúlkur fá ekki mikla þjálfun í að styrkja sjálfstraustið eða sjálfstæð- ið, sýna frumkvæði, kjark eða kraft og láta heyra í sér. Þessir eiginleik- ar eru heldur ekki innbyggðir í þeirra leiki þannig að við teljum að okkur beri að veita þeim sérstaka uppbót og leggja sérstaka áherslu á þessa þætti í uppeldi stúlkna. Strákar fá auðvitað þessa þjálfun líka en þarna eru þeir ekki veikir á svellinu. Enda er kraftur, hávaði, kjarkur og sjálfstæði innbyggt í strákaleikina. Það sem drengir hafa verið sviknir um í krafti kynferðis eru miklu frekar félagsleg eigindi og eiginleikar. Góð hegðun, nálægð og umhyggja fyrir öðrum, að annast um aðra og vera nærandi, elskuleg- ir og blíðir. Allt eru þetta þættir sem ekki eru taldir karlmannlegir en stúlkur æfa endalaust í sínum leikjum.“ Nudda tær og fætur Í kynningarmyndbandi um Hjalla frá 1991, sem gefið var út á íslensku, ensku og Norðurlanda- málum að tilhlutan danskra aðila með styrk frá Norrænu ráðherra- nefndinni, eru drengirnir í fótabaði að nudda hvorn annan bæði tær og fótleggi og spjalla rólega saman. Stelpurnar aftur á móti hoppa öskrandi ofan af boðrum og hlaupa berfættar út í snjókast og baða sig í framan upp úr köldum snjó áður en þær hlaupa inn. „Margir uppeldis- fræðingar supu hveljur yfir þessu og gera enn,“ segir Margrét Pála. „Þarna völdum við að sýna óhefð- bundna mynd af kynjunum til að knýja á um viðbrögð en á þessum tíma ríkti algjört áhugaleysi og þögn varðandi jafnréttisbaráttuna í skólakerfinu og viðbrögð létu sem sagt ekki á sér standa. Margir voru stórhrifnir en öðrum ofbauð gjör- samlega!“ Agi og bein þjálfun Um aðra þætti Hjallastefnunnar segir hún að ein af meginreglum stefnunnar sé agi og bein þjálfun í hegðun sem við teljum að sé undir- staðan að friðsamlegri sambúð manna í milli. Þjálfunin miðast við að allir hafi taumhald á sjálfum sér og okkar reynsla er sú að drengir þurfi einfalda og beina þjálfun en stúlkur þurfi fremur að aga sig frá nöldurtóni og kvarti. Öll börn þurfa síðan skýr fyrirmæli sem þau virði og fara eftir og sem dæmi nefnir hún að á gólfunum eru pílur sem sýna hvoru megin þau eiga að ganga eftir ganginum. Allur bún- aður er einfaldur og veggir auðir nema þar sem töflum er komið fyrir og þar hanga myndir barnanna svona dags daglega en þegar um skólasýningar er að ræða þá er öllu tjaldað til. Samskiptin og nálægðin aðal- atriðið „Við erum ekki með hefðbundin leikföng en þess í stað eru hér tré- kubbar, heimagerður leir, pappír, trélitir, svampur af öllum stærðum, borð og stólar eða með öðrum orð- um allt sem hægt er að nota hvernig sem er og örvar ímyndunaraflið,“ segir hún. „Með öðrum orðum allt sem ekki hefur fyrirfram úthugsaða lausn eða leikföng með kynbundna skírskotun. Börnin ákveða sjálf hvernig þau nota hlutina og láta hugmyndaflugið ráða. Það er merkilegt að sjá hvernig ein dýna getur ýmist orðið að hafnfirskum báti úti á rúmsjó og áhöfnin við veiðar eða þá sófi, eldavél eða fim- leikasalur. Leikfangaleysið hefur þótt óvenjulegt og ég hef verið spurð hvort ég sé á móti leikföngum en það er langt í frá. Ég byrjaði á þessu vegna reynslu minnar af því að vinna með börn. Þegar ég kom í leikskóla sem var óvenjulega ríku- lega búinn af leikföngum tók ég eft- ir því að samskipti barnanna voru lakari en ég átti að venjast frá mín- um gamla skóla sem ekkert átti. Þau entust skemur við leikföngin en börnin sem höfðu lítið sem ekk- ert af slíkum varningi. Ég skildi ekkert í þessu og fór að gera til- raunir með að plokka í burtu leik- föng. Með hverri körfu sem hvarf batnaði ástandið og þegar nær ekk- ert var eftir þá var fyrst gaman. Að- alatriðið voru samskiptin og ná- lægðin við vini og vinkonur og allt fór að snúast um hlutverkaleik. Börnin voru farið að endast við leik- ina í stað þess að púsla í fimm mín- útur og hlaupa svo til og hella úr kubbakörfunni. Ég sá líka eftir á þegar ég var búin að taka leikföngin frá og gera daginn betri fyrir mig og þessi 20 börn sem voru á minni deild, að öll þessi leikföng sem boð- ið var upp á eru leikföng sem börnin eiga heima. Íslensk börn eiga mjög góð einkaheimili og ég vil að leik- skólinn bjóði þeim upp á eitthvað annað. Ég er viss um að fyrstu bar- áttukonurnar í fóstrustéttinni væru mér sammála nú þegar þessi of- gnótt af leikföngum eru komin inn á heimilin.“ Spinna sögur Margrét Pála segist ganga svo langt að skólarnir safna ekki bók- um. Þess í stað spinna börnin sínar eigin sögur og semja. „Við eigum nokkrar bækur en fyrst og fremst eru það börnin sem gera sínar bæk- ur og við segjum sögur og teljum mikilvægt að varðveita og þróa munnlega hefð til að miðla sögum,“ segir hún. „Auk þess viljum við enga hluti milli okkar og barnanna. Ef ég sit með bók þá er ég að lesa upp úr bókinni þegar ég vil miklu frekar ná beinu sambandi við börn- in. En ef okkur langar að kíkja í bækur þá koma þau með þær að heiman eða við förum á bókasafnið. Þannig að það er margt sem við veljum að gera öðruvísi en aðrir skólar án þess að hægt sé að lýsa því í einni setningu.“ Eftir eigin sannfæringu Hugurinn leitar til frumkvöðl- anna í fóstrustéttinni, þeirra Þór- hildar Ólafsdótturí Laufásborg, Ídu Ingólfsdóttur í Steinahlíð og Bryn- dísar Zoëga í Drafnarborg, sem hver um sig beitti eigin uppeldis- aðferð. „Ég held að Hjallastefnan hjá okkur sé í raun svipuð og þær stóðu að með sína skóla,“ segir Margrét Pála. „Það brautryðjenda- starf sem þessar hugsjóna- og bar- áttukonur unnu byggði á trú þeirra á mikilvægi leikskólaáranna og kjarki þeirra til að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir mótbyr og oft um- deildar lausnir. Og þær fóru svo sannarlega ekki allar sömu braut- ina. Hver um sig hlustaði á sína innri rödd og fór eftir eigin sann- færingu. Við trúum líka á okkar sannfæringu um jafnréttisuppeldi og þær hjallísku leiðir sem við höf- um valið en ætlumst alls ekki til að þær henti öllum. Megi fjölbreyti- leikinn dafna og blómstra þar eins og annars staðar. Hins vegar telj- um við þær bestar fyrir okkur og okkar lífsskoðanir til að standa undir gríðarlegri ábyrgð okkar sem síst minnkar nú þegar flest börn eru hjá okkur í átta til níu tíma á dag.“ Enginn gjaldi fyrir kyn sitt Hluti af meistaragráðu Mar- grétar Pálu frá Kennaraháskóla Ís- lands, fjallaði um gengi fyrrum Hjallabarna í grunnskóla. Lagt var mat á gengi 120 Hjallabarna og var samanburðarhópurinn jafnstór en hann kom víða að úr Hafnarfirði. „Heildarniðurstaðan var að Hjalla- börnin pluma sig hvergi ver en önn- ur börn,“ segir Margrét Pála. „Með öðrum orðum, aðferðin er ekki skaðleg að neinu leyti. Eitt mældist þó öðruvísi hjá Hjallabörnunum en samanburðarbörnunum. Að mati kennaranna virtust Hjallabörnin ófeimnari og öruggari í samskiptum við hitt kynið. Og þá komum við að einu af uppáhalds hugtökum mínu í Hjallastefnunni sem er að þessar lögskipuðu samvistir kynjanna í leik- og grunnskóla eru ekki að færa okkur jákvæðni í viðhorfum milli stúlkna og drengja eða raun- verulegt jafnrétti kynja. Þvert á móti kennir þetta okkur að með kynjaskiptingunni hefur markmið Hjallastefnunnar náðst! Markmið okkar er nefnilega ekki kynjaskipt- ing heldur kynjablöndun þar sem allir geta mæst, verið saman og unnið saman og enginn þarf að gjalda fyrir kyn sitt.“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.