Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                   ! "  #  !#  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAGT hefur verið á síðari árum að einkavæðing væri allra meina bót fyrir ríkisfyrirtæki. Hún ætti að spara fé og sér í lagi bæta alla þjónustu. Um þetta hef ég haft vægast sagt nokkrar efasemdir. Þær hafa verið stað- festar sem um munar varðandi Íslandspóst hf. Mjög mikillar óánægju gætir varð- andi þjónustu nefnds fyrirtækis hér í hverfinu. Þessi hverfi, þ.e. Efra- og Neðra-Breiðholt, höfðu áður póstþjónustu í litlu pósthúsi í Mjóddinni. Var þar allviðunandi þjónusta. Nú hefur þar orðið breyting á. Póstafgreiðslunni hef- ur verið komið fyrir í Nettó. Þar hefur henni verið komið fyrir í bás u.þ.b. 15 m² stórum og fer af- greiðslan fram þar ásamt af- greiðslu á vömm í svokölluðum hraðkaupum. Þar eru afgreiddar ýmsar vörur svo sem sælgæti, gos- drykkir og margvíslegt fleira. Fyrir u.þ.b. mánuði varð und- irritaður fyrir því, er hann þurfti að koma áríðandi bréfi til útlanda í póst, að vera vísað með þjósti í hraðkaupabiðröðina hjá Nettó þar sem 10 til 15 manns biðu þess að vera afgreiddir. Ég verð að segja að mér brá svo við þennan fáránleika að ég brást ókvæða við og spurði afgreiðslu- stúlkuna hvort þyrfti virkilega að fara að standa í biðröð fyrir smokka og kók til að afgreiða eitt bréf. Henti ég bréfinu á borðið og spurði hana hvort hún vildi gjöra svo vel og afgreiða mig strax, þar sem hún stæði bara þarna og væri ekkert að gera. Varð hún við því með semingi við illar augnagotur hraðkaupafólks. Ég spurði hana síðan hver væri yfirmaður hennar og kvað hún hann vera staðsettan í Grensási. Umbeðin lét hún mig síðan hafa símanúmer yfirboðara þessa. Bréfinu kastaði hún síðan hirðuleysislega (vonandi frí- merktu) í einhverja körfu undir af- greiðsluborðinu. Heimkominn náði ég sambandi við yfirmanninn og sagði honum mínar farir ekki sléttar. Varð hann við kurteislega og sagði mér að þetta væri nú bara svona og hann bæri ekki ábyrgð á þessu heldur einhver H.J. sem stæði fyrir þessari hag- ræðingu og annarri annars staðar í bænum. Ég ákvað að bíða um sinn og reyna síðan að fá samband við þennan Hörð Jónsson, hagræðing- arstjóra hjá Íslandspósti hf. Tveimur dögum seinna gekk ég í gegnum Nettó og sá þá að nokkur breyting hafði orðið á. Komnar voru í básinn ýmsar græjur sem tilheyra póstþjónustu svo sem pakkningar fyrir bögglapóst, bréf- vog á borðið og alúðleg kona í ein- kennisjakka póstsins sem spurði mig hvort hún gæti gert eitthvað fyrir mig. Ég kvað svo ekki vera en sagði mig glaðan að sjá breyt- ingarnar; ég hefði verið búinn að kvarta yfir fyrirkomulagi því sem áður var. Hún sagði þá að auðvitað tæki fyrirtækið mark á ábending- um viðskiptavina. Kvöddumst við með virktum og gekk ég á brott glaður í bragði og gerði ekkert meira í málinu nema þakka yf- irmanninum í Grensási fyrir um- bæturnar. Af því varð þó ekki enda var Adam ekki lengi í Paradís. Fyrir nokkru þurfti ég aftur að leita til póstsins og var þá aftur vísað í biðröð Nettó sem ég að sjálfsögðu neitaði. Kvaðst ég hafa haft sam- band við yfirmann staðarins og sýnst að búið væri að breyta skipulaginu og var ég þá afgreidd- ur með miklu fumi og kurteisi af þessari ágætu stúlku. Gekk ég svo burt án frekari orða. Nú ætlast ég ekki til nokkurrar sérþjónustu hjá þessari þjónustu- stofnun, en mér blöskrar þessi fyr- irlitning fyrir almenningi og nið- urlæging póstsins sem er einhver elsta samfélagsstofnun á Íslandi og reyndar í allri Evrópu. Ég trúi því ekki að óreyndu að fyrirtækið sjái ekki að sér í þessu máli og þar sem ég álít að almenn- ingur eigi ekki að láta sér nægja að nöldra heldur reyna að fá rétt- lætingu sinna mála eftir réttum leiðum hefi ég ákveðið að láta ekki við þetta sitja heldur leita annarra leiða. Ég hefi rætt við fjölda fólks um þetta og ávallt fengið þau svör að þetta sé óviðunandi ófremdar- ástand. Láti Íslandspóstur sér ekki segjast í þessu er augljóst að fyr- irtækið hefur algjöra fyrirlitningu á viðskiptavinum sínum og fer ein- göngu eftir amerísku klisjunni: „The bottom line of business is profit.“ Ég skora á alla þá sem óánægðir eru með „hagræðingar“ Íslands- pósts hf. að láta í sér heyra til fyr- irtækisins, gjarna til (ó)hagræð- ingarstjórans Harðar Jónssonar eða annarra yfirmanna. Þið megið gjarnan hafa sam- band við mig í síma: 694-9546 og getum við þá ráðið ráðum okkar. SIGURVALDI ÓLI INGVARSSON, Torfufelli 27, Reykjavík. (Ó)hagræðing hjá Íslandspósti hf. Frá Sigurvalda Óla Ingvarssyni VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.