Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 33
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 33
FILIPPUS var frá Bets-aída í Galíleu, og eflaustvinur Andrésar, Pétursog Sebedeusarsona, ogtrúlega – eins og þeir
flestir eða allir – lærisveinn Jó-
hannesar skírara, áður en gengið
var til fylgdar við Jesú. Hann var
af ættkvísl Sebúlon, að því er forn-
ar sagnir herma. Og fiskimaður
var hann, er sagt, kvæntur og átti
börn. Hann fékk kallið daginn eftir
að Andrés hafði leitt Pétur á fund
meistarans, og virðist í framhaldi
af því hafa leitt annan lærisveina-
hópinn, sem í voru auk hans Nat-
anael (Bartólómeus), Matteus og
Tómas.
Að nafnalistunum frátöldum
minnast samstofna guðspjöllin
ekkert frekar á þennan lærisvein,
svo að Jóhannesarguðspjall eitt
hefur þær upplýsingar að geyma,
sem varpa einhverju ljósi á hann.
Eftir köllunina hélt Filippus
rakleitt til Natanaels og sagði tíð-
indin og leiddi hann til Jesú.
Næst er frá honum greint í 6.
kafla guðspjallsins, í sambandi við
mettun fjöldans. Þar birtist Filipp-
us lesendum sem hinn raunsæi
maður, og á sama tíma dálítið úti á
þekju hvað snertir vald og getu
Jesú til að hafa áhrif á efnisheim-
inn. „Brauð fyrir tvö hundruð den-
ara nægðu þeim ekki, svo að hver
fengi lítið eitt,“ svarar hann þegar
Jesús spyr: „Hvar eigum vér að
kaupa brauð, að þessir menn fái að
eta?“
Í þriðja sinn er á Filippus
minnst að einhverju ráði í
tengslum við nokkra Grikki, sem
komu að máli við hann og kváðust
vilja sjá Jesú. Hann fer og leitar
ráða hjá Andrési, sem gengur í
málið. Ástæðan fyrir því, að menn-
irnir leituðu til Filippusar er talin
vera sú, að nafn hans var grískt að
uppruna, Phílippos, og e.t.v. kunni
hann það tungumál líka, og var
þannig tengiliður út fyrir.
Í fjórða og jafnframt síðasta
myndbrotinu virðist Filippus, eins
og áður, ekki alveg með á nót-
unum, frekar en hinir lærisvein-
arnir, en munurinn er sá, að hann
er ekkert að fela það. Í aðdragand-
anum segir Jesús við Tómas:
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Enginn kemur til föðurins, nema fyrir
mig. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér
og þekkja föður minn. Héðan af þekkið
þér hann og hafið séð hann.“ Filippus
segir við hann: „Herra, sýn þú oss föð-
urinn. Það nægir oss.“ Jesús svaraði:
„Ég hef verið með yður allan þennan
tíma, og þú þekkir mig ekki, Filippus?
Sá sem hefur séð mig, hefur séð föð-
urinn. Hvernig segir þú þá: „Sýn þú oss
föðurinn“? Trúir þú ekki, að ég er í föð-
urnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég
segi við yður, tala ég ekki af sjálfum
mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín
verk.“
Flestir munu á því, að í Nýja
testamentinu glitti síðast í Filippus
undir nafni í Postulasögunni, 1.
kafla og 13. versi. En í þeirri bók
kemur alnafni hans mikið við sögu
og jafnvel annar til, og það gerir
málið flókið. Sumir álíta raunar, að
erfitt sé að henda reiður á um
hvern þeirra er eiginlega verið að
fjalla á stundum. Og til eru þeir,
sem greina ekki þar á milli, heldur
sjá postulann í þeim öllum.
Helsta einkennistákn Filippusar
er krossstafur, eins og sést á
myndinni sem þessum pistli fylgir
og er eftir Georges de La Tour
(1593–1652), franskan barokklist-
málara. Einnig kross sem liggur á
hlið, og karfa með tveimur brauð-
hleifum.
Í bókinni Nöfn Íslendinga segir:
Nafnið [Filippus] kemur fyrir í Sturl-
ungu á 13. öld og fornbréfum frá því á
14. öld. Í manntali 1703 báru 25 karlar
nafnið, þar af 11 í Rang[árvallasýslu].
Árið 1910 voru nafnberar 33, þar af 12 í
Rang[árvallasýslu]. Í þjóðskrá 1989
báru 19 karlar nafnið.
Það hefur verið notað á Norðurlöndum
síðan á 12. öld og ritað með ýmsum
hætti. Í Noregi var nafnið á miðöldum
oftast ritað Filipus en í seinni tíð er það
skrifað Philip. Myndirnar Filipus, Filip,
Philip hafa tíðkast í Svíþjóð, einnig
gælumyndirnar Fille, Fippe. Nafnið
Philip tíðkast á Englandi og í Þýska-
landi.
Við þetta má bæta, að 31. des-
ember 2001 báru 14 Íslendingar
nafnið sem fyrsta eiginnafn og
fjórir sem annað.
Filippus er í Matteusar- og Jó-
hannesarguðspjalli tengdur við
Bartólómeus (Natanael), en í Post-
ulasögunni þó við Tómas. Hann er
sagður hafa prédikað fagnaðar-
erindið víða, m.a. í Grikklandi,
Litlu-Asíu og Skýþíu (landsvæðinu
fyrir norðan og austan Svartahaf
og Kaspíahaf). Sagnir um að post-
ulinn hafi verið í Gallíu eru taldar
byggðar á misskilningi, nánar til-
tekið ruglingi við Galatíu.
Af dauða hans fer tvennum sög-
um. Sumir nefna árið 52 eða 54, og
að um grýtingu hafi verið að ræða,
í Heliopolis í Frýgíu. Aðrir segja
Filippus hafa náð 87 ára aldri,
fengið hægt andlát, eða verið
hengdur, eða krossfestur, og þá
með höfuðið niður eins og Pétur.
Hierapolis í Frýgíu er oftast nefnd
í því sambandi, og árið 80 eða svo.
Jarðneskar leifar hans eru sagðar
vera í Róm.
Filippus er verndardýrlingur
Lúxemborgar og Úrúgvæ. Messu-
dagur hans er 1. maí í vestur-
kirkjunni (ásamt með Jakobi
yngri; nefnist á íslensku Tveggja-
postulamessa) en 14. nóvember í
austurkirkjunni.
Filippus
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Hann var jarðbund-
inn maður, raunsær
og varkár, og ófeim-
inn við að færa ým-
islegt í tal við Jesú,
sem hinir lögðu ekki
í að nefna. Sigurður
Ægisson lítur í dag á
Filippus, sem er 5. í
röðinni á nafnalist-
um samstofna guð-
spjallanna og Post-
ulasögunnar.
Lærisveinarnir 12
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist
á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga
kl. 10 ef veður leyfir.
Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið.
Orgeltónleikar kl. 20. Johannes Skudlik
frá Þýskalandi leikur á orgel.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum alla virka daga
frá kl. 9–17 í síma 587 9070.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu-
dagskvöld kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára
5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í
kvöld er samkoma kl. 20. Lofgjörð, pré-
dikun Orðsins og fyrirbænir. Barnagæsla
fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi
og samfél. eftir samkomu. Allir velkomnir.
Fíladelfía. Sunnudagur 10. ágúst: Al-
menn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður
Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíla-
delfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega
velkomnir. Miðv.d. 13. ágúst: Biblíulestur
og bæn kl. 20:00. Fimmtud. 14. ágúst:
Eldur unga fólksins. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Föstud. 15. ágúst: Unglingasamkoma kl.
20:30. Allir hjartanlega velkomnir.
Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00.
Safnaðarstarf
MIÐVIKUDAGINN 13. ágúst kl.
20.30 er boðað til messu sem Þorvald-
ur Halldórsson, söngvari leiðir ásamt
sóknarpresti. Þorvaldur syngur og
leiðir sálmasöng og flytur okkur hug-
leiðingu um mannskilning í ljósi
reynslu sinnar og kristinnar trúar.
Þorvaldur er á vegum „sumarkirkj-
unnar“ en Kirkjuráð þjóðkirkjunnar
fjármagnar þetta starf Þorvaldar.
Allir hjartanlega velkomnir í Ólafs-
vallakirkju þetta kvöld.
Ráðgert er að slá Ólafsvalla-
kirkjugarð miðvikudaginn 13. ágúst.
Byrjað verður klukkan eitt eftir há-
degi. Vænst er þátttöku sem flestra.
Drukkið kaffi að loknum slætti. Sú
nýbreytni verður að stutt sögustund
verði við nokkur leiði þar sem Vil-
mundur Jónsson rifjar upp minn-
ingar um látna Skeiðamenn.
Sóknarprestur og sóknarnefndir.
Kvöldmessa í
Ólafsvallakirkju
BOTNSVATN, skammt ofan Húsa-
víkur, er ein af perlum í náttúru
bæjarins og á góðviðrisdögum njóta
Húsvíkingar hennar til útiveru.
Hornsílaveiðar hafa í gegnum
tíðina ávallt verið vinsæll veiði-
skapur þar hjá yngri kynslóðinni. Á
dögunum rakst fréttaritari á þá
Guðmund Árna Stefánsson og
Brynjar Þór Barkarson þar efra og
voru þeir búnir að háfa nokkur síli í
tjörnunum við vatnið.
Þeir félagar sögðust hafa gaman
af því að veiða sílin, sérstaklega
þegar veður væri eins gott og þenn-
an dag, að þeim orðum slepptum
létu þeir ekki trufla sig meira og
ruku aftur af stað í veiðiskapinn.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hornsílaveiðar við
Botnsvatn
Húsavík. Morgunblaðið.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga kl. 8–24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga kl. 8–24. S. 564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112