Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 43 Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! www.laugarasbio.is  Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura J I M C A R R E Y Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af þessu klassíska ævintýri! Sýnd kl. 3 og 5. Ísl. tal. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Kvikmyndir.com  SV. MBL  HK. DV YFIR 22.000 GESTIR! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8.30 og 10.40.  YFIR 30.000 GESTIR! Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? J I M C A R R E Y LAND og synir hefur verið ein helsta – ef ekki sú helsta – poppsveit landsmanna síðustu fimm ár eða svo og sú sveit sem gert hefur sig líkleg- asta til að taka við krúnunni af Sál- inni. En ferðin er búin að vera skrykkjótt. Fyrsta platan … slöpp. Sú næsta, Herbergi 313 (’99), frábær og hefur – ef eitthvað er – vaxið með ár- unum. Eftir það tekur við dufl og daður við frægð og frama í útlöndum sem skilar sér í hálfkaraðri en ofhlaðinni plötu sem út kom síðasta haust, Happy Endings. Óðal feðranna er því eftir öll þessi ár nokkurs konar byrjunarpunktur. Það er verið að safna vopnum á nýjan leik. Sjarmi hennar liggur í því að hér er komin hljómsveit sem auðheyran- lega er að leita að tónlistinni sem slíkri á nýjan leik frekar en fylgihlut- unum. Það fréttist er líða tók á vorið að Land og synir væru á ný við upp- tökur, hvergi bangnir og ákveðnir í að láta ekki erlenda markaðsmógúla slá sig út af laginu, eins og gert var á síðasta ári. Í bígerð var plata sem átti að vera hreinni og beinni en það sem á undan hafði farið. Og það … hefur tekist. Ekki það að um sé að ræða hrátt gaddavírsrokk heldur er þetta heiðarlegt íslenskt popprokk að hætti Lands og sona. Sem er nú greinilega orðin sjóuð sveit og reynd því platan er þægilega áreynslulaus og þétt. Ef Herbergi 313 var Sgt. Pepper’s þá er þetta Abbey Road. Mest um vert er þó að það er búið að stilla miðið á nýjan leik. Það er ekki verið að skjóta úr loftbyssu hér. Platan fer þrusuvel af stað með svölum og melódískum rokkara, „Þar er frelsið ekki til“. Sérstaklega er viðlagið grípandi. Stemningin er svo róuð niður í því næsta áður en hið dramatíska – og mjög svo góða – „Von mín er sú“ brestur á. Coldplay- áhrifin (píanóið) leyna sér ekki um leið og þetta er sígild ballaða úr ranni Hreims. Þá má heyra áhrif frá U2 oftar en einu sinni í gítarleik annara laga og er unnið smekklega úr þeim áhrifum. Meðfram lögum þessarar ættar dýfa Land og synir tám í dulítið öðruvísi polla. „Á fjórum fótum“ er grallarastemma í Stuð- mannastíl enda eiga þeir síðarnefndu textann við lagið. Strax þar á eftir kemur „Dökkhærð og dimm“, skringilegt verk og helst að Trúbrot eða sálartónlist sjöunda áratugarins komi í hugann. Þá dettur lagið næst- um því niður í „Your Song“ Eltons Johns í blábyrjun! Þessi lög eru keyrð fagmannlega áfram þótt mátt- ur sveitarinnar liggi ekki í svona út- úrdúrum. En það eina sem virkilega er hægt að setja út á er að í lögum eins og „Draumurinn lifir“ fer Hreimur kannski aðeins of nálægt væmninni, en ég verð að segja að það er bara vegna einlægninnar sem hef- ur jafnan staðið sveitinni nær. Í heild stendur platan nefnilega glæsilega. Óðal feðranna er lág- stemmt og metnaðarfullt poppverk, nánast án slagara, en aftur á móti drekkhlaðin næmum og vel fram- bornum popplögum sem vinna á í ró- legheitunum. Öllu þessu er haldið saman af góð- um og innilegum söng Hreims og þéttri og vel spilandi sveit. Birgir Nielsen á t.d. marga firnagóða spretti þar sem hann fer frumlegar og fersk- ar leiðir í taktuppbyggingu. Já, víst er að það er gott að finna fótum sínum forráð á nýjan leik og standa þannig hnarreistur upp. En ekki síst er það alveg skýrt að Land og synir eru langbestir í því að vera Land og synir. Verið velkomnir aftur! Staðið á lappir Land og synir Óðal feðranna Skífan Land og synir eru hér þeir Hreimur Örn Heimisson (söngur, raddir), Birgir Niel- sen (trommur, slagverk), Jón Guðfinns- son (bassi), Njáll Þórðarson (orgel, píanó og hljóðgerflar), Gunnar Þór Eggertsson (gítarar) og Arnþór Örlygsson (forritun). Til aðstoðar voru þeir Snorri Sigurðarson (Flügelhorn), Jakob Frímann Magnússon (raddir og píanó), Ómar Ragnarsson (blístur) og Pétur Jesú (raddir). Lög eftir Hreim Örn Heimisson. Textar eftir Hreim, Adda, Gunna, Kristján Hreinsson, Birgi Örn Steinarsson, Stefán Hilmarsson, Andreu Gylfadóttur og Stuðmenn. Stjórn upptöku og útsetninga var í höndum Adda 800 og Lands og sona. Arnar Eggert Thoroddsen Óðal feðranna er lágstemmt og metnarfullt popp- verk … drekkhlaðin næmum og vel frambornum popplögum sem vinna á í rólegheitunum. Ljósmyndir/Atli Már Hafsteinsson Tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.