Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 8 og 10. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 5.50. B.i. 14 ára. J I M C A R R E Y Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af þessu klassíska ævintýri! Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 YFIR 30.000 GESTIR! Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð mynd með harðjaxlinum Bruce Willis og hinni glæsilegu Monicu Bellucci. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 8 og 10.30. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Stríðið er hafið!  Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Miðnætur- sýning kl. 12.30. Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af þessu klassíska ævintýri! DOMINO-útgáfan breskahefur áður verið mærð áþessum stað og víst að fáfyrirtæki standa þeim Domino-mönnum á sporði í vali á tónlistarmönnum til að gefa út; hvað er annað hægt að segja um fyr- irtæki sem er með á sínum snærum Bonnie ’Prince’ Billy, Clearlake, Cli- nic, The Folk Implosion, Fridge, Hood, The Kills, Mouse On Mars, Jim O’Rourke, Papa M, Pastels, Pavement heitna, Quasi, Sebadoh sálugu, Silver Jews (Smog) og Four Tet. Eins og sjá má af listanum eru Domino-menn helst gefnir fyrir lág- stemmt þjóðlagakennt rokk, en inn á milli er þó harkalegri tónlist og meira að segja raftónlist. Fyrir skemmstu kom einmitt út plata með raftónlist, ný skífa Four Tet, og einnig platan sem sver sig í ætt við fyrrnefndu tónlistarstefnuna, ný plata með (Smog). Síðrokk og raftónlist Eini liðsmaður Four Tet er Kier- an Hebden, sem vakti fyrst athygli sem liðsmaður síðrokktríósins Fridge. Hebden byrjaði og tónlist- arferil sinn í rokkinu, lék á gítar í hljómsveitum á menntaskóla- árunum, aðallega lög eftir Led Zeppelin og Jimi Hendrix. Hann hafði þó meira gaman af annars konar tónlist, hét mikið upp á Quickspace Supersport (síðar Quickspace) og segir að síðrokks- áhuginn sé sprottinn þaðan, því á tónleikum átti sveitin það til að leika fimmtán til tuttugu mínútna lög án söngs. Fridge lék einmitt síðrokk en á skífum sveitarinnar, sjá til að mynda hina frábæru Seven’s and Twelve’s, má heyra vísanir í raf- tónlist. Að sögn Hebdens hlustaði hann ekki minna á drum ’n bass en rokk og síðar kom til áhugi á frjáls- um og framúrstefnudjass. Þegar Hebden fór í háskóla setti hann Fridge að mestu í salt, enda erfitt um vik að æfa, en keypti sér tölvu til að halda áfram að fást við tónlist, nú einn síns liðs undir nafninu Four Tet. Fyrsta plata Four Tet, Dialogue, kom út 1999 og var mjög djass- skotin, kraftmikil og skemmtileg plata. Á næstu skífu voru djass- áhrifin mikið til horfin, en í stað þeirra kom R&B, garage og two- step. Hebden hefur og sagt það metnað sinn að engar tvær plötur Four Tet séu eins, en hluti af þróun Four Tet skrifast væntanlega á það að hann nær æ betri tökum á tölvu- tækninni. Á nýrri plötu Four Tet, Rounds, er tilraunamennskan engu minni en á fyrri skífum og iðulega unnið með eitt hljóð eða hljóm sem hnoðaður er, togaður og teygður yf- ir trommuheilasyrpur með góðum árangri. Frábær plata, létt áheyrnar en þó nógu framandleg til að halda áhuganum út í gegn. Biksvört kímni Bill Callahan, sem kallar sig (Smog), hefur verið býsna lengi að, sendi frá sér fyrstu snælduna fyrir fimmtán árum. Áður en kom að því að gera breiðskífu sendi hann frá sér fleiri snældur, þrjár til, en fyrsta platan kom út fyrir rúmum áratug. Fyrsta útgáfan var snældan Macrame Gunplay, kom út 1988, Cow kom 1989 og þrjár snældur til 1990: A Table Setting, Tired Tape Machine og Sewn to the Sky. Fyrsta platan, 12" Floating, kom 1991 og síðan breiðskífurnar Forgotten Foundation 1992, Julius Caesar 1993, Burning Kingdom 1994, Wild Love 1995, Sewn to the Sky 1995, The Doctor Came at Dawn 1996, Red Apple Falls 1997, sem er með bestu skífum (Smog), Knock Knock 1999, Dongs of Sevotion, mikið meistaraverk, 2000 og Rain on Lens 2001. Fyrir skemmstu kom svo út ellefta plata hans, Supper. Callahan / (Smog) er ekki bara lunkinn lagasmiður, heldur er hann með skemmtilegustu textahöf- undum. (Reyndar man ég í svipinn ekki eftir nema tveimur sem standa honum á sporði vestan hafs, John Darnielle og Jeff Mangum.) Aðal hans er biksvört kímnin sem gegn- sýrir textana, sumir ókræsilegir en að sama skapi skemmtilega súrir (No time for a tete-a-tete / Can I borrow your machete? syngur sæt- raddaður stúlknakór í laginu Blood- flow af Dongs of Sevotion). Yrk- isefnið virkar oft óþægilega persónulegt og hlustandi fær á til- finninguna að Callahan sé ekki mjög hamingjusamur maður alla jafna (segist enda búa einn í tómu húsi). Á móti kemur svo að orðaleikir og gamansemi í textum bendir til þess að ekki sé allt sem sýnist og góðlát- leg rómantíkin sem hljómar í lögum eins og Dress Sexy at My Funeral af Dongs of Sevotion og í Feather by Feather af Supper gefur aðra og hlýlegri mynd, kannski er hann ekki bitur einfari, heldur sjóað veð- urbarið góðmenni sem gerir góðlát- legt grín að einmanaleikanum … eða hvað. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Brosað að einmanaleikanum Nýjar plötur (Smog) og Four Tet eru ólíkar um margt, önnur lágstemmt þjóðlagakennt rokk en hin tölvuunnin raftónlist. Þær eiga það þó sameig- inlegt að vera afbragðsskífur. Bill Callahan er Smog. Kieran Hebden er Four Tet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.