Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 37
DAGBÓK
Blómaskreytingarnámskeið
25.-29. ágúst • 5 daga námskeið, ca 40 klst.
Blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar, krossar
og margt fleira úr ræktuðu náttúruefni.
Skráning í síma 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe
Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni.
Innritun á námskeið hefst 18. ágúst
Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18
BÚTASALA - AFSLÁTTARDAGAR
11.-15. ágúst
35 - 40% afsláttur af bútum.
20% afsláttur af öðrum vörum.
NÝTT - Framhaldsnámskeið hjá
Shabönu 18. og 20. ágúst
Shabana Zaman
Ef þú vilt halda veislu
þá kem ég á staðinn og sé um matinn
Grunnnámskeið í indverskri
grænmetismatargerð, fæða fyrir sál og líkama.
Vinsælt sem gjafabréf.
Skemmtilegt eitt kvöld, 13. og 14. ágúst kl. 18.00—22.30.
Sími 659 3045.
Indversk matargerð í eldhúsinu þínu.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur mikil áhrif á aðra
og átt auðvelt með að koma
skoðunum þínum á fram-
færi. Fólk kann að
meta skopskyn þitt
og laðast að þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag getur skipt
sköpum fyrir þig. Þú býrð yf-
ir mikilli orku og kýst að nota
hana til þess að gera breyt-
ingar á þínu nánasta um-
hverfi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gætir fegrað heimili þitt í
dag. Þú hefur nokkrar góðar
hugmyndir í því sambandi og
skalt ekki hika við að fram-
kvæma þær.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt auðvelt með að fá aðra
til þess að fylgja þér að mál-
um í dag. Það skiptir engu
máli við hvern þú talar. Fólk
trúir því sem þú segir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það væri ekki úr vegi að gera
endurbætur á vinnuaðstöðu
sinni í dag. Þú munt þurfa að
henda hlutum sem ekki er
lengur þörf fyrir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú getur gert eitthvað í dag
sem mun hafa jákvæð áhrif á
hug þinn eða líkama. Þú
munt ekki breytast í tröll en
finnur þó fyrir auknum
krafti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Í dag er kjörið að losa sig við
hluti sem eru óþarfir. Gakktu
vasklega til verks og hentu
öllu því sem þvælist fyrir þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Heiðarlegt samtal við vin
getur skýrt ýmislegt fyrir
báða aðila. Það er komið að
því að leggja spilin á borðið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Eitthvað gæti átt sér stað í
dag sem verður þess
valdandi að líf þitt tekur
óvænta stefnu. Þú getur gert
miklar endurbætur á lífi þínu
þessa stundina.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætir orðið fyrir óvenju-
legri lífsreynslu sem op-
inberar ýmislegt fyrir þér.
Hvers kyns lærdómur eða
rannsóknir munu vera þér
nytsamlegur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er rétti tíminn til þess að
líta í eigin barm og ákveða
það í eitt skipti fyrir öll hvað
það er sem skiptir þig máli í
lífinu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn í dag er kjörinn til
þess að lagfæra ýmislegt
smávægilegt. Þú hefur mikil
áhrif á aðra þessa stundina.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú skalt ekki hika við að
koma þínum sjónarmiðum á
framfæri í vinnunni. Það
mun enginn gera það fyrir
þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
OFANGREIND orð
virðast oft verða mönn-
um erfið í fallbeygingu.
No. kýr og fallbeyging
þess hefur oftar en einu
sinni verið tekið til um-
fjöllunar í þessum pistl-
um, en hún virðist all-
lengi hafa vafizt fyrir
mönnum og gerir enn
þrátt fyrir aukna skóla-
kennslu. Sama má segja
um no. ær. Því miður
virðist enn þörf á að
minna á þessa beygingu
og þá vitaskuld í von um,
að þeir lesi þennan pistil,
sem eiga í vandræðum
með ofangreind orð. Til-
efnið að þessu sinni er
eftirtalin málsgrein, sem
ég las nýlega í útbreiddu
dagblaði, þar sem verið
er að ræða um mál mál-
anna þessa dagana: „frá
sjónarhóli þeirra sem
stjórna Kolkrabbanum sé
afleitt að missa Skeljung
í hendur annarra því það
fyrirtæki sé mjólkurkúin
(undirstrikað af mér) í
valdablokkinni.“ Já,
mjólkurkúin, skrifaði
blaðamaðurinn, trúlega
án þess að hika við.
Þetta ætlar að vera líf-
seigt í munni marga
þrátt fyrir áralanga
skólagöngu. Þar sem hér
er um nf. í et. að ræða,
átti auðvitað að tala um,
að Skeljungur væri
mjólkurkýrin í augum
þeirra, sem ásælast
dropann úr henni. Ef við
förum yfir beygingu
orðsins, er hún á þessa
leið:
Í et. kýr – kú – kú –
kýr, í ft. kýr – kýr – kúm
– kúa. Sama gildir einnig
um no. ær. Í et. ær – á –
á – ær, í ft. ær – ær – ám
– áa. Þetta kunna sem
betur fer margir, en því
miður verður of mörgum
hér á í messunni. Þá er
alkunna, að ýmsir sneiða
fram hjá þessu skeri
tungunnar og nota orðin
belja og rolla í staðinn,
enda beyging þeirra öll-
um auðveld. Engu að
síður ættu menn að
temja sér ofangreind orð
og tala um kýr, en ekki
beljur, og ær, en ekki
rollur. Ég held menn
finni einnig verulegan
fegurðarmun þessara
orða.
– J.A.J.
Orðabókin
Ær og kýr
STÖKUR
Hannes Hafstein
LJÓÐABROT
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa.
ÁRNAÐ HEILLA
1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rf3
c5 4. d5 d6 5. Be2 Rf6 6.
Rc3 O-O 7. O-O Ra6 8.
He1 Rc7 9. Rd2 e6 10. Bf3
He8 11. a4 exd5 12. exd5
Hxe1+ 13. Dxe1 Bg4 14.
Dd1 Bxf3 15. Dxf3 De7 16.
Rf1 He8 17. Bf4 b6 18. h3
Rh5 19. Bd2 f5 20. He1
Be5 21. Rb5
Rxb5 22. axb5
Rf6 23. Bf4 Re4
24. c3 Df7 25.
Bxe5 Hxe5 26.
c4
Staðan kom
upp í ofurmótinu
í Biel sem lauk
fyrir skömmu.
Alexander Mor-
ozevich (2679)
hafði svart gegn
Yannick Pellet-
ier (2602).
26...Rd2! Í kjöl-
far þessa leiks
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
vinnur svartur peð og
nokkru síðar skákina. 27.
Dd1 Hxe1 28. Dxe1 Rxc4
29. b3 Re5 30. Re3 De7
31. Da1 Rd3 32. Dd1 Rf4
33. Dd2 Rh5 34. Rc4 Rf6
35. Dd1 Kf8 36. Dd2 Ke8
37. b4 cxb4 38. Dxb4
Rxd5 39. Dd2 De6 40. Dd4
Kd7 41. Dg7+ Re7 42.
Dc3 Dd5 43. Db3 Dc5 44.
Da4 Rc8 45. Re3 d5 46.
Dd1 Kd6 47. Dd3 d4 og
svartur gafst upp.
80 ÁRA afmæli. Áttræðer í dag, sunnudag-
inn 10. ágúst, Guðný H.
Brynjólfsdóttir, Suð-
urbraut 2 í Hafnarfirði.
Eiginmaður hennar er
Björn Jónsson. Þau eru að
heiman.
103 ÁRA afmæli.Ágúst Benedikts-
son, Hrafnistu í Hafnar-
firði, verður eitthundrað og
þriggja ára á morgun,
mánudaginn 11. ágúst, hann
tekur á móti vinum og
vandamönnum frá kl. 15 í
dag, sunnudaginn 10. ágúst,
í sal Hrafnistu 5. hæð.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
STUNDUM er hægt að
slampast á bestu leiðina, en
góð spilamennska byggist
þó fyrst og fremst á því að
spila vel með réttum rökum.
Norður
♠ 543
♥ K3
♦ ÁDG10
♣G1042
Suður
♠ ÁK9
♥ G106
♦ K32
♣ÁD87
Suður spilar þrjú grönd
og fær út hjartasjöu, fjórða
hæsta. Hvort er betra að
láta lítið hjarta úr borði eða
stinga upp kóng? Og um-
fram allt – hvers vegna?
Spilið er skothelt ef lauf-
svíningin heppnast og
vinnst líka alltaf ef hjartað
brotnar 4-4. Hættan er í því
fólgin að vestur sé með 5-6
hjörtu og laufkóng. Það er
erfitt að eiga við 5-3 leguna
í hjarta, en í einni stöðu má
verjast 6-2 legunni – þegar
austur á Dx.
Norður
♠ 543
♥ K3
♦ ÁDG10
♣G1042
Vestur Austur
♠ G8 ♠ D10762
♥ Á98742 ♥ D5
♦ Á98742 ♦ 984
♣K5 ♣963
Suður
♠ ÁK9
♥ G106
♦ K32
♣ÁD87
Liturinn stíflast ef kóng-
inum er spilað í fyrsta slag.
Því miður er sjaldgæft að
spilarar fái umbun í stigum
fyrir slíka vandvirkni við
borðið en hin raunverulega
umbun er þó alltaf vissan
um að hafa gert vel.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
FRÉTTIR
FÉLAGARNIR Jón
Gunnar Axelsson og Kári
Valur Hjörvarsson á Eg-
ilsstöðum hafa tekið
skokkið föstum tökum og
hlaupa 12 km vegalengd
frá Eiðum og í Egilsstaði
tvisvar í viku. Þeir segjast
nú vera 65,5 mínútur að
hlaupa þennan spotta og
stefna hægt og bítandi að
því að bæta sig og taka
þetta á 60 mínútum, eða 5
mínútur á kílómetrann.
Þess utan taka þeir Jón
Gunnar og Kári 5–6 km
skokk nokkrum sinnum í
viku og láta því hvergi
deigan síga í líkamsrækt-
inni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Skokkað á þjóðveginum
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ELDRI borgarar í Ísafjarðarbæ
skelltu sér í heimsókn yfir á Hest-
eyri á Jökulfjörðum á dögunum. Það
voru Sjóferðir Hafsteins og Kiddýj-
ar sem ferjuðu mannskapinn yfir
Djúpið, en hátt í 50 manns fóru í
ferðina. Hópurinn skoðaði sig um á
Hesteyri og þáði svo veitingar í
Læknishúsinu, hjá Birnu Pálsdóttur
og fjölskyldu. Veðrið var með besta
móti og að sögn þátttakenda var
mikil ánægja með ferðina.
Morgunblaðið/Þorsteinn J. Tómasson
Eldri borgarar skoða sig um