Morgunblaðið - 10.08.2003, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 27
Vorum að fá í sölu virkilega fallegt og vel skipulagt 133 fm
einbýlishús á einni hæð, ásamt ca 50 fm bílskúr. Eignin er mjög vel
staðsett innarlega í götu með nægum bílastæðum. Eignin skiptist í
forstofu, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, 3 góð svefnherbergi,
baðherbergi, eldhús og þvottahús. Fallegur garður er í kringum
húsið. Eign í góðu ástandi. Áhv. 11,3 m. V. 23,5 m. Opið hús í dag
á milli kl. 14:00 og 16:00. Helgi tekur vel á móti ykkur. (3746)
www.eignaval.is
Sigurður Óskarsson, Lögg. fast. sali
husin@husin.is
GARÐAFLÖT 27
- OPIÐ HÚS Í DAG
Ný standsett ósamþ. 52 fm íbúð
með sérinng. Flísar á gólfi og
veggjum á baði og parket á stofu
og herb. Ný eldhúsinnrétting og
tæki, nýlegt rafmagn. Eignin er
laus til afhendingar strax. Ekkert
greiðslumat. Opið hús í dag á
milli kl. 14:00 og 16:00.
Sóley, sölumaður Eignavals, tek-
ur vel á móti ykkur. V. 6,9 m.
NJÁLSGATA 50
- OPIÐ HÚS Í DAG
SÍMI 585 9999 SÍMI
535 0600
Vesturgata 58 - OPIÐ HÚS Í DAG
Mjög falleg tveggja herbergja „penthouse"hæð, 4. hæð, með sérinngangi í
fjórbýlishúsi á horni Vesturgötu og Seljavegs. Íbúðin er rúmlega 64 fer-
metrar í fjögurra íbúða húsi sem byggt var 1992. Einnig fylgir íbúðinni
stæði í lokaðri bílageymslu, hjólageymsla og geymsla. Tvennar svalir eru við
íbúðina, samtals rúmlega 35 fermetrar, með glæsilegu útsýni að Snæfells-
nesi. Gengið er upp utanáliggjandi stiga á efstu hæð. Þar eru rúmlega 10
fermetra suður/austur svalir. Sérinngangur er í íbúðina inn í hol með mjög
góðum skápum. Úr holinu er gengið inn í alrými sem er í senn eldhús,
borðstofa, stofa og vinnuaðstaða. Stór rennihurð er úr alrými út á um 25
fermetra svalir, þaðan sem er útsýni í suður, vestur og norður með glæsi-
legu útsýni að Snæfellsjökli. Úr alrými er gengið inn í gott svefnherbergi
með fallegum skápakrók og gott baðherbergi með baði/sturtu, skápum og
mósaíkflísum. Áhv. 5,5 m. V. 13,5 m. Þetta er eign í algjörum sérflokki.
Opið hús í dag á milli kl. 12:00 og 15:00.
Ragna Sara og Stefán taka vel á móti ykkur.
WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, Lögg. fast. sali
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað
sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur.
602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði.
Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð.
ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Nánari upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson 588 4477 / 822 8242.
Eigum eftir þrjú 150 fm bil í þessu nýja atvinnuhúsnæði. Vantar þig 150
fm, 300 fm eða meira á hagstæðri leigu? Erum með til leigu samtals þrjú
bil af sjö 150 fm bilum. Mjög góðar innkeyrsludyr, lofthæð 6-7 metrar.
Bílastæði og athafnasvæði malbikað. Mjög gott athafnasvæði og aðkoma
er öll mjög góð. Toppfrágangur utan sem innan. Sérhiti og -rafmagn í
hverju bili fyrir sig. Sami eigandi að öllu húsinu.
Rauðhella - Hafnarfirði - til leigu
- kr. 600 pr. fm
GÖMUL kunningjakona mín
starfaði eitt sinn úti á landi. Hún
hafði mjög samviskusaman, ef
ekki smámunasaman, yfirmann.
Hún átti svosem
ekki í neinu sér-
stöku basli með
heilsuna en vildi
eigi að síður endi-
lega hitta að máli
valinkunnan sér-
fræðing. Sá var
hins vegar
hængurinn á að
mjög erfitt var
að fá tíma hjá honum. Símadama
læknisins bauðst þó til að hjálpa
henni og skjóta henni inn í röðina
ef færi gæfist. Svo gerist það
nokkru síðar að símadaman hring-
ir til umræddrar konu og gefur
henni tíma á ákveðnum „formið-
degi“. Konan þakkaði kærlega
fyrir og var himinglöð. En fögn-
uður hennar tók skjótan endi þeg-
ar hún ræddi við yfirmann sinn.
„Myndir þú segja að það væri
lífsnauðsynlegt fyrir þig að fara?“
spurði hann.
Nei – konunni fannst það vera
of alltof djúpt í árinni tekið.
„Þá get ég því miður ekki leyft
þessa ferð,“ sagði yfirmaðurinn.
Konan undi þessari niðurstöðu
illa. Hún afpantaði þó ekki tímann
og hugsaði sem svo að kæmu
tímar og kæmu ráð.
Líður nú að þeim degi sem ferð-
in til læknisins skyldi farin. Kon-
unni varð ekki svefnsamt næstsíð-
asta kvöldið fyrir hinn stóra dag.
Hún velti fyrir sér möguleikum
sínum. Ljóst var að liðið gæti á
löngu þar til hún kæmist til sér-
fræðingsins ef hún nýtti ekki
þennan tíma og svo var líka á hitt
að líta að hún væri alltaf upptekin
á vinnutíma og myndi því varla
komast frekar þótt aðrir tímar
byðust síðar. Hún komst loks að
þeirri niðurstöðu að hún myndi
láta krók koma á móti bragði
gagnvart yfirmanninum.
Daginn eftir kom hún að máli
við hann og sagði honum sorg-
mædd á svip að móðir hennar
hefði fótbrotnað daginn áður, hún
væri illa haldin og þyrfti sárlega á
aðstoð hennar að halda. Þótt yf-
irmaðurinn væri reglufastur
reyndist hann hjartagóður í betra
lagi. Hann hallaði sér aftur í
stólnum og sagði hugsandi.
„Ég get ekki varið það fyrir
samvisku minni að gefa þér ekki
frí til að fara til hennar mömmu
þinnar við svona aðstæður, ég
myndi ekki vilja að móðir mín
væri aðhlynningarlaus ef svona
lagað kæmi fyrir hana.“
Konan fékk því frí og fór til
Reykjavíkur snemmindis.
Hún hringdi til móður sinnar til
að segja henni frá öllu saman en
hún mátti lítið vera að því að
ræða við dóttur sína, sagðist vera
á leið í jarðarför.
Konan fór svo til hins umsetna
læknis en móðirin að jarðarförinni
sem var í þorpi út á landi.
Vill þá ekki betur til en svo að
hinn reglufasti yfirmaður hafði
þekkt hinn látna og hafði sömu-
leiðis gert sér ferð til að fylgja
honum til grafar.
Móðurinni leið ekki sérlega vel
undir rannsakandi augngotum yf-
irmannsins meðan sameiginlegur
kunningi þeirra var jarðsunginn.
Þess má geta að hún gerði sér
sérstakt far um að ganga draghölt
þegar hún silaðist út kirkjugang-
inn í lok athafnarinnar.
Hvernig endurfundir yfir-
mannsins og konunnar sem verið
hafði hjá lækninum voru verður
ekki tíundað hér.En sagan vekur
upp spurningar sem skipta máli í
mannlegum samskiptum. Annars
vegar er væntanlega matsatriði
hversu langt reglufesta yfirmanna
getur gengið án þess að verða
óskynsamleg og jafnvel fáránleg.
Hins vegar eru svo viðbrögð kon-
unnar sem fannst illa með sig far-
ið. Við höfum vafalaust allflest
gripið einhvern tíma til „hvítrar
lygi“ við svipaðar aðstæður og
sloppið misjafnlega vel frá því.
„Hvít lygi“ er raunar oft nauðsyn-
leg og jafnvel mannúðleg. Ein-
hver spyr okkur t.d. hvort nýju
fötin hans séu ekki falleg, fæstir
eru svo sannleikselskandi að
drepa gleði vinar síns með því að
segja að fötin séu ljót. Flest kom-
umst við einhvern tíma á snoðir
um málsatvik sem ekki eru ólög-
leg en gætu komið kunningja eða
vini illa – þá taka margir þá af-
stöðu að segja ekki frá af tillit-
issemi við vininn. En þegar svona
háttar til er alltaf matsatriði hvar
hin „hvíta lygi“ endar og sú
„svarta“ tekur við, – hvað er
skynsamlegt og verjandi segja
eða þegja yfir og hvað ekki.
Margir leikhúsfarsar byggjast
einmitt á þessu mjög svo teygj-
anlega viðfangsefni. Í slíku ljósi
er sagan umhugsunarverð.
Það eru æði mörg atriði í mann-
legum samskiptum á „gráu“ svæði
– svona atvik minna okkur á það.
Til þess að átta sig á hvað gera
skuli á „gráa“ svæðinu höfum gott
tæki - hið mikilvæga brjóstvit,
sem er þýðingarmikið í samskipt-
um manna á meðal. Þrátt fyrir
allt það sem fólk fréttir í hinum
aðskiljanlegu skólum þá er brjóst-
vitið þegar upp er staðið þýðing-
armesta vopnið sem við getum
beitt fyrir okkur í lífsbaráttunni.
Það er því mikilvægt að þroska
með sér brjóstvitið eins og kostur
er og taka mark á miðurstöðum
þess.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hversu langt er hægt að ganga?
Hvít lygi og svört
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
mbl.isFRÉTTIR