Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 255. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Aldrei dropi af víni Ungur mótaðist Árni Helgason af stúkustarfi 18 Þriðja plata 200 þúsund naglbíta nefnist Hjartagull Fólk 42 Kokkurinn og kóngarnir Eyþór Sigmundsson er annáluð veiðikló B5 Endurkoma skuggaprinsanna JUNICHIRO Koizumi, forsætisráð- herra Japans, var í gær endurkjör- inn formaður Frjálslynda demó- krataflokksins, sem stjórnar landinu. Vann hann sannfærandi sig- ur á þremur keppinautum um leið- togasætið. Sagðist Koizumi skilja þennan afgerandi stuðning sem um- boð til að halda ótrauður áfram með umbótaáætlun sína, sem miðast að því að hleypa nýju lífi í staðnað efna- hagslíf landsins. Koizumi endurkjörinn Tókýó. AP. FIMM listamenn hafa krafist þess að kristnihátíðarnefnd greiði þeim sam- anlagt 10,6 milljónir kr. í bætur fyrir myndlistarverk þeirra sem eyðilögð- ust á sýningu í Stekkjargjá á Þingvöll- um haustið 2000. Sýningin var haldin í tilefni þúsund ára kristni á Íslandi en nefndin veitti listamönnunum fjár- styrk til að vinna verk fyrir sýn- inguna. Krafan byggð á Þjófabálki Jónsbókar Telja listamennirnir að bótaskylda nefndarinnar byggist einkum á 16. kap. Þjófabálks Jónsbókar, frá árinu 1281. Þar er efnislega kveðið á um að lántaki verði að greiða bætur ef láns- hlutur skemmist eða ferst – óháð því hvernig á skemmdunum stóð. Forsvarsmenn kristnihátíðarnefnd- ar telja að bótaskylda þeirra byggist á samningi aðila frá árinu 2000, en þar segir m.a. að hvert verk skuli skaða- tryggt fyrir 500 þúsund kr. Segja þeir að bótarétturinn takmarkist við þá upphæð. Listamennirnir ítreka á hinn bóginn að verkin séu listaverk og fjár- hagslegt verðmæti ráðist af söluverði þeirra áður en þau eyðilögðust. Morgunblaðið/Sverrir Listamenn vilja fá bætur fyrir ónýt verk  Deilt/4 BÆJARAR ganga í dag, daginn eftir að Oktoberfest- bjórhátíðin hófst í München, að kjör- borðinu til að kjósa nýtt héraðs- þing og er Kristi- lega sósíal-sam- bandinu (CSU), sem er sjálfstæður systurflokkur Kristilega demókrataflokksins (CDU), spáð stórsigri. Gæti jafnvel farið svo, að stjórn Edmunds Stoi- bers, forsætisráðherra Bæjara- lands, ynni tvö af hverjum þremur þingsætum. Sögulegt lágmarksfylgi jafnaðarmanna CSU hefur stjórnað Bæjaralandi, sem er eitt 16 sambandslanda Þýzkalands, með hreinum meiri- hluta óslitið í yfir 40 ár. Í síðustu kosningum fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 52,9% atkvæða, en óvin- sældir sambandsríkisstjórnar jafn- aðarmanna og græningja í Berlín og tiltölulega gott gengi efnahags- lífs í Bæjaralandi miðað við kreppu- ástandið annars staðar í Þýzkalandi hefur gert það að verkum að Jafn- aðarmannaflokknum SPD er spáð minnsta fylgi sem hann hefur nokk- urn tímann fengið í kosningum í Bæjaralandi, litlu meira en 20%. Stoiber spáð stórsigri Edmund Stoiber LEIÐTOGAR Bretlands, Frakk- lands og Þýzkalands komu í gær saman í Berlín til að freista þess að berja í bresti samstarfs þessara þriggja forysturíkja Evrópusam- bandsins í alþjóðamálum, sem beið mikinn hnekki út af Íraks- stríðinu. Þetta er fyrsti slíki þrí- hliða leiðtogafundurinn í tvö ár. Eftir tveggja tíma hádegisverðar- fund í þýzku höfuðborginni ávörp- uðu leiðtogarnir þrír blaðamenn og sögðust meðal annars hvetja til þess að stjórnartaumarnir í Írak yrðu „eins fljótt og auðið er“ færð- ir í hendur heimamanna. Jafn- framt bæri að fela Sameinuðu þjóðunum stórt hlutverk í endur- reisnarstarfinu í landinu. Varðandi væntanlega nýja ályktun um Íraksmálin í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna sagði gestgjafinn, Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, að það mál þyrfti að ræða betur. „Við viljum allir sjá stöðugt og lýðræðislegt Írak og að lýðræðis- lega kjörin stjórn taki þar við eins fljótt og hægt er,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þykir Blair með þessu hafa komið til móts við sjónarmið Schröders og Chiracs Frakk- landsforseta, en hingað til hefur brezki forsætisráðherrann sýnt samstöðu með ráðamönnum í Washingon um að ekki beri að flana að því að færa völdin í Írak úr höndum hernámsyfirvalda. Frakkar og Þjóðverjar beittu sér eins og kunnugt er eindregið gegn hernaðaríhlutun í Írak en Bretar tóku þátt í innrásinni með Bandaríkjamönnum. Íraksmálin voru í brennidepli viðræðnanna, nú er ráðamenn í Washington eru að undirbúa tillögu að nýrri öryggisráðsályktun um Írak, með það að markmiði að fá hinum fjárhagslegu og hernaðar- legu byrðum af hernámi og endur- reisn Íraks dreift á fleiri herðar. Konu í framkvæmdaráði Íraks sýnt banatilræði Aquila al-Hashimi, einni þriggja kvenna sem sæti eiga í svonefndu framkvæmdaráði Íraks, sem er eins konar bráðabirgðaríkisstjórn lands- ins sem starfar í skjóli hernámsyfir- valda, var í gærmorgun sýnt bana- tilræði við heimili sitt í Bagdad. Hlaut hún alvarleg skotsár. Þrír líf- verðir særðust einnig. Al-Hashimi er sjía-múslimi og með langa reynslu úr utanríkisþjón- ustu Íraks. Er hún var skotin var hún að ferðbúast til New York, sem meðlimur sendinefndar fram- kvæmdaráðsins sem ætlaði að freista þess að tryggja fulltrúum þess setu á allsherjarþingi SÞ. AP Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, voru hinir kátustu er þeir komu fram fyrir ljósmyndara á fundinum í Berlín í gær. Reyna að ná sátt um Íraksmálin Berlín, Bagdad. AFP, AP. Schröder, Blair og Chirac hvetja til þess að Írakar taki við stjórn „eins fljótt og auðið er“ RISAVAXIÐ nagdýr á stærð við vísund, sem lifði í Venesúela fyrir átta milljónum ára, var ái marsvíns nútímans, að sögn vísindamanna sem rannsakað hafa steinrunnin bein dýrsins sem fundust um 250 km vestur af Caracas, höfuðborg Venesúela. Niðurstöður úr rannsóknum vís- indamannanna, sem starfa við há- skóla í Þýzkalandi, Venesúela og Kaliforníu, voru birtar í bandaríska vísindatímaritinu Science á föstu- dag. Teikningin sýnir hvernig vís- indamennirnir telja að dýrið hafi litið út – nauðalíkt marsvíni, aðeins 700 sinnum stærra og þyngra! Það var stærsta nagdýr sem nokkurn tíma hefur lifað á jörðinni, um þriggja metra langt og 1,30 m að hæð, með langan hala og kröftuga afturfætur. Venjulegt marsvín verður ekki þyngra en um eitt kg. Stærsta nag- dýr sem nú lifir á jörðinni nær allt að 50 kg þyngd, en það er suður- amerískt vatnasvín, Capybara á máli vísindamanna. Lífshættir hins 700 kílóa for- sögulega risamarsvíns eru taldir hafa verið mjög áþekkir lífsháttum Capybara-vatnasvínsins en kjör- lendi þess er á sefvöxnum vatna- svæðum og árbökkum. AP Forsögulegt risamarsvín Washington. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.