Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 15 „Við borðum mikilvægustu máltíð dagsins oft á dag“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins strax eftir útsendingu“ Mikilvægasta máltíð dagsins lengi verið tengdur ýmiss konar verkefnum á sviði jarðskjálftaá- hættu. Fyrsta matið á jarðskjálfta- áhættu á Íslandi vann ég á árunum 1992 til 1995. Matið var notað til grundvallar korti yfir jarðskjálfta- áhættu á landinu. Kortið var reyndar gallað að því leyti að full- mikið var miðað við evrópskar að- stæður í útreikningunum enda á þeim tíma ekki til nægjanlegar upplýsingar um íslenska jarð- skjálfta. Núna hefur verið bætt um betur með nákvæmara mati og þar skiptir mestu að tekið er mið af upplýsingum frá jarðskjálftunum árið 2000.“ Björn segir að aðdragandinn að nýja matinu hafi verið verkefni í tengslum við innleiðingu nýrra byggingarstaðla. „Ég vann matið í beinu framhaldi af byggingar- staðlaverkefninu og sameiginlega unnum við Páll Halldórsson á Veð- urstofunni nýtt kort er sýnir jarð- skjálftaáhættuna á landinu öllu,“ segir hann og tekur fram að kortið sé nýkomið út. „Nokkur ágrein- ingur var um þetta á sínum tíma við Háskólann en þar á bæ höfðu menn ýmislegt út á niðurstöðurnar að setja. Núna hefur komið í ljós að niðurstöður beggja eru mjög svip- aðar. Reykjavík stendur sem er á ákveðnum jaðri hvað varðar jarð- skjálftaáhættu. En eftir því sem borgin færist nær upptakasvæðum á Reykjanesinu og í Bláfjöllum aukast líkurnar fyrir því að ein- hverjar byggingar verði fyrir veru- legum jarðskjálftaáhrifum í fram- tíðinni.“ Andlit borgarinnar Björn Ingi segir að starfið legg- ist mjög vel í sig. „Ég hef fengið af- skaplega hlýjar móttökur hjá öllum starfsmönnum embættisins og af því er auðvitað mikill styrkur,“ seg- ir hann og leynir því ekki að vænt- ingar hans til samstarfsins við aðra starfsmenn embættisins séu mikl- ar. „Verkefnin skortir heldur ekki. Eftir að ég var ráðinn var sagt við mig að ég þyrfti svona 1 til 2 ár til að ná utan um starfið þó ég telji mig reyndar vera komin sæmilega áleiðis eftir þennan fyrsta mánuð.“ Embætti borgarverkfræðings hefur tekið töluverðum breytingum upp á síðkastið. „Ég get nefnt að embætti byggingarfulltrúa heyrir ekki lengur undir embætti borg- arverkfræðings heldur sérstakt skipulags- og byggingarsvið hérna hinum megin götunnar,“ segir Björn Ingi. „Á móti kemur að Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur er orðið hluti af embætti borgarverkfræð- ings undir Umhverfis- og heilbrigð- isstofu. Gatnamálin hafa nú meira sjálfstæði en áður undir Gatna- málastofu og svipaða sögu er að segja um fasteignamál borgarinnar, þ.e. Fasteignastofu. Svo sér skrif- stofa borgarverkfræðings um lóða- mál. Verkfræðistofa borgarverk- fræðings vinnur svo töluvert með skipulags- og byggingarsviði ásamt því að veita öðrum deildum stuðn- ing, t.d. hvað varðar tækni- og ör- yggismál.“ Hvað Björn Inga sjálfan varðar tekur hann fram að starf hans felist m.a. í því að vera tengiliður við borgaryfirvöld. „Hlutverk mitt er mikið til að sjá til þess að stefnu borgaryfirvalda sé fylgt í mála- flokknum og samræmis sé gætt í starfsemi undirstofa embættisins. Það má segja að ég sé ópólitískt andlit umhverfis- og tæknimála borgarinnar út á við.“ Tveir eða færri á hvern bíl – Hvert er að þínu mati brýnasta verkefni embættisins? „Eitt af stóru málum Reykjavíkurborgar eru samgöngumálin. Að mínu viti þarf að finna einhverja millilend- ingu á milli tveggja andstæðra póla. Annars vegar á ég við einka- bílismann. Bílaeign á Íslandi er orðin svipuð ef ekki meiri miðað við mannfjölda en í Bandaríkjunum, þ.e. tveir menn eða jafnvel færri á hvern bíl. Hins vegar erum við með vannýttar almenningssamgöngur. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að um leið og framfylgt er stefnu borgaryfirvalda um þéttingu byggðarinnar verður ekki hægt að byggja upp breið- stræti í réttu hlutfalli við íbúafjölg- unina í gömlu bæjarhlutunum. Hugmynd mín um fríar ferðir fyrir ungt námsfólk er innlegg í þessa umræðu en auðvitað kemur ým- islegt annað til greina.“ – Áttu þar t.d. við léttlestarkerfi? „Já, léttlestarkerfi er ákveðinn möguleiki,“ segir Björn Ingi hugsi og útskýrir nánar við hvað er átt. „Léttlestir ganga fyrir rafmagni, eru á yfirborði jarðar og þar af leiðandi mun ódýrari í allri upp- byggingu en neðanjarðarlestir. Lestunum munu ekki fylgja loftlín- ur eins og víða sést í eldri kerfum erlendis heldur mun rafmagnið verða skammtað ofan í jörðinni. Ég vil taka fram að hér er aðeins um hugmynd að ræða sem verður að skoða vel og vandlega áður en af slíkri framkvæmd verður. Fyrsta skrefið í því er að fara í kynning- arferð til nokkurra borga í Þýska- landi í næsta mánuði. Íslenskar að- stæður verður svo að skoða sér- staklega, t.d. hvaða áhrif íslenskt veðurfar hefur á rekstur svona létt- lestarkerfis. Hugsanlega gætu þessar lestir létt á umferðinni á al- gengum leiðum á mesta álagstím- unum. Ég get t.d. nefnt að fólk gæti komist með skjótum hætti með þessum lestum úr Mjódd og niður í gamla miðbæinn.“ Erfitt að innheimta vegtolla Svokölluð Sundabraut hefur ver- ið talsvert í umræðunni undanfarin ár. Björn Ingi segir að spurningin sé ekki hvort heldur aðeins hvar og hvenær brautin verði lögð. „Eins og við vitum er enn verið að skoða tvær aðalleiðir og innan hvorrar um sig tvær útfærslur, þ.e. brú og göng. Eftir að komist hefur verið að niðurstöðu verður væntanlega farið út í að ákveða nánari tíma- setningar.“ En hvernig líst Birni Inga á að farið verði út í einkaframkvæmd? „Ef menn treysta sér til að fara út í einkaframkvæmd held ég að þann möguleika ætti að skoða með opn- um huga. Ein af stóru spurning- unum er auðvitað hvernig hægt yrði að endurgreiða fjárfestunum kostnaðinn af framkvæmdunum. Ég held það sé erfitt í framkvæmd að innheimta vegatolla af ökumönn- um um Sundabrautina með svip- uðum hætti og gert er í Hvalfjarð- argöngunum. Ein af ástæðunum er að ef greiða þyrfti fyrir að aka um brautina myndi líklega stór hópur ökumanna sjá sér hag í því að aka áfram gömlu leiðina til að spara sér peninga þótt vegalengdin væri eitt- hvað lengri enda væri umferð þar þá orðin mun léttari vegna Sunda- brautarinnar. Með því að hugsa svona upphátt dettur mér í hug að einfaldlega væri hægt að kaupa Sundabrautina aftur til baka af slíkum fjárfestum með föstum árlegum greiðslum frá opinberum aðilum. Sundabraut yrði þjóðvegur og því kemur Vegagerð- in að framkvæmdinni. Eins hefur verið talað um eins konar skugga- gjald úr opinberum sjóðum og áfram væri hægt að telja. Ég held að þetta séu mun vænlegri leiðir heldur en að innheimta vegtoll með tollhliðum o.s.frv.“ Þrjár hæðir og hringtorg Björn Ingi telur að mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar leysi ekki heldur færi aðeins til vanda vegna umferðarþunga. „Ég tel að það sé afar líklegt að farið verði út í bygg- ingu mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar einhvern tíma í framtíðinni. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að vinna innan embættisins hefur sýnt að við slíka framkvæmd mun vandinn að öllum líkindum að hluta til flytjast niður á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar sem og yfir á gatna- mót Miklubrautar og Lönguhlíðar. Nú hefur verið sett upp forgangs vinstri beygja á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar á kvöldin en rannsóknir hafa sýnt fram á að flest slysin verða þegar umferðin er hröðust að kvöldlagi. Hugsanlega er svo hægt að fara í frekari aðgerðir við gatna- mótin eins og útvíkkun þeirra með því að bæta við akrein á meðan nið- urstöðu væri beðið í því hvort átak í almenningssamgöngum skili sér í léttari umferð. Ef árangurinn lætur á sér standa er hægt að hefja und- irbúning að því að fara út í fram- kvæmdir við mislæg gatnamót. Ekkert kemur í raun í veg fyrir að hægt verði að fara út í bráða- birgðaframkvæmdir eins og útvíkk- un gatnamótanna strax ef ástæða þykir til og kostnaðurinn þarf held- ur ekki að vera óheyrilegur,“ segir Björn Ingi. Hann er í framhaldinu spurður að því hvers konar mislæg gatna- mót hann telji henta best á þessum gatnamótum. „Af þeim lausnum sem mér hafa verið kynntar er ég ekki í vafa um að langbesta lausnin felist í gatnamótum á þremur hæð- um með hringtorgi efst. Þessi hringtorg eru alls ekki mikil um sig og báðir aðalumferðarstraumarnir eru að svo stórum hluta neðanjarð- ar að hringtorgið er einungis 2 til 3 metrum ofan núverandi yfirborðs. Gangandi umferð myndi að mestu vera í sömu hæð og nú. Þetta er mjög skemmtileg lausn.“ Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum En er nýr borgarverkfræðingur alltaf í vinnunni? „Ég verð að við- urkenna að ég hef alltaf unnið mik- ið. Stærsta ástæðan er væntanlega sú hvað mér hafa alltaf fundist spennandi verkefnin í vinnunni. Ég sagði þér áðan frá því hvað ég á stóra fjölskyldu og auðvitað hefði ég ekki getað unnið svona mikið nema af því að ég er svo heppinn að eiga konu sem skilur þessa ríku þörf mína fyrir að vera svona mikið í vinnunni. Ég er blessunarlega heppinn að því leyti að njóta skiln- ings heima við. Engu að síður von- ast ég til að álagið verði minna eftir að ég verð búinn að koma mér bet- ur inn í embættið og dreifa verk- efnum frekar á nánustu samstarfs- menn mína. Ég held að margir stjórnendur hafi lent í því að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Þeir hafi glatað yfirsýninni af því að þeir hafi lagt of mikið upp úr smá- atriðunum. Borgarverkfræðingur í Reykjavík verður að geta haldið yf- irsýninni og treyst samstarfsmönn- um sínum til að sjá um þau mál og málefni þar sem þörf er á miklum og beinum afskiptum.“ hjólfarið Morgunblaðið/Þorkell ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.