Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Setning – Páll Skúlason, háskólarektor • Ávarp – Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra • Reynsla Háskóla Íslands af rannsókna- og fræðasetrum á landsbyggðinni – Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands • Áhrif rannsókna- og fræðastarfs Háskólans á Akureyri á atvinnu- og búsetuþróun Eyjafjarðarsvæðisins – Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Þau sem standa í eldlínunni: • Hvar liggja tækifærin? Hvernig skal standa að verki? – Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólasetursins á Höfn í Hornafirði • Hver eru áhrif fræðasetursins í Sandgerði á atvinnuhætti, hvernig getum við þróað það starf áfram? – Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sandgerði • Hvers vænta sveitafélög á borð við Austur-Hérað af rannsókna- og fræðastarfi – Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Austur-Héraði Pallborðsumræður • Hvernig má auka áhuga sveitarstjórna og fyrirtækja á rannsókna- og fræðastarfi? Dagný Jónsdóttir alþingismaður, Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans að Hólum, Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar. Ráðstefnuslit og léttar veitingar Málþingið er öllum opið, en sérstaklega ætlað þeim er koma að stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. RANNSÓKNIR OG MENNTUN Á LANDSBYGGÐINNI fræðastarf sem þáttur í atvinnustefnu byggðarlaga Fimmtudaginn 25. september í hátíðasal Háskóla Íslands, kl. 14.00 til 16.45 Málþing rektors Háskóla Íslands haldið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga Nei, nei, herrar mínir, við erum ekki með neina brennivínsívilnun hér, bara hrossaívilnun. Bíllaus dagur Að minnka neikvæð áhrif BÍLLAUS dagur ernú á dagskrá og erhann liður í Sam- gönguviku sem staðið hef- ur yfir að undanförnu. Væntanlega þykir ein- hverjum skrýtið að hugsa sér tilveruna án bifreiða, en það er naumast fyrir- sjáanlegt í náinni framtíð. Hins vegar mun tilgangur dagsins vera að sýna al- menningi fram á að ekki mun nauðsynlegt að fólk sé jafn háð bílum og raun ber vitni og ýmsir aðrir vistvænni valkostir séu fyrir hendi. Morgunblaðið lagði af þessu tilefni nokkrar spurningar fyrir Þóru Kristínu Þórisdótt- ur, verkefnisstjóra hjá Vistvernd. Hverjir halda umræddan bíl- lausa dag? „Bíllausi dagurinn er hluti af evrópskri samgönguviku sem hófst 16. september og rúmlega 20 Evrópuríki taka þátt í. Fimm sveitarfélög á Íslandi taka þátt í vikunni, Reykjavík, Hveragerði, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Rangárþing ytra.“ Hvernig verður dagurinn í framkvæmd? „Allir fá frítt í strætó í tilefni dagsins. Og það verður spennandi að fara í strætó, því börn í fjórðu bekkjum grunnskóla Breiðholts hafa æft dagskrá sem þau flytja í strætisvögnum hverfisins. Klukk- an 16.30 verður svo fundur í Ráð- húsi Reykjavíkur sem haldinn er á vegum Landverndar og Vist- verndar í verki. Fundurinn mun fjalla um möguleika íbúa, okkar sjálfra, á að minnka neikvæð áhrif bílaumferðar.“ Hvað er Vistvernd í verki? „Vistvernd í verki er umhverf- isverkefni sem undanfarin ár hef- ur beint athyglinni að því að gera má einfaldar umbætur í daglegu lífi sem draga úr sóun, bæta um- hverfið og auka lífsgæði okkar. Meðal þeirra þátta sem verkefnið fjallar um eru samgöngur. Sautján sveitarfélög á Íslandi bjóða íbúum sínum þátttöku í þessu alþjóðlega verkefni og geta allir sem hafa áhuga haft sam- band við skrifstofu Landverndar eða sitt sveitarfélag. Vistvernd í verki er liður í þróun sjálfbærs samfélags. Sjálfbært samfélag verður aldrei skapað af stjórn- völdum eingöngu án þátttöku fólksins í landinu. Árangur verk- efnisins hefur ekki látið á sér standa, yfir 400 fjölskyldur um land allt hafa tekið þátt og lagt sitt af mörkum til sjálfbærara samfélags með ótrúlegum árangri.“ Segðu okkur sögu bíllausa dagsins ... „Það voru samtökin „Access - Eurocities for mobility culture“ sem hófu göngu bíllausa dagsins árið 1994. Í fyrra var fyrirkomu- laginu breytt þannig að um heila samgönguviku er að ræða, sem endar á bíllausa degin- um. Samtökin hvetja til nýrrar samgöngu- menningar og aðstoðar borgir og bæi við já- kvæðar breytingar á innanbæjarumferð. Meira en hundrað sveitarfélög í Evrópu eru aðilar að samtökun- um.“ Hver er tilgangurinn með bíl- lausa deginum? „Hann er haldinn til að hvetja fólk til að nota almenningssam- göngur eða aðra fararskjóta en einkabílinn til að draga úr meng- un. Bíllinn er þarfur þjónn og vissulega nauðsynlegur en ef allir endurskoða notkun sína örlítið getum við stigið stórt skref í að bæta bílamenningu okkar, draga úr óþarfa akstri og sparað mikið fé. Markmiðin eru, að fólk vakni til umhugsunar og prófi nýjar leiðir.“ Hefur fólk brugðist vel við samgönguvikunni? „Já, samgönguvikan hér í Reykjavík hefur gengið vonum framar, öll skipulagning og uppá- komur hafa gengið vel og þátt- taka verið með ágætum. Umfjöll- un um vikuna er talsverð í fjölmiðlum og það skilar sér auð- vitað sem fræ inn í sálir lands- manna.“ Er ekki ólíklegt að marktækur árangur náist í að draga úr bíla- notkun hjá jafn rótgróinni bíla- þjóð og Íslendingum? „Það held ég ekki! Auðvitað gerast ekki kraftaverk á einum degi eða einni viku, en skref fyrir skref held ég að við séum að átta okkur á mikilvægi málsins. Lofts- lagsbreytingar gróðurhúsaáhrifa eru þegar farnar að hafa skelfileg áhrif svo það er bara ekki hægt að hafa augun lokuð miklu lengur. Verkefnið Vistvernd í verki hefur líka sýnt svart á hvítu að með því að fylgja einföldum leiðbeining- um um aksturslag og nota hreyf- ilhitara er hægt að minnka bens- ínnotkun um tugi prósenta. Þá eru ótaldar þær leiðir sem hægt er að fara við að fækka bifreið- um.“ Hverjir eru helstu kostir þess að sleppa bílnum? „Með því að sleppa bílferð fáum við nauðsynlega og heilnæma hreyfingu. Með því að sleppa bíl- ferð minnkum við mengun, við spörum dýrmætt pláss sem gæti nýst til útiveru og leikja barna. Við völd- um ekki hljóðmengun sem raskar ró fólks. Við minnkum hættu á slysum og spörum peninga. Svo má ekki gleyma því að það er hægt að skipuleggja útréttingar betur, aka fleiri saman í bíl, nýta bílinn betur þegar hann er heitur og þannig mætti lengi telja. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað, þetta eru kjörorð Vist- verndar í verki.“ Þóra Bryndís Þórisdóttir  Þóra Bryndís Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún er með BA-próf í sálarfræði og starfar sem verkefnisstjóri Vist- verndar í verki, umhverfisverk- efnis á vegum Landverndar. Hún hefur áður starfað hjá bókaút- gáfu og unnið við kennslu og þýðingar. Þóra Bryndís á einn son, Sindra Pál Andrason, sem er 9 ára. Minnkum hættu á slys- um og spörum peninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.