Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 19
sýsluskrifstofunni og fór út að ganga mér til hugarhægðar. Þegar ég lagð- ist til svefns um kvöldið sá ég enn bet- ur en áður að ég myndi ekki snúa aft- ur til Eskifjarðar. Á Hlíðarenda Margs átti ég þó að minnast frá uppvaxtarárum mínum á Eskifirði. Þar hafði ég lifað gleði- og sorg- arstundir í húsi fjölskyldunnar. For- eldrar mínir höfðu byggt steinhús áfast timburhúsi sem afi minn og amma byggðu, einu nafni hétu þessi samföstu hús Hlíðarendi. Þar bjuggu auk okkar og afa og ömmu þrjú systk- ini móður minnar sem öll voru gift og áttu börn. Árið 1922 fluttu tveir bræð- ur mömmu í hús sem þeir byggðu saman fyrir ofan Hlíðarenda og nokkru seinna byggðu móðursystir mín og maður hennar sér hús rétt hjá. Þótt þröngt væri bar ekki á ósætti. Fólkið stóð vel saman, ef vel gekk var það gleði allra, ef illa gekk urðu allir leiðir. Afi og amma áttu marga vini úti um sveitir og engum var úthýst. Ég vakn- aði oft við að það voru komnir gestir í rúmið til mín. Þetta þótti alveg sjálf- sagt. Afleiðingar heilsuleysis Ég var heilsulítill frá tólf ára aldri og hef raunar aldrei jafnað mig til fulls. Ég fékk snert af lömunarveiki og einnig beinkröm. Mér var þungt um gang og fætur mínir og hendur af- löguðust lítillega. Kannski hef ég þol- að illa langar stöður í beitningaskúrn- um? Fermingarárið mitt var ég sendur suður til lækninga í Reykjavík. Matt- hías Einarsson læknir skoðaði mig og gaf mér styrkjandi meðul. Hann ráð- lagði mér að baða mig upp úr hrein- um sjó og vera mikið úti við. Ég reyndi að fara eftir þessu. Mikil gróska var í útgerðarlífi á Eskifirði frá því ég man eftir mér og fram eftir. Fimm stór útgerðarfyrir- tæki voru þar sem veittu öllum sem vildu vinnu. Síðar fóru þessi fyrirtæki á hausinn. Ég fór til sjós en þoldi það illa, fór einn róður en fann að þetta átti ekki við mig og vann vertíðina á enda sem beitningastrákur. Síðan tók ég það til bragðs að ráða mig til tveggja systra að Rauðabergi sem voru kunnugar mömmu. Þar var mér hlíft við erfiðis- vinnu, fékk gott viðurværi og heilsu og stækkaði nokkuð. Ég hef þó alla tíð verið fremur smá- vaxinn, líklega vegna veikindanna. Mér var strítt nokkuð um tíma en það lagðist af þegar ég fór að taka þátt í félagslífi. Þátttaka mín í félagsstarfi hófst í barnastúku, síðan gerðist ég skáti, fór í lúðrasveit og karlakór, svo eitthvað sé nefnt. Ég gekk í barnastúkuna 31. janúar 1925 og var tekinn inn við há- tíðlega athöfn sem hafði mikil áhrif á mig. Jón Valdimarsson, sá sem gaf mér myndina fyrrnefndu, var gæslu- maður stúkunnar. Hann vildi ekki að við temdum okkur ljótt orðbragð, sagði að það væri „eins og forarblett- ur á hvítum silkikjól“. Barnastúkan lagðist af þegar minn árgangur óx upp úr henni en þá var stúkan Björk endurvakin, það gerði Pétur Sigurðsson regluboði. Hann fór um alla Austfirði og blés lífi í dauðar og hálfdauðar stúkur og stofnaði nýj- ar. Á árum Spánarvínanna gekk bruggalda yfir. Við stúkufélagar börðumst harðri baráttu gegn áfeng- isbölinu, fórum meira að segja í hús og hirtum tæki og fleygðum þeim. Við tókum marga drykkjumenn inn í stúkuna og hjálpuðum þeim. Í Stykkishólmi Ég komst að við verslunarstörf á Eskifirði og 22 ára gamall varð ég sýsluskrifari hjá Magnúsi Gíslasyni, sýslumanni á Eskifirði. Ég var fljótur að skrifa, það hjálpaði mér mikið. Sýslumenn höfðu þá visst fé til um- ráða en ríkisbókhald var ekki komið til sögunnar. Magnús Gíslason sýslu- maður þar eystra hafði komið á góðu bókhaldi embættis síns. Hann varð þingmaður og fór svo í stjórnarráðið. Hann sendi Emil Björnsson, sem var sýsluskrifari með mér á Eskifirði, í eftirlitsferðir til þess að sjá hvernig ástandið væri hjá hinum ýmsu sýslu- mönnum. Ekki þótti honum ástandið nógu gott hjá sýslumanninum hér í Stykkishólmi og sendi mér skeyti. Bauð mér tímabundna stöðu sem sýsluskrifari í Stykkishólmi og átti ég að koma lagi á bókhaldið þar og fá 300 krónur í kaup á mánuði, sem var tölu- vert meira en ég hafði hjá sýslumann- inum á Eskifirði. Ég ræddi þetta við helsjúka móður mína og okkur kom saman um að ég gæti ekki neitað svo góðu boði. Vegna þess að sýslumaður hafði ekki, svo sem fyrr gat, tekið farangur minn úr Súðinni var ég í vandræðum með fatnað er ég kom í Hólminn. En þá kom til mín góður maður og kvaðst geta fengið systur sína til að þvo fötin mín og pressa þannig að ég gæti farið í þau hrein fyrsta vinnudaginn. Þetta gekk eftir og mér leið snöggtum bet- ur. Mér leist hins vegar ekki á blikuna þegar ég kom til starfa á sýslumanns- skrifstofunni í Stykkishólmi, þar ríkti óreiða í bókhaldinu og sjálfur fékk sýslumaður mér í hendur lykla að peningaskápnum og bað mig að varð- veita þá – hann var heiðarlegur mað- ur en nokkuð taugaveiklaður og óreglusamur. Ég þekkti ekki nokkurn mann í Stykkishólmi en gekk umsvifalaust í stúkuna þar og Sjálfstæðisfélagið Skjöld. Von var á kolaskipi þegar ég var nýkominn í bæinn. En skipið fórst og í kjölfar þess var ég af hálfu sýslu- mannsembættisins látinn fara í hvert hús til þess að athuga kolabirgðirnar. Þannig hitti ég meginhluta bæjarbúa. Á því ferðalagi kom sér vel að ég hafði byrjað á að kaupa mér skóhlífar – göt- urnar í Stykkishólmi voru slæmar yf- irferðar í þá daga. Ekki löngu eftir að ég kom hingað í Hólminn fór ég að fara með gaman- vísur á skemmtunum. Þetta vakti mikla athygli. Ég hafði tekið þetta fyrir á Eskifirði og fékk nú vin minn að austan til að koma í Hólminn og að- stoða mig. Ég útvegaði honum vinnu hjá Sigurði Ágústssyni og hann lék svo undir hjá mér á skemmtunum þegar þess þurfti. Ég hef samið ógrynni af gamanvís- um og flutt á fjölda samkoma, bæði dansleikjum og alls kyns hátíðum. Oft hef ég lagt út af bæjarfréttum eða þá atburðum úr þjóðlífinu en fjölda- margt annað hefur orðið mér að yrk- isefni í áranna rás – meira að segja hef ég snúið ljóðum stórskáldanna, eins og t.d. Páls Ólafssonar: af víni Morgunblaðið/Guðrún MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 19 Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Sikiley Enn eru örfá sæti laus í einstæ›a ævint‡rafer› til Sikileyjar undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar. Missi› ekki af stórkostlegu tækifæri til a› kynnast stórbrotinni náttúrufegur›, ævafornum menningarver›mætum, ítalskri matarger›arlist og sólartöfrum Mi›jar›arhafs. Líflegasta borgin í Bandaríkjunum og gri›asta›ur fleirra sem vilja njóta tilverunnar eftir sínu eigin höf›i. fieir sem kunna a› meta gróskumiki› mannlíf, gó›an amerískan mat og heillandi umhverfi, eiga eftir a› upplifa einstakt ævint‡ri vi› Gullna hli›i›. Heillandi borgarstæ›i og tígulegar byggingar frá fyrri tímum. Edinborgarkastali og hæ›irnar sjö sem umlykja borgina gefa henni einkar fallega umgjör›. Hótel Úrvals-Úts‡nar eru í göngufæri vi› flest fla› sem gerir Edinborg a›la›andi. Höfu›borg og hjarta Evrópusamstarfsins, töfrandi veröld flar sem auganu mæta fortí› og nútími, flröngar götur í gamla bænum, glæsilegar byggingar, gar›ar og torg. Veitingahúsin eiga fáa sína líka og hvergi er hægt a› njóta fless betur a› gæ›a sér á bjór og súkkula›i. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 22 25 9 /0 3 41.560 kr.* 2. okt. - 4. des. 11. - 18. nóvember. 6. - 13. okt. Barcelona 6. - 9. og 13. - 16. nóvember. Búdapest 3ja og 4ra nátta fer›ir dagana 9., 10., 23., og 30. október. Dublin 2. okt. - 4. desember. Prag 20. - 24. og 27. - 30. nóvember. Róm 30. okt. - 3. nóv. og 6. - 10. nóvember. Vínarborg 27. nóv. - 1. desember. *Innif.: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvöllum erlendis, gisting me› morgunver›i í tvær nætur og íslensk fararstjórn. 44.190 kr.* 17. - 20. október. *Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í flrjár nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innif.: Akstur til og frá flugvöllum erlendis. Sko›unarfer›ir:85.170 kr.* Ver› í tvíb‡li frá: *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›arhla›bor›i, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki innfali›: Sko›unarfer›ir. Taormina • Palermo Eldfjalli› Etna • Siracuse Borgin Catania og vínsmökkun Agrigento og Piazza Armerina 99.970 kr.*Ver› frá: Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 6 nætur án morgunver›ar, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Flogi› er me› Loftlei›um/Icelandic e›a Air Atlanta í beinu leiguflugi. Brussel Ver› frá: 15 sæti laus 30 sæti laus Laus sæti Laus sæti Laus sæti Uppselt Ver› frá: San Francisco Edinborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.