Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 41 tónlist, má nefna þá frábæru sveit Li- ars, aðra lítt síðri sem kallast því sér- kennilega nafni Out Hud og afsprengi hennar sem heitir !!! (lesist tsjit, tsjit, tsjit). Liðsskipan Out Hud er óvenjuleg, Nic Offer leikur á bassa, Tyler Pope á gítar og Molly Schinct á selló en fjórði „liðsmaður“ kvartettsins er trommu- heilinn Phyllis. Einskonar aukamað- ur í sveitinni er upptökustjórinn Just- in Vandervolgen, en þeir Offer, Pope og Vandervolgen eru liðsmenn stuð- sveitarinnar frábæru !!! sem sendi frá sér afbragðs tólftommu, Me and Giuliani Down by the Schoolyard, í sumar – ekki bara danspönk, heldur pönkdiskó. Out Hud er búin að vera að lengi, sveitin var stofnuð fyrir sjö eða átta árum, og því ekki eins og menn sé að finna upp slíka bræðingstónlist í dag. Sveitin hefur gefið út nokkrar smá- skífur fyrir ýmsar útgáfur en fyrsta breiðskífan, S.T.R.E.E.T. D.A.D., kom út fyrir tæpu ári vestan hafs en hefur ekki sést hér á landi. Liars er öllu yngri sveit en ekki síð- ur eftirtektarverð. Henni svipar meira til Rapture en Out Hud í því að styttra er í rokkið, en sveitirnar eiga allar það sameiginlegt að þeim er ekkert heilagt þegar innblásturinn er annars vegar, öllu er hrært saman og allt notað ef það hljómar vel. Liars er þriggja ára gamall kvart- ett þeirra Aaron Hemphills, Angus Andrews, Pat Noeckers og Ron Al- bertsons. Andrew syngur / öskrar, Hemphill leikur á gítar og sér um for- ritun, Noecker leikur á bassa og Al- bertson á trommur, en sveitin varð víst þannig til að tveir þeir síð- arnefndu auglýstu eftir liðsmönnum í rokksveit. Danspönk Liars-félaga er oft ansi nálægt pönkinu en þó útpælt eins og heyra má við endurtekna hlustun. Frami sveitarinnar hefur verið hrað- ur; hún var ekki nema mánaðargömul þegar hún var farin að vekja athygli á tónleikum. Fyrsta platan var hljóð- rituð tæpu ári síðar, tók bara tvo daga að taka upp skífuna They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monu- ment on Top. Hún var endurútgefin fyrir ekki svo löngu og þá með al- mennilegri dreifingu. Afbragðs plata. Vert er einnig að vekja athygli á tveimur smáskífum sem komu út á síðasta ári, We No Longer Knew Who We Were og Fins to Make Us More Fish-Like, sérstaklega er fyrri skífan forvitnileg. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir VIÐSKIPTI mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.