Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Þerney koma í dag. Triton fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gerda Maria kemur í dag. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hvassaleiti 56- 58 og Hæðargarður 31. Haustlitaferð verð- ur farin á Þingvöll, ef veður leyfir, hinn 23. sept. nk. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 13 og síðan teknir farþegar í Furugerði. Ekið verður um Mos- fellsheiði að Al- mannagjá. Gengið verður niður Al- mannagjá fyrir þá sem treysta sér til þess. Kaffi verður drukkið á Hótel Valhöll. Ekið verður um Grímsnes og Selfoss niður að Óseyrarbrú, stoppað við veitingastaðinn Hafið bláa og notið út- sýnis og þaðan verður svo farið heim um Þrengslin. Leið- sögumaður verður Tómas Einarsson. Skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í Furu- gerði í s. 553 6040, í Hvassaleiti í s. 535 2720 og í Hæð- argarði í s. 568 3132. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur Ásgarði Glæsibæ í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20-23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Baldvin Tryggvason verður til viðtals fimmtudag 25. september og veitir ráðgjöf í fjármálum. Panta þarf tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið opnað kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi á könnunni. Dans- leikur á föstudag 26. sept. kl. 20.30 til 24, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun vinnustofur og spilasal- ur opinn. Nokkur pláss laus í postulíns- námskeið, dans fellur niður. Hraunbær 105. Mið- vikudaginn 1. okóber verður farið í haustlita- ferð. Ekinn verður Línuvegur-Grafn- ingur-Þingvellir og að Básum. Þar bíður kaffihlaðborð. Leið- sögn Nanna Kaaber. Lagt af stað frá Hraunbæ 105 kl. 14. Skráning á skrifstofu eða í síma: 587 2888. Kristniboðsfélag karla. Fundur í kristniboðssalnum Háaleitisbarut 58-60 mánudagskvöldið 22. sept. kl. 20. Eþíópinn Engida Kussia talar á fundinum. Allir karl- menn velkomnir. ITC Harpa. Fundur verður þriðjudaginn 23. september kl. 20 á þriðju hæð í Borg- artúni 22. Gestir vel- komnir. Guðbjörg Jónsdóttir, sími 553 0831. Minningarkort Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566 alla daga. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Hrafnkelssjóður (stofnaður 1931). Minningarkort af- greidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Í dag er sunnudagur 21. sept- ember, 264. dagur ársins 2003 Matteusmessa. Orð dagsins: Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki.“ (Lk. 9, 10-60.)     Kolbrún Halldórs-dóttir, þingmaður vinstri-grænna segir á vefsíðu sinni að mikið hafi verið rætt og ritað um byggðamál og byggðaröskun síðustu ár. „Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir mis- heppnaðar tilraunir til að snúa fólksflóttanum við. Miklum fjármunum hefur verið veitt í sér- tækar aðgerðir til að reyna að bjarga því sem bjargað verður, fjár- munir hafa verið settir til aukinnar atvinnusköp- unar á landsbyggðinni og atvinnuþróunarfélög stofnuð víða. Þrátt fyrir margskonar aðgerðir virðist stöðugt hafa sigið lengra á ógæfuhliðina. Í öllum umræðunum um stóriðjuver í fámennum byggðakjörnum á síðasta vetri var ein röksemdin í málflutningi þeirra sem töldu álver misheppnaða byggðaaðgerð, að at- vinnutækifærin sem slík- ar verksmiðjur byðu uppá væru ekki líkleg til að kalla ungt fólk aftur heim í byggðirnar sín- ar.“     Síðar segir Kolbrún:„Nú er komin fram niðurstaða könnunar sem Þóroddur Bjarnason lektor í félagsvísindum í Bandaríkjunum hefur gert meðal nemenda í 9. og 10. bekk. Þar eru kannaðar búsetuóskir ís- lenskra unglinga. Nið- urstöðurnar eru sláandi; flestir þeirra sem vilja flytja og búast við að flytja, vilja flytja af landi brott. Það gildir einu hvar á landinu ungling- arnir búa, allir sem vilja flytja setja útlönd í fyrsta sæti,“ segir hún og þetta minni óþyrmilega á málflutning ýmissa frammámanna í ýmsum Afríkuríkjum sem kvarti undan miklum atgervis- flótta.     Kolbrún segir Íslend-inga standa frammi fyrir því að fólksflóttinn af landsbyggðinni virðist ekki ætla að stöðvast í Reykjavík. „Er nú ekki tímabært að taka þessi mál til rækilegrar skoð- unar og viðurkenna það að við höfum verið á villi- götum í uppbyggingu at- vinnutækifæra. Við höf- um ekki tekið mið af óskum unga fólksins, heldur vaðið áfram í blindni og horfum nú fram á alvarlegar afleið- ingar mistaka okkar. Hefði ekki verið gáfu- legra að veðja á ferða- þjónustuna sem er stærsta atvinnugrein veraldarinnar og sú sem er í örustum vexti, held- ur en að leggja þessa ríku áherslu á uppbygg- ingu stóriðju? Eða að skapa atvinnutækifæri á sviði menningarmála, vísinda eða rannsókna? Er það ekki orðið nokkuð augljóst að við erum að veðja á vitlausan hest í atvinnumálum? Unga kynslóðin virðist ekki ætla að þakka okkur fyr- ir þau tækifæri sem verið er að skapa, hún ætlar að flytja til útlanda.“ STAKSTEINAR Unga fólkið vill flytja til útlanda Víkverji skrifar... ERLENDIR gestir, sem komahingað til lands, hafa oft orðið undrandi yfir ótrúlega miklu og fjöl- breyttu menningarlífi Íslendinga – hér á landi er aldrei lognmolla á þeim vettvangi. Um helgar er hægt að fara á myndlistarsýningar – bæði í fjölmörgum galleríum og stærri sýningarsölum, sýningar þar sem boðið er upp á söng, leiklist og tón- list. Þá er djassinn á Jómfrúartorgi mikill gleðigjafi á laugardögum á sumrin. x x x VÍKVERJI hefur aldrei komið aðtómum kofunum þegar hann hefur ákveðið í skyndingu að gera sér dagamun og bregða sér í „menn- ingarferð“ um helgi. Síðastliðinn sunnudag var þannig skyndi- ákvörðun tekin upp úr hádegi. Vík- verji byrjaði á því að fara í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Tvær sýn- ingar voru þar í boði. Helga Krist- mundsdóttir var þar með sýningu á þrjátíu olíumálverkum og þá var Sigríður Bachmann með sýningu á ljósmyndum. Fyrir utan þessar tvær sýningar er ein stór sýning að ganga um Gallerí Fold og sjá hvað list- munasalan hefur upp á að bjóða. Í boði var allt frá litlum gler- og leir- munum upp í málverk eftir meistara Kjarval, sem var hægt að kaupa á 1,4 millj. ísl. kr. x x x EFTIR ánægjulega dvöl í GalleríiFold fór Víkverji í Norræna hús- ið til að skoða sýningu á skart- gripum eftir norsku listakonuna Liv Blåvarp. Eftir að hafa séð sýninguna þá er Víkverji tvístígandi – hvort kalla eigi magnað handverk Liv skartgripi eða listaverk. Á sýning- unni eru níu hálsmen unnin úr ýms- um trjátegundum, mörgum litlum trjábútum sem Liv hefur sagað út og slípað, og skreytt með til dæmis hvaltönnum. Listaverkin eru glæsi- leg, stílhrein og fagurlega skreytt með vatnslitum og síðan lökkuð. Eitt verkanna á sýningunni er í eigu Sonju Noregsdrottningar. Víkverji telur að listunnendur ættu ekki að láta sýningu Liv Blå- varp fram hjá sér fara. Sýningin verður í Norræna húsinu daglega til 19. október. Fyrir utan að skoða ein- stök listaverk, þá fékk Víkverji frá- bæra leiðsögn og fræðslu um munina. x x x VÍKVERJI lauk menningarferð-inni í Langholtskirkju og var það rúsínan í pylsuendanum. Í tilefni 50 ára afmælis Kórs Langholts- kirkju hefur verið komið á tónleika- röðinni Blómin úr garðinum. Blómin sl. sunnudag voru sönglög eftir Stephen Foster sem samdi margar perlur. Nokkrar þeirra hafa verið þýddar á íslensku af Jóni frá Ljár- skógum, eins og Ó, Súsanna og Blærinn í laufi. Söngvarar og leik- arar voru Bergþór Pálsson, Egill Árni Pálsson, Bragi Bergþórsson og Þorvaldur Þorvaldsson, sem fór á kostum. Morgunblaðið/Kristinn Liv Blåvarp við eitt verka sinna. Enn um Animal Planet og Stöð 2 ÞEIR eru ekki mikið að hugsa um viðskiptavinina, snillingarnir hjá Norður- ljósum. Nú eru þeir búnir að eyðileggja Animal Planet, langbestu rásina á Fjöl- varpinu, til að koma að seinkaðri endursýningu á dagskrá Stöðvar 2. Ég segi nú bara: Lengi má reyna að koma dagskrá Stöðvar 2 ofan í áhorfend- ur. Ekki höfðu þeir mann- dóm í sér til að vara áskrif- endur Fjölvarpsins við eða jafnvel bera þetta undir þá. Og ekki sáu þeir heldur sóma sinn í að lækka áskriftargjaldið að Fjöl- varpinu þótt stöðvunum hefði fækkað um eina. Einu kveðjurnar sem áskrifendur fengu bréfleið- is var tilkynning um að framvegis yrði bætt við áskriftina árlega 670 króna tryggingargjaldi vegna hugsanlegra skemmda á af- ruglaranum. Það eru þakk- irnar sem M12 áskrifendur fá eftir að hafa borgað tug- þúsundir á ári hverju fyrir dagskrána uppi á Lyng- hálsi. Og hvað voru þeir svo að hugsa að færa fréttatímann yfir á sama tíma og fréttir Ríkissjónvarpsins? Fyrir hvern er sú ráðstöfun eig- inlega? Ekki er hún fyrir áhorfendur, svo mikið er víst. Lana Kolbrún Eddudóttir. Góð þjónusta í Elko MIG langar að koma á framfæri þakklæti fyrir góða þjónustu í Elko. Ég var að leita mér að ísskap og fékk frábæra þjónustu hjá Hilmari Jónssyni, bæði við kaupin og einnig við að koma skápnum heim. Hilm- ar gaf sér góðan tíma til að sinna mér og ef ég þarf aft- ur að leita mér að heimilis- tækjum þá leita ég þangað fyrst af öllu. 120652-2579. Bretaprins og stjörnurnar ÉG minnist þess að þegar Karl Bretaprins fæddist fyrir nokkrum áratugum birtist frétt þess efnis í ís- lensku dagblaði að einhver þekktur erlendur spámað- ur eða kortalesari teldi sig sjá það í spilum sínum að samkvæmt stöðu himin- tunglanna þegar prinsinn fæddist væri ekki svo að sjá að umræddur prins yrði þjóðhöfðingi. Fróðlegt væri að heyra álit íslenskra stjörnuspá- manna um þetta. Geta þeir t.d. lesið eitthvað um þetta í sínum spilum núna? Öldungur í austurbæ. Dýrahald Skógarketti vantar heimili 3 norska skógarkattafressa vantar ný heimili, þeir eru svartir með hvítu, rúmlega 3ja mán. Uppl. í símum: 820 0419 og 551 4054 á milli. 17–20. Keli er týndur KELI týndist frá Skriðu- stekk í Breiðholti. Hann er u.þ.b. eins árs gamall, blíð- ur og góður kisi sem er sárt saknað. Ef einhver hefur orðið var við Kela þá vin- samlega hringið í síma 693 6659. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 snjóþyngsli, 8 hæfni, 9 svera, 10 tala, 11 seint, 13 illa, 15 hrakninga, 18 svínakjöt, 21 eldiviður, 22 guðsþjónusta, 23 heið- arleg, 24 fyrirferð- armikil. LÓÐRÉTT 2 ákveð, 3 hafna, 4 bál, 5 hlýði, 6 eldstæðis, 7 skjóla, 12 hlemmur, 14 bókstafur, 15 skyggnast til veðurs, 16 slóu, 17 álögu, 18 víðátta, 19 styrkti, 20 lítið skip. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svima, 4 bógur, 7 eljan, 8 ræðum, 9 auð, 11 læna, 13 hrum, 14 fenna, 15 stól, 17 kúpt, 20 emm, 22 nagli, 23 umbun, 24 Agnes, 25 nóana. Lóðrétt: 1 skell, 2 iðjan, 3 agna, 4 borð, 5 góður, 6 rím- um, 10 unnum, 12 afl, 13 hak, 15 sunna, 16 ólgan, 18 útbía, 19 tunga, 20 eims, 21 munn. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.