Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ ER rétt eins og félagi Napóleon horfi til mínu úr hverju horni þegar ég geng um svínabúið á Hýru- mel í fylgd með eig- anda þess, Gunnari Ásgeiri Gunnarssyni, og bústjóra hans, Karvel Lindberg Karvelssyni. Gunnar hefur boðið mér í heimsókn til þess að ég geti með eigin augum séð hvernig slík bú eru útbúin og rekin. Svínabú hafa verið mikið í um- ræðunni að undanförnu í tengslum við meinta offramleiðslu á svínakjöti og hafa menn leitt að því getum í ýmsum fjölmiðlum að þessi mikla svínakjötsframleiðsla sé ein ástæða þess að sauðfjárbændur búa við þrengingar vegna þess hve dregið hefur úr kindakjötsáti hjá lands- mönnum, sem í æ ríkari mæli leggja sér til munns ódýrt svínakjöt. Það er ekki ofsögum sagt að mikið fyrirtæki sé að koma á fót stóru svínabúi, um það sannfærist ég fljót- lega á göngu minni meðal allra hinna strýhærðu og stórmynntu fé- laga Napóleons, þess sem Orwell gerði frægan í samnefndri bók sinni. Mér þykir nokkuð þröngt setinn bekkurinn hjá svínunum en sam- fylgdarmenn mínir segja mér að betra sé að hafa svínin í básum þeg- ar þau fara að eldast, gylturnar eigi til að aféta hver aðra svo sumar hor- ist niður meðan aðrar safna ofur- holdum og séu að auki harla „svíns- legar“ í framkomu við þær sem minna megi sín. „Þetta verður að vera svona þar til eitthvert „system“ finnst sem lætur þær hætta að haga sér svona,“ segir Karvel. Blaðamanni verður hugsað til mannfólksins og vand- ræða þess, – kannski væri lausnin að koma því öllu fyrir í þar til gerðum stíum, það yrði þá kannski einhvern tíma til friðs. „Svínin hér eru álíka mörg talsins og íbúar Akraness,“ heldur Karvel áfram, en hann á ættir að rekja í þann bæ en fór þaðan á Hvanneyri til búfræðináms og svo til Kaup- mannahafnar í landbúnaðarháskóla, þaðan sem hann útskrifaðist sem sérfræðingur í svínabúskap. Gunnar Gunnarsson svínabóndi er sonur Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar sem hvatti son sinn til þess að koma sér fyrir með svínabú, sem hann vildi koma á fót, á jarðnæði þar sem hiti væri í jörðu. Hýrumelur er skammt frá Reyk- holti í Borgarfirði og leggur heitar vatnsgufur þar upp úr ýmsum hol- um, heita vatnið er leitt inn í húsin og svínunum er því ekki kalt í stíum sínum, svo mikið er víst. Það er líka eins gott, þau eru eins og við mann- fólkið, illa hærð til þess að þola kulda og vosbúð. Tölvubúnaðurinn mjög fullkominn Svínabúið á Hýrumel er eitt hið fullkomnasta sinnar gerðar á Íslandi og stenst að sögn vel samanburð við fullkomin svínabú annars staðar í Evrópu. Tölvustýrður búnaður sér svínunum fyrir réttri loftræstingu og veitir ekki af. Einnig sér tölvu- búnaðurinn þeim fyrir fóðri af réttu magni og gerð, sem og vatni og hita. Svínin færast á milli sérhannaðra sala eftir aldri. Grísirnir eru fyrst að staulast um við spena móður sinnar, síðan þegar þeim vex ásmegin eru þeir hafðir margir saman í stíum, en eftir því sem aldurinn færist yfir þá fækkar þeim í stíunum og þegar þeir nálgast endastöðina eru þeir orðnir um sex mánaða og hæfilega þungir, um 110 kíló, til þess að gerast beikon eða hamborgarhryggir, eða þá svínalundir og kótelettur, – það sem eftir verður þegar búið er að hluta skrokkana sundur í hinar ýmsu teg- undir svínakjöts fer svo í svínahakk, sem verið hefur í miklu magni á diskum landsmanna að undanförnu sem fyrr sagði. Þegar göngu okkar þriggja lýkur um völundarhús hinna 6.000 fer- metra sem svínabúið hefur starf- semi sína í förum við upp á kaffistofu þar sem þeir Gunnar og Karvel leiða blaðamann í ýmsan sannleika um stöðu þessarar framleiðslugreinar nú um stundir. „Við höfum engan kvóta en við fáum heldur enga aðstoð frá opin- berum aðilum ef illa gengur. Við verðum sjálfir að bera allt tap sem verður í svínabúskapnum, þegar um slíkt er að ræða, eins og nú er stað- reynd. Við tökum þessu en á hinn bóginn erum við svínabændur ekki sáttir við að bændaforystan skuli hafa við orð að slæmt ástand í mál- efnum sauðfjárbænda sé vegna of mikillar svínakjötsframleiðslu. Þessi ummæli hefur okkur sárnað og sum- ir svínabændur hafa jafnvel viljað segja sig úr bændasamtökunum vegna þess að þeim sömu bændum finnst forystan gera fremur lítið úr starfi svínabænda. Því má ekki gleyma að forysta bændasamtak- anna er forysta svínabænda ekki síður en sauðfjárbænda,“ segir Gunnar. Þyrfti að afnema þungaskatt „Ef menn vildu gera eitthvað til að létta landsbyggðarfólki lífsbar- áttuna væri vel við hæfi að afnema þungaskattinn af vöruflutningum sem helgast af miklu reglugerðar- fargani m.a. Flutningsgjöld með bíl- um eru mjög þungur baggi t.d. á svínabændum. Það kostar 2.500 krónur að fá tonn af maískorni flutt frá Rotterdam til Reykjavíkur (6.000 km) en 3.000 krónur að fá þetta sama korn flutt frá Reykjavík upp í Borgarfjörð (110 km) með flutningabílum. Þungaskattur er ein af meginástæðum þess að landslýð- ur er allur að sogast til Reykjavíkur. Þau eru þungur póstur hjá okkur hér á Hýrumel gjöldin sem reiða þarf af hendi þegar við flytjum svín- in okkar til slátrunar, t.d. á Akur- eyri,“ bætir Gunnar við. Hin frjálsa samkeppni er Morgunblaðið/Árni Sæberg Árið 1987 er Gunnar hóf svínarækt voru 144 svínabændur starfandi. Í dag eru þeir 14 í fullu starfi en framleiða samt þrisvar sinnum meira en hinir allir framleiddu. Þótt svínin séu álíka mörg og þau voru á árum áður eru þau miklu þyngri og gefa því af sér mun meira kjöt. Morgunblaðið/Guðrún F.v. Gunnar Ásgeir Gunnarsson bóndi á Hýrumel og Karvel Karvelsson bústjóri. Miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um kjötmark- aðinn, hið ódýra svínakjöt og vanda sauðfjárbænda sem sumir telja að tengist því. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti svínabúið á Hýru- mel í Borgarfirði og ræddi um þessi mál við Gunnar Ásgeir Gunnarsson bónda þar og bústjóra hans Karvel Lindberg Karvelsson búvís- indamann. ’ Við höfum engankvóta en við fáum heldur enga aðstoð frá opinberum að- ilum ef illa gengur. Við verðum sjálfir að bera allt tap sem verður í svínabú- skapnum ‘ ’ Sannleikurinn ersá að meginþorri svínakjötsbænda er í raun í sömu stöðu og sauðfjárbændur – þeir eiga erfitt með að losna við fram- leiðslu sína. ‘ ’ Hin frjálsa sam-keppni sem í grein- inni ríkir er óvægin – en eigi að síður besti kosturinn að mínu mati. Ástandið sem verið hefur að und- anförnu mun kenna okkur svínabændum að vera rólegir hvað snertir framleiðslu- aukningu næstu ár- in. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.