Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 13
nefnd Repúblikanaflokksins segist rétt byrjuð að kanna feril Deans og hafði tímaritið Time eftir embættis- manni nefndarinnar að í haust yrði út- sendarar hennar á ferðinni í Ver- mont. Sagt er að Dean hagnist á því að innan Demókrataflokksins ríki glund- roði og óánægja. Reiði Deans endur- speglar tilfinningar margra í grasrót flokksins, sérstaklega vegna Íraks, en í því máli greiddu helstu keppinautar Deans atkvæði með Bush. Þegar Al Gore tapaði orrustunni um endurtaln- inguna í Flórída árið 2000 voru marg- ir á vinstri væng Demókrataflokksins sannfærðir um að repúblikanar hefðu stolið kosningunum. Þeir misstu enn vindinn úr seglunum þegar þeir sáu að leiðtogar flokksins í Washington reyndu að vinna með Bush í lykilmál- um, þar á meðal að því að koma skattalækkunum hans í gegn. Þessi hópur taldi að loks yrði hlustað á hann þegar flokkurinn galt afhroð í kosn- ingunum 2002. Þess í stað gerðu þing- menn demókrata í öldungadeildinni sér lítið fyrir og lögðu blessun sína yf- ir stríðið í Írak. Vonbrigði vinstri vængsins breyttust í reiði. „Demókratar eru ekki að leita að einhverjum, sem lofar meiru af þeim aðferðum og óþoli sem við höfum mátt búa við undanfarin ár, heldur einhverjum sem skammast sín hvorki né blygðast fyrir að segja fyrir hvað við stöndum,“ sagði Christopher Ed- ley lagaprófessor sem var bæði ráð- gjafi Carters og Clintons, í viðtali við dagblaðið The New York Times í sumar. Þegar Dean varð var við þær til- finningar, sem andstaða hans við stríðið í Írak vöktu, gekk hann á lagið. Hann lítur svo á sem baráttan um út- nefningu flokksins snúist annars veg- ar um þessa reiði og hins vegar hug- takið „kjörhæfi“. „Demókratar eru brjálaðir út í eigin flokk,“ segir hann. „Þeim finnst forystumenn flokksins hafa hlaupist undan merkjum.“ Á kosningafundum hrópar hann: „Ég heiti Howard Dean og ég er hingað kominn sem fulltrúi demókratavængs Demókrataflokksins.“ Skilaboðin fara ekki fram hjá þeim sem hlýða: demó- kratar geta hætt að vera hræddir við að hegða sér eins og demókratar. Af auðugri fjölskyldu Howard Dean kemur úr auðugri fjölskyldu. Faðir hans var einn af helstu stjórnendum fjármálafyrir- tækisins Dean Witter Reynolds á Wall Street. Hann fæddist 1948 og er elstur fjögurra bræðra. Næstelsti bróðirinn var myrtur í Laos árið 1974 og voru þar að verki félagar úr skæruliðahreyfingunni Pathet lao. Þetta atvik hafði mikil áhrif á elsta bróðurinn. Howard gekk í Yale-há- skóla á sama tíma og George Bush. Hann var andvígur stríðinu í Víet- nam, en kveðst lítinn þátt hafa tekið í mótmælum. Hann fékk undanþágu frá herskyldu vegna bakveiki sem enn veldur honum óþægindum. Þegar hann lauk háskóla fór hann til Aspen í Colorado þar sem hann var á skíðum, en prófaði einnig marijúana og drakk bjór milli þess sem hann vann við uppvask og í byggingarvinnu. Þegar hann fékk nóg af því ákvað hann að fá sér vinnu og eftir nokkra umhugsun lá leiðin í fótspor föður hans á Wall Street, en hann var ekki ánægður og hóf að undirbúa sig undir nám í lækn- isfræði á laun. Þegar fjölskyldan komst að því ákvað hann að hella sér út í læknisfræðina af krafti og innrit- aði sig í Albert Einstein-læknaskól- ann í Bronx í New York. Aðhaldssamur í fjármálum Howard fór í sérnám í Burlington í Vermont og þar hófst hans pólitíski ferill hægt og sígandi. Hann byrjaði á að beita sér í átaki fyrir hóp sem barð- ist fyrir bættum hjólreiðastígum, en brátt var hann kominn á kaf í að að- stoða í kosningabaráttu Jimmys Car- ters fyrir endurkjöri árið 1980. Þaðan lá leiðin á ríkisþingið í Vermont og tæpum áratug síðar bauð hann sig fram til vararíkisstjóra. Örlögin hög- uðu því síðan þannig að Richard Snelling ríkisstjóri lést í ágúst 1991 og þar með var Dean kominn í rík- isstjórastólinn. Kjörtímabil ríkis- stjóra í Vermont er aðeins tvö ár. Dean var kjörinn ríkisstjóri 1993 og var endurkjörinn fjórum sinnum. Í síðustu kosningunum munaði reynd- ar aðeins hálfu prósentustigi á honum og andstæðingi hans og ákvað hann þá að fara að undirbúa frekari land- vinninga. Hann lagði mjög hart að sér í að skila hallalausum fjárlögum í Ver- mont, en það er eina ríkið í Bandaríkj- unum þar sem ekki er í stjórnarskrá að þau skuli vera hallalaus. Í ríkis- stjóratíð sinni varðist hann þrýstingi um að auka útgjöld og knúði þess í stað fram skattalækkanir í tvígang og borgaði niður skuldir ríkisins. Í lok síðasta fjárlagaárs var 10,4 milljarða afgangur á fjárlögum Vermont og er honum þakkaður sá árangur. Dean er aðeins á vinstri væng flokksins í einu máli og það er Írak. Hann liggur ekki á því að hann hyggst ganga harðar fram í barátt- unni gegn hryðjuverkum en George Bush. Búist er við að hann yrði ekki síður harður í horn að taka í fjármál- um kæmist hann til valda í Wash- ington en hann var í Vermont og jafn- tregur til að efna til útgjalda og hann var í ríkisstjórastóli. Það gæti því orð- ið lítið svigrúm fyrir dýra félagsmála- pakka undir hans stjórn. Á þessu stigi málsins er ógerningur að segja hversu langt Dean mun ná. Forkosningarnar hefjast í febrúar og verður fyrst kosið í New Hampshire og Iowa. Sigrar þar eru mjög mik- ilvægir upp á framhaldið því að kosn- ingarnar ganga mjög hratt fyrir sig. Fréttaskýrendur velta mjög vöngum yfir því hvaða áhrif framboð hans muni hafa á forkosningar demókrata og íhuga hvort andstæðingar hans muni reyna að yfirbjóða hann í and- stöðunni við Bush og vera búnir að mála sig út í horn þegar að kosninga- baráttunni kemur. Aðrir segja hins vegar að Dean muni halda áfram að beita sömu aðferðum í forkosningun- um og tryggja sér þannig stuðning óánægðra demókrata, en verða fljót- ur að skipta um kúrs og hlaupa inn á miðjuna í baráttunni við Bush nái hann útnefningu og hamra á efna- hagsmálunum. Fyrst þarf hann hins vegar að ná útnefningunni og það er langur vegur í það. En það er ljóst að Howard Dean hefur tekist að setja sitt mark á hina pólitísku umræðu í Bandaríkjunum og beina henni í nýj- an farveg. forystu kbl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 13 Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt Njótum þess saman Sölutímabil 21. sept. - 1. okt. Ferðatímabil - Amsterdam: Október og nóvember. Lágmarksdvöl í Amsterdam: Aðfaranótt sunnudags. Börn, 2ja - 11 ára, fá 50% afslátt af punktum. Börn, yngri en 2ja ára, fá 90% afslátt af punktum. Vörðufélagar sjá punktastöðu sína á www.icelandair.is/vildarklubbur Hafið notendanafn og lykilorð við höndina. Vörðufélagar Haustrómantík og sól á einstöku tilboðsverði 19.830 kr. + 10.000 ferðapunktar Tryggið ykkur sæti á sölu skrifstofum eða Fjarsöludeild Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og sunnud. kl. 10-16) eða á www.icelandair.is/vildarklubbur Amsterdam 31.320 kr. + 15.000 ferðapunktar Orlando 48.170 kr. á mann í tvíbýli Orlando (1-3 vikur) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 30 3 09 /2 00 3 Innifalið: Flug, flugvallarskattar og þjónustugjald. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og þjónustugjald. Innifalið: flug, gisting í 8 nætur á Best Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottför 1., 5. og 8. desember Heimkoma 9., 16. og 23. desember Brottför 1., 5. og 8. desember Heimkoma 9., 16. og 23. desember Verðdæmi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.