Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 43
44 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki algengt að götuspil- arar eða „böskarar“ skilji eitthvað áþreifanlegt eftir sig. List þeirra felst nefnilega gagngert í þeim andartök- um þegar þeir eru að spila. Líkt og með þá sjálfa er erfitt að finna tónlist þeirra varanlegan stað. Jo Jo, sem stund- að hefur götur og krár Reykjavíkur um langa hríð, hef- ur þó afráðið að þrykkja nokkrar upptökur á disk, kannski vegna þess að öll lögin fjórtán eru eftir hann sjálf- an en ekki tökulög eins og eru svo oft á efnisskrá götuspilaranna. Disknum hefur hann sjálfur lýst sem „götu- memói“, smá minjagrip sem hann tekur með sér fyrir þá sem vilja versla hann af sér. Umbúnaður er enda í al- gjöru lágmarki. Diskurinn er ber í einföldu, glæru plastumslagi. Upp- tökurnar voru gerðar jafnt í Austur- stræti, á hljómleikum og svo í hljóð- veri. Lögin hafa flest yfir sér ljúft yfir- bragð. Opnunarlagið, hið mjög svo ágæta „Hula Hula“, er vel til fallið sem opnunarlag og segir ansi margt um flytjandann. Ofureinfaldur hljómagangur, ómþýtt og blítt þar sem kassagítarinn er að sjálfsögðu í forgrunni. Rödd Jo Jo er hlý og hæ- versk en þó greinilegt að hann er sigldur söngvari og býr yfir eðlislægri rokk/blúsrödd. Tilfinningin er ekta. Maður skyldi ætla að maður með ára- tuga reynslu í þessu fagi væri kominn með ráma og hrjúfa rödd en það er öðru nær. Eins og segir eru lögin eftir Jo Jo sjálfan. Frumleika er þó sjaldan fyrir að fara en ekki að það fari neitt sér- staklega í taugarnar á manni, reyndar alls ekki. Lagatitlarnir segja sitt um áðurnefndan ófrumleika: „Blue Train“, „Jivin“, „Soulman“ og „I’m a Man“. Lögin er mörg í hefðbundnu blúsformi eða þá í einhvers konar þriggja gripa fasa sem styðst við vinnukonugripin G, C og D. Stöku slaghörpuleikur og munnharpa kryddar þá oft skemmtilega en ann- ars er það gítarinn sem ræður för. Áhrif má heyra frá mönnum eins og Springsteen, Johnny heitnum Cash, Dylan, Lou Reed og Chris Rea. Þrátt fyrir áðurnefnda hlýju er viss melankólía og angurværð yfir þessu safni. Ég vil þá sérstaklega nefna eitt lag sem rís nokkuð áberandi upp yfir önnur lög en það er „Blue Train“. Það er einhver sérstakur bragur yfir því sem er heillandi. Textar eru bæði á ensku og ís- lensku, mest á ensku reyndar. Jo Jo er með rætur í báðum tungum og því eðlilegt að þessi háttur sé hafður á. Auk þess þekkir götulistamaðurinn hvort eð er ekki hefðbundin landa- mæri og því við hæfi að tungurnar séu fleiri en ein. Þægilegur flutningurinn gerir þennan „minjagrip“ að ljúfri upplifun og það sem lyftir lögunum upp er til- finningarík rödd Jo Jo, eitthvað sem forðar plötunni frá hreinni meðal- mennsku. Tónlist Götunnar syng ég blús Jo Jo Óður til norðursins/Ode to the North Eigin útgáfa Götuspilarinn Jo Jo flytur eigin lög. Disk- inn er hægt að nálgast hjá Jo Jo á „hæfi- legum götuprís“. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Kristinn Götuspilarinn Jo Jo hefur gefið út „minjagrip“ í formi hljómdisks. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal ÁLFABAKKI Synd kl. 1.45 og 3.45. Ísl tal Yfir 100 M$ í USA! Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Þetta er sko stuðmynd í lagi! Yfir 41.000 gestir FRUMSÝNING Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.50. Ísl tal AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl tal Sýnd kl. 4, 8 og 10. Sýnd. kl. 3.45. Enskur texti -With English subtitles NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 3.30. B.i. 10 ára. FRUMSÝNING Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sweet Sixteen sýnd kl. 5.55 og 10.15 Bloody Sunday sýnd kl. 5.50 og 10.30. Plots With a view sýnd kl. 6. The Magdalene Sisters sýnd kl. 3.40 og 8. All or Nothing sýnd kl. 3.30 og 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Kvikmynd eftir Sólveigu Anspach DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. FRUMSÝNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.