Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 23 að í samningsdrögunum – sem borg- in smíðar, eru ákvæði sem tónlistar- skólarnir eiga erfitt með að sætta sig við. Eitt þessara ákvæða lýtur að nemendum í tónlistarnámi á fram- haldsskólastigi. Áhersla er lögð á að grunnskólabörn hafi allan forgang, en að borgin greiði með tónlist- arnámi framhaldsskólanemenda skólaárið 2003-2004. Skiljanlegt er að skólastjórar tónlistarskóla sem hafa stálpaða krakka í námi, vilji ekki koma aftan að nemendum sín- um með því að ekki verði tryggt að þeir geti haldið námi áfram eftir vet- urinn í vetur. Hvert eiga börnin að fara þá? Eiga þau að taka sér pásu frá tónlistarnámi frá mennta- skólaaldri, og þar til þau komast í Listaháskólann þar sem ríkið skaff- ar? Listaskólar reka starfsemi sem þolir illa rót, ójafnvægi og óvissu um framtíðina. Enn er allt í óvissu um það hvernig framlögum til tónlistar- skólanna verður háttað í framtíðinni, og hvaða mat verður lagt þar til grundvallar. Niðurskurðurinn nú er þegar far- inn að skaða starf tónlistarskólanna. Tónmenntaskólinn hefur boðað að þar verði deild lokað til að koma til móts við niðurskurðinn, og Tónlist- arskólinn í Reykjavík hefur lokað bókasafni sínu til að bregðast við 19 milljón króna niðurskurði. Það er þó eitt besta safn sinnar tegundar í landinu. Þetta er dapurleg afturför. Þau vandræðamál sem hér hafa verið nefnd gefa til kynna að borgina vanti sárlega sýn í menningar- málum; sýn og stefnu; raunhæf markmið, og að leiðir að þeim séu skilgreindar á nákvæman hátt. Vita- skuld er margt gott gert undir merkjum Reykjavíkur, og það ber að lofa. En eftir fréttir liðinna vikna af þeim málum sem hér hafa verið rædd, er engu líkara en að borgin líti á menningarstarfsemi sem einhvers konar vandamál, hvort sem það er Sinfónían, Nýlistasafnið, tónlistar- skólarnir eða Borgarleikhúsið. Borginni hefur engan veginn tekist að sannfæra fólk um að hún beri vel- vilja til margra stærstu menning- arstofnana sinna. Vandræðagang- urinn og stefnuleysið virðast ráða för í stóru málunum, borginni til mikils vansa og álitshnekkis. Varla er það óskaímynd menningarborgar. begga@mbl.is Jón Helgason Ókeypis aðgangur Sýningar eru opnar alla daga frá kl. 11:00-17:00 Dagskrá helguð ljóðum Jóns Helgasonar verður sunnudaginn 21. september kl. 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Fram koma m.a. Þórunn Björnsdóttir og Skólakór Kársness, Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Bergþór Pálsson. JÓHANN Friðgeir Valdimarsson tenórsöngv- ari hefur verið ráðinn sem gestasöngvari við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi. Hann hefur ennfremur verið ráðinn til að syngja við óp- eruna í Karlsruhe og Þjóðaróperuna í Vín- arborg. „Ég fór út og söng fyrir þessi óperuhús, og fékk til baka tilboð frá þeim öllum. Húsin í Karlsruhe og Vín buðu mér fastráðningu, sem ég vildi ekki, heldur þáði ég boð um að vera gestasöngvari við óperuna í Wiesbaden. Þar var mér boðið að syngja í Boris Godunov og Madama Butterfly og jafnvel í nokkrum sýn- ingum á Macbeth.“ Þrátt fyrir að Jóhann Frið- geir hafi hafnað fastráðningu í Karlsruhe og Vín munu óperuhúsin á báðum stöðum vilja ráða hann sem gestasöngvara. „Í Karlsruhe er mér boðið að syngja í Toscu, en ég veit ekki hvað ég syng í Vín, það hefur verið erfitt að samræma dagsetningar þar við það sem ég hef þegar tekið að mér. Þá stendur einnig til að ég syngi Macbeth og Madama Butterfly við fleiri hús, meðal annars óperuna í Frankfurt.“ Jóhann Friðgeir kveðst hæstánægður með samningana, og segir lausamennskuna, eða gestasönginn, henta sér betur; slíkt fyrirkomu- lag gefi meira í aðra hönd og söngvarar séu frjálsari að því að velja sjálfir sín verkefni og þiggja tilboð frá öðrum óperuhúsum. Jóhann Friðgeir hefur verið fastráðinn við Íslensku óp- eruna í rúmt ár, en hættir nú störfum þar. Jóhann Friðgeir á erlend óperusvið Morgunblaðið/Ásdís Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór fékk samn- ingstilboð frá öllum óperuhúsunum sem hann söng fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.