Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins um leið og ég vakna“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins á innan við mínútu“ É G hef alltaf haft gaman af því að horfa ekki bara í hjólfarið eftir göml- um hugmyndum heldur líka í kring- um mig eftir ein- hverju nýju og spennandi. Sú árátta hverfur ekk- ert þótt ég setjist í stól borgarverk- fræðings,“ segir Björn Ingi Sveins- son, nýráðinn borgarverkfræð- ingur, en hugmynd hans um að gefa framhaldsskólanemendum frítt í strætó tvisvar á dag vakti verðskuldaða athygli í byrjun vik- unnar. Björn Ingi virðir fyrir sér útsýn- ið yfir höfnina frá skrifstofunni í Skúlatúninu á meðan hann svarar því hvernig viðtökur hugmyndin hafi fengið innan borgarkerfisins. „Ég held að mér sé óhætt að segja að hugmyndin hafi vakið talsverða athygli innan borgarkerfisins eins og annars staðar í þjóðfélaginu frá því ég nefndi hana við upphaf sam- gönguviku á mánudaginn. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verður að veruleika. Við skulum þó ekki gleyma því að þessi breyting leysir ekki ein og sér allan vandann. Efna verður til samhæfðra aðgerða til að ná fram ásættanlegum árangri. Miklu máli skiptir að samfara því að slakað sé á í fargjöldum takist vel til við yfirstandandi endur- skipulagningu á leiðakerfi Strætó. Fólk tekur náttúrlega ekki strætó, jafnvel þótt boðið sé upp á fríar ferðir, nema leiðirnar séu hentugar og ferðirnar nógu tíðar. Ef vel tekst til ætti með þessu tvennu að vera hægt að stuðla að ákveðinni viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu, þ.e. að uppvaxandi kynslóð kjósi að búa í þéttari byggð eins og gamla miðbænum og nýta sér almenn- ingssamgöngur.“ – Ertu ekkert smeykur um að hallinn á Strætó verði óviðunandi? „Ég efast ekki um að frí fargjöld fyrir framhaldsskólanema hafi ein- hver áhrif á afkomu Strætó þótt þessi hópur sé á einhverjum af- sláttarfargjöldum núna. Ekki má heldur gleyma því að með breyting- unni er stuðlað að því að einhverjir endurskoði hug sinn og velji strætó fram yfir einkabílinn. Sú breyting gæti valdið því að hægt væri að fresta því að fara út í ákveðin dýr samgöngumannvirki í einhver ár. Strætó er auðvitað merkilegt fyr- irtæki en borgarlífið snýst þó reyndar um miklu meira en strætó.“ Frami ekki allt Við tyllum okkur við fundarborð- ið á skrifstofunni. Björn Ingi rennir kaffi í tvo hvíta kaffibolla og tekur því ljúfmannlega að segja örlítið frá sjálfum sér. „Ég er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur – alinn upp á Leifsgötunni. Faðir minn, Sveinn Björnsson, var lengi forseti Íþróttasambands Íslands. Móðir mín, Áslaug Jónsdóttir, lést árið 1960. Við systkinin tvö vorum að stórum hluta alin upp af yndislegri stjúpmóður – Ragnheiði Thor- steinsson. Áhugamenn um ættfræði hafa kannski gaman af því að vita að hún var dótturdóttir Hannesar Hafstein,“ segir Björn Ingi. „Ragn- heiður lést í fyrra. Hálfbræður mínir, synir pabba og Ragnheiðar, eru Geir Sveinsson handboltamað- ur og Sveinn Sveinsson sjúkraþjálf- ari.“ Björn Ingi er stúdent frá Versl- unarskóla Íslands og byggingar- verkfræðingur frá HÍ árið 1977. Tveimur árum síðar lauk hann meistaragráðu í jarðskjálftafræði frá University of California í Berkeley. Að náminu loknu starfaði Björn Ingi við jarðskjálftarann- sóknarstöð Kaliforníu-háskólans í um eitt og hálft ár. „Í framhaldi af því fór ég að vinna fyrir ráðgjafa- fyrirtæki í grenndinni. Ég get ekki annað sagt en að verkefnin hjá ráð- gjafafyrirtækinu hafi verið mjög spennandi, t.d. unnum við að mati á jarðskjálftahættu í kjarnorkuverum víðs vegar um Bandaríkin. Að fá svona tækifæri til að skoða kjarn- orkuver innan frá er mikil lífs- reynsla.“ Ráðgjafafyrirtækið stofnaði árið 1984 sérstakt fyrirtæki um ein- angrun mannvirkja frá jarðskjálft- um. „Nýja starfsemin varð brátt að aðalstarfsemi fyrirtækisins,“ segir Björn Ingi og leynir því ekki að þar hafi hann komið að spennandi verk- efnum. „Ég get nefnt að við unnum að jarðskjálftaeinangrun bæði nýrra bygginga eins og nútímalegs sjúkrahúss í Los Angeles og gam- alla húsa eins og yfir 100 ára gam- als ráðhúss í Salt Lake City og brúarmannvirkja úti um allan heim.“ Björn Ingi flutti til Bandaríkj- anna með eiginkonu sinni, Katrínu Gísladóttur, og eignuðust þau tvö elstu börn sín, Gísla Konráð og Hildi, meðan á 12 ára dvöl þeirra þar í landi stóð. Fyrir átti Björn Ingi einn son – Svein. „Smám sam- an fórum við að velta því fyrir okk- ur hvort við myndum vilja búa í Bandaríkjunum í framtíðinni. Ég komst að raun um að frami í bandarísku atvinnulífi væri mér ekki allt í lífinu. Börnin myndu vaxa úr grasi og væntanlega flytj- ast til annarra ríkja. Við myndum dreifast um öll Bandaríkin eins og algengt er í bandarískum fjölskyld- um og aldrei yrði til almennileg stórfjölskylda. Yndislegt frí með fjölskyldunni árið 1987 fékk svo hjólin til að snúast. Spurningin hvort við flyttum til Íslands varð smám saman að spurningunni hve- nær við flyttum heim.“ Eftir að hafa selt hús fjölskyld- unnar í Bandaríkjunum fluttu Björn Ingi og Katrín til Íslands með börnin árið 1989. „Ég er enn sannfærður um að við höfum flutt til Íslands á hárréttum tíma. Auð- vitað er miklu skemmtilegra að koma heim þegar maður er nógu ungur til að geta byrjað á einhverju nýju heldur en að flytja hingað full- orðinn maður á eftirlaunaaldri og uppgötva að allir vinirnir eru annað hvort fallnir frá eða týndir,“ segir Björn Ingi Hann rifjar upp að fyrsta starfið hans á Íslandi hafi hann fengið í verktakafyrirtæki gamals skóla- bróður síns, Gunnars Birgissonar í Kópavogi. „Enn tóku þarna við spennandi verkefni. Við unnum að vega-, flugvalla- og hafnarfram- kvæmdum úti um allt land. Eini gallinn var raunverulega hvað ég var lítið heima, t.d. sást ég lítið á heimilinu á meðan við unnum í vegaframkvæmdum yfir Gilsfjörð- inn síðasta árið,“ segir hann og upplýsir að fjölskyldan hafi stækk- að töluvert á þessum árum. „Þrjú börn bættust í hópinn. Björn Ingi, nafni minn er fæddur 1990, Áslaug, sem skírð er í höfuðið á móður minni, árið 1992 og Ragnheiður, sem skírð er í höfuðið á stjúpmóður minni, árið 1993. Við erum því orð- inn nokkuð stór hópur allt í allt.“ Björn Ingi hóf störf hjá fyrirtæk- inu Silfurtúni í Garðabæ árið 1996. „Ég tók svo við starfi fram- kvæmdastjóra verkfræðistofunnar Hönnunar tveimur og hálfu ári síð- ar. Starfið fólst aðallega í stjórnun og rekstrarlegum þáttum því að fyrirtækið er stórt og fór reyndar ört vaxandi á þessum ríflega fjór- um árum. Starfsmennirnir þar eru nú um 120 og fyrirtækið með starfsstöðvar úti um allt land.“ Nýtt mat á jarðskjálftaáhættu „Já, ekki spurning,“ segir Björn Ingi þegar hann er spurður að því hvort einhverjir snertifletir séu á nýja starfinu og sérfræðiþekking- unni frá Bandaríkjunum. „Ég hef Horfi ekki bara í Hugmyndir nýráðins borgarverkfræðings um að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó til og frá skóla vöktu mikla athygli í byrjun vikunnar. Anna G. Ólafsdóttir kynntist manninum Birni Inga Sveinssyni og hugmyndum hans um starfið í stuttu kaffispjalli í Skúlatúninu. „Bílaeign á Íslandi er orðin svipuð ef ekki meiri miðað við mannfjölda en í Bandaríkjunum,“ segir Björn Ingi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.