Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 6.9. sl. birtist athyglisverð frétt um tilboð grænfriðunga til íslenskra stjórn- valda. Grænfriðungar buðust til að hvetja félagsmenn sína til ferðalaga til Íslands, og m.a. til að skoða hvali, ef Íslendingar hættu vísinda- veiðum á hrefnu. Sem sagt hið besta tilboð að mínu mati. Stuttu eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju gagnrýndu nokkrir finnskir samkennarar mín- ir þetta uppátæki Íslendinga, og einn þeirra (náttúrufræðingur), sagðist einmitt hafa sniðgengið ferðalög til Noregs útaf hvalveið- unum þar. En þessi kona (sam- kennarinn) hefur komið tvisvar sinnum til Íslands í finnskum hóp- um sem ég hef farið með þangað. Í annarri ferðinni fórum við einmitt í hvalaskoðunarferð. Og eins og ég nefndi í grein minni í lesendadálknum 27.6. sl. þá mæli ég eindregið með hvalaskoðun í stað hvalveiða. En engu að síður fordæmi ég harðlega stórorða yf- irlýsingu sjávarútvegsmálaráð- herra Bretlands við upphaf veið- anna. En hann hvatti Breta til að sniðganga íslenskar vörur og ferða- lög til Íslands vegna hvalveiða Ís- lendinga. Ég tel nefnilega að Bret- ar hafi alls ekki efni á að gefa út siðferðisboðskap fyrir aðrar þjóðir. Auðvitað ættu Bretar að líta í eigin barm, og á þeim bæ er af mörgu að taka. Stríðsreksturinn gegn Írak undir fölsku yfirskini er gott dæmi. Sú var tíðin að maður bar virðingu fyrir Bretum og hinu breska, en slíkt er varla hægt nú á dögum. Hingað til Finnlands berst ótrúlegt magn af alls konar bresku ruslsjón- varpsefni að engu lagi er líkt, og breskt gæðasjónvarpsefni virðist á undanhaldi. Ef marka má sjón- varpsefnið sem berst þaðan virðist siðgæðisvitund Breta á hrakhólum, svo ekki sé nú talað um hin gömlu góðu gildi eins og breska kurteisi, en þess í stað virðist drykkjuskap- ur og lágkúra af ýmsum toga blómstra. Nýjasta dæmið um nei- kvæð áhrif frá Bretum hér í Finn- landi er finnskur sjónvarps-pen- inga-spurningaþáttur að breskri fyrirmynd, sem gengur út á að stjórnandi þáttarins niðurlægir á illgjarnan hátt þátttakendurna, sem eru síðan látnir kjósa hvor annan út úr prógramminu í hverri umferð undir merkinu veikasti hlekkurinn. Og allt gengur þetta út á hið vestræna markaðs- og pen- ingahyggjusjónarmið, að hinir veiku skulu víkja, en aðeins þeir sterku sem græða peninga lifa af. Í svona spurningaþáttum er þetta undir nafninu „leikur“ en því miður stórhættulegur „leikur“ fyrir börn og unglinga, því hugsunarhátturinn sem birtist í slíkjum „leikjum“ get- ur fest rætur í börnunum, og börn- in geta verið grimm, sbr. stríðni á skólalóðinni. Og þeim börnum sem er strítt finnst það langt frá því að vera „leikur“. Foreldrar ættu að forða börnunum frá því að glápa á slíkt sjónvarpsefni, sem grefur undan siðferðisvitund þeirra. En um vestrænan heim eru einmitt í tísku um þessar mundir alls konar sjónvarpsefni af sama toga, og með sömu formúlu og nefnt er hér að framan, sem gengur út á að velta burtu veikustu hlekkjunum einum af öðrum í gengdarlausu peninga- kapphlaupi „leikjanna“. Margir Bretar viðurkenna að ýmislegt hefur farið úrskeiðis í landinu. Fyrrum umhverfismála- ráðherra Breta, Michael Meacher- in, lét hafa eftir sér í Guardian- tímaritinu að stríðsreksturinn gegn Afganistan og Írak hafi þegar verið skipulagður áður en hryðjuverka- árásin 11. sept. í New York átti sér stað fyrir tveimur árum síðan. Hann sagði að aðaltilgangurinn með árásunum hafi verið að ná yf- irráðum yfir olíunni. Svokölluð bar- átta USA gegn hryðjuverkum er málamyndaástæða til að ná heims- yfirráðum. Því miður studdu forsætisráð- herrar Danmerkur og Íslands dyggilega herför Breta og USA í Írak sl. vor. Það var mjög langt frá því að vera rós í hnappagat þessara ráðherra. Og það var heldur ekki rós í hnappagat hins íslenska for- sætisráðherra, þó að foringi her- ferðarinnar hafi frestað brottför hinna fjögurra herþotna frá Íslandi eftir að sá fyrrnefndi hafði grátbeð- ið hann um það. Eitt verða menn að hafa í huga: Stórveldi hugsar lítið um veikustu hlekkina þegar stefnt er að heims- yfirráðum eins og fyrrum umhverf- ismálaráðherra Breta nefndi. Það eru líka veikir hlekkir í Evr- ópusambandinu, sem stóru lönd sambandsins halda utan við öll áhrifavöld. Skýrasta dæmið um þróunina í þessum efnum, eru við- brögð margra áhrifamanna sam- bandsins við úrslitum kosninganna um evruna í Svíþjóð 14.9. sl. Svo mátti skilja að land eins og Svíþjóð sem hefur nú hafnað með svo af- gerandi hætti sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins, sé veikur hlekkur innan Evrópusambandsins og ekki líklegt til áhrifa. Finnland er framsækið land og evran hefur gefist Finnum vel. Paavo Lipponen, fyrrv. forsætis- ráðherra Finnlands og núverandi forseti finnska þingsins, nýtur virð- ingar innan Evrópusambandsins, og hann hefur sjálfur sýnt áhuga á toppstöðu innan sambandsins. Margir telja hann eiga góða mögu- leika, og George Parker hjá Fin- ancial Times skrifaði að hann gæti jafnvel komið til greina sem forseti Evrópusambandsins. Svo er bara að sjá hvort stóru löndin og sterku hlekkirnir innan sambandsins stoppi hann af, og komi sínum mönnum að, til að tryggja sína eig- in hagsmuni. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Veikasti hlekkurinn Frá Björgvini Björgvinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.