Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ erling Fös 26.09. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 4.10. kl. 20 LAUS SÆTI Fim 9.10. kl. 20 UPPSELT Fös 10.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 16.10. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 24.10. kl. 20 LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14- UPPSELT, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 11/10 kl 14, - UPPSELT Sun 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14, Su 19/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 27/9 kl 20. Lau 4/10 kl 20, Fö 10/10 kl 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 25/9 kl 20, Fö 3/10 kl 20, Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar VERTU MEÐ! Á kynningarkvöldi. Við kynnum leikárið fyrir gestum og gangandi! Fjölbreytt - Frábært - Óvænt Leikur - Söngur - Dans - Veitingar Mi 24/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ sun, 21. sept kl. 21, Örfá sæti fim, 25. sept kl. 21. Örfá sæti föst, 26. sept kl. 21. UPPSELT fim 2. okt kl. 21, Örfá sæti . í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Miðaverð 1.200 kr. Miðapantanir í síma 590 1200. Nánari uppl. í síma 662 4805. Lab Loki sýnir: Í dag sunnnudag 21. sept. kl. 14:00 Lau 27. sept. kl. 14:00 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPT. kl. 20 TÍBRÁ: TRIO NORDICA 10 ára Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona Sandström bjóða til Brahms veislu, og frumflytja píanótr- íó eftir Þórð Magnússon. FÖSTUDAGUR 26. SEPT. kl. 20 STÓRTÓNLEIKAR ÖRFÁ SÆTI LAUS Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Íslensk sönglög og aríur. LAUGARDAGUR 27. SEPT. kl. 21 Ferðalög um Ísland KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýútkominni geislaplötu. SUNNUDAGUR 28. SEPT. kl. 20 TÍBRÁ: Beethoven, Þorkell, Brahms Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett, Pavel Panasiuk, selló og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó leika verk eftir Beethoven, Þorkel Sigurbjörnsson og Brahms. MUNIÐ NETSÖLUNA www.salurinn.is Miðasala opin virka daga kl. 9-16 Furðuleikhúsið sýnir: Eldurinn saga Jóhönnu af Örk Ath. aðeins þessar einu sýningar. Miðasala í síma 845 8858 og 561 0280 3. sýning sun. 21. sept. kl. 16.00 4. sýning lau. 27. sept. kl. 20.00 5. sýning sun. 28. sept. kl. 16.00 Síðasta sýning sun 5. okt kl.16.00. TÓNLISTARHÁTÍÐIN góðaIcelandic Airwaves er að-allega ætluð til þess að gefaíslenskum hljómsveitum færi á að leika fyrir erlenda útsend- ara útgáfufyrirtækja og blaðamenn og hefur skilað góðum árangri. Ekki þykir rokkvinum þó minna um vert að hátíðin hefur gefið þeim færi á að sjá og heyra efnilegar erlendar sveit- ir sem annars myndu ekki koma hingað nú þá Hljómalind hefur hætt sínu (lág)menningarstarfi. Þannig var það til að mynda með Spörtu sem lék hér á Airwaves í hitteðfyrra og svo Rapture, boðbera nýrrar tónlist- arstefnu, sem lék hér á síðasta ári. Vestan hafs eru menn nú óðum að uppgötva nýja tónlistarstefnu sem hefur mótast síðustu ár, mörg ár reyndar þó hún sé fyrst að koma upp á yfirborðið núna. Tónlistina, bræð- ing af harðri danstónlist og pönkuðu gítarrokki, kalla menn danspönk. Meðal helstu sveita á þessu sviði er eimitt áðurnefnd Rapture sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, Echoes, fyrir skemmstu. Kjarninn í Rapture eru þeir Luke Jenner og Vito Roccoforte, Jenner gítarleikari og Roccoforte trommu- leikari. Þeir eru báðir frá San Diego og, eins og þeir rekja söguna sjálfir, báðir haldnir Gary Numan- þráhyggju. Þeir stofnuðu hljómsveit sem þeir kölluðu Calculators og reyndu fyrir sér í San Francisco og síðan Seattle með litlum árangri. Næst var að spreyta sig á austur- ströndinni og þar komust þeir í kynni við bassaleikarann Matt Safer sem gekk til liðs við sveitina og tók með sér frænda sinn, saxófón- og kúa- bjölluleikarann Gabe Andruzzi. Skemmtileg blanda Þeir Jenner og Roccoforte héldu upp á tölvurokk eins og getið er og þegar við bættist soul-stemmning frá Safer var orðin til býsna skemmtileg blanda, eða svo fannst í það minnsta James Murphy, helmingi upp- tökuteymisins DFA, þegar hann sá sveitina leika á tónleikum í New York eitt sinn. Þeir segja að þegar hann kom til að sjá Rapture spila hafi hljóðkerfið gefist upp í miðjum klíð- um en þrátt fyrir brak, bresti og bjögun hélt sveitin áfram að spila eins og ekkert væri; ef eitthvað var varð hún ákafari og einbeittari. Murphy leist svo vel á þá félaga að hann bað um að fá að vinna með þeim, þ.e. að DFA myndi véla um einhver lög, en hinn helmingur DFA er breski plötu- snúðurinn Tim Goldsworthy. Nafnið, sem nær bæði yfir það sem þeir gera saman og plötufyrirtæki þeirra, út- leggst sem dauði af himnum ofan, Death From Above. Þegar hér var komið sögu var sveitin búin að gefa út eina breið- skífu, Mirror, sem kom út 1999 og síð- an smáskífu þar sem meðal annars var að finna gamla Psychedelic Furs- lagið Dumb Waiters. Fyrsta útgáfan með þeim DFA mönnum, og sem fékk almennilega dreifingu, var svo Out of the Races Onto the Tracks sem Sub Pop gaf út 2001. Sú platan var einkar skemmtileg kraftmikil keyrsla, ungæðishátturinn bar hana uppi að miklu leyti, en sú næsta, House of Jealous Lovers, einnig smá- skífa, var hreinasta afbragð, sjóðandi danspönk eins og heyra mátti á tón- leikum sveitarinnar á Gauknum. Rapture lauk við nýja breiðskífu sumarið 2002 en fyrir ýmsar sakir var plötunni frestað enn og aftur, en kom loks út í Evrópu í síðustu viku og er víst væntanleg vestan hafs í næsta mánuði. Tónlistin á plötunni er ekki eins rokkkend og mátti heyra á Gauknum, meira um dansspretti, gít- arhouse, danspönk og svo má telja. Gott dæmi um ferska strauma að vestan sem eiga eftir að vera áber- andi á næstu mánuðum. Fleiri sveitir forvitnilegar Af öðrum sveitum sem leika dans- pönk eða einhver afbrigði af slíkri tónlist þar sem menn eru að steypa saman hrárri gítarnýbylgju og tölvu- Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Dans- og diskópönk Danspönk er tónlistarstefna í sókn. Ný plata Rapt- ure, Echoes, er gott dæmi um slíka tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.