Morgunblaðið - 21.09.2003, Side 21

Morgunblaðið - 21.09.2003, Side 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 21 Skotveiðimenn Betri tíð með blóm í haga Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 www.veidihornid.is Veiðihornið er þekkt fyrir góða þjónustu, mikið vöruúrval og hagstætt verð. Í dag opnar Veiðihornið formlega glæsilega skotveiðideild í Síðumúla 8. Vertu velkominn í sunnudagskaffi í Síðumúla 8 (gula húsið í Síðumúlanum) Sérframleiddar gervigæsir fyrir íslenskar aðstæður, 12 í kassa (8 á beit, 2 í hvíld og 2 á verði). Skeljar sem staflast saman, lausir hausar. Lítil fyrirferð. Galvaniseraðir krossar fylgja. Langbesta verðið á markaðnum, aðeins kr. 9.800 fyrir allt þetta. Opnunartilboð aðeins í eina viku kr. 8.999 Einnig flotsvanir kr. 1.980, flotgæsir kr. 1.695, endur kr. 695 og andastél kr. 580. Gerið verðsamanburð. Fatnaður og fylgihlutir Frábært úrval af felulitagöllum, flautum, töskum, bakpokum, felunetum og fylgihlutum frá Mad Dog, Faulk´s, Allen, Hunters Specialties, Kleen Bore o.fl. á fínu verði. Mad Dog fleece fóðraður PVC galli (mittisbuxur og jakki) aðeins kr. 8.990. Mad Dog Growler galli, vatnsheldur með öndun (smekk-buxur og jakki) aðeins kr. 19.800. Mad Dog Silent Plus jakki, vatnsheldur með öndun - Fullt verð kr. 24.900 - opnunartilboð aðeins 19.995. Mad Dog Silent Plus smekkbuxur, vatnsheldar með öndun - Fullt verð kr. 18.900 - opnunartilboð aðeins kr. 15.995. Hvergi betra verð á gæsaskotum Sellier & Bellot 3" 53 gr. Haglastærðir BB, 2 og 4 - Verð aðeins kr. 990 pakkinn (25 stk) Sellier & Bellot 2 3/4" 42.5 gr. Haglastærðir 2, 4 og 6 - Verð aðeins kr. 795 pakkinn (25 stk) Sellier & Bellot Skeet skot 24 gr. Verð aðeins kr. 320 pakkinn (25 stk) Leirdúfur kr. 995 (150 stk) Einnig á lager haglaskot fyrir 16 og 20 gauge byssur. Riffilskot frá Sellier & Bellot í flest kaliber, s.s. 22, 22 Hornet, 222, 223, 243, 6.5x55, 270, 308, 30-06, 300 o.fl. Frábært verð. Hvergi betra verð á gæsa- og andaflautum Faulk´s grágæsaflauta kr. 1.890. Faulk´s heiðagæsaflauta kr. 1.890. Faulks andaflautur frá kr. 1.280. Norinco pumpa Góð byrjendabyssa á frábæru verði. 28" hlaup, 3 þrengingar. Fullt verð kr. 31.900. Opnunartilboð aðeins kr. 27.900. Í tilefni opnunar skotveiðideildar Veiðihornsins bjóðum við alla skotveiðimenn í sunnudagskaffi í Síðumúla 8 í dag frá 13 til 17. ELÍN Pálmadóttir blaðamaður er nú að leggja lokahönd á ritun minn- inga sinna sem út koma hjá Vöku- Helgafelli nú fyr- ir jólin. Bókin nefnist Eins og ég man það. Fer- ill Elínar er fjöl- breyttur, ekki síst í blaða- mennsku þar sem hún er með- al frumherja hér á landi, enda með blaðamannaskír- teini númer fjögur. Listamenn og virkjanir Elín Pálmadóttir hóf ung störf hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í árdaga samtakanna í lok fimmta áratugarins þegar jafnt að- alritari sem lærlingar stóðu saman í biðröð í matsal SÞ. Hún vann í sendiráði Íslands í París á sjötta áratugnum og kynntist listalífi borgarinnar vel. Í bókinni rifjar hún upp kynni af listamönnum á þeim árum, ekki síst Gerði Helga- dóttur myndhöggvara. Elín sneri aftur til Íslands og lenti þá fyrir til- viljun í blaðamennsku. Á Morgun- blaðinu tók hún fljótlega að sér fréttaflutning af jöklum, eldgosum og virkjanamálum á hálendinu og fylgdi jarð- og verkfræðingum í rannsóknarleiðangra um ósnortin víðerni landsins. Hún lýsir fjölda ferða inn á öræfin og er óhætt að segja að þar komi margt forvitni- legt í ljós varðandi virkjun fallvatna landsins. Elín Pálmadóttir ritar minningar sínar Elín Pálmadóttir JÓN Svavar Jósefsson, bassbaritón, heldur styrktartónleika í Ými, tón- listarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20, þriðjudaginn 23. sept- ember. Jón Svavar útskrifaðist með 8. stig ásamt burtfararprófi frá Tón- listarskóla Garðabæjar nú í vor og er á leið í framhaldsnám til Vínar í Austurríki í vetur. Efnisskrá Jóns er spennandi og áhugaverð því þar má bæði finna sjaldgæf og sérstök ís- lensk sönglög en einnig hefðbundnar óperuaríur og ljóð. Miðaverð er 1.500 kr. og miðar eru seldir við inn- ganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Styrktartónleikar í Ými ilsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Kristjana Skúladóttir og Vala Þórsdóttir. Leikstjóri er Aino Freyja Jär- velä, aðstoðarleikstjóri er Hrefna Hallgrímsdóttir. Hljóðmynd annast Ingibjörg Stefánsdóttir og Hallur Ingólfsson, Búningar hannar Guð- rún Lárusdóttir, lýsingu Alfreð Sturla Böðvarsson. Hreyfingar: Jó- hann Freyr Björgvinsson. Áætluð frumsýning er 19. októ- ber. DANSLEIKHÚS með ekka, í sam- starfi við Borgarleikhúsið, æfir nú leikritið Hættuleg kynni. Verkið er byggt á skáldsögunni „Les Liaisons dangereuses“ eftir Choderlos Laclos. Sagan byggir á bréfaskiptum merkilegra persóna rétt fyrir frönsku byltinguna á 18.öld. Valdatafl og yfirráðasemi annars vegar og tilfinningasemi og undirlægjuháttur hinsvegar eru meginþemu sögunnar. Leikarar eru Agnar Jón Eg- Hættuleg kynni æfð í Borgarleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.