Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 42

Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 42
Þ AÐ má fullyrða að aðdá- endur góðrar íslenskrar rokktónlistar hafi verið nokkuð uggandi síðast- liðin ár yfir 200.000 naglbítum en engu hefur verið þrykkt á plast síðan hin frábæra Vögguvísur fyrir skuggaprins kom út vorið 2000. Var sveitin nokkuð hætt? Búið að setja naglbítinn í kör? Nei, sem betur fer ekki. Blaða- maður hitti á meðlimi; þá Vilhelm Anton Jónsson, Kára Jónsson og Benedikt Brynleifsson á kaffihúsi í Reykjavík og hóf óðar að fylla upp í þessa þriggja ára eyðu í góðu sam- starfi við piltana. Gullbryddaður kostagripur Ekki það að tríóið hafi setið með hendur í skauti þennan tíma, það er öðru nær. Stuttu eftir að Vögguvís- urnar komu út sagði Axel trommu- leikari skilið við sveitina og Bene- dikt kom skömmu síðar inn. Benedikt er því búinn að vera hluti af sveitinni í rúm tvö ár, þó hann sé nýtt andlit fyrir fjöldanum. Vilhelm eða Villi á þó orðið, og snýr það að plötunni nýju og þessari undurfal- legu nafngift hennar. „Platan fékk þetta nafn rétt áður en hún fór í framleiðslu,“ útskýrir hann. „Síð- ustu plötur hétu frekar súrrealísk- um nöfnum, Neondýrin og Vöggu- vísur fyrir skuggaprins. Þær hétu eftir lögum á plötunum sem við höfð- um sérstakt dálæti á. Það er sama tilfellið núna.“ Það er greinileg spenna fyrir gripnum, sérstaklega að sjá hann fullkláraðan. „Umslagið er gullbryddað, afrit- unarvörn og allt,“ segir Villi. „Svona sem einn af höfundunum þá þætti mér gaman ef fólk sæi sóma sinn í því að fara út í búð og kaupa þennan kostagrip. Sérstaklega vegna um- slagsins (hlær).“ Síðastliðin þrjú ár hafa bræðurnir verið í háskólanámi, Villi í heimspeki en Kári í sálfræði. Einnig hefur Villi starfað við sjónvarpið og verið stofu- gestur hjá landsmönnum sem einn af umsjónarmönnum Ats í sjónvarp- inu. Og síðan hefur Benedikt eða Benni verið að tromma sig inn í bandið. En af hverju trommara- skipti? „Bara,“ segir Villi og hlær. „Nei, Axel langaði bara til að gera eitthvað annað. Hann hefur mikið til verið að sinna upptöku á tónlist undanfarið og t.a.m. tók hann upp nýju plöt- una.“ Benedikt bæti því við að það hafi verið ljúft að taka upp plötuna vegna þessa. Hann sjálfur sé frá Akureyri eins og Villi, Kári og Axel og þeir fjórir séu allir vinir. Hann hafi verið samferða naglbítunum allt síðan sveitin var stofnuð árið 1993 og fylgst með þeim úr fjarlægð. Og eins og til að undirstrika þetta fær Kári í töluðum orðum smáskila- boð í símann sinn frá Axeli, þar sem hann er að spyrja hann út í eitthvert símavesen. Benni kynnir sig Benedikt er mikilhæfur trymbill og lærði m.a. þá list í skóla í Kaup- mannahöfn. Hann er virkur leigu- spilari og spilaði t.d. með Manna- kornum á frábærri tónleikaplötu sveitarinnar sem út kom í hitteð- fyrra. Hinir strákarnir segjast bros- andi vera himinlifandi með Benna og hann hafi brotið fyrsta kjuðann sinn með Naglbítunum! „Ég var í sveit á Akureyri sem hét Hann kafnar (einhverjir muna kannski eftir Akureyrarsveitinni Hún andar sem var innblásturinn að nafninu). Í dag er ég síðan að spila út um allt, alls konar tónlist. En 200.000 naglbítar hafa forgang yfir það allt saman. Þetta er reyndar fyrsta bandið sem ég er í þar sem sköpunarþráin fær loksins að njóta sín. Það er frábært.“ Bræðurnir segja líka hlæjandi að loksins hafi hann fengið að kynnast því að fá ekkert borgað fyrir að spila tónlist! Eins og áður er getið er sveitin tíu ára. Bræðurnir voru ekki nema fjór- tán og fimmtán þegar þeir byrjuðu. Fyrir sjónir almennings komu þeir svo árið 1995 er þeir höfnuðu í þriðja sæti Músíktilrauna. Þá sungu þeir á ensku. Sveitin átti svo lagið „Hæð í húsi“ á safnplötunni Spírum frá 1997. Það lag fékk mikla spilun og seinna gerði sveitin samning við Skífuna og gaf út sína fyrstu plötu árið eftir, Neondýrin. „Fyrstu tvö árin æfðum við hvern einasta dag held ég að ég geti full- yrt,“ segir Villi. „Þetta var áhugamál númer eitt,“ bætir Kári við. „Þetta var það eina sem við vildum gera. Spila tónlist. Við pældum aldrei neitt mikið í því. Þetta var bara það sem við gerðum.“ Villi rifjar upp gamlar upptökur frá þessum tíma, hápólitísk lög sem þeir eiga enn á kassettum. „Þegar ég hlusta á þetta í dag þá finnst mér þetta alveg frábært efni! Við sömdum okkar eigin lög frá degi eitt.“ Enda var það greinilegt í Mús- íktilraunum á sínum tíma að hér var komin fullmótuð sveit, þrátt fyrir ungan starfsaldur. Villi segir enn- fremur að eftir Tilraunirnar hafi þeir tekið upp tíu laga plötu á ensku með Kristjáni Edelstein, plata sem Endurkoma skuggaprinsanna Þriðja plata 200.000 naglbíta ber nafnið Hjartagull. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við sveitina um þetta nýja verk, samstarf sveit- armeðlima og hvað á daga þeirra hefur drifið síðustu þrjú ár. 200.000 naglbítar og Hjartagullið 42 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Sýnd kl. 2 og 3.30. með ísl. tali.Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. FRUMSÝNING KRAFT SÝNIN G KL. 11 .00. Fór bei nt á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 3, 6 og 9. B.i. 16 ára. Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNING Fór bein t á toppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. i i f ! f f l i i . POWERSÝNINGKL: 10.30 POWERSÝNINGKL: 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.