Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það standa bjórflöskur á sviðinu, tómur sígarettupakki, fulluröskubakki, maður sem ryður orðunum út úr sér, allt eins ogá hefðbundnu ljóðakvöldi. Nema í bakgrunni stendurdrengur með derhúfu og tvo plötuspilara, sem skiptast á um að hafa orðið, eins og rapparar í battli. Rímnastríð er að hefjast. Leikreglurnar eru einfaldar. Rapparar standa á sviðinu, ausa rímuðum svívirðingum hvor yfir annan og sá kjarnyrtari kemst áfram. Þeir fá mínus fyrir að klára ekki 30 sek- úndur og mínus fyrir snertingu. Í dómnefnd eru Seppi, sigurveg- arinn frá í fyrra, og Sjöberg. Fólkið stendur í þjöppu við sviðið eins og orð í setningu, sem flutt er af Iceberg. Hann hitar upp fyrir keppnina. Á Gauknum sitja stelpurnar meðfram veggnum eins og á böllunum í gamla daga. En nú býður enginn upp í dans. Stúlka með slæðu í felulitunum strýkur handarbakið á kærastanum. Höndina geymir hún á lærinu sínu. Næsta stúlka geymir farsímann á borðinu og bíður eftir að hann hefji samræður. Rappið dynur á hlustunum. Þeir sem eru allra svalastir eru með húfu og hreyfa var- irnar með. Höfuðið ruggar fram og aftur á búknum eins og það þurfi að herða skrúfu. Rappið ruglar jafnvæginu. Iceberg grípur um punginn og veifar hendinni eins og hann vilji hrista hana af sér. Nafnlausir taka við handarsveiflunum. Áhersl- urnar í flutningnum undirstrikaðar af bassa, trommum, ískri og búk- hljóðum; aldrei sér maður skáldin flytja ljóð af þvílíkum funa, glóð- irnar feykjast yfir áhorfendur. Blaðamaður stöðvar rapparann Evil Mind frá Sauðárkróki og spyr hvort rapp sé vinsælt í Skagafirðinum. – Nei, svarar Evil Mind og hlær. – Þú notar ekki stuðla og höfuðstafi. – Nei, það kemur kannski seinna, svarar Evil Mind. Rapparar standa í röð á sviðinu og leikurinn að hefjast. Dregið er um hverjir lenda saman. Marlon fer illa með fyrsta keppinautinn, sem gengur af sviðinu áður en yfir lýkur. KJ ber sigurð af Class B og einkum vekur það lukku er hann klykkir út með: – Hann er gangsta-útgáfan af Harry Potter. Það leynir sér ekki á svipnum á Dóra DNA og Stjána úr Af- kvæmum guðanna að þeim er ekki skemmt er þeir dragast saman. Nýbúnir að rappa undir viðurnefninu NBC, – No Bullshit Campaign. Eftir tvær daufar umferðir, þar sem þeir taka hvor á öðrum með silkihönskum, er framlengt og Dóri DNA tekur kjarnmikla syrpu sem lýkur á: – Ber þig með hljóðnema. Áhorfendur færa honum sigurinn með sterkari undirtektum. Þann- ig er mikilvægt að ná stungu, sem fellur í kramið hjá áhorfendum. Marlon lendir gegn KJ og byrjar á því að segja: – Mér líst betur á þennan, – ég ætla að taka á þessum choco og brenn’ann. Þrátt fyrir góða tilburði lýtur hann í lægra haldi og fær ekki dulið óánægju sína. Hann rýkur af sviðinu. Það er sem renni hamur á menn og takist þeim vel upp heyrast stunur úr salnum: – Oaaahhhh! Hér gildir það sama og í öllum góðum spuna; menn mega ekki vera of sjálfmeðvitaðir. Flæðið verður að haldast, því margar setn- ingarnar myndast á augnablikinu. Rímið er óhefðbundið. Nóg er að sérhljóðarnir séu þeir sömu, t.d. „banani“ og „standa þig“. Það kem- ur á óvart hversu vel röppurunum tekst að halda dampi. En hvernig æfir maður sig? – Ekki með því að battla, segir Dóri DNA. Sumir eru fljótari en ég, en maður þarf að hafa húmor til að ná til áhorfenda. Hann kemst langt á húmornum og mætir KJ í úrslitum; báðir úr sveitinni Bæjarins bestu. Dóri DNA heldur langa tölu sem endar á: – Ég rek þig úr bandinu. Átökin eru mikil og teygist úr þeim í þrjár umferðir. Jafnvel þá þurfa dómararnir tíu mínútur til að yfirvega stöðuna. Robbi úr út- varpsþættinum Kronik flytur tíðindin; hann úrskurðar KJ sigurinn. Blaðamaður grípur hann þegar hann stígur niður af sviðinu. – Hvernig æfir maður sig? – Það er ekki hægt, svarar KJ og brosir. Bara rappa, rappa, rappa, rappa, rappa. Blaðamaður flýtur á mannhafinu út af staðnum. Hendingarnar eins og flöskuskeyti sem berast með straumnum þeim sem ekki voru á staðnum. Rímnastríðið er yfirstaðið, en vonandi lýkur því aldrei. Morgunblaðið/Jim Smart Rapparar særa með rími SKISSA Pétur Blön- dal fylgdist með rímna- stríði VERÐ á leigukvóta hefur lækkað um þriðjung frá því í apríl á síðasta ári, þegar verðið náði hámarki. Tölu- verð fylgni er á milli kvótaverðs og fiskverðs. Þetta kemur fram í út- reikningum Útvegshússins um verðþróun aflamarks síðustu fimm fiskveiðiár. Útvegshúsið hefur reiknað verð- vísitölu fyrir aflamark í botnfiskteg- undum fyrir sl. ár. Með vísitölunni er búið að taka saman í eina tölu verð á aflamarki helstu botnfisktegunda. Hér er aðeins um leigukvóta að ræða, ekki aflahlutdeild eða varan- legan kvóta. Krókaaflamark smá- báta er ennfremur ekki meðtalið í þessum reikningum. Grunnur vísi- tölunnar er reiknaður m.v. verð á aflamarki í september 1998 þegar Kvótaþing tók til starfa. Nokkur fylgni virðist vera milli verðs á fiski og leigukvóta en það er þó alls ekki algilt. Verð á aflamarki hækkaði þó greinilega meira en fisk- verðið á fiskveiðiárinu 2001/2002. Kvótaverð hækkar yfirleitt alltaf á tímabilinu janúar til apríl ár hvert meðan fiskverð lækkar á sama tíma- bili með auknu framboði á fiski. Hækkun kvótaverðsins skýrist þá líklegast af aukinni eftirspurn eftir kvóta. Á því tímabili sem hér er til skoðunar var kvótaverð í hámarki í apríl 2002 þegar vísitalan náði 203. Það þýðir að kvótaverð hafði þá tvö- faldast frá september 1998. Vísitala aflamarksverðs í sl. ágúst- mánuði var 136 og var nærri 27% lægri en í ágúst í fyrra þegar vísital- an var 187. Frá því verðið var í há- marki í apríl 2002 hefur leiguverð kvóta hinsvegar lækkað um 33% sé miðað við vísitölu Útvegshússins. Innan hvers fiskveiðiárs er verð aflamarks nær alltaf hæst á vorver- tíð en lækkar venjulega þegar líða tekur á fiskveiðiárið. Fiskveiðiárið 2000/01 er þó frábrugðið að þessu leyti þegar verðið hækkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á fiskveiðiárið. Verð á þorskkvóta nær alltaf hærra en í beinum viðskiptum Verð á leigukvóta þorsks er oft tal- ið vera óeðlilega hátt m.v. við verð á afla, sérstaklega gagnvart því verði sem greitt er fyrir afla í beinum við- skiptum við fiskkaupendur. Á tíma- bilinu frá september 1998 til júlí 2003 hefur kvótaverðið til að mynda nær alltaf verið hærra en meðalfiskverð í beinum viðskiptum milli útgerða og vinnslustöðva. Síðastliðin 5 fiskveiðiár er einfalt meðalverð þorskkvóta 123 krónur meðan meðalverð þorsks í beinum viðskiptum er 104 krónur. Meðal- verð á fiskmörkuðum er hins vegar 166 krónur. Nokkru hærra hefur verið greitt að meðaltali fyrir neta- fisk eða 185 krónur fyrir hvert kíló. Stærstur hluti þeirra skipa sem leigja til sín þorskkvóta stundar netaveiðar. Hlutfall þorskkvóta af aflaverð- mæti sveiflast jafnan á bilinu 50 – 100% eftir mánuðum. Að meðaltali hefur það verið tæplega 75%. Þetta hlutfall náði hámarki á vorvertíð 2002 og þegar leiguverð þorskkvóta var afar hátt. Í maí 2002 var fiskverð þorsks á mörkuðum um 172 krónur meðan meðalverð leigukvóta var 171 króna. Hlutfall leigukvóta og fisk- verðs var aftur á móti lægst á tíma- bilinu janúar – apríl 2001 í kringum verkfall sjómanna. Kvótaverðið er stöðugara en fisk- verðið og virðist breyting á aflaverði vera nokkurn tíma að skila sér í breytingu á kvótaverði. Hlutfall kvótaverðs af aflaverð- mæti var um 71% meðan Kvótaþing var starfrækt frá sept 1998 til maí 2001. Frá maí 2001 hefur hlutfallið verið aðeins hærra eða um 79%. Engan veginn er þó hægt að fullyrða að afnám Kvótaþings hafi leitt til hækkunar á leiguverði þorskkvóta. Í ágúst sl. var leiguverð þorsk- kvóta um 130 krónur kílóið á móti um 161 krónu meðalverðs slægðs þorsks á fiskmörkuðum. Kvótaleigan er því um 80% af fiskverðinu í mánuðinum. Í ágúst 2002 var meðalverð þorsk- kvóta um 159 krónur. Lækkun kvótaverðs í þorski síðustu 12 mán- uði nemur því 19,4%. Lækkun þorsk- kvóta frá apríl 2002 þegar verðið var í sögulegu hámarki er rúmlega 25%. Síðustu 12 mánuði hefur meðalverðs slægðs þorsks á fiskmörkuðum lækkað um 1,5%. Kvótaverð hefur lækkað um þriðj- ung frá apríl 2002 & %  !                   #../0.. #...0(( *(((0(# *((#0(* *((*0('        DEILU um eign á stóðhestinum Hóla-Biskupi, sem seldur var til Finnlands árið 2001, lauk í Hæsta- rétti með því að annar eigandi hans var dæmdur til að greiða hinum eina milljón króna. Málsatvik voru þau að kona og karlmaður höfðu gert með sér samning um að eiga saman hest- inn að jöfnu en konan tók ákvörðun um að flytja hestinn úr landi og tókst ekki að sýna fram á að mað- urinn hefði veitt henni heimild til út- flutningsins. Konan hafði áður verið sýknuð af kröfum mannsins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Í samkomulagi, sem málsaðilar gerðu árið 1996 kom fram að þeir ættu hestinn saman að jöfnu. Þar kom einnig fram, að eftir daga mannsins myndi konan eignast hlut hans að fullu en maðurinn átti að hafa full afnot af hestinum á sumrin á jörð sinni en konan annan hluta ársins. Maðurinn fékk heilablóðfall árið 1999 og var í kjölfarið sviptur fjár- ræði og honum skipaður lögráða- maður. Í janúar 2001 fluttu konan og faðir hennar hestinn út til Finn- lands en í kjölfarið höfðaði maðurinn skaðabótamál. Í lögregluskýrslu er haft eftir konunni að hún teldi sig eiga þennan hest ein þar sem allar forsendur upphaflegs samkomulags milli hennar og mannsins væru brostnar og hún væri búin að bera allan kostnað af hestinum undanfar- in ár. Hæstiréttur taldi að með því að flytja hestinn utan án samþykkis mannsins hefði konan í reynd svipt hann öllum eignarráðum yfir hest- inum með ólögmætum hætti og bak- að sér skaðabótaábyrgð. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Lögmaður manns- ins var Klemenz Eggertsson hrl. og lög- maður konunnar Sigurður Sigur- jónsson hrl. Bakaði sér skaðabóta- ábyrgð með útflutningi hestsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.