Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is Næring ekki refsing SAFNARAR erlendis hafa mikinn áhuga á að komast yfir íslenskar plötur frá áttunda ára- tugnum sem margar hverjar hafa ekki kom- ið út á geisladiski. Björgvin Gíslason, sem var gítarleikari í Nátt- úru, segist hafa af því spurnir að eina hljómplata Náttúru, Magic Key, sem kom út 1972, sé orðin svo eftirsótt að safn- araverslun í Belgíu hafi boðist til að kaupa hana á um 70.000 kr. Að sögn Björgvins stóð til að gefa plötuna út á geisladisk á þrjátíu ára afmæli plöt- unnar á síðasta ári en ekkert varð af því og hann segir óvíst hvenær hún muni koma út. „Það er kannski ágætt að hafa þetta bara svona, það voru gerð af plötunni 1.000 til 1.500 eintök, og láta bara þar við sitja, gefa hana aldrei út aftur,“ seg- ir hann. Náttúra á 70.000 kr.  Spila bara fyrir mig/B4 VINNA við tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar er í fullum gangi og verkefnið óðum að taka á sig mynd eins og þessi loftmynd ber með sér. Fyrsti áfangi verksins felur í sér lagningu nýs tveggja ak- reina vegar við hlið hins gamla á rúmlega átta kílómetra kafla frá Hvassahrauni og upp á Strandarheiði. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tvöföldun Reykjanesbrautar FYRSTU sex mánuði ársins hefur farmiðasala á vef Flugleiða nær fjórfaldast frá fyrra ári og síð- ustu mánuði hefur annar hver farþegi flugfélags- ins bókað farmiða á Netinu. Þriðji hver Íslend- ingur er í Netklúbbi Flugleiða en meðlimir fá reglulega send í tölvupósti tilboð um ferðir út í heim. Hjá Iceland Express kaupa yfir áttatíu prósent farþega miðana sína á Netinu.  Ferðalög/1 Bókun farseðla á Netinu margfaldast SVÍNABÆNDUR eru ósáttir við að forysta bænda skuli hafa á orði að slæmt ástand í málum sauðfjárbænda sé vegna of mikillar svínakjötsframleiðslu. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svínabónda á Hýrumel í Borgarfirði. „Þessi ummæli hefur okkur sárnað og sumir svína- bændur hafa jafnvel viljað segja sig úr bændasamtökunum vegna þess að þeim sömu bændum finnst forystan gera fremur lítið úr starfi svínabænda,“ segir Gunnar. Karvel Karvelsson, bústjóri á Hýrumel, segir sannleikann þann að meginþorri svínakjötsbænda sé í raun í sömu aðstöðu og sauðfjárbændur og eigi erfitt með að losna við framleiðsluna. Svínabændur fá engan kvóta en hins vegar enga aðstoð frá op- inberum aðilum ef illa gengur. Þeir þurfa því að bera allt tap sjálfir, eins og nú er staðreynd í svínakjötsframleiðslunni. Mikil samkeppni ríkir meðal svínabænda og á stundum óvægin, að sögn Karvels, en engu að síður telur hann frjálsa samkeppni besta kostinn. Offramleiðsla ógnar afkomu bænda Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir offramleiðslu ógna afkomu bænda. Offramleiðsla og undirverð hafi þau áhrif að það gangi á eigið fé bænda og hrað- ast á fé þeirra sem framleiða hvítt kjöt. Hann segir ekki útlit fyrir að dragi úr of- framboði á kjöti á næstunni. Heldur hafi þó dregið úr framleiðslu á svínakjöti og verð til svínabænda lítillega hækkað, þótt enn sé það undir framleiðslukostnaði. Frjáls samkeppni svínabænda er óvægin en þó besti kosturinn Ósáttir við forystu bænda  Hin frjálsa/10 ÞRIÐJUNGSLÆKKUN hefur orðið á verði leigukvóta frá því í apríl á síðasta ári þegar verðið var í hámarki. Töluverð fylgni er á milli kvótaverðs og fiskverðs að því er fram kemur í útreikningum Útvegshússins um verðþróun afla- marks síðustu fimm fiskveiðiár. Útvegshúsið hefur reiknað verð- vísitölu fyrir aflamark í botnfisk- tegundum fyrir sl. ár. Með vísitöl- unni er búið að taka saman í eina tölu verð á aflamarki helstu botn- fisktegunda. Hér er aðeins um leigukvóta að ræða, ekki aflahlut- deild eða varanlegan kvóta. Króka- aflamark smábáta er ennfremur ekki meðtalið í þessum reikning- um. Grunnur vísitölunnar er reikn- aður m.v. verð á aflamarki í sept- ember 1998 þegar Kvótaþing tók til starfa. Nokkur fylgni virðist vera milli verðs á fiski og leigukvóta en það er þó alls ekki algilt. Verð á afla- marki hækkaði þó greinilega meira en fiskverðið á fiskveiði- árinu 2001/2002. Kvótaverð hækk- ar yfirleitt alltaf á tímabilinu jan- úar til apríl ár hvert meðan fiskverð lækkar á sama tímabili með auknu framboði á fiski. Á því tímabili sem hér er til skoðunar var kvótaverð í hámarki í apríl 2002 þegar vísitalan náði 203. Það þýðir að kvótaverð hafði þá tvö- faldast frá september 1998. Vísitala aflamarksverðs í sl. ágústmánuði var 136 og var nærri 27% lægri en í ágúst í fyrra þegar vísitalan var 187. Frá því verðið var í hámarki í apríl 2002 hefur leiguverð kvóta hinsvegar lækkað um 33%, sé miðað við vísitölu Út- vegshússins. Verð á leigukvóta þorsks er oft talið vera óeðlilega hátt m.v. við verð á afla, sérstaklega gagnvart því verði sem greitt er fyrir afla í beinum viðskiptum við fiskkaup- endur. Á tímabilinu frá september 1998 til júlí 2003 hefur kvótaverðið til að mynda nær alltaf verið hærra en meðalfiskverð í beinum viðskiptum milli útgerða og vinnslustöðva. Síðastliðin 5 fiskveiðiár er ein- falt meðalverð þorskkvóta 123 krónur meðan meðalverð þorsks í beinum viðskiptum er 104 krónur. Meðalverð á fiskmörkuðum er hins vegar 166 krónur. Þriðjungs- lækkun á leigukvóta Töluverð fylgni á milli kvótaverðs og fiskverðs  Kvótaverð/6 RAGNAR Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins, betur þekktur sem RAX, hlaut í gær fyrstu verðlaun á ljósmyndasýningu um hafið sem haldin var í Vannes í Bretagne. Það var Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem afhenti verðlaunin. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari tók við verðlaununum fyrir hönd Ragnars. Alls sýndu 40 ljósmyndarar, þar af 4 frá Íslandi, um 600 myndir á sýningunni. Þema sýningarinnar var ströndin og voru m.a. sýndar myndir frá Ástralíu, Íran, Evrópu og Bandaríkjunum en myndir Ragnars voru frá Íslandi, Græn- landi og Færeyjum. Að sögn Jean- Yves Andra Courageux, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, var fjöldi frábærra mynda á sýningunni en það hefði verið samdóma álit dómnefndar að Ragnar Axelsson fengi fyrstu verðlaun. Vannes stendur við sjó og þar er stór höfn og mikil hefð fyrir sjó- mennsku. Þetta var í fyrsta sinn sem slík ljósmyndasýning var hald- in í bænum, þar sem allt tengist sjónum, og var Ísland valið sem heiðursland á þessari sýningu. Ragnar Axelsson hlaut fyrstu verðlaun ÍSLENSK stjórnvöld fengu á sjötta áratugn- um varnarliðið til að aðstoða sjómenn á Faxa- flóa við að drepa háhyrninga sem ollu miklum spjöllum á reknetum sem notuð voru til síld- veiða. Sendir voru tveir vopnaðir hermenn með hverjum bát og áttu þeir að reyna að skjóta dýrin. Síðar var ákveðið að beita Neptune- eftirlitsflugvélum og var varpað djúpsprengj- um á hvalavöður. Um borð í vélunum voru ís- lenskir leiðsögumenn. Í blaði varnarliðsins, The White Falcon, frá árunum 1956-1957, er sagt frá þessum atburðum og meðal annars bent á að með aðgerðunum sé stuðlað að auk- inni velvild í garð Bandaríkjamanna á Íslandi. Fullyrt er að hundruðum háhyrninga hafi verið grandað með vel miðuðum djúpsprengj- um.  Þeim verður/B6–7 Beittu djúp- sprengjum gegn hvölum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.