Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 17
þar taldir Faber, Biering og Fell ásamt Savignac. Knud Peter var samtíðarmaður Jónasar Hallgríms- sonar. Hann varð prestur á Jót- landi: Fann barn í sefinu eins og dóttir Faraós forðum. Varð einn af- komenda síðar verkfræðingur á Ís- landi, Langvad að nafni. Westy Petræus kemur snemma við sögu barneigna hér á landi, ekki einvörðungu í hjónabandi heldur einnig utan hjónabands. Í Keflavík er hann talinn eignast dóttur, sem skírð er Valgerður. Hún fæðist 18. nóvember 1791. Móðir hennar er Halldóra Þorvaldsdóttir. Skírnar- vottar eru Sigurður Árnason, Jón Sigurðsson og Katrín Einarsdóttir. Engar upplýsingar um stétt eða stöðu. Á manntali í Reykjavík 1801 er skráð vinnustúlka Halldóra Þor- valdsdóttir þá 29 ára. Kynni að vera hin sama. Þá er Westy Petræus einnig tal- inn hafa eignast dóttur með stúlku í Hlíðarhúsum í Reykjavík. Þar hafði hann á leigu hluta af túni ásamt ýmsum öðrum borgurum, en Pet- ræus átti fjórar kýr og leigði haga- göngu hjá Hlíðarhúsabændum. Ilm- andi taðan kann að hafa orðið þess valdandi að kaupmaðurinn féll fyrir ungri píu sem þar freistaði hans, eða hvort hann kann að hafa neytt stöðumunar, en dóttur eignaðist hann, sem hann lét skíra Sophie Petræa. Móðirin var Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Hlíðarhúsum. Skírnarvottar eru Factor L. Knud- sen, Bjering, Savignac og ljósmóð- irin Ragnhildur Þorvaldsdóttir. Það að helstu faktorar Reykja- víkurkaupstaðar eru skírnarvottar þegar lausaleiksbarn Westy Pet- ræusar er vatni ausið, að honum fjarstöddum (erlendis) sýnir ein- læga vináttu og samstöðu þeirra faktoranna. Þá er Savignac í besta bróðerni með þeim. Þetta gerist 1. janúar árið 1811. Þá er liðið á annað ár, eitt ár og fjórir mánuðir síðan bylting Jörundar var gerð og Sav- ignac gekk hvað fastast fram. Westy Petræus átti sjálfur börn í hjónabandi sínu. Hann var tengda- sonur Diðriks Hölters kaupmanns í Höfðakaupstað á Skagaströnd og svili Adsers Knudsens, sem hér stundaði kaupsýslu og Bierings faktors. Sonur þeirra Westys og Önnu Katrínar konu hans var Westy Petræus fæddur hér í Reykjavík 18. september 1806. Hann varð bæjarfógeti í Næstved á Sjálandi. Hann hlaut afbragðsgóða einkunn á lögfræðiprófi frá Hafn- arháskóla, I. einkunn. Hann var sæmdur etasráðsnafnbót árið 1876. Páll Skúlason lögmaður og rit- stjóri var svo vinsamlegur að ljá mér heimildarrit um Westy. Um Næstved var eitt sinn kveðið. Elsk þin næste í Næstved, næst ved siden af dig. Jeg er din næste i Næstved du er nærmest ved siden af mig. Mjög skipti í tvö horn um orð það sem fór af Westy Petræus kaup- manni. Hann er ýmist hafinn til skýjanna og talinn fremstur allra kaupmanna eða talinn Frísasvín. Nýtti sér gróðavænlega kosti Í Reykjavíkurmanntali árið 1801 er Westy Petræus skráður ásamt fólki sínu. Seyen, skip sem Westy Petræus átti hlut í var hertekið er það flutti farm fyrir Holger P. Clausen (salt- fisk), „gert upptækt til ríkisþarfa“. Seyen mun hafa flutt til Íslands leyfisbréf Friðriks VI Danakon- ungs til hjónabands þeirra Lars Michael Knudsens faktors og Mar- grétar Andreu Hölter (Maddömu Mohr), sem gefin hafði verið nauðug Mohr faktor og hljópst frá honum eftir fárra daga sambúð. Indriði Einarsson, sem sjálfur var kvæntur Mörtu, dótturdóttur Margrétar Andreu fer með stað- lausa stafi er hann lætur Jörund Hundadagakonung veita þeim leyfi sökum frjálslyndis í ástamálum. Þau höfðu skriflegt og fullgilt leyfi Danakonungs. Árni Óla, sem ann- ars var merkur fræðimaður skrá- setur samskonar villu. Anna Agnarsdóttir ritaði dokt- orsritgerð um tímabil Jörundar. Hún léði mér ritgerðina til afnota og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Ingibjörg Jónsdóttir móðir Gríms Thomsens skálds og bónda á Bessa- stöðum skrifar bróður sínum Grími Jónssyni sem búsettur er á Sjálandi skammt frá Næstved oft með skip- um Westys Petræusar. Segir hún að Westy Petræus hafi kunnað að færa sér í nyt ýmsa gróðavænlega kosti. T.d. mun á ríkisdölum á Ís- landi og í Danörku. Einnig hafi hann keypt úr hér heima og farið með þau til viðgerðar ytra. Allt varð það honum til hagnaðar. Ingibjörg ritar bróður sínum um dauða „gamla“ Petræusar en hann dó í sept. 1828. Fálkahúsið varð honum til framdráttar, en þar hafði hann mikil umsvif um langt skeið og hagnaðist vel. Áður en látið er lokið frásögn þessari um atburði í tíð Jörundar Hundadagakóngs skal aukið við fá- einum orðum um dyggasta félaga hans, sem flestir sagnaritarar for- dæma fyrir hörku og dólgshátt. Þegar hefir komið í ljós að hann átti marga vinveitta félaga í kaup- mannastétt. Heimildir þær sem hér er vitnað til eru sóttar í rit dr. Helga P. Briem og annála Gísla Konráðs- sonar, auk lögreglubóka. Á bls. 103 í hinu mikla riti sínu segir dr. Helgi Briem: Með samn- ingum við Jackson skipstjóra bætt- ist nýr maður í kaupmannastéttina í Reykjavík. Savignac mun hafa verið franskur að ætt, svo sem nafn hans bendir til. „Hann var karlmannleg- ur að sjá, en ekki sterkur,“ segir Espólín. En Gísli Konráðsson lýsir honum aðeins með þessum orðum: „Hann var ljótur maður og órökuð efrivör hans, og þótti flestum það óvanalegt að sjá.“ Hann hafði nokk- urn áhuga á íþróttum og stofnaði einhverntíma til bændaglímu á Austurvelli. Skotmaður var hann nokkur og gekk með skammbyssu við belti. Lenti hann oft í ryskingum og barsmíðum. Þótti friðsömum borgurum mikil landhreinsun, er hann fór héðan árið 1812. Kom hann þó aftur hingað til lands í júlímánuði 1814, en fékk þá alls ekki að koma á land nema nokkrar stundir á dag, og varð skipstjórinn að lofa upp á æru og samvisku að flytja hann burtu aftur og leggja að auki 6.000 dala veð. Þó að eftirfarandi saga sé sjálf- sagt ósönn, sýnir hún vel hvernig mönnum lá orð til Savignacs og eng- in furða að skikkanlegir lærdóms- menn eins og Geir biskup Vídalín hafi ekki kunnað vel við háttsemi mannsins. Savignac átti sér vin- stúlku uppi í holtum (innskot: Þing- holtum?) „og brá Gísli (Símonarson kaupmaður) honum um þernu hans er áður hafði verið með Jörgensen (Pétur Gunnarsson hefir flutt út- varpsþætti um Guðrúnu frá Dúki). Skoraði Savignac Gísla þegar á hólm, en er einvígið skyldi hefjast (það var inni í stofu hjá Geir bisk- upi) fékk hann Gísla óhlaðna skammbyssu, en hélt sjálfur hlað- inni byssu. Þá segir frá andúð Magnúsar Stephensens etasráðs vegna fram- ferðis Savignacs í æðarvarpi í Eng- ey, Viðey og Þerney að skjóta æð- arfugl. Hvað sem öðru líður var Savignac hrósað fyrir ræktun og var hann tal- inn „búsýslumaður góður og virðist ekki hafa haft þá miklu ótrú á lofts- laginu og ræktun, sem Íslendingar hafa sjálfir haft fram á síðustu ár. „Lét hann snemma sem hann mátti efna til kálgarða stórra,“ segir Esp- ólín og mun hann haft lagt grund- völlinn að garði þeim er enn er við lýði bak við Landfógetahúsið svo- kallaða í Austurstræti.“ Björn bak- ari Björnsson tók við fögrum ald- inreit og opnaði Reykvíkingum aðgang að unaðsreit þeim sem Árni Thorsteinsson hafði hlúð að blóm- um og trjágróðri á. Það má gjarnan vitnast að báðir áttu þeir Savignac það að þakka að hafa fyrstur manna lagt grunninn að gróðurreit þessum með braut- ryðjendastarfi sínu. Hugsum hlýtt til áflogamannsins, sem fór með yf- irgangi og barsmíðum árið 1809, en átti jafnframt til sínar góðu hliðar og var einkar vinsæll skírnarvottur. Knud Peter Knudsen var prestur á Jót- landi. Þótt Savignac saumaði að Trampe greifa árið 1809 og setti hann í varðhald kom það ekki í veg fyrir góð viðskipti þeirra árið 1811. Þá keypti Savignac Smed- ens hus af Trampe greifa. Westy Martin Petræus, bæj- arfógeti í Næst- ved á Sjálandi. Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 17 Vakin skal athygli á því að verði innheimtu fylgiréttargjaldi ekki ráðstafað til handhafa höfundaréttar, þá rennur fylgiréttargjaldið til Myndstefs og verður síðar ráðstafað í þágu myndlistarmanna skv. nánari ákvörðun stjórnar. Þeim eindregnu tilmælum er beint til ofangreindra listamanna eða erfingja þeirra sem fara með höfundarétt, að skila inn umboði til samtakanna svo unnt sé að skila þegar innheimtu fylgiréttargjaldi. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Myndstefs að Hafnarstræti 16, sími 562 7711, netfang: myndstef@myndstef.is. Opnunartími er kl. 10–13. Auglýsing frá Myndhöfundasjóði Íslands – Myndstefi Samkvæmt reglugerð um fylgiréttargjald frá 11. júní 2001 um fylgiréttargjald ber að greiða höfundum 10% af andvirði seldra málverka, mynda og listmuna á listmunauppboðum. Myndstef annast innheimtu og skil gjaldsins til höfunda. Stjórn Myndstefs lýsir hér með eftir því að handhafar höfundaréttar eftirtalinna myndlistarmanna gefi sig fram við stjórn félagsins fyrir 1. desember 2003 til að taka við innheimtu fylgiréttargjaldi. Alfreð Flóki Níelsen Axel Einarsson Axel Helgason Ágúst Lárusson Árni Garðar Ása M. Gunnlaugsson Ásgeir Bjarnþórsson Baldur Edwins Baldvin Björnsson Benedikt Jónsson Bjarni Guðjónsson Bjarni Jónsson Bjarni Sæmundssen Björg Hafsteinsdóttir Björgvin S. Haraldsson Carl Frederik Emanuel Colin Porter Dagur Sigurðarson Eggert Laxdal Einar Benediktsson Einar Karl Elísabet Geirmundsdóttir Elvar Guðni Þórðarson Emil Thoroddsen Engilbert Gíslason Eyborg Guðmundsdóttir Eyjólfur J. Eyjólfsson Eyjólfur Jónsson Gerhard Henning Gísli Guðmann Guðjón E. Sigurðsson Guðmundur Benediktsson Guðmundur Másson Gunnfríður Jónsdóttir Harry Sigurjónsson Helga Weisshappel Foster Helgi Guðmundsson Helgi M.S. Bergmann Henry Ness Hjálmar Hafliðason Hjálmar Stefánsson Höskuldur Björnsson Inga Hlöðversdóttir Jóhannes Frímannsson Jón Helgason Jósep Kristjánsson Jörundur Pálsson Katrín Jósepsdóttir Kristinn Ástgeirsson Kristinn Morthens Kristinn Pétursson Kristinn Pétursson Lára Magnúsdóttir Leó Árnason Loftur Guðmundsson Logi Eldon Lúðvík Einarsson Mac Bouller Magnús Heimir Magnús Ingvarsson Magnús Jónsson Margared Jónsson Ólafur Magnússon Ragnar Jónson Ragnheiður Jónsdóttir Ream S.Á. Ísfjörð Sigurður Benediktsson Sigurður Einarsson Sigurður Sigurðsson Snorri Arinbjarnar Snorri Árnason Stefán Axel Stefán Gíslason Steingrímur Guðmundsson Steingrímur Gunnarsson Steingrímur S. Th. Steinþór M. Gunnarsson Svala Þórðardóttir Sveinbjörn Blöndal Sæmundur Guðmundsson Úlfur Ragnarsson Valur Norðdahl Vigdís Kristjánsdóttir Viktor Gestsson Zator Þorgeir Pálsson Þórdís Egilsdóttir Þórður Valdímarsson Þórunn Eiríksdóttir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 6. október. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, út 6. okt, heim 9. okt., 2 fyrir 1. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman. Almennt verð kr. 20.950. Verð kr. 39.950 25. september - helgarferð Flug og hótel í 3 nætur, helgarferð 25. sept. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir. Síðustu 28 sæti 2 fyrir 1 til Prag 6. október frá kr. 19.550 Tryggðu þér sæti 25. sept. – 11 sæti 28. sept. – laust 2. okt. – uppselt 6. okt. – laust 9. okt. – 7 sæti 13. okt. – laust 16. okt. – uppselt 20. okt. – 22 sæti 23. okt. – 32 sæti 27. okt. – laust 30. okt. – 25 sæti 3. nóv. – laust 6. nóv. – uppselt AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.