Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. (Einar Benediktsson.) Upphaf Hjúkrunarsögu Maríu Pétursdóttur hefst á þessum vísu- orðum skáldsins og hugsjóna- mannsins Einars Benediktssonar. Hún var sjálf hugsjónakona og eld- hugi, merkisberi íslenskrar hjúkrun- ar í sextíu ár. Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ekki gömul sé hún sett undir mælistiku mannkyns- sögunnar en hjúkrunin er jafngömul manninum. Stéttin hefur átt því láni að fagna að framsýni og djörfung hefur einkennt þær er hófu merkið á loft og nýtur ís- lensk heilbrigðisþjónusta þess í dag. Frásagnir um það að hlynnt hafi verið að særðu og veiku fólki eru harla litlar í fornum sögum. Sagnariturum hefur þótt lítið til þess koma en valdabarátta og bardagar tíundaðir. Í frásögninni af bardaganum á Hrísateigi í Víga- Glúms sögu kemur þó fram sú hug- sjón að hlúa beri að mönnum og vernda alla jafnt, án tillits til þess hvort þeir séu samherjar eða and- stæðingar. Halldóra Gunnsteinsdóttir, kona Glúms, sagði er hún kvaddi kon- ur til bardagasvæðisins: „ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvæn- ir eru, ór hvárra liði sem eru“. Hug- MARÍA ANNA PÉTURSDÓTTIR ✝ María Anna Pét-ursdóttir fæddist á Ísafirði 26. desem- ber 1919. Hún and- aðist á Droplaugar- stöðum í Reykjavík að morgni fimmtu- dagsins 4. september síðastliðins og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 11. september. sjón er mörgum öldum seinna speglaðist m.a. í stofnun Alþjóða Rauða krossins. María taldi Halldóru Gunnsteins- dóttur í raun fyrstu ís- lensku hjúkrunarkon- una og fékk vinkonu sína Barböru Árnason til að gera einstakt lista- verk um atburðinn. Verkið prýddi sal Hjúkrunarskóla Ís- lands, nú hjúkrunar- deild Háskóla Íslands. Jafnframt er það forsíða á Hjúkrunarsögu henn- ar. María talaði oft um það að reisa ætti Halldóru bautastein. Hjúkrun, starf hugar, hjarta og handar, varð ævistarf Maríu og fyrir það menntaði hún sig af kostgæfni bæði hér heima og erlendis. Var m.a. Rockefellers-tyrkþegi árin 1944-45 og lærði hjúkrunarkennslu við Tor- onto-háskóla í Kanada. Heim komin starfaði hún að kennslu við Hjúkr- unarskóla Íslands og einnig að berklarannsóknum eftir að hafa sótt námskeið á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn. María var mikil félags- vera og baráttukona og fór því fljótt að ljá málefnum stéttarinnar lið. Sat í stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna frá árinu 1945, fyrst sem gjaldkeri síðar ritari og formaður í tíu ár til ársins 1974. Mikil uppbygging á sviði heilbrigð- isþjónustu einkenndi tímabil Maríu sem formanns. Byggt var við Land- spítalann, Borgarspítalinn reis og heilsugæslustöðvar um allt land voru í burðarliðnum. Allt útheimti þetta fleiri vel menntaðar hjúkrunarkonur. Karlmenn héldu innreið sína í stétt- ina og starfsheitið varð hjúkrunar- fræðingur. „Við lifum á tímum tæki- færanna,“ sagði María á 50 ára afmælisþingi norrænna hjúkrunar- kvenna sem haldið var í Reykjavík árið 1970. Örar framfarir í heilbrigð- isvísindum og tækni gera kröfu um vel menntaða hjúkrunarstétt. Í maímánuði sama ár kom hingað til lands Maria P. Tito de Moraes, yf- irmaður hjúkrunardeildar Evrópu- svæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Hún kom að tilhlutan landlæknis og var að kynna sér heilsuverndarnám hjúkrunarnema í Hjúkrunarskóla Íslands. Gildi for- varna og fyrirbygging sjúkdóma hafði til þess tíma ekki einkennt nám heilbrigðisstétta en nú voru nýir tímar að renna upp í heilbrigðismál- um um allan heim. Koma hennar var því mikil lyftistöng fyrir framákonur í hjúkrunarstétt. Í framhaldi skipaði menntamálaráðuneytið 6. nóvember fimm manna nefnd til að kanna möguleika á hjúkrunarnámi á há- skólastigi hér á landi. Þorbjörg Jóns- dóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla Ís- lands, var formaður nefndarinnar. María kom þar sem fulltrúi Hjúkr- unarfélagsins. Niðurstöður nefndar- innar voru þær að hraða bæri því að grunn- og framhaldsnám hjúkrunar- fræðinga færi í háskóla. Árið 1972 kom annar hjúkrunar- fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, það var dr. Vera Maill- art. Hún kom á vegum mennta- málaráðuneytisins en samkvæmt ósk skólanefndar Hjúkrunarskóla Ís- lands. Dr. Maillart var sammála nið- urstöðum nefndarinnar um að hér skyldi hefjast háskólanám í hjúkrun. María var afskaplega ánægð með það að hugsjón hennar um háskólanám í hjúkrun á Íslandi væri komin á þenn- an rekspöl. Enn átti samt eftir að hnýta ýmsa enda áður en hægt væri að hefja námið. Á þessum tíma var Ingibjörg R. Magnúsdóttir komin til starfa sem deildarstjór í heilbrigðisráðuneytinu, staða er félagið hafði óskað eftir. Hún var öflugur liðsmaður þess að koma hér á háskólanámi í hjúkrun. Úrslita- þýðingu hafði velvilji læknadeildar og ákvörðun háskólarektors sem þá var Magnús Már Lárusson. Fyrir það var María þakklát alla tíð. Skortur á hjúkrunarfræðingum var mikill á þessum tíma. Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 20. janúar 1972 að fela borgarstjóra í samráði við borgar- lækni og heilbrigðismálaráð að und- irbúa stofnun nýs hjúkrunarskóla er væri í tengslum við Borgarspítalann. Þetta var undanfari þess að Nýi hjúkrunarskólinn var stofnaður. María var skipuð skólastjóri og gaf því ekki kost á sér lengur sem for- maður í félaginu. Málefni Nýja hjúkr- unarskólans þróuðust þannig að hann varð skóli er sá um framhalds- og sér- fræðinám fyrir hjúkrunarfræðinga ásamt því að brautskrá hjúkrunar- fræðinga. Ljósmæður voru fyrstar til að ljúka þar hjúkrunarnámi. Jafnhliða skólastjórastarfinu var María kennslustjóri við námsbraut í hjúkrunarfræði árin 1973-1975. Starfsemi Nýja hjúkrunarskólans var mikil lyftistöng fyrir hjúkrunar- fræðinga. Þeir höfðu alla tíð þurft að sækja sér framhaldsmenntun á er- lenda grund nema skurð-, svæfingar- og röntgennám. María hafði einstakt lag á því að fá til sín að kenna hæfi- leikafólk er síðan skilaði sér í góðri námskrá og ánægðum nemendum. Róður hennar fyrir háskólanámi í hjúkrun var ekki fyrir samstillta hjúkrunarstétt og því var það einkar ánægjulegt hversu allir voru sam- stilltir með námið í Nýja hjúkrunar- skólanum. Lög Hjúkrunarskóla Íslands kváðu á um það að landlæknir væri formaður skólanefndar, hélst það ákvæði alla tíð meðan skólinn starf- aði. María hafði haft lækni sem skóla- nefndarformann og var samstarf þeirra gott. Samt taldi hún að eðlilegt væri að hjúkrunarfræðingur skipaði þá stöðu. Hinn 1. febrúar 1984 var undirrituð skipuð af menntamála- ráðuneytinu til að gegna formennsku í skólanefnd og gegndi þeirri stöðu þar til skólinn hætti starfsemi og allt framhalds- og sérfræðinám hjúkrun- arfræðinga var flutt í Háskóla Ís- lands. Samstarf okkar Maríu var með miklum ágætum. Hún var ótrúlega vel lesin, fróð og frjó í hugsun. Hafði brennandi áhuga á mörgum málum sem sést best þegar æviferill hennar er skoðaður í Hjúkrunarkvennatal- inu. Formaður Kvenfélagasambands Íslands var hún í átta ár. Hvar sem málefni er tengdust velferð og fram- förum voru unnin vildi María leggja þeim lið. Eitt var það sem hún var ævinlega stolt af en það var að stofna Samtök heilbrigðisstétta með m.a. Arinbirni Kolbeinssyni lækni er var góður vinur hennar og samstarfs- maður um árabil. Í sínu norræna og alþjóðlega starfi þegar hún var formaður Hjúkrunar- félagsins var María virk. Þar minntist hún oft á er Hjúkrunarfélagið stuðlaði að kjöri Margrethe Kruse frá Dan- mörku sem formanni í Alþjóðasam- bandi hjúkrunarfræðinga árið 1969. Þegar Kruse lét af störfum fjórum ár- um síðar sagði hún í lokaræðu sinni að einungis velmenntaðar hjúkrunarkon- ur gætu veitt fyrsta flokks hjúkrunar- þjónustu og að vönduð og vel unnin störf yrðu aldrei greidd lágu verði eða framkvæmd við léleg vinnuskilyrði. María tók heilshugar undir þetta hjá stallsystur sinni. Eftir að María lauk launaðri vinnu sinni lærði hún ilmmeðferðarnudd og var óþrjótandi í því að halda fram gildi snertingar og handayfirlagna í hjúkrunarstarfinu. Fékk því til leiðar komið að undirstöðuatriði í nuddi eru nú kennd í hjúkrunarnámi. Oft naut ég góðs af þessari þekkingu hennar. María Pétursdóttir var heimskona, víðsýn, áhugasöm, fróðleiksfús, talaði vel um samferðafólkið og vildi öllum vel. Hún var kát og skemmtileg í góðra vina hópi og framúrskarandi greiðvikin og hjálpsöm. Hugurinn bar hana hálfa leið og oft fór hún fram úr sjálfri sér ef því var að skipta. Hún framkvæmdi það sem hún hafði áhuga á og lét verkin tala. Umhyggja fyrir öllu sem lífsanda dregur var henni í blóð borin. María var trúuð kona og ræktaði sína trú á margvís- legan hátt. Að leiðarlokum kveð ég vinkonu mína með lokaorðunum í sálmi J.J. Smára. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. Ættingjum sendi ég samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Maríu Péturs- dóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir. Geislandi af lífsgleði, full af kær- leika, manngæsku og hlátri, hlý og umvefjandi. Þannig man ég Maríu Pétursdóttur frá því að ég var lítil telpa og alla tíð. María var gift föður- bróður mínum, Finnboga Guðmunds- syni, og þau hjón komu oft á heimili mitt og við til þeirra. Ég dáðist tak- markalaust að þessari fallegu konu. Hún var grönn og glæsileg og alltaf fallega klædd. Samkvæmt tísku þeirra ára var hún gjarnan í kjól sem var þröngur í mittið en með víðu pilsi sem sveiflaðist þegar hún hreyfði sig og hún bar hann vel. Það var mikið annríki hjá þeim hjónum en eigi að síður gafst tími til heimsókna og ferðalaga, a.m.k. dags- ferða, í fallega bílnum þeirra. Svo sagði María sögur sem voru ólíkar öllum öðrum. Það helgaðist af því að hún var að gera hluti sem konur áttu annars lítið við á þessum tíma. Minn- isstæðar eru sögur sem hún sagði af heimsókn til Kína fyrir einum 40 ár- um eða svo. Þá var Kína töluvert fjær Íslandi en nú og María kom til baka með sögur af fátækum götubörnum, veikindum og kærleika sem hún var bæði næm á og rík af. María var sterk kona, greind, sjálf- stæð og hæfileikarík en ekki síður kærleiksrík og gefandi. Það var minnisstætt að sitja kvöldverðarboð á heimili hennar ásamt Esra bróður hennar. Sú kvöldstund var gjöf, full af greind og gleði, fróðleik og skemmtun. Þannig voru allar sam- verustundir með Maríu. Fjölskylda Finnboga sendir kærar þakkir fyrir þær stundir, góðar kveðjur og óskir um góða heimkomu henni til handa. Inga Rósa Þórðardóttir. Með Maríu Pétursdóttur, heiðurs- félaga í Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga, er genginn einn frum- kvöðla og forystukvenna í hjúkrun hér á landi. María var einstaklega dugmikil og framsýn í störfum sínum, hvort heldur er laut að menntunar- málum eða félagsmálum hjúkrunar- fræðinga. María lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1943 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkj- unum og Kanada sem fátítt var á þessum árum. María lét menntunar- mál hjúkrunarfræðinga mikið til sín taka. Hún kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands og var skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans allan starfstíma skólans. María var einn aðalhvata- maður þess að nám í hjúkrunarfræði færðist á háskólastig og synti þar sannarlega ekki með straumnum. Sú ákvörðun, að nám í hjúkrunarfræði færi alfarið fram í háskóla, setti ís- lenskt hjúkrunarnám skör framar en meðal nágrannaþjóða. María tók alla tíð virkan þátt í fé- lagsstörfum hjúkrunarfræðinga. Hún sat í stjórn Hjúkrunarfélags Ís- lands um árabil og var formaður fé- lagsins í tíu ár. Henni hugnaðist ekki að hjúkrunarfræðingar úr Hjúkrun- arskólanum og háskólanum störfuðu í tveimur félögum og gerðist mikill talsmaður þess að hjúkrunarfræðing- ar sameinuðust í eitt félag og ynnu saman á jafnræðisgrundvelli í einu félagi. Sú hugmynd varð að veruleika og í janúar næstkomandi fagna hjúkrunarfræðingar tíu ára samein- ingarafmæli. Maríu hlotnaðist margvíslegur og verðskuldaður heiður á lífsleiðinni. Hún var sæmd Florence Nightin- gale-orðunni, æðsta heiðursmerki hjúkrunar. Hún var einnig sæmd hinni íslensku fálkaorðu og stórridd- arakrossinum. María varð heiðurs- félagi Hjúkrunarfélags Íslands árið 1988. Með heiðursfélaganafnbót vilja hjúkrunarfræðingar sýna þeim fé- lögum sínum sem skara fram úr mestu mögulega sæmd félagsins. Oft er sagt að hjúkrunarfræðin sé gömul starfsgrein en ung fræðigrein. Það eru hæfileikafólk og eldhugar eins og María Pétursdóttir sem gera slíka þróun mögulega. Störf Maríu fyrir hjúkrun, hjúkrunarfræðinga og ekki síst skjólstæðinga hjúkrunar eru ómetanleg. Fyrir þau vilja hjúkr- unarfræðingar þakka. Blessuð sé minning Maríu Péturs- dóttur hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með söknuði kveð ég Maríu Pét- ursdóttur, fyrrverandi skólastjóra og formann Kvenfélagasambands Íslands. Ég var svo heppin að starfa með henni um átta ára skeið þegar hún var formaður KÍ á árunum 1980-88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.