Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hafi verksins hafi faðirinn þegar beðið lægri hlut. Hinar persónurnar bíða þess eins að hann taki sinnaskiptum. Stærsta vandamál Péturs er að hann hefur lif- að á væntingum um framtíð Garðars, sonar síns. Það er himinhrópandi mótsögn fólgin í því að hann hefur þraukað í óhamingjusömu hjóna- bandi áratugum saman til að geta ræktað sam- bandið við son sinn, einu mannveruna sem hon- um þykir vænt um. En væntingarnar snúast allar um að sonurinn finni hamingjuna í hjóna- bandi með konu – aðrir möguleikar eru ekki teknir til greina. Þegar Pétur bregst við ást- arsambandi Kjartans og Garðars með afneitun og vanþóknun lokar hann um leið á samskiptin við son sinn – tilfinningasamband sem skiptir hann sjálfan öllu máli. Hann fótar sig ekki við breyttar aðstæður, öll sjálfsmynd hans riðlast þegar hann gerir örvæntingarfullar tilraunir til að nálgast son sinn aftur. Athyglisverðasta hlið sýningarinnar er hvernig þessari baráttu persónanna er komið til skila í flæði þar sem farið er frjálslega fram og aftur í tíma og jafnvel skilin milli persónanna og þeirra hlutverka sem þær gegna í verkinu eru ekki alltaf klippt og skorin. Það heppnast mjög vel að fjarlægja persónurnar úr hversdagslegu streði utan leikhússins – með því að stilla tilvís- unum um líf þeirra sem allra mest í hóf er lögð áhersla á það málefni sem hér er til umræðu. Þegar Kjartan kvartar yfir að enginn hafi áhuga á honum sem persónu, aðeins sem þátttakanda í þessu verki, er höfundur öðrum þræði að leika sér að brechtískri hugmynd um takmörkuð tengsl leikpersónu við utanaðkomandi veru- leika. Persónurnar eru hér til að þjóna verkinu, þær eiga sér ekkert líf utan þess. Þessi tilraun með formið gefur innri baráttu Péturs víðtækari skírskotun, einstrengingsháttur hans gegn breyttum aðstæðum minnir á harmleikjaper- HAUSTIÐ 2001 var Englabörn, leikrit Háv- ars Sigurjónssonar, frumsýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu við góðar undirtektir enda einstak- lega eftirminnileg sýning. Leikritið skipaði Hávari sess meðal athyglisverðustu leikskálda þjóðarinnar og er m.a. eitt örfárra íslenskra leikrita á síðustu árum sem hafa vakið áhuga er- lendra leikhúsmanna. Nú, réttum tveimur árum síðar, er nýtt verk eftir Hávar frumsýnt á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri, útlitshönn- uður og tónskáld eru þeir sömu og við fyrri sýn- inguna. Þessi tvö verk eiga fleira sameiginlegt en höf- undinn og aðstandendur sýningarinnar. Þema- tískt eru þau lík. Eins og í Englabörnum snýst verkið um baráttu hins ríkjandi karls við aðra meðlimi fjölskyldunnar. Meginmunurinn er að Englabörn hverfast um systkinin í verkinu og hvernig þau reyna að lifa af eftir það sem á und- an er gengið en hér er faðirinn í sviðsljósinu. Þessi togstreita í verkinu milli viðhorfa hans og hinna persónanna hefur víðtæka skírskotun í þjóðfélagslega umræðu síðustu ára. Verkið fjallar um viðbrögð heimilisföður við þeirri stað- reynd að sonur hans ákveður að viðurkenna fyr- ir sjálfum sér og umheiminum að hann sé sam- kynhneigður og í framhaldi af því hefja sambúð með öðrum karlmanni. Í raun má segja að í upp- sónur sem eru leiksoppar grimmra örlaga. Leikmyndin er mjög stílfærð – persónurnar eiga sér skjól í skápum þar sem komið er fyrir munum sem vísa til sjálfsmyndar þeirra. Þessi tilhögun gefur ýmsa möguleika í stuttum atrið- um í flókinni tímaröð en áherslan á tvær ljós- keilur sem skarast og mynda kross í rýminu kom einatt í veg fyrir að hægt væri að greina svipbrigði leikaranna nógu vel. Jóhann Jó- hannsson snýr gersamlega við blaðinu frá þeirri ljóðrænu sem setti svo mikinn svip á tónlist hans við Englabörn; ætla má að tónlistinni sé ætlað að endurspegla hinn tætta veruleika í tíma og rúmi textans sem sýningin endurspeglar. Því miður fer tónlistin fyrir ofan garð og neðan, hug- ur áhorfandans á fullt í fangi með að fylgjast með flókinni sýningunni og á bágt með að leggja hlustir við ómstríðum tónum í ofanálag. Búning- arnir eru aftur á móti ofurvenjulegir í látleysi sínu og gefa kærkomið tækifæri á að samsama persónurnar við einhverskonar hversdagsleika utan dyra leikhússins. Þeir styðja leikarana í að túlka auðþekkjanlegar persónur – hversdags- fólk sem byggir þessa táknrænu veröld. Valdimar Örn Flygenring leikur Pétur, föð- urinn, og nálgast persónuna af þeirri hófsemi og nærfærni sem hæfir rýminu. Honum tekst vel að sýna stífnina sem einkennir Pétur á yfirborð- inu og örvæntinguna sem kraumar undir niðri. Valdimar Örn tekur hér stórt stökk fram á við í listrænu tilliti og sýnir blæbrigðaríkan leik af miklu öryggi. Ívar Örn Sverrisson leikur Garðar blátt áfram sem tilfinninganæman strák sem skilur ekki af hverju pabbi hans hefur brugðist honum. Hér veltur allt á því að hann sé trúverðugur í hlutverkinu og honum bregst ekki bogalistin í samskiptum sínum við hinar persónurnar sem eru allar eldri og þroskaðri en hann og vilja allar leyna hann einhverju. Atli Rafn Sigurðarson og Edda Heiðrún Backman nálgast bæði fullkomnun í hlutverkum maka þeirra feðga. Hvert svipbrigði, hvert tillit sannfærir þann sem fylgist með að þau séu þess- ar persónur og þrátt fyrir að fátt sé gefið upp um fortíð þeirra og aðstæður í verkinu ber inn- lifunin það með sér að þær eru annað og mun meira en svipmyndir á sviði. Hér eru athyglisverðar nýjungar á ferðinni: Leikrit þar sem grafist er fyrir um orsakir nei- kvæðra viðbragða við samkynhneigðum ein- staklingum í búningi sem er allt í senn leikur að formi, tíma og rúmi – og allt saman borið uppi af gæðaleikurum. Faðir og sonur Morgunblaðið/Kristinn Valdimar Örn Flygenring og Edda Heiðrún Backman sem hjónin óhamingjusömu. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Tónlist: Jóhann Jó- hannsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Hönnun leik- myndar: Finnur Arnar Arnarson. Hönnun búninga: Finnur Arnar Arnarson og Margrét Sigurðardóttir. Hönnun lýsingar: Kjartan Þórisson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Ingibjörg Þórisdóttir. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Ívar Örn Sverr- isson og Valdimar Örn Flygenring. Föstudagur 19. september. PABBASTRÁKUR Sveinn Haraldsson HVAÐA ímynd vill Reykjavík- urborg draga upp af sjálfri sér á sviði lista og menningar? Hvaða ímynd höfum við af Reyk- víkurborg á sviði lista og menning- ar? Að undanförnu hefur hvert vand- ræðamálið á fætur öðru komið upp, þar sem Reykjavíkurborg stendur andspænis menningarstofnunum sínum, og virðist ekki geta komist frá kringumstæðum, nema með því að sverta ímynd sína svo að list- hneigðum borgurum, að ekki sé tal- að um listamönnum, finnst nóg um. Fjárskortur Leikfélags Reykja- víkur og rekstur Borgarleikhúss er eins og sagan endalausa og formaður Fé- lags íslenskra leikara auglýsir eftir framtíð- arsýn Borgarinnar í leikhússmálum. Fjárskortur Nýlistasafnsins stendur rekstri þess fyrir þrifum; rekstrarfé er af illri nauðsyn nýtt til umbóta á gölluðu húsnæði í stað þess að það fari í sýningarhald og safnstarfsemi og verkageymsla safnsins er einn óhrjálegasti sagga- hjallur borgarinnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er sagt upp. Borgin boðar að hún vilji ekki lengur taka þátt í rekstri hljóm- sveitarinnar með þeim hætti sem hún hefur gert; – segist þó alveg til í að styðja hljómsveitina, en virðist þó ekki getur ekki stunið því út úr sér hvernig. Austurbæjarbíó skal rifið, „til að þétta byggð“, þrátt fyrir að húsið hafi ómetanlegt gildi fyrir menning- arsögu borgarinnar og gildi í sjálfu sér sem fallegur arkitektúr. Tónlistarskólarnir í borginni reka upp ramakvein vegna fyrirvaralítils niðurskurðar borgarinnar, sem bitn- ar verulega á starfsemi þeirra, og þjónusta við nemendur er dregin saman og deildum lokað. Þá er þeim börnum sem stunda nám í reykvískum tónlistarskólum, en búa utan borgarinnar úthýst úr skólunum – borgin vill ekki lengur greiða með tónlistarnámi þeirra, eins og hún gerir með sínum eigin börnum. „Hvað er eiginlega í gangi?“ – spyr fólk í undrun sinni, og ræðir þessi mál – á tónleikum, á sýningum, í leikhúsum, á kaffihúsum, á vinnu- stöðum og bara víðast hvar þar sem maður hittir mann. „Er borgin að missa allt niðrum sig í menningar- málunum?“ Það er ekkert annað en eðlilegt að spurt sé, þegar allt virðist vera í hnút, og ekkert heyrist frá borginni um það hvernig hún vill skipa sínum menningarmálum. „Eigum við svo að trúa því að þessi borg ætli sér að standa við það að byggja Tónlistar- hús?“ Um þessi mál er talað, og tilvitn- anirnar hér að ofan, eru einmitt sprottnar úr hversdagslegu rabbi við fólk á förnum vegi. Svo virðist sem fólk hafi almennt trúað því að R-listinn myndi standa sig með sóma í menningarmálum, en að nú séu að renna á það tvær grímur. En hverju var lofað? Hver er stefnan? Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna plagg undir heitinu „Menningarstefna Reykjavík- urborgar, samþykkt í borgarráði 11. desember 2001, með breytingum 12. febrúar 2003“. Þar eru tíunduð nokkur markmið í menningar- málum, og fyrir neðan, eitthvað sem kallað er „leiðir“. Yfirskrift þessara markmiða er „Leiðarljós í menning- armálum.“ Það má því ætla að þetta sé ein- hvers konar vegvísir borgarinnar að því hvernig hún vill bera sig að í menningarmálum. Bjartsýnir gætu jafnvel haldið að plaggið gæti varpað nokkru ljósi á ofangreind vandræða- mál. Það þarf ekki að lesa lengi til að sannfærast um að menningarstefna Reykjavíkurborgar er ekki burðugt plagg. Lítum á fyrsta markmiðið: „Menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna“. Jú, allt gott og blessað um það að segja. En hvernig skal því markmiði náð? Hverjar eru „leiðirnar“? Það sem skilgreint er sem „leiðir“, er lít- ið annað en almennt orðuð und- irmarkmið, sem segja ekkert um það hvernig raunverulega eigi að fara að því að ná settum markmiðum. Leið- arljósið er ekki að lýsa leiðina. Hvað þýðir til dæmis. „aukin áhersla verði lögð á listsögu og listnautn í skóla- starfi“. Þetta óljósa undirmarkmið, gæti gefið til kynna að fyrir dyrum stæði að kenna listfræði í grunn- skólum, stofnuð verði grunnskóla- leikhús, eða jafnvel að borgin ætlaði sér, ef til vill, hugsanlega, að standa við þá skyldu sína að veita öllum þeim grunnskólabörnum sem rétt á eiga, lögboðna menntun í list- greinum – tónmennt og myndmennt – ekki bara sumum. Á meðan borgin vanrækir jafnvel að sinna laga- skyldu í þessum efnum, þýða yf- irmáta almennt orðuð markmiðin ekki neitt. En kíkjum aðeins aftur á þetta fyrsta markmið: „Menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna“. Hlýtur þetta ekki að þýða það, að borgin vilji að börn njóti menningar og lista? Er hægt að skilja þetta markmið á einhvern annan veg? Þrátt fyrir fögru orðin blasir sú staðreynd við að tónlistarskólarnir í Reykjavík bera sig afar illa vegna mikils niðurskurðar á fjár- framlögum frá borginni, utan ör- fárra skóla sem fá nú fjárveitingu í fyrsta sinn, eða alltént meira en áð- ur. Sú staðreynd blasir við, að enn hafa ekki náðst samningar milli fjöl- margra tónlistarskóla og borg- arinnar um fjárframlög þessa vetr- ar, sem þegar er hafinn. Fjárhagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir því að þetta skólaár verði tæpum 546 milljónum króna varið í tónlistarskólana í borginni. Endur- skoðuð áætlun frá síðasta ári nam 573 milljónum – jú, rétt, það er nokkru hærri tala en er á áætlun þessa árs. Í hitteðfyrra nam þessi upphæð 386 milljónum króna. Nú segir einhver: „mikið rosalega hafa framlög til tónlistarskólanna hækkað frá því árið 2001.“ Jú, það er rétt, það hafa þau vissulega gert. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að sú hækkun er fyrst og fremst til komin vegna kjara- samninga við tónlistarkennara sem gerðir voru á tímabilinu, eftir lang- varandi verkfall kennaranna sem höfðu þá lengi verið á algjörum lús- arlaunum. Engu að síður segir for- maður menningarmálanefndar, Stefán Jón Hafstein, að framlög til tónlistarkennslu hafi hækkað um 32% frá árinu 2001. Staðreyndin er þó sú, að tónlistar- skólarnir hafa ekki fengið aðrar hækkanir á framlögum frá borginni en sem nemur auknum kostnaði vegna kjarasamnings tónlistarkenn- ara, að undanskildum þeim skólum sem koma nýir inn á fjárlög borg- arinnar. Staðreyndin er sú, að þeim kennslustundum sem greitt er með er ekki að fjölga, þeim fækkar ef eitthvað er. Staðreyndin er sú að fjárhagsáætlun þessa starfsárs hljóðar upp á tæplega 30 milljón króna lækkun á heildarframlögum til tónlistarskólanna. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir ákvörðun borg- arinnar um að vísa öðrum en reyk- vískum börnum frá námi í skólunum, er reykvískum börnum ekki að fjölga sem því nemur, því þegar á hólminn kom ákváðu mörg sveit- arfélög utan borgarinnar að greiða sjálf með sínum börnum, sem fá þá að halda áfram tónlistarnámi sínu í borginni – þó ekki nema til áramóta, að því er séð verður í dag. Nið- urskurðurinn á framlögum til tón- listarskólanna nemur víða svipaðri upphæð og borgin sparaði með því að greiða ekki með utanborgarbörn- unum, sums staðar hærri upphæð, eins og hjá Tónmenntaskóla Reykja- víkur sem horfðist í augu við 30% niðurskurð við byrjun skólaárs eins og fram hefur komið í fréttum. Eftir stendur að upphæðin sem verður til skiptanna í vetur dreifist á fleiri skóla en áður, en er samt tæp- um 30 milljón krónum lægri en á síð- asta skólaári. Er hægt að skilja þetta á einhvern annan veg en að um niðurskurð sé að ræða? Ein af ástæðum þess að enn hafa ekki allir tónlistarskólar samning við borgina um reksturinn í vetur, er sú Ímynd menningarborgar Elsti starfandi tónlistarskóli landsins er Tónlistarskólinn í Reykjavík. Bóka- safni skólans hefur verið lokað vegna niðurskurðar á fjárframlögum. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.