Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 31 Jósafat J. Líndal er látinn 91 árs að aldri. Hann var í hreppsnefnd Kópa- vogshrepps frá árinu 1954. Var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Kópa- vogs 1955 og var í henni til 1958. Jósafat var einn af forvígismönn- um þess að Kópavogur fengi kaup- staðarréttindi, en hann lagði fram tillögu þess efnis ásamt fleirum 1955. Jósafat var framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Kópavogs frá 1952 til 1962 og í stjórn samlagsins til ársins 1982. Voru skrifstofur sjúkrasamlagsins á heimili Jósafats til ársins 1963 er þær voru fluttar. Áslaug, kona Jósafats, sá um dag- legan rekstur samlagsins þessi ár, enda var Jósafat í fullu starfi sem skrifstofustjóri Olíufélagsins Skelj- ungs þar til hann tók við sem spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs ár- ið 1968. Jósafat lét sér annt um málefni hreppsins og síðar bæjarfélagsins og hafði afskipti af ýmsum þeim málum sem var verið að sýsla með í hinu unga sveitarfélagi. Jósafat J. Líndal var einn úr þeim hópi frumkvöðla sem á sínum tíma lögðu lóð á vogarskálina til að hér gæti risið öflugt bæjarfélag með hag íbúanna að leiðarljósi. Hafi hann þökk fyrir störf sín í þágu bæjarfélagsins og votta ég ættingjum Jósafats J. Líndals sam- úð vegna andláts hans. Fyrir hönd bæjarstjórnar Kópa- vogs,m Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar. JÓSAFAT J. LÍN- DAL ✝ Jósafat J. Líndal fæddist áHoltastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu 21. júní 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 6. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 17. september. Þökkum vináttu og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SIGRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR snyrtisérfræðings. Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Snæbjörn Þórðarson, Ólafur Jónsson, Soffía R. Guðmundsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Ólafsson og fjölskyldur. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARA F. GUÐMUNDSSONAR fyrrv. starfsmannastjóra Landsbankans, Birkihæð 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala Hringbraut. Katla Ólafsdóttir, Fríða Aradóttir, Atli Arason, Vilborg Aradóttir, Guðmundur Arason, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGVALDA BÚA BESSASONAR, Goðheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar K2 Land- spítala Landakoti, Lionsklúbbsins Vála, hjarta- deildar Landspítala Hringbraut og miðstöðvar heimahjúkrunar, Grensás- vegi 8. Ásdís Erla Gunnarsdóttir Kaaber, Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Gunnar Georg Sigvaldason, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn H. Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og langafabörn. Lokað Borgarbókasafnið í Gerðubergi verður lokað mánudaginn 22. sept. frá kl. 13-17 vegna útfarar BIRNU ÁRMANNSDÓTTUR. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kjartansgötu 8. Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Fjóla Sigrún Ísleifsdóttir, Guðni Þór Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Birkigrund 9a, Kópavogi. Jón Loftsson, Berit Helene Johnsen, Einar Loftsson, María Sigurðardóttir, Yngvi Þór Loftsson, Jóna Björg Jónsdóttir og barnabörn. Færum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, GUNNARS MAGGA ÁRNASONAR, Hálsaseli 20. Sérstakar þakkir færum við Hestamannafélag- inu Fáki og Fákskonum, einnig starfsfólki á krabbameinsdeild 11e Landspítala við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Stefanía Flosadóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Þórir Sigfússon, Árni Gunnarsson, Hulda Guðrún Gunnarsdóttir, Hildur María, Stefanía Ósk og Guðrún Margrét Þórisdætur, Vigfús Þór Árnason, Elín Pálsdóttir, Halla Árnadóttir, Ásmundur Eiríksson, Rúnar Jón Árnason, Kristín Eiríksdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR S. BENEDIKTSSONAR frá Hömrum í Haukadal, Hraunbæ 140, Reykjavík. Guðrún Lilja Árnadóttir, Árni H. Jóhannsson, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Jónas H. Bragason, afabörn og langafabarn. Systir okkar, STEFANÍA ÁSBJARNARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Guðmundarstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopna- firði, miðvikudaginn 17. september. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Ásbjarnarson, Sólveig Ásbjarnardóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minning- argreina Gunnar H. Grímsson félagi okkar til tæpra 30 ára er farinn á vit hins óþekkta eins og fólki er tamt að segja, en Gunnari var það engin óvissa. Gunnar starfaði fyrir Félag áhugamanna um stjörnulíffræði, sem hann tók þátt í að stofna fyrir tuttugu árum og tók þátt í fjölmörg- um tilraunum félaga sinna. Félagið starfar samkvæmt hug- myndafræði dr. Helga Pjeturss sem lagði fram heilsteyptar kenningar um samband lífs í alheimi er byggð- ist á eðlissambandi lífvera. Það var kappsmál Gunnars að ekki yrði brugðið út af þeirri hugmyndafræði. Hugur hans stóð til þess að verða GUNNAR HERMANN GRÍMSSON ✝ Gunnar Her-mann Grímsson fæddist í Húsavík við Steingrímsfjörð 9. febrúar 1907. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 11. september og var útför hans gerð frá Kópavogs- kirkju 19. septem- ber. að liði við útfærslu kenninganna. Gunnar var sér þess vel meðvitandi að ann- markar kenninganna eru ekki óyfirstíganleg- ir og gerði kröfur þar að lútandi að reynt yrði til þrautar að skapa forsendur hugmynda- fræðinnar og gera þessa starfsemi vís- indalega, ekki horn- reku og skugga af sjálfri sér sem verður ef við starfið er ekki viðhaft rétt hugarfar og skilningur og á hann skorti ekki hjá Gunnari. Er Gunnar var orðinn níræður dró hann sig í hlé enda orðinn aldraður. Þeir eru fáir fundardagarnir sem Gunnar og við hjónin vorum ekki samferða á fundarstað. Við félagarn- ir vottum aðstandendum Gunnars okkar dýpstu samúð jafnframt sem við söknum þessa góða félaga er nú hefur kvatt þessa jörð. Fyrir hönd stjórnar Félags áhugamanna um stjörnulíffræði, Atli Hraunfjörð og Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.