Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 2

Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTAFÓLK VILL BÆTUR Fimm listamenn sem sýndu verk sín á kristnihátíð á Þingvöllum sum- arið 2000 krefjast þess að kristnihá- tíðarnefnd greiði þeim skaðabætur fyrir verkin sem eyðilögðust í veðri. Telja þeir bótaskyldu nefndarinnar byggjast fyrst og fremst á 16. kap. Þjófabálks Jónsbókar. Lögmaður listamannanna segir að náist ekki samkomulag komi til greina að stefna nefndinni til greiðslu bótanna. Fundað um Írak í Berlín Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýzkalands komu í gær saman í Berlín til að freista þess að berja í bresti samstarfs þessara þriggja for- ysturíkja Evrópusambandsins í al- þjóðamálum, sem beið mikinn hnekki út af Íraksstríðinu. Eftir tveggja tíma hádegisverðarfund í þýzku höfuðborginni ávörpuðu leið- togarnir blaðamenn og sögðust með- al annars hvetja til þess að stjórn- artaumarnir í Írak yrðu „eins fljótt og auðið er“ færðir í hendur heima- manna. Jafnframt bæri að fela Sam- einuðu þjóðunum stórt hlutverk í endurreisnarstarfinu í landinu. Kvótaverð hefur lækkað Verð á leigukvóta hefur lækkað um þriðjung frá því í apríl á síðasta ári en þá var verðið í hámarki. Fylgni er milli kvótaverðs og fisk- verðs en þó er það ekki algilt. Verð á aflamarki hækkaði greinilega meira en fiskverðið á fiskveiðiárinu 2001/ 2002. Offramleiðsla ógnar afkomu Svínabændur segja slæmt ástand í sauðfjárrækt ekki vegna offram- leiðslu á svínakjöti líkt og forysta bænda hafi haft á orði. Svínabændur séu í sömu aðstöðu og sauð- fjárbændur og eigi erfitt með að losna við framleiðsluna. Ari Teitsson segir offramleiðslu ógna afkomu bænda. Dúnn til Bandaríkjanna? Hugsanlega verður íslenskur æð- ardúnn fluttur út til Bandaríkjanna en hingað til hefur það verið óleyfi- legt vegna dýraverndunarsjón- armiða. Nú hafa Bandaríkjamenn hins vegar í hyggju að heimila inn- flutning á íslenskum dúni eftir að hafa kynnt sér hvernig hans er aflað hér á landi. Heitt blóð á hafinu „Illa innrættir menn ræna stúlkum niður í tíu ára aldur og hneppa í kynlífsþrælkun“/2 Björgvin Gíslason Með gítar í hendi frá 13 ára aldri „Kann ágæt- lega við mig í kjallaranum heima.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Hvalir áttu sér fáa vini hér á landi fyrir hálfri öld, Kjarval var einn þekktasti hvalfriðunarsinninn. Sjómönnum var uppsigað við há- hyrninga sem tættu í sundur síldarreknet. Kristján Jónsson kynnti sér stríðið gegn háhyrningum á sjötta áratugnum, bandarískir her- menn komu þá sjómönnum til hjálpar og beittu rifflum gegn dýrunum, einnig var varpað á þau djúpsprengjum úr flugvélum./B8 Sunnudagur 21. september 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 35 Listir 20/23 Kirkjustarf 35 Af listum 22 Dagbók 36/37 Forystugrein 24 Krossgáta 38 Reykjavíkurbréf 24 Auðlesið efni 39 Skoðun 26/27 Leikhús 40 Hugvekja 29 Fólk 40/45 Minningar 30/33 Bíó 43/45 Bréf 34 Sjónvarp 46 Myndasögur 34 Veður 47 * * * EF SVO fer fram sem horfir verður heimilt að flytja út íslenskan æðar- dún til Bandaríkjanna um áramótin. Drög að nýrri reglugerð, sem kveð- ur á um slíka heimild, voru birt í Bandaríkjunum hinn 5. september sl., en hagsmunaaðilar þar í landi hafa þrjá mánuði til að gera athuga- semdir við drögin. Frá þessu er greint í Stiklum, vefriti viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki hefur verið heimilt að flytja inn æðardún til Bandaríkjanna fram að þessu þar sem æðardúnn flokkast þar undir afurðir friðaðra fuglategunda. „Tilurð reglugerðar- draganna má rekja til þess að Bændasamtökin, Æðarræktarfélag Íslands og íslensk stjórnvöld vöktu athygli bandarískra ráðamanna og fulltrúa bandaríska sendiráðsins á Íslandi á sérstöðu íslensks æðar- dúns,“ segir í Stiklum. Þar segir að dúntekja hér á landi skaði ekki fugl- inn en víðast hvar annars staðar sé fuglinn aflífaður. Dýraverndunar- sjónarmið í bandarískum lögum eigi því ekki við um íslensku framleiðsl- una. Æðarfuglinn var friðaður hér á landi árið 1849 og er Ísland eitt fárra landa sem friðað hafa fuglinn. Mikilvægt fyrir bændur að sækja á fleiri markaði Japan og Þýskaland hafa hingað til verið stærstu markaðssvæðin fyrir íslenskan æðardún. Árni Snæ- björnsson, ráðunautur hjá Bænda- samtökunum, segir í samtali við Morgunblaðið, að mikilvægt sé fyrir íslenska æðarbændur að sækja inn á fleiri markaði því það minnki áhrifin af verðsveiflum og áhættu á einstökum mörkuðum. Með fleiri mörkuðum sé m.ö.o. verið að tryggja að „eggin séu ekki öll í sömu körfunni“. Að sögn Árna hafa verið flutt út um 3.000 kíló af æðardúni á ári und- anfarin ár. Það séu verðmæti upp á um 200 milljónir króna á ári. Um fjögur hundruð æðarbændur eru á landinu og hafa nokkrir þeirra sínar megintekjur af æðarbúskap. Morgunblaðið/Einar Falur Nýr markaður gæti opnast fyrir æðardún ÁKVEÐIÐ hefur verið að Magnús Scheving leiki íþróttaálfinn í sjón- varpsþáttum um Latabæ sem sam- ið hefur verið um framleiðslu og sýningu á í Bandaríkjunum við fyrirtækið Nickelodeon. Magnús Scheving sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri rétt að hann myndi leika íþróttaálfinn í sjónvarpsþáttunum. Að vísu ætti eftir að ganga frá því skriflega, en af samtali sem hann hefði átt í fyrrakvöld um þetta sýndist hon- um að menn væru afskaplega ánægðir með þessa niðurstöðu. Magnús sagði aðspurður að búið væri að ganga frá öllum lausum endum varðandi gerð þáttanna, fjármögnun og öðru slíku. Byrjað yrði á upptökum í lok nóv- embermánaðar af fullum krafti. Það eina sem væri eftir að ganga frá endanlega væri húsnæði fyrir upptökurnar, en frá því yrði vænt- anlega gengið á næstu 4-5 dögum. Nokkur hús kæmu til greina sem þeir væru búnir að skoða. Hann bætti því að hann væri að fara utan á mánudaginn eftir viku til að halda fyrirlestur um Latabæ fyrir viðskiptaaðila Nickelodeon. Magnús mun leika íþróttaálfinn HAUSTHÁTÍÐ Breiðholtsskóla var haldin í gær og ýmislegt var þar til gamans gert. Meðal þess sem var á dagskrá var skylmingakeppni í íþróttahúsinu þar sem mættust stál- in stinn. Þá var handverksmark- aður og kökubasar fyrir gesti og gangandi og lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lék fyrir gesti. Nem- endur létu líka til sín taka og hljóm- sveitir nokkurra nemenda skólans stigu á stokk. Morgunblaðið/Jim Smart Barist í Breiðholtsskóla STORKURINN Styrmir var kvadd- ur í gær í sérstöku kveðjuhófi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en hann mun yfirgefa landið á morgun og halda til Svíþjóðar. Þar mun Styrmir fá vist á storkabúi á Skáni, þar sem honum verður fundinn maki og honum síðan sleppt næsta vor. Storkar hafa ekki fasta búsetu hér á landi en í októ- ber í fyrra villtist Styrmir yfir haf- ið til Íslands. Í desember var hann fangaður austur á Héraði og flutt- ur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík, þar sem hann hefur dvalist í góðu yfirlæti og verið vin- sæll meðal gesta. Síðasti vetur var honum þó nokkuð harður og verð- ur Styrmir því eflaust feginn að komast í hlýrra umhverfi. Morgunblaðið/Jim Smart Styrmir kveður Ísland AUÐLESIÐ efni birtist í fram- tíðinni á sunnudögum í Morg- unblaðinu. Í dag er efnið á blað- síðu 39. Á síðunni birtast helstu fréttir liðinnar viku á auðlesnu máli. Auðlesið efni á sunnu- dögum FLESTIR kennarar í framhalds- skólum á Íslandi eru miðaldra karl- menn eða eldri. Fáir kennarar þess- ara skóla hafa stundað framhaldsnám í háskóla, samkvæmt athugun Hagstofu Íslands. Flestir kennarar á framhalds- skólastiginu eru á aldrinum 40–49 ára eða 491 (31%) og 462 (29%) eru á aldrinum 50–59 ára. Að auki eru 213 kennarar (14%) sextugir eða eldri. Eru því nálægt 3 af hverjum 4 kennurum (74%) 40 ára og eldri en kennarar yngri en 40 ára eru ein- ungis 26% hópsins. Konur 54% starfsmanna Alls störfuðu 2.183 einstaklingar í skólum á framhaldsskólastigi í land- inu í mars 2002 í 2.179 stöðugildum. Þá er öll yfirvinna meðtalin. Konur eru 54% starfsmanna og karlar 46%. Um 69% einstaklinga eru í fullu starfi eða meira en um 13% starfsfólks er í minna en hálfu starfi. Hlutastörf eru mun algengari meðal kvenna en karla. Af 683 ein- staklingum sem eru í minna en heilli stöðu eru konur 69% en karlar 31%. Af 36 skólameisturum framhalds- skóla eru 29 karlar (81%) og 7 kon- ur (19%). Aðstoðarskólameistarar eru 27, þar af 22 karlar (81%) og 5 konur (19%). Karlar eru einnig í meirihluta meðal annarra stjórn- enda og sérfræðinga. Þegar störf á skrifstofu, við ræstingu eða þjón- ustu hvers konar eru skoðuð snúast kynjahlutföllin við en þar er hlutur kvenna á bilinu 73–84%. 76% hafa lokið prófi á háskólastigi Alls hafa 76% starfsfólks við kennslu lokið fyrsta prófi á háskóla- stigi, og að auki hafa 14% starfs- fólks við kennslu lokið meistara- námi eða viðbótarnámi við fyrstu háskólagráðu. Alls hafa 29 þeirra sem fást við kennslu á framhalds- skólastigi lokið doktorsprófi en það eru innan við 2% þeirra sem fást við kennslu. Ekki er að merkja verulegan kynjamun á menntun starfsfólks við kennslu ef frá er talið doktorsprófið, að sögn Hagstofunnar. Af 29 starfs- mönnum við kennslu með doktors- próf eru 26 karlar en 3 konur. Starfsfólk í framhaldsskólum Flestir kennarar eru miðaldra karlmenn VEÐURSTOFAN ráðleggur fólki aðvera ekki að óþörfu á ferli utandyra í dag, sunnudag, og festa kirfilega lausa muni sem gætu fokið. Í tilkynn- ingu frá Veðurstofunni segir að kröpp lægð sé yfir Grænlandssundi, 984 mb, sem þokist austur og dýpki. Líklegt er að lægðin verði komin austur fyrir land í hádeginu í dag. „Gengur í norð- an og norðvestan storm, þ.e. vind- hraði yfir 20 metra á sekúndu, á öllu landinu á morgun [í dag] og kólnar í veðri. Búast má við snörpum vind- hviðum sunnan Vatnajökuls og á Austfjörðum. Útlit fyrir talsverða snjókomu eða slyddu norðan- og aust- anlands,“ segir í tilkynningunni. Veðurstofa Íslands Viðvörun vegna veðurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.