Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. september 1993: „Deil- urnar innan ríkisstjórn- arinnar og stjórnarflokkanna um innflutning á búvörum eru orðnar farsakenndar. Það er tímabært að ráðherrarnir komi sér annað hvort saman um hvaða lög og reglur gildi á þessu sviði eða beiti sér fyrir úrskurði dómstóla um það. Þessar deilur hafa skaðað rík- isstjórnina, skaðað stjórn- arsamstarfið og skaðað þá ráðherra sem hlut hafa átt að máli. Síðustu vikurnar hefur samskiptamáti ráðherra í nú- verandi ríkisstjórn einkennst af starfsháttum ráðherra í vinstri stjórnum og ekki verið í samræmi við þær kröfur sem fólk gerir til viðreisn- arsamstarfs. Yfirlýsingar og ummæli ráðherra hvers í ann- ars garð geta ekki annað en dregið úr trausti þeirra í milli og valdið erfiðleikum í sam- starfi þeirra við ríkisstjórn- arborðið. Það er tími til kom- inn að þessum kapítula í samstarfi núverandi stjórn- arflokka ljúki.“ . . . . . . . . . . 21. september 1983: „Kjarn- orkustyrjöld milli stórveld- anna myndi leiða til meiri hörmunga en mannkynið hef- ur nokkru sinni upplifað, seg- ir í upphafi ályktunar sem samþykkt var við stofnun Samtaka lækna gegn kjarn- orkuvá 12. september síðast- liðinn. Undir þetta taka allir. Kjarnorkustríð verður ekki takmarkað. Komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt mun það leiða til þeirrar nið- urstöðu sem lýst er í yfirlýs- ingu læknanna 80 sem stofn- uðu samtök til að beita sér fyrir því að hindra kjarnorku- styrjöld. Besta sönnun þess að engum heilvita manni geti komið til hugar að hefja kjarnorkustríð fæst með því að kynna sér örlög íbúa Hiroshima og Nagasaki.“ . . . . . . . . . . 20. september 1973: „Þegar Ísland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu var það ekki til þess að leita verndar gegn Bretum í landhelgisdeilum. Þegar varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður var það heldur ekki til þess að fá vernd gegn Bretum í land- helgisdeilu. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin byggjast á allt öðrum sjónarmiðum og víð- tækari hagsmunum en út- færsla fiskveiðilögsögunnar og vernd hennar. Þegar fisk- veiðilögsagan var færð út 1958 datt þáverandi rík- isstjórn ekki í hug að óska eft- ir íhlutun varnarliðsins vegna flotainnrásar Breta. Núver- andi ríkisstjórn hefur heldur ekki komið slíkt til hugar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N Ý SKÝRSLA um Ísland og þróunarlöndin var kynnt á ráðstefnu Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, Háskóla Íslands og utan- ríkisráðuneytisins um málefni þróunarlanda og þróunaraðstoð Íslend- inga, sem haldin var í hátíðarsal Háskólans í byrj- un vikunnar. Í skýrslunni, sem er eftir þá Jónas H. Haralz og Hermann Örn Ingólfsson, eru sett- ar fram ýmsar tillögur um aukningu, endurbætur og breytingar á aðstoð Íslands við þróunarlöndin. Fögur fyrirheit – litlar efndir Skýrsla þeirra Jónas- ar og Hermanns er á kafla heldur dapurleg frásögn af litlum efnd- um íslenzkra stjórnvalda á fögrum fyrirheitum um að efla þróunaraðstoð, sem ítrekuð hafa verið með reglulegu millibili um áratugaskeið. Árið 1970, eftir að lögð var fram svokölluð Pe- arson-skýrsla um þörfina fyrir aðstoð iðnríkja við þróunarlöndin, samþykkti Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna að iðnríkin skyldu um miðjan áttunda áratuginn verja 0,7% af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar. Árið eftir var það stefnumið sett í lög um aðstoð Íslands við þróun- arlöndin að opinber framlög Íslands til þróun- araðstoðar skyldu vera þetta sama hlutfall. Sam- kvæmt lögum um Þróunarsamvinnustofnun frá 1981 er það jafnframt eitt af markmiðum stofn- unarinnar að vinna að því að framlög Íslands til þróunaraðstoðar nái sem fyrst því marki sem SÞ höfðu sett. Hið upphaflega markmið laganna frá 1971 var áréttað með þingsályktun árið 1985, en þá nam þróunaraðstoð Íslands 0,05% af lands- framleiðslu, var m.ö.o. aðeins um 7% af því sem hún átti að vera lögum samkvæmt. Í þingsálykt- uninni var gert ráð fyrir að 0,7% markmiðinu yrði náð á sjö árum. Þegar árin sjö voru liðin hafði þróunaraðstoð hækkað í 0,12% af landsframleiðslu, var orðin um 17% af markmiðinu. Sama ár skiluðu nefnd og starfshópur um þróunarmál áliti, þar sem enn var ítrekað mikilvægi þess að vinna að því að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna. Nú var lagt til að setja „raunhæfari“ markmið og stefnt að því að aðstoðin næmi 0,3–0,4% af landsframleiðslu um aldamótin. „Gagnstætt því sem lagt var til í skýrslunni lækkaði þróunaraðstoð þó á nýjan leik eftir 1992, og var 0,10% árið 1997,“ segja Her- mann og Jónas í skýrslunni. Árið 1997 skilaði Jónas H. Haralz utanríkisráð- herra skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands og lagði til að enn yrði sett markmið, sem hann taldi raunar ekki æskilegt, en gæti þó verið raunhæft að teknu tilliti til aðstæðna og aðgátar. Það var að hækka hlutfall þróunaraðstoðar úr 0,10% í 0,15% á árunum fram til 2003, einkum með því að hækka framlag til tvíhliða þróunaraðstoðar, sem er á vegum ÞSSÍ, úr 0,03% í 0,08% af landsfram- leiðslu. Ríkisstjórnin gerði þessa tillögu að sinni og í þetta sinn reyndist markmiðið hæfilega „raunhæft“. Heildarframlög Íslands til þróunar- aðstoðar nema samkvæmt fjárlögum yfirstand- andi árs 1.334 milljónum króna, eða 0,16% af landsframleiðslu. Markmiðið varðandi Þróunar- samvinnustofnun náðist reyndar ekki; eftir veru- lega hækkun á framlögum til stofnunarinnar árin 2000 og 2001 – seinna árið nam framlagið rúmum 0,06% af landsframleiðslu – hefur fé til stofnunar- innar minnkað aftur í stað þess að vaxa. „Hefur þetta komið stofnuninni á óvart og valdið henni erfiðleikum við að standa við skuldbindingar, úti- lokað raunhæfa áætlunargerð og hindrað und- irbúning nýrra verkefna,“ segir í skýrslunni. Skýringin á því að heildarmarkmiðið náðist er að samkvæmt alþjóðareglum telst framlag til borgaralegrar friðargæzlu til þróunaraðstoðar, en eins og kunnugt er hefur Ísland eflt mjög þátt- töku sína í friðargæzlu á síðustu árum. Á þessu ári nema framlög til friðargæzlu 284 milljónum króna, samanborið við 468 milljónir sem ganga til ÞSSÍ. Ef friðargæzlan væri ekki tekin með í reikninginn væri heildarframlag Íslands til þró- unarmála 0,125% af landsframleiðslu. Samanburður við Norðurlönd Þetta getur ekki talizt mjög glæsilegur ár- angur á þessu sviði og verður það raunar enn síður, þegar horft er til samanburðar við hin nor- rænu ríkin, sem hafa staðið sig bezt iðnríkjanna í þróunaraðstoð. Í skýrslu Jónasar og Hermanns kemur fram að vegna fjárlagavanda heima fyrir varð lækkun á framlögum hinna norrænu ríkjanna um skeið, en þau hækka nú á nýjan leik. „Norðmenn stefna að því að ná aftur því 1,0% markmiði sem þeir höfðu sett sér, en hlutfall þeirra hafði lækkað í 0,8% árið 2000. Svíar höfðu fært sína viðmiðun úr 1,0% í 0,7% árið 1999, en stefna nú aftur að fyrra marki. Finnar, sem mjög höfðu dregið úr þróunaraðstoð undanfarinn ára- tug, eða úr 0,7% í 0,3%, auka aðstoðina nú ár frá ári. Danir, sem einir þjóða höfðu haldið hlutfall- inu yfir 1%, lækka nú framlög sín, þar sem ný rík- isstjórn þar í landi hefur hert á kröfum um fram- kvæmd þróunaraðstoðar en jafnframt lýst því yfir að Danir muni sem fyrr verða leiðandi í þró- unarsamvinnu. Á árinu 2003 er reiknað með að framlög þeirra verði u.þ.b. 0,9% af landsfram- leiðslu,“ segir í skýrslunni. Þetta þýðir að Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð uppfylla markmið SÞ og eru langt fyrir ofan meðaltal iðnríkjanna. Ým- is ríki Evrópusambandsins efla nú þróunarsam- vinnu sína í samræmi við samþykkt ESB um að heildarframlag þess vaxi úr 0,32% í 0,39% af landsframleiðslu á árunum 2000–2006. Þannig hefur Lúxemborg náð 0,7% markmiðinu og stefn- ir á 1%, Írland er komið í 0,33% og hyggst ná 0,7% markmiðinu von bráðar. Ísland leggur nú líklega minnst iðnríkjanna til þróunaraðstoðar. Jónas og Hermann telja að við svo búið megi ekki standa. Þeir benda á að með- altal framlags iðnríkjanna hafi lækkað undanfar- in ár, en hækki nú aftur og megi gera ráð fyrir að það verði 0,30% árið 2006. „Vegna aðildar sinnar að alþjóðasamvinnu og stöðu sinnar sem ein af Norðurlandaþjóðunum geta Íslendingar ekki komist hjá því að auka opinber framlög til þróun- armála myndarlega á næstu árum. Það er tillaga þessarar skýrslu að stefnt sé að því að ná með- altali þróunaraðstoðar iðnríkjanna á árinu 2006, en sú aðstoð myndi enn vera miklum mun minni en annarra Norðurlanda. Felur þetta markmið í sér um það bil tvöföldun opinberra framlaga til þróunarmála frá árinu 2003 til ársins 2006, eða úr 1.300 milljónum króna í rúmlega 2.600 milljónir á verðlagi ársins 2003, og úr 0,16% af landsfram- leiðslu í 0,30%,“ segja skýrsluhöfundarnir. Þróunaraðstoð og hagsmunir Það má velta því fyrir sér hvers vegna svona illa hafi gengið að upp- fylla markmið Íslands um að standa jafnfætis öðrum Norðurlöndum í veitingu þróunaraðstoðar undanfarna áratugi. Ástæðan er áreiðanlega ekki að íslenzkur al- menningur hafi lítinn áhuga á hlutskipti fátæks fólks í heiminum. Í skýrslu Jónasar og Hermanns kemur þannig fram að frjáls félagasamtök, sem taka þátt í þróunaraðstoð, safna meira fé frá al- menningi en tíðkast víða í nágrannalöndunum. Árin 1999–2001 voru framlög frjálsra félagasam- taka til verkefna í þróunarríkjunum um og yfir 300 milljónir króna á ári. Fyrri tvö árin var það meira fé en ÞSSÍ hafði úr að spila og nam um 0,04% af landsframleiðslu. Siðferðileg skylda Ís- lendinga til að hjálpa bágstöddu fólki í þróun- arlöndunum á ekkert að fara á milli mála, allra sízt í samfélagi, sem hefur kristin gildi í hávegum. Kannski liggur ástæðan frekar í því að harður slagur hefur verið innan stjórnkerfisins um tak- markaða peninga ríkissjóðs og þróunarmálin hafa ekki lent efst á forgangslistanum. Nærtæk- asta skýringin er þó líklega sú að íslenzk stjórn- völd hafa ekki – fyrr en e.t.v. nú – áttað sig að fullu á þeim ríku hagsmunum, sem Ísland rétt eins og önnur iðnríki hefur af því að leggja fram fé til þróunaraðstoðar. Þar kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi er það nú sameiginlegur skilningur í hópi iðnríkjanna að aðstoð við vanþróuð ríki er ein forsenda þess að tryggja frið og stöðugleika í heiminum. Í fátækt, eymd og fáfræði getur orðið til gróðrarstía öfga- hreyfinga, eins og dæmin sanna. Fátæktin, hungrið, ólæsið og ófriðurinn skapa flóttamanna- vanda, umhverfisvanda og öryggisvanda sem Vesturlönd geta ekki með nokkru móti lokað dyr- unum á og látið sem þau sjái ekki. Það á við um Ísland eins og önnur rík, vestræn ríki. Í öðru lagi er virk þátttaka í þróunaraðstoð einn þáttur í þeirri viðleitni Íslands að gera sig gildandi í alþjóðlegu samstarfi og hafa þannig áhrif á ákvarðanir, sem skipta íslenzka hagsmuni miklu. Á árum kalda stríðsins tryggði hernaðar- legt mikilvægi Íslands þessi áhrif að verulegum hluta. Eftir lok kalda stríðsins kostar það hins vegar meiri vinnu, frumkvæði og fé að gæta hags- muna Íslands. Íslenzk stjórnvöld taka nú virkan þátt í starfi mun fleiri alþjóðlegra stofnana en áð- ur var, ekki sízt á sviði öryggis- og varnarmála. Þar þarf Ísland að leggja sitt af mörkum til sam- eiginlegs öryggis. Það hefur m.a. komið fram í auknum framlögum til friðargæzlu, en þróunar- aðstoðin er ekki síður mikilvæg og tengist auðvit- að öryggis- og varnarmálunum náið. Á það hefur t.d. verið bent að ætli Ísland að keppa að sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eins og nú er á stefnuskrá stjórnvalda, verði það að leggja a.m.k. jafnmikið af mörkum til aðstoðar við þróunarrík- ÞAÐ ERU TAKMÖRK Sviptingar í viðskiptalífinu aðundanförnu og uppstokkun ogendurröðun í fyrirtækjasam- steypum hefur vakið meiri athygli en flest annað. Raunar eru svipt- ingar af þessu tagi ekki nýjar af nálinni. Snemma á þessu ári birti Morgunblaðið greinaflokk, þar sem rækilega var sagt frá baráttunni um yfirráð yfir Íslandsbanka, og kannski má segja að hálfgert við- skiptastríð hafi staðið yfir frá því síðla sumars árið 1997, þegar hinn svonefndi Orca-hópur keypti stóran hlut í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Það er umhugsunarefni, hverju þessi átök hafi skilað. Eru fyrirtæk- in betur rekin? Er arðsemi þeirra meiri? Er framlag þeirra til þjóð- arbúsins meira? Eða er eina nið- urstaða þessara átaka ný andlit í gömlum stólum? Þetta er verðugt rannsóknarefni fyrir það unga fólk, sem nú situr við nám og rannsóknir í vaxandi fjölda viðskiptaháskóla í landinu. Hefur sameining fyrir- tækja og endurskipulagning í við- skipta- og atvinnulífi skilað raun- verulegum árangri? Hitt fer ekki á milli mála, að hinn almenni borgari er byrjaður að spyrja spurninga um á hvaða leið við erum í þessum efnum. Eru sí- fellt meiri eignir að færast á sífellt færri hendur? Var það markmiðið með hinni miklu markaðsvæðingu tíunda áratugarins? Var það mark- miðið með því stóraukna frjálsræði, sem viðskiptalífinu var tryggt? Var ekki eitt helzta markmiðið með því að byggja hér upp öflugan hluta- bréfamarkað að gera íslenzkum al- menningi kleift að taka þátt í upp- byggingu atvinnulífsins og ávaxta fé sitt á annan hátt en með því að leggja inn á venjulegar sparisjóðs- bækur?Er hugsanlegt að það megi líkja þróun íslenzka viðskiptalífsins á nokkrum undanförnum árum við framvindu mála í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, þegar nokkrir „óligarkar“ eins og auðmennirnir eru nefndir þar í landinu virtust vera að eignast það sem talizt gat til eigna í Rússlandi á þeim árum? Og helzta afrek Pútíns Rússlands- forseta virðist vera að snúa þeirri þróun við. Fólkið í landinu er byrjað að spyrja þessara spurninga. Svörin liggja ekki endilega fyrir. En það er vissulega umhugsunarefni að yfir- leitt skuli vera tilefni til að setja slíkar spurningar fram. Það er ekki sízt íhugunarefni fyr- ir alla þá, sem jafnan hafa barizt fyrir frelsi í viðskiptum á Íslandi. Sú barátta hefur ekki alltaf verið auðveld en segja má, að á síðasta áratug hafi orðið þáttaskil í þessum efnum. Morgunblaðið hefur frá stofnun blaðsins fyrir tæplega 90 árum tek- ið þátt í þessari baráttu og fagnað þessari þróun. En það eru ekki sízt þeir, sem alla tíð hafa barizt fyrir frelsi í viðskiptum, sem hljóta að spyrja spurninga um á hvaða leið við erum. Eigum við að líta á hið neikvæða, sem við höfum fyrir aug- um í viðskiptalífi okkar, sem vaxt- arverki mikilla umbrotatíma? Eða er ástæða til að ætla að meiri alvara og meiri hætta sé á ferðum? Það er nauðsynlegt að þjóðin ræði sviptingarnar í viðskiptalífinu og leggi mat á hvað þar er að gerast. Því má aldrei gleyma – og það á ekki sízt við um alla þá sem mest koma við sögu í sviptingum samtím- ans – að Alþingi Íslendinga hefur síðasta orðið. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafa það vald í hendi sér að rétta viðskiptalífið af verði það almenn niðurstaða að það sé komið úr böndum. Það er þingið sem setur starfsreglurnar í okkar þjóðfélagi. Á Íslandi nútímans á lögmál frumskógarins ekki að ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.