Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 29 SÍMON vandlætari er tí-undi í röðinni á nafna-lista Lúkasarguðspjallsog í Postulasögunni(enda sami höfundur þar að verki á báðum stöðum), en ell- efti í hinum samstofna guðspjöll- unum tveimur. Hans er síðan ekki frekar getið í Nýja testamentinu. En sökum þessa viðurnefnis þykjast menn geta ráðið dálítið í postulann og áhugasvið hans, og þá er raunar gengið út frá því að Símon hafi verið meðlimur í her- skáum gyðinglegum trúflokki, sem barðist gegn Rómverjum í Palest- ínu frá árinu 6. e. Kr. og þar til Jerúsalem féll árið 70, og nefndist sílótar eða vandlætarar. Hafa því verið gerðir skórnir, að jafnvel allir í fjórðu einingu postulahópsins hafi verið á þessum nótum – auk Sím- onar þeir Jakob Alfeusson, Júdas Taddeus og Júdas Ískaríot. Um- ræddir sílótar væntu Messíasar, sem lengi hafði verið spáð í fornum ritum að myndi koma og frelsa þjóðina. Í augum þeirra var bara einn Guð og konungur, og honum einum báru fórnir; með það að leið- arljósi neituðu umræddir flokks- menn t.d. að greiða Rómverjum skatt. Eins og nefnt var í síðasta þætti kann að vera að Messías- arvonin hafi orðið til þess að fjór- menningarnir hafi gengið til liðs við Jesú á sínum tíma og orðið postular hans, en ekki áttað sig á því fyrr en eftir á hvers eðlis þessi konungur var og Júdas Ískaríot, sem e.t.v. hefur átt að verða trú- boðsfélagi Símonar upphaflega, þá kvatt hópinn. Hér er rétt að skjóta því inn í, að viðurnefni Símonar – í gríska text- anum kananaios (þ.e.a.s. í elstu handritum; í yngri textum stendur kananites) – er umritun á hinu ara- meiska kun’anaia, sem merkir „áhugamaður“, „ákafamaður“, „kappsmaður“, „ofstækismaður“, „öfgamaður“ eða eitthvað þvíum- líkt; sagnorðið er kana, „að vera af- brýðisamur“ eða „vandlátur“. Fyrstu tvö guðspjöllin umrita sem- itísku orðmyndina, en Lúkas þýðir hana og úr verður selotes. Vegna hinnar mjög svo breiðu merkingar, eins og að framan má lesa, hafa sumir dregið í efa að postulanum hafi áskotnast þetta auknefni af tengslum við sílótana, heldur miklu fremur af áhuga sínum og krafti við útbreiðslu fagnaðar- erindisins. Heimild frá 2. öld telur að Símon hafi verið fiskimaður og tekið kalli Jesú á sama tíma og Andrés, Pét- ur, Sebedeussynir, Júdas Taddeus og Júdas Ískaríot. Á 4. öld var farið að tengja hann við Kana í Galíleu, vegna áhrifa frá Híerónýmusi kirkjuföður (347- 419), en nú eru flestir á því að ástæðan hafi verið sú, að um rang- þýðingu á kananites hafi verið að ræða. Þetta leiddi hins vegar af sér þá trú, sem enn er við lýði í grísku kirkjunni, sem og þeirri koptísku og eþíópísku, að Símon vandlætari og Natanael (en hann var frá Kana) hefðu verið einn og sami einstaklingurinn, og e.t.v. brúð- guminn sjálfur í veislunni miklu þar í borg (gríska kirkjan). Þá vilja sumir gera hann að bróður Jakobs Alfeussonar, Júdasar Taddeusar og Matteusar, og enn aðrir að bisk- upi Jerúsalemborgar, eftir að Jak- ob, bróðir Drottins, leið þar písl- arvættisdauða. Í riti frá 5. öld er Símon talinn hafa verið annað hvort af ættkvísl Sabúlon eða Naftalí. Trúboðsferðir hans er erfitt að rekja með vissu, en af honum spyrst m.a. í Júdeu, Egyptalandi, Líbýu, Kýrenaiku, á Spáni, í Bret- landi og ekki hvað síst í Persíu, þar sem Júdas Taddeus er með hon- um. Ein heimild segir þá félaga hafa verið drepna þar (í borginni Suanis eða á Araratfjalli, nálægt Ardaze), en aðrar ýmist að Símon hafi verið krossfestur í Jerúsalem, í Caistor í Lincolnskíri á Englandi (og grafinn þar 10. maí árið 61 eða svo), á Íberíuskaganum, eða í Abkhazia við Svartahaf (grafinn í borginni Nikopsia við Sukhum). Og fleiri dánarstaðir hafa verið nefndir og margvíslegur dauðdagi (skorinn á háls, drepinn með lensu eða örvum, sagaður í tvennt). Jarð- neskar leifar hans eru að megninu til sagðar vera í Péturskirkjunni í Róm og í Toulouse í Frakklandi. Helstu einkennistákn Símonar eru annars vegar fiskur á bók, eða hún ein og sér eða bókrolla, (al- gengast fyrir 13. öld), og hins veg- ar sög (fer að tíðkast á 15. öld), eins og á myndinni sem pistlinum fylgir, eftir Georges de La Tour (1593-1652). Einnig koma fyrir sverð og lensa, en þó mun sjaldnar. Í bókinni nöfn Íslendinga er þetta ritað um mannsnafnið Sím- on: Nafnið hefur verið notað hér frá því á 12. öld. Það kemur fyrir í Landnámu, Sturlungu og í fornbréfum, einnig í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. Samkvæmt manntali 1703 voru 63 karlar skráðir með þessu nafni en 50 árið 1801. Árið 1910 voru nafnberar 65 en í þjóðskrá 1989 voru 182 karlar skráðir svo, þar af 31 karl að síðara nafni af tveimur. Það er þekkt á Norðurlöndum frá því á mið- öldum og tíðkast í ensku- og þýskumælandi löndum. Nafnið er sótt til Biblíunnar og er upphaflega komið úr hebresku Schimeon „bænheyrsla“. Hinn 31. desember 2001 báru 179 Íslendingar nafnið sem fyrsta eiginnafn og 37 sem annað. Austurkirkjan er með Sím- onsmessu 10. maí (Grikkir og Koptar) og 1. júlí (annars staðar), en vesturkirkjan heldur sameig- inlegan messudag þeirra Júdasar Taddeusar og Símonar vandlæt- ara, 28. október ár hvert. Á ís- lensku nefnist hann tveggja- postulamessa. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Af hverju er við- urnefni hans dregið? Af öfgafullum þjóð- ernissinnum 1. aldar, hryðjuverkamönn- um þess tíma, eða af ákafa hans við boðun fagnaðarerindisins? Sigurður Ægisson er með þetta til skoð- unar í dag og fleira sem postulanum við kemur. Lærisveinarnir 12 Símon vandlætari Mjög fallegt og vel skipulagt 203 fm parhús ásamt innbyggðum bíl- skúr. Húsið er á tveimur hæðum og er staðsett í lokaðri götu. Allar innréttingar eru vandaðar, baðher- bergin eru nýlega standsett á fal- legan hátt. Mikið skápapláss. Parket og flísar á gólfum. Góð suðurver- önd og garður. Gott hús á rólegum og góðum stað. Guðmundur og Sólrún taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 17. SJÓN ER SÖGU RÍKARI FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Opið hús í dag í Heiðnabergi 9 - Reykjavík Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 Þinghólsbraut 74 - Kópavogi Suðurhólar 8 - 3. hæð til hægri Veghús 27 - 5 herb. á tveimur hæðum Vorum að fá í einkasölu fallegt og mikið endurnýjað ca 203 fm einbýli ásamt nýleg- um 40 fm bílskúr (jeppaskúr). 4-5 svefnher- bergi, góðar stofur. Húsið er nýlega klætt með Steni. Nýjar innréttingar í eldhúsi, end- urnýjað baðherbergi og gólfefni. Skipti á minni eign í vesturbæ Kópavogs möguleg. V. 31,5 m. 3776 Vorum að fá í einkasölu fallega 106 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. Rúmgott hol (sjónvarpshol), stórt flísalagt baðherbergi með baðkari og sérsteyptum sturtuklefa, gott eldhús með ágætri eldri innréttingu og nýjum tækjum og stór stofa. Suðursvalir. Útsýni. Nýlegt parket á gólfum. V. 12,7 m. 3786 Mjög rúmgóð og falleg 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum sem skiptist í: Neðri hæð: Forstofa, stofa, borðstofa, eldhús og gesta- snyrting. Efri hæð: Stigi, gangur, þrjú svefn- herbergi, baðherbergi og þvottahús geymsla. Stórar suðursvalir. Gólfefni: Parket og flísar. Falleg íbúð sem vert er að skoða. V. 18,2 m. 3812 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Þórarinn sölumaður Valhallar gefur upplýsingar í dag í síma 899 1882. Vorum að fá í sölu glæsilegar 2ja herb., 3ja herbergja og rúmgóðar 4ra herbergja íbúðir í nýju lyftuhúsi. Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar án gólfefna með sérsmíðuðum Íslenskum innréttingum frá Eldhúsi og Bað og ná skápar uppí loft bæði fataskápar og í eldhúsi. Afhending verður í mars- apríl 2004. • 2 lyftur í húsinu • Allir skápar uppí loft. • Góðar svalir • Sérgarður m jarðhæðaríb. • Flísal. Baðherb. • Vandaður frág. Traustur byggingaraðili Dverghamrar ehf. Berjavellir 6 - Hafnarfirði HJÁLMAR W. Hannesson, fasta- fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum, og Abdulaziz Bin Nasser Al- Shamsi, fastafulltrúi Sameinuðu ar- abísku furstadæmanna hjá Sameinuðu þjóðunum, undirrituðu samkomulag 17. september sl. um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Samkomu- lag um stjórnmála- samband LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu á gráa Kia Clarus-bifreið við Síðumúla 21, Sel- múlamegin. Atvikið átti sér stað hinn 16. september á milli kl. 11 og 15.30 þar sem Kia-bifreiðin stóð kyrrstæð og mannlaus á bifreiðastæði. Tjón- valdur yfirgaf vettvanginn án þess að tilkynna tjónið til hlutaðeiganda eða lögreglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum HJÁLMAR W. Hannesson sendi- herra hefur afhent Kofi Annan, aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Afhenti trúnaðarbréf HUGVEKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.