Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 20
Á áfengisbrautinni aka menn hratt allan guðslangan daginn. Koma svo heim og halla undir flatt því hausinn er veikur og maginn. Að þegnarnir drekki þolið fær léð er þjóðinni dýrmætur fengur. Því sjónin og heyrnin og málið fer og minnið úr vistinni gengur. Á 60 ára starfsferli sem skemmti- kraftur varð mér aldrei á í messunni svo heitið gæti, né heldur kastaði ég fram vafasömum klámvísum. Það er ég ánægður með þegar ég lít yfir far- inn veg. Það grófasta sem ég orti í þeim efn- um eru Hjónabandsvísur sem Har- aldur Á. Sigurðsson, Brynjólfur Jó- hannesson og Alfreð Andrésson sungu víða um land. Það er ekki burðuglegt í bólinu á kvöldin, bölvað ekkisens þverlyndið sem alltaf hefur völdin. Hún lemur mig eins og harðfisk – ef leyfi ég mér að vona og lætur mig snúa hinsegin – þegar ég vil snúa svona. Lengra gekk ég nú ekki í þessa veruna. Vinur minn sem kom mér til að- stoðar frá Eskifirði hét Víkingur Jó- hannsson. Við urðum snemma miklir vinir, svo miklir að hann var vart mönnum sinnandi eftir að ég yfirgaf Eskifjörð, svo mjög saknaði hann mín. En nú var hann kominn í Hólm- inn og þá brá mjög til hins betra – ég kom honum í sömu fæðissölu og ég var í og tók hann inn í herbergið sem ég hafði á leigu. Húsnæðisleysi var þarna svo fyrst hafði ég orðið að vera á hótelinu. Í hjónaband Árið 1944 stofnuðum við Víkingur lúðrasveit, fengum lúðrana frá Borg- arnesi, síðan fengum við gömlu bók- hlöðuna, settum hana á nýjan grunn og þar hafði lúðrasveitin aðstöðu til æfinga lengi. Ég varð fljótlega for- maður sveitarinnar og líka Tónlistar- félagsins. Víkingur kvæntist hér skömmu eft- ir að hann kom og ég fann mér konu- efni sem var kennari og hét Ingibjörg Gunnlaugsdóttir – hún borðaði á sama stað og ég þegar hún var ný- komin í Hólminn til að kenna árið 1946. Við opinberuðum trúlofun okk- ar 17. júní 1947 og vorum svo gefin saman í kirkjunni í Stykkishólmi af séra Sigurði Ó. Lárussyni árið 1948. Eftir giftinguna var skemmtileg mat- arveisla á hótelinu – við söknuðum þó nánustu ættingja okkar úr hópnum. Samgönguerfiðleikar komu í veg fyrir að þeir væru viðstaddir. Áður en við giftum okkur orti ég til hennar þessi erindi: Sorti er úti og verið viss vætan örg. Inni í húsi Árna kyssir Ingibjörg. Nú er kominn kaldur vetur, kulin mörg. Að sér vefur Árna betur Ingibjörg. Við Ingibjörg eignuðumst fimm börn, fyrsta barn okkar dó en fjögur lifa, Gunnlaugur Auðunn, Halldór, Helgi og Vilborg Anna. Við Ingibjörg áttum orðið mörg barnabörn og sum uppkomin þegar hún fékk krabbamein og lést. Við út- för hennar 27. ágúst 1994 var flutt ljóð eftir mig. Eitt erindið er á þessa leið: Ingibjörg, góða elsku vinan mín, ég aldrei nóg fæ blessað sporin þín, hvernig að þú barst ljós inn í mitt líf, leiddir bæði og varst mín sterka hlíf. Flöskurnar voru brotgjarnar Sýsluskrifari var Árni Helgason um margra ára skeið, þjónaði alls fjórum sýslumönnum, tveimur á Eskifirði og tveimur í Stykkishólmi. En árið 1954 dró til tíðinda í lífi Árna. Það losnaði staða póstmeistara í Stykkishólmi er Thomas Möller fór frá. „Möller vildi að ég sækti um og ég gerði það, ég var orðinn dálítið þreyttur á ferðalögunum sem fylgdu starfinu hjá sýslumanni,“ segir Árni. Einmitt í starfi póstmeistara varð Árni söguhetja í mörgum sögum sem gengu manna í milli. „Þá var fyrirskipað af póstyfirvöld- um að allur brothættur póstur skyldi fluttur laus. Því var allt áfengi flutt þannig. Ég vildi auðvitað að sem minnst af þeim varningi kæmi í bæinn og hafði hag samborgaranna þá í huga. Ég hef aldrei séð ávinning af áfengi. Sögur sem sagðar hafa verið af mér í sambandi við póstkröfurnar sem ég átti ýmist að hafa brotið vilj- andi eða sparkað í eru tilhæfulitlar – en því er ekki að neita að þær eru dá- lítið skemmtilegar. Ég gerð mér alltaf ljóst að ég mátti sem opinber starfsmaður ekki skipta mér af hvað menn keyptu gegn póst- kröfu og líka að það stoðaði lítt að pre- dika yfir fólki á pósthúsinu – ekki síst vegna þess að það var margt í ann- arlegu ástandi meðan það beið eftir flöskunum – varla með sjálfu sér. Það verð ég að segja að í starfi mínu sem póstmeistari sá ég enn betur en áður hvað áfengi umbreytir fólki – meira að segja áður en það er komið ofan í það. Vissi ég þó ýmislegt um áhrif áfengis á fólk því nær allar slagsmála- ákærur sem bárust sýsluskrifstof- unni voru vegna áfloga drukkinna manna. Það voru erfið mál við að eiga – ekki síst vegna þess að mennirnir vissu oft ekki í raun hvað hefði gerst og urðu tví- og þrísaga. Oft er talað um að allt sé í lagi ef menn eru hóf- drykkjumenn. Ég er ekki sammála því og orti þetta: Hófdrykkjan er heldur flá henni er valt að þjóna. Hún er bara byrjun á að breyta manni í róna. Einum manni man ég eftir sem kom í Hólminn 30 árum eftir að hann hafði verið þar á vertíð. Hann sagði við mig. „Árni, ég hugsaði mikið um það sem þú sagðir við mig þarna um árið varðandi óregluna. Vegna þeirra orða fór ég að drekka minna og hætti loks alveg. Og þetta er allt annað líf.“ Í stjórnmálaskóla Eins og fram hefur komið hefur Árni ekki legið á liði sínu hvað fé- lagsmálin áhrærir, meira að segja hefur hann átt drjúgan þátt í útgerð. Sjálfstæðismaður hefur hann verið mikill og sótt marga landsfundi flokksins. „Ég fór í stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins haustið 1938. Stjórn þess skóla annaðist Gunnar Thorodd- sen. Eftir langt og mikið sjóvolk komst ég til Reykjavíkur og heim til Ólafs Thors, sem hafði komið þeim skilaboðum til mín austur á Eskifjörð að hann vildi sjá um mig eftir komuna til Reykjavíkur. Hann tók vel á móti mér en sagði að Árni í Múla hefði sótt fast að fá mig til sín og þar var gott að vera þann mánuð sem skólinn stóð. Þegar Thor Thors gaf ekki kost á sér til þingsetu í Snæfells- og Hnappadalssýslu þá var Gunnar Thoroddsen valinn í hans stað. Gunn- ar komst að og var endurkjörinn en varð svo borgarstjóri í Reykjavík. Mikil vinátta tókst með okkur Gunn- ari og þegar hann myndaði utan- þingsstjórn 1980 mætti ég á flokks- ráðsfund í Reykjavík og las þar flokkseigendafélaginu pistilinn þegar mér fannst ómaklega vegið að Gunn- ari. Ýmsir foringjar Sjálfstæðisflokks- ins eru mér hugstæðir en ekki síst vil ég nefna Pétur Ottesen sem sat manna lengst á þingi. Hann predikaði aldrei skoðanir sínar. Hann þurfti þess ekki, hann predikaði með lífi sínu.“ Fréttaritarinn Árni Helgason Árni Helgason er landsþekktur maður fyrir skrif sín sem fréttaritari Morgunblaðsins en einnig var hann um áratugi fréttaritari Ríkisútvarps- ins. „Ég sendi aldrei erfiðar fréttir héð- an. Ég flokkaði þetta þannig að ef ein- hver leiðindi komu upp þá sendi ég ekki frétt af þeim. Ef eitthvað gott gerðist, fjölgaði í bænum eða nýjar bygginar voru reistar – þá sendi ég frétt af því. Ég hafði þetta svona og tel að þetta hafi verið gott. Bindindismál hef ég skrifað mikið um í Morgunblaðið. Menn tala um að berjast gegn vímu og öllum þeim vandræðum sem af henni leiðir. En því miður er meira rætt um að setja undir lekann í stað þess að muna að „á skal að ósi stemma“. Ég hafði frá upphafi skömm á vín- neyslu. Mér ofbauð sem barni og ung- lingi að sjá menn breytast í villidýr við drykkju, þetta réði viðhorfi mínu sem styrktist með árunum. Trúin var mér líka öflugt haldreipi. Ég hef löngum verið kirkjurækinn. Á sunnudögum fer ég í messu upp í Klaustur og drekk svo kaffi með nunnunum eftir athöfnina, síðan fer ég í messu í þjóðkirkjunni. Síðdegis fer ég í guðsþjónustu hjá Fíladelfíu og þegar ég er í Reykjavík fer ég líka á trúarsamkomur hjá aðventistum. Ég óst upp við mikla trúrækni eins og ég sagði í upphafi. Mamma lagði okkur börnin sín aldrei svo til svefns svo að hún signdi okkur ekki og bæði með okkur bænir, eitt eða tvö vers – alla tíð síðan hef ég aldrei skipt svo um nærföt að ég signi mig ekki. Öll okkar hjónabandsár báðumst við fyrir saman á hverju kvöldi, ég og Ingibjörg konan mín, og gerðum upp daginn. Mitt lífsviðhorf mótaðist snemma af því sem ég lærði í KFUM og barna- stúkunni og tekið mið af síðan: Oss í hernað Kristur kallar, kallar börnin smá. Gott er í hersveit hans að vera herja löstu á. Verið hugrökk, Herrann lætur heppnast okkar ferð. Berið hjálm og belti Jesú, brynju, skjöld og sverð. Drekkum aldrei dropa af víni dauðinn býr þar í vöndum tal vort, gjörum góðum Guði dýrð með því. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Guðrún Í félagahóp fyrir neðan Hlíðarenda á Eskifirði, Árni er lengst til vinstri. 20 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 11. október kl. 14:00-16:00 í Smáraskóla, Dalsmára 1, Kópavogi. S‡ningin er sett upp sem sjálfstæ›ur hluti af námskei›inu EINSTAKLINGSMI‹A‹ STÆR‹FRÆ‹INÁM sem haldi› ver›ur fyrir áhugafólk um stær›fræ›i. Námskei›i› ver›ur haldi› dagana 10. og 11. október n.k. í Smáraskóla í Kópavogi. Í framhaldi af rá›stefnu Íslensku menntasamtakanna í ágúst sl. var ákve›i› a› halda námskei› til a› kynna n‡jar a›fer›ir í stær›fræ›ikennslu, mi›a› vi› einstaklingsbundi› nám og hvernig stær›fræ›i tengist daglegu lífi fólks. A›alfyrirlesari námskei›sins ver›ur Hope Martin, sem kennt hefur í 30 ár og er höfundur 15 bóka um stær›fræ›i. Allar frekari uppl‡singar er a› finna á vefsí›u Íslensku menntasamtakanna ses www.ims.is Einnig er hægt a› hafa samband me› tölvupósti ims@ims.is, í síma 544 2120 / 544 2133 e›a me› faxi 5442119. Allir v elkom nir Íslensku menntasamtökin ses bjó›a áhugasömum a› kynna sér Stær›fræ›ikennslugögn: áhöld og bækur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.