Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 39
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 39 LÖGREGLAN í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa myrt Önnu Lindh, utanríkis-ráðherra Svíþjóðar. Maðurinn er 35 ára gamall. Hann hefur framið mörg afbrot. Hann sat meðal annars í fangelsi í átta mánuði fyrir fjársvik. Á föstudag var maðurinn úrskurðaður í gæslu-varðhald. Þar verður hann í viku til viðbótar. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið í sambandi við sænska öfga-menn. Hann hafi verið vinur margra þekktra ný-nasista í Svíþjóð. En ný-nasistar eru meðal annars kynþátta-hatarar og á móti því að útlendingum sé leyft að setjast að í Svíþjóð. Maðurinn er sagður vera atvinnulaus. Hann hefur átt við áfengis-vanda að etja og notað fíkniefni. Sagt er að hann eigi sér ekki heimili. Sænsk blöð sögðu geð-lækni hafa skoðað manninn í fyrra. Hann hafi ekki verið talinn eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Maðurinn þekktist af myndum sem teknar voru í verslunar-miðstöðinni þar sem Anna Lindh var myrt. Sagt er að faðir hans hafi þekkt hann á myndunum. Faðirinn hafði síðan samband við lögregluna. Minningar-athöfn um Önnu Lindh var haldin í Stokkhólmi á föstudag. Hún var borin til grafar í gær, laugardag. Morðingi Önnu Lindh fundinn? Reuters Rúmlega þúsund manns komu saman í ráðhúsinu í Stokkhólmi á föstudag til að minnast Önnu Lindh. Meðal gesta voru ráðamenn frá mörgum ríkjum heims, þar á meðal Íslandi. UMTALAÐASTA kærustupar í heimi, stór-stjörnurnar Ben Affleck og Jennifer Lopez, hafa slitið sambandi sínu. Þetta fullyrtu allir helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem fátt er nú rætt meira um. Á Affleck, sem er kvikmynda-leikari og handrits-höfundur, að hafa sagt upp Lopez, sem er kvikmynda-leikkona og söng-kona, vegna þess að hann telur sig víst ekki tilbúinn að binda sig svona ungur. Affleck er 31 árs gamall en Lopez 33 ára. Þau höfðu áður gefið út þá yfirlýsingu að þau væru trúlofuð og stóð lengi til að þau giftu sig á sunnudaginn var. Brúðkaupinu var síðan skyndilega slegið á frest stuttu fyrir helgina. Var skýringin sögð vera sú að þeim fyndist of mikið fjölmiðla-fár í kringum athöfnina. En nú virðist hin rétta skýring hafa komið í ljós. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum keppast nú um að finna ástæðuna fyrir sambands-slitunum. En flestir virðast á því að glaumgosa-líf hans hafi ráði þar mestu. Reuters Jennifer Lopez og Ben Affleck á meðan allt lék í lyndi í júlí síðast-liðnum. Samband- inu lokið? AUÐUR Valdimarsdóttir er bara tíu og hálfs mánaðar en hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum. En þar var grædd í hana lifur úr öðru barni. Auður er yngsti Íslendingurinn sem hefur fengið grætt í sig líffæri. Auður litla er með mjög sjaldgæfan lifrar-sjúkdóm og lifrin í henni var orðin ónýt. Þess vegna þurfti hún að fara til Bandaríkjanna í aðgerðina sem gekk mjög vel. Foreldrar hennar segja að aðgerðin hafi gengið vonum framar. „Hún er eins og nýtt barn, kát og hress,“ segja þau. Þegar Auður var sex vikna kom sjúkdómurinn í ljós þegar hún var í aðgerð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Auður var mjög veik. Hún var alltaf þreytt og foreldrar hennar segja að mjög erfitt hafi verið að fá hana til að borða. Núna borðar hún eins og hestur og dafnar vel að þeirra sögn. Fékk lifur úr öðru barni Morgunblaðið/Kristinn Auður Valdimarsdóttir með foreldrum sínum, Ásdísi Ásgeirsdóttur og Valdimar Jónssyni, og systrum sínum, Ásu og Margréti. Hún dafnar vel eftir aðgerðina.Netfang: auefni@mbl.is VÍKINGAR tryggðu sér sæti í úrvals-deildinni í knattspyrnu á dögunum er þeir gerðu markalaust jafntefli við Keflvíkinga. Keflavík hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í úrvals-deildinni og hafði aðeins að einu að keppa – að ná stiga-metinu í 1. deild sem er í eigu ÍA frá árinu 1990. Keflvíkingar náðu þó aðeins að jafna met Skagamanna og náðu 43 stigum á keppnis-tímabilinu. Víkingar hafa ekki átt sæti í deildinni síðast liðin fjögur ár. Þeir urðu því að ná stigi gegn Keflavík á útivelli, en Þór frá Akureyri átti einnig möguleika á að komast upp um deild. Þór vann Leiftur/Dalvík, en það dugði ekki þar sem Víkingar gerðu jafntefli. „Ég er mjög ánægður með leik minna manna og að liðið sé komið upp í efstu deild. Leikurinn var gríðarlega erfiður og spennandi en leik-skipulag okkar gekk upp, þó að við nýttum ekki mark-tækifærin sem við fengum,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga. „Þetta er eitt besta sumar sem Keflavík hefur átt. Við höfum spilað marga góða leiki og verið sigur-sælir. Okkur hefur í raun gengið mjög vel síðustu tíu mánuði og það er alltaf gaman að vera hjá liði sem er sigur-sælt,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga. Keflavík og Víkingur í efstu deild á ný Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leikmenn Keflavíkur fagna titlinum í 1. deild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.