Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI Háskóla Íslands er talsvert dreifð út fyrir háskólasvæð- ið, og getur það valdið nemendum talsverðum vandræðum við að kom- ast á milli tíma sem eru ef til vill í öðr- um bæjarhlutum. Deildirnar eru mis- jafnlega dreifðar en þeir nemendur sem lenda í mestu flakki milli staða eru nemendur í læknisfræði, hjúkr- unarfræði og líffræði. Meðal þeirra staða þar sem kennsla í HÍ fer fram er Valsheimilið og Kringlubíó, auk aðstöðu sem deildir hafa í Sóltúni, Ármúla og á Grensásvegi. Nemar í heilbrigð- isfögum þurfa auk þess oft að fara inn á spítalana í starfsnám og til að komast í ákveðin tæki. Hafa korter til að komast á milli Dæmi um nemendur sem eru á sí- felldu flakki eru líffræðinemar, en vegna þess hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýtt náttúrufræðihús í Vatnsmýrinni eru þeir á hálfgerðum vergangi, og flakka á milli há- skólasvæðisins og aðstöðu á Grens- ásvegi. „Þetta er frekar leiðinlegt að kom- ast á milli. Oft höfum við korter til að komast á milli svo ef fólk á ekki bíl er það alveg vonlaust,“ segir Rósa Guð- rún Sveinsdóttir, nemi á 3. ári í líf- fræði. Í líffræðinni er ástandið verst fyrir nema á öðru ári, en þeir þurfa mikið að flakka á milli háskólasvæðisins og aðstöðu sem deildin hefur á Grens- ásvegi. „Það skiptist eiginlega til jafns og við þurfum oft að eyða þess- um 15 mínútna frímínútum sem við fáum í að koma okkur á milli staða.“ Auk óhagræðis fyrir nemendur vegna tíðra ferðalaga um borgina hefur þetta truflandi áhrif á kennslu, segir Rósa. Nemendur koma oft seint í tíma, eða fá ekki sæti ef þeir eru með fleiri nemendum í tímum, t.d. í fyrirlestrum í Háskólabíói. Flakkið er einkum erfitt fyrir nem- endur sem ekki eru á bílum, eins og Rósu: „Ég hef alltaf verið svo heppin að fá far, en þeir sem eru feimnir og þekkja kannski fáa eru kannski að missa úr heilu og hálfu tímana í það að koma sér á milli með öðrum ráð- um. Fólk þarf stundum að fara fyrr úr tíma til að leggja af stað, eða mæta of seint.“ Sumir nemendur á sífelldu flakki Morgunblaðið/Ásdís Rósa Guðrún Sveinsdóttir, nemi í líffræði í HÍ.                         !""     #    $% #&    $% '(    )    ###*    +        , %    -"       FIMM listamenn krefjast þess að Kristnihátíðarnefnd greiði þeim bætur fyrir myndlistarverk sem eyðilögðust á sýningu í Stekkjargjá á Þingvöllum haustið 2000, en sýn- ingin var haldin í tilefni þúsund ára kristni á Íslandi. Nemur bótakrafan samtals 10,6 milljónum kr. Telja þeir að bótaskylda nefndarinnar byggist einkum á 16. kap. Þjófa- bálks Jónsbókar, frá árinu 1281. Efnislega er í þeim kafla kveðið á um að lántaki verði að greiða bætur ef lánshlutur skemmist eða ferst – óháð því hvernig á skemmdunum stóð. Forsvarsmenn Kristnihátíðar- nefndar hafa, skv. þeim gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum, ekki véfengt að þeim beri að greiða bætur í málinu. Þeir telja á hinn bóginn að bótaskylda þeirra byggist á samningi aðila frá árinu 2000, en þar segir m.a. að hvert verk skuli skaðatryggt fyrir 500 þúsund kr. Segja þeir að bótarétt- urinn takmarkist við þá upphæð. Hafa þeir farið fram á að lista- mennirnir meti bótagreiðslurnar með því að leggja fram upplýsingar um efniskostnað vegna hvers verks. Deila málsaðila snýst því um á hvaða reglum bótaskyldan byggist en einnig deila þeir um hvernig ákvarða skuli bæturnar; forsvars- menn Kristnihátíðarnefndar telja að bótaréttur takmarkist við efn- iskostnað verksins og kostnað við viðgerð og endurgerð á því en lista- mennirnir ítreka að verkin séu listaverk og að fjárhagslegt verð- mæti ráðist af söluverði þeirra áður en þau eyðilögðust. Þeir benda og á að verkin séu ónýt og að, eðli máls- ins samkvæmt, sé ekki hægt að búa til sama verkið aftur. Hugsanlega væri þó hægt að búa til endurgerð af því. Eyðilögðust 12. september Upphaf málsins má rekja til þess að listamennirnir gerðu samhljóða samninga við Kristnihátíðarnefnd í maí árið 2000. Fólu samningarnir í sér að nefndin myndi veita lista- mönnunum fjárstyrk til að vinna myndlistarverk á myndlistarsýn- ingu í Stekkjargjá á Þingvöllum sama sumar í tilefni þúsund ára kristni á Íslandi. Skv. samningnum fékk hver listamaður fyrir sig 200 þúsund kr. til að vinna verkið. Sýn- ingin átti skv. samningnum að hefj- ast 1. júlí og henni átti að ljúka 1. september. Listamennirnir gerðu verkin og voru þau sett upp undir umsjón verkfræðings á vegum Kristnihátíð- arnefndar, skv. málskjali lögmanns listamannanna, Jónasar Þórs Guð- mundssonar. Þar segir að Kristnihátíðarnefnd hafi framlengt sýninguna án samráðs við lista- mennina. Verkin eyðilögðust hins vegar öll í slæmu veðri sem gekk yfir 12. september. Í kjölfarið fóru listamennirnir fram á að Kristnihá- tíðarnefnd bætti tjónið. Ekki náðist samkomulag um það milli málsaðila, eins og áður hefur verið rakið. Fóru listamennirnir því fram á að matsmenn yrðu dóm- kvaddir, af Héraðsdómi Reykjavík- ur, til að meta skemmdir verkanna og áætla söluverð þeirra áður en þau eyðilögðust. Jónas Þór, lög- fræðingur listamannanna, segir að matsmennirnir séu nú að störfum og miðar við að þeir ljúki vinnu sinni þá og þegar. Hann segir að náist ekki samkomulag milli aðila eftir að vinna matsmannanna liggi fyrir komi til greina að stefna Kristnihátíðarnefnd til greiðslu bóta vegna tjóns á verkunum. Æðstu embættismenn ríkisins Kristnihátíðarnefnd, var eins og kunnugt er, skipuð af ríkisstjórn Ís- lands í lok ársins 1989. Í nefndinni sitja æðstu embættismenn ríkisins, þ.e. forseti Íslands, forsætisráð- herra, biskup Íslands, forseti Al- þingis og forseti Hæstaréttar. Framkvæmdastjóri nefndarinnar eru Júlíus Hafstein. Umræddir listamenn eru: Bjarni Sigurbjörnsson, Hulda Hákon, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí og Sigurður Árni Sigurðsson. Kristnihátíðarnefnd greiði bætur vegna listaverka sem eyðilögðust á Þingvöllum Deilt um það hvernig meta eigi listaverkin Morgunblaðið/JimSmart Verk fjórtán listamanna voru sýnd í Stekkjargjá á Þingvöllum sumarið 2000. Fimm þeirra hafa nú farið fram á að Kristnihátíðarnefnd greiði þeim bætur vegna þess að þau hafi eyðilagst í slæmu veðri í september það ár. TVÆR stórar greinar brotnuðu af gamalli ösp við húsið við Eyr- arveg 25 í hvassviðrinu á Ak- ureyri í gærmorgun. Önnur greinin lenti ofan á þakskegginu og rann þaðan niður og nuddaðist eftir stofuglugganum en Ólöf Jónsdóttir, eigandi hússins, segir ekki eina einustu rúðu rispaða. Ólöf telur að aspirnar í garði hennar séu með þeim allra fyrstu sem komu til Akureyrar. „Það var rétt um 1950 sem fyrstu aspirnar komu til landsins frá Alaska og þá sendi mágur minn, sem vann í skógræktarstöð í Reykjavík, okkur þessar aspir norður,“ segir Ólöf. Aldrei hafa aspirnar skemmst fyrr og alltaf verið taldar mikil prýði. „Strákarnir mínir hafa alltaf snyrt þær til og maðurinn sem býr hér fyrir sunnan götuna sagði einmitt í morgun að það væri mikill sjónarsviptir að trénu því þessar fallegu hríslur hér í Eyrarveginum hefðu verið stolt Eyrarinnar og eiginlega bæj- arins.“ Stofn asparinnar stendur eftir um það bil hálfur, enda ákaflega sver. „Það var hvassast hérna milli klukkan átta og tíu. Seinni grein- in, sú sem nuddaðist niður eftir stofuglugganum, hefur brotnað rétt fyrir klukkan tíu. Hún liggur nú fast upp að stofuglugganum en ekki ein einasta rúða er sprungan. Það er mikil guðs mildi að enginn skyldi verða fyrir trénu og að húsið er ekkert skemmt. Það á að vísu eftir að skoða þakið, en engar skemmdir sjást að minnsta kosti á því,“ sagði Ólöf. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stór aspargrein féll á hús Akureyri. Morgunblaðið. ATLANTSSKIP og útgerðarfyrir- tækið Stálskip hafa gert með sér samning um að Atlantsskip sjái um flutning á afla frystitogara Stálskipa til Evrópu og Asíu. Löndun aflans mun fara fram í Kópavogshöfn. Egg- ert Kjartansson, forstöðumaður út- flutningsdeildar Atlantsskipa, segir að með þessum samningi séu Atl- antsskip komin inn á þann markað að flytja afla frystitogara til annarra landa en Evrópu og Ameríku, en fyr- ir séu á markaðnum Eimskip og Samskip. „Við erum því þriðji val- kostur útgerðaraðila,“ útskýrir hann. Þá bendir hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem löndun úr frystistog- ara fari fram í Kópavogshöfn. Það þýði m.a. auknar tekjur fyrir höfn- ina. Hann segir samninginn gilda meðan „Atlantsskip séu með sam- keppnishæft verð og góða þjónustu.“ Stálskip er með tvo frystitogara á sínum snærum. Eggert segir að skip Atlantsskipa muni flytja aflann til Rotterdam í Hollandi. Atlantsskip hafi síðan gert samning við kín- verska skipafélagið Yang Ming um að flytja aflann áfram til allra helstu hafna í Asíu. Atlantsskip og Stálskip Samningur um flutning afla til Asíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.