Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G átti því láni að fagna á unglingsár- um mínum í Reykjavík að kynn- ast leiklist að tjaldabaki og á leik- sviði í Iðnó snemma á fjórða áratug tutt- ugustu aldar. Leik- félag Reykjavíkur, sem var megin- stoð leiklistar í höfuðstaðnum var stundum nefnt Leikfélag Íslands- banka. Sá banki var lagður í rúst af stjórnvöldum árið 1930 og Útvegs- banki Íslands reistur á rústum hans. Starfsmenn hins nýja banka voru flestir hinir sömu. Ekki hafði leikgleði þeirra minnkað við nafn- breytinguna, enda haldið áfram að tengja Leikfélagið bankanum eins og gert hafði verið. Ég var á þrettánda ári þegar ég réðst til starfa í Útvegsbankanum. Hafði öðlast rétt til setu í fyrsta bekk máladeildar í Menntaskólan- um á komandi hausti. Úr því varð þó ekki. Jón Axel bróðir minn tilkynnti mér um haustið að fjölskyldan hefði ekki ráð á því að kosta mig til náms. Ég yrði að halda áfram að gera eitt- hvað, eins og Gvendur í Sumarhús- um. Þetta eitthvað var auðvitað að halda áfram sendisveinsstörfum í bankanum fyrir 75 krónur á mán- uði, sem var fjórðungur mánaðar- launa bankastarfsmanns á þeirri tíð. Mér er nær að halda að sakn- aðartár mín hafi þornað fljótt vegna kynna af starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Vandaður nýr skíðasleði sem ég skildi eftir við dyr að leiksviði meðan á leikæfingu stóð á Litla Kláusi og Stóra Kláusi var horfinn þegar ég ætlaði að taka til hans. Þar fór það hvorttveggja í einu, skíðasleðinn og skólasetan. „Þerraðu tregatárin“ segir í óperu- aríunni. Dularfullt og seiðandi and- rúmsloft í Iðnó, að tjaldabaki, á leiksviði og í áhorfendasal, litfagur og ljósum skreyttur heimur leik- hússins, með sína máluðu jökla, fossa og óbyggðir og dumbrautt tví- skipt fortjald sem var dregið til og frá, var margföld uppbót á heim hversdagsleikans, þokugráan og út- vatnaðan eins og labra. Síðasti víkingurinn Margar leiksýningar eru minnis- stæðar. Ein þeirra kemur þó oftar í hugann en aðrar. Því veldur sorgin, sem henni fylgdi, og nísti hjarta góðvinar míns Indriða Waage, leik- stjóra og bankamanns. Indriði var góðviljaður og tilfinninganæmur. Einn í fremstu röð menntaðra leik- stjóra. Lágmæltur og fátalaður, en næmur og skilningsríkur. Þeir Emil Thoroddsen frændi hans af ætt Knudsena og Guðjohnsena voru um margt líkir, enda lét þeim vel sam- starf í leikhúsi. Þetta umrædda kvöld var flutt leikritið „Síðasti vík- ingurinn“ eftir Indriða Einarsson, revisor. Hann var afi Indriða Waage. Leikritið fjallar um Jörund þann sem nefndur var Hundadaga- konungur. Persónur leikritsins eru 21 að tölu. Aðeins eitt hlutverk er skoplegt. Það er Hákon lögréttu- maður í Kirkjuvogi. Hákon þessi kemur á fund Jörundar til þess að biðja um leyfi verndarans til þess að kvænast annarri konu, auk þeirrar sem hann býr með og er einnig kvæntur. Samtal þeirra Hákonar og Jörundar er aðeins 3 blaðsíður eða 53 línur. Allan tímann meðan á því stóð dundu hlátrasköllin við að hverri setningu lokinni sem Hákon sagði. Ég fór með lítil hlutverk í þessu leikriti. Það var Samson, einn af mönnum Jörundar. Ég stóð því oft að tjaldabaki meðan aðrir voru á sviði. Þar sem ég stóð að þessu sinni fylgdist ég náið með Indriða og kveið því að hann léti yfirbugast og hyrfi af sviðinu án þess að ljúka hlutverki sínu. Systir hans, Kristín, prúð stúlka, fögur og kurteis, hafði andast þennan sama dag, aðeins tæplega tvítug. Indriði lauk síðasta tilsvari Hákonar bónda. Meðan á samtali þeirra Jörundar stóð höfðu hlátrasköll áhorfenda dunið eins og svipuhögg á Indriða. Nú, er hann gekk af sviði, fylgdi dynjandi lófa- klapp og hlátur. Indriði reikaði af sviðinu. Ég var svo lánsamur að geta gengið til móts við hann og tekið hann í faðminn og mælt einhver huggunarorð um leið og hann grét og tárin streymdu niður kinnar hans. Hann var örþreyttur að lokn- um þessum miklu átökum og andlegri þolraun er hann hafði mátt líða meðan hann lauk hlut- verki sínu. Þó Indriði Einarsson rithöf- undur og revisor hafi verið sann- orður maður og kostað kapps um að vanda sem best til verka sinna verð- ur að segja eins og er. Í leikriti sínu um Jörund fellur hann í þá freistni að fara rangt með stað- reyndir og má segja að erfitt sé að leiðrétta þær missagnir, sem hann og ýmsir aðrir höfundar hafa hrundið á flot um hjónaband þeirra Lars Michaels Knudsen og Margrétar Andreu eða Madömu Mohr eins og hún var kölluð. Indriði Einarsson leggur henni þessi orð í munn: „Þó hann hefði ekkert annað gjört, en gefa mér leyfi til að giftast mann- inum mínum, þá mundi ég ávallt minnast hans með innilegri velvild, því að nú er heimili mitt fullt af ást og ánægju.“ „Jfr. Guðrún: En hvað segir aum- ingja gamli Mohr? Mad. Knudsen: Ég giftist honum þvernauðug, hans get ég að engu.“ Hér er farið með rangt mál. Ég á í fórum mínum ljósrit er ég fékk á Þjóðskjalasafni. Það er leyfi Dana- konungs til handa þeim Lars M. Knudsen og Margr. Andreu til þess að ganga í hjónaband. Konungsleyfi til handa þeim kom með skipinu Seyen einmitt um þær mundir sem Jörundur sat við völd. Sjálfur gerði Jörundur ekki annað en afhenda leyfið, með semingi þó og fortölum um hjúskapartryggð. Árni Óla rit- stjóri og merkur fræðimaður hefir lagst á eitt með Indriða Einarssyni að útbreiða þennan misskilning um afskipti Jörundar. Hefur þeim ef til vill þótt það rómantískara og æv- intýralegra. Skírnarvotturinn Savignac Mér kom til hugar að leita í prestsþjónustubókum Reykjavíkur- prestakalls og hyggja að því hverjir væru skírnarvottar á dögum Jör- undar. Þá blöstu við meiriháttar tíð- indi. Savignac var skírnarvottur við skírn tveggja sona Lars M. Knud- sen og Margrétar Andreu konu hans, Diðrik Vesty Knudsen, sem seinna varð tengdafaðir Matthíasar Jochumssonar og fyrsti formaður bygginganefndar Reykjavíkur. Ásamt honum voru helstu kaup- menn og faktorar Reykjavíkur Strube, Thomsen, Biering og Fab- er. Ljósmóðirin Maddama Ragn- heiður í Hlíðarhúsum. Þá var Savig- nac einnig skírnarvottur þegar Knud Peter Knudsen var vatni aus- inn. Hálft annað ár var milli þeirra athafna. Samkvæmt því hefir vin- áttan reynst haldgóð því einnig eru Savignac var talinn hrappur, en hann var vinsæll skírnarvottur Friðrik VI Danakonungur sendi Lars Michael Knudsen og Margréti Andreu Höl- ter (áður Madömu Mohr) leyfi til þess að ganga í hjónaband. Það var sent með skipinu Seyen, sem tafðist á leiðinni og kom til Reykjavíkur þegar Jörundur hafði hrifsað völdin. Friðrik VI átti dóttur, Caroline, sem hann spásseraði oft með. Hún var stundum nefnd „Arvoline“ vegna erfðatitils. Hún giftist seinna Ferdinand prins. Konungsleyfi Knudsenshjónanna er til á Þjóðskjalasafni með innsigli konungs. Liðsmenn Jörundar í „Síðasta víkingnum“. Jón Aðils er fremstur. Hann fékk lof fyrir leik sinn í hlut- verki Jóns stúdents. Skúli Skúlason ritstjóri taldi aðra liðsmenn Jörundar einum of álappalega. Pét- ur Pétursson er Samson, Jón Leós Gísli, Hjörtur frá Skálabrekku Dagur, Vilhelm Norðfjörð Jón fangi. Ragnar E. Kvaran sem Magnús Stephensen etasráð, Hersteinn Pálsson, dóttursonur höfundar, lék Alexander Jones, skipherra, Gestur Pálsson lék Jörund Hundadagakonung, Kristinn Kristjánsson Savignac, kaupmann. Aðalstræti 10 átti Westy Petræus. Síðar varð það biskupsstofa Geirs Vídalín. Leikfélag Reykjavíkur setti svip sinn á menningarlíf í höfuðstaðnum á fyrri hluta 20. aldar og heillaðist Pétur Pétursson af andrúmsloft- inu að tjaldabaki. Hann seg- ir þó víða, m.a. í leikritinu Síðasti víkingurinn, farið með rangt mál varðandi af- skipti Jörundar Hundadaga- konungs af hjónabandi þeirra Lars Michaels Knud- sen og Madömu Mohr. Savignac, breskur kaupsýslumaður af frönskum ættum. Kristinn Kristjánsson feldskeri lék hlut- verk hans í leikriti Indriða Einarssonar. Kristinn var sonur Kristjáns Þorgrímssonar, leikara og bæjarfulltrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.